Morgunblaðið - 21.11.1982, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982
Hafskip greiddi ekki toll af vörulyfturum:
Málið sent ríkissak-
sóknara en lyftararn-
ir afhentir
Tollstjóraembettið hefur tekið í
sína vörslu ellefu vörulyftara í eigu
Ilafskips hf. vegna vangoldinna tolla
af Uekjunum. Páll Bragi Kristjóns-
son fjármálastjóri Hafskips sagði í
samtali við blaðamann Morgun-
blaðsins í gær, að rétt væri að Haf-
skip hefði ekki greitt toll af lyfturun-
um eins og lög segðu til um. Á und-
anfornum árum hefði félagið fjölgað
lyfturum sinum úr þremur eða fjór-
um í hátt á fimmta tug, og því hefði
verið erfitt að greiða toll af þeim
öllum jafnharðan. Eftir væri að
greiða af umræddum ellefu tækjum,
starfsmönnum llafskips hefðu hér
orðið á mistök, málið hefði verið
skýrt fyrir yfirvöldum, og væri von-
andi úr sögunni.
Vildi Páll Bragi undirstrika það,
að hér væri ekki um smygl af
neinu tagi að ræða, allir pappírar
hefðu verið með eðlilegum hætti
og bankastimplaðir og kaupendur
þar með fengið þá greidda, er lyft-
ararnir hefðu komið til landsins,
og tollyfirvöld vitað af þeim. Það
eina sem gerst hefði væri að Haf-
skip hefði tekið sér frest á að
greiða tollinn.
Klausturhólar:
Bækur sem
stolið
var fundnar
á morgun
Kristinn ólafsson tollgæslu-
stjóri sagði í samtali við Morgun-
blaðið, að það sem gerst hefði væri
að Hafskip hefði tekið sér frest I
að greiða toll af umræddum lyft-
urum. Nokkurn tíma hefði tekið
að fá málið á hreint, en forráða-
menn Hafskips hefðu viðurkennt
mistökin og þegar boðist til að
greiða tolla og dráttarvexti. Yrði
lyfturunum því væntanlega skilað
á morgun, mánudag, en málið sent
ríkissaksóknara til ákvörðunar.
Engu stolið
eftir mikla
fyrirhöfn að
brjótast inn
í FYRRINÓTT var brotist inn i sölu-
turninn aó Njálsgötu 23. I Ijósi þess
hve mikið var fyrir því haft að brjót-
ast inn, þá kom á óvart að engu var
stolið. Reynt var að brjótast inn
bakdyramegin og kúbeini beitt en
ekki tókst kumpánum að komast inn
i söluturninn.
Því var farið að framanverðu og
tvær hurðir brotnar og þannig
komust þeir inn i söluturninn. En
eftir alla fyrirhöfnina löbbuðu þeir
í gegnum söluturninn og út bak-
dyramegin þrátt fyrir að á borði
væri skiptimynt og auk þess mikil
verðmæti í tóbaki og öðrum vörum.
MorfiwblaaU/Kristján Einnrsson.
Leifar Mávsins
í Vopnafjarðarbotni blasir við sérkennileg sjón, skipsmöstur og bómur
standa þar upp úr haffletinum steinsnar undan fjöruborðinu. Þetta eru
leifarnar af Mávinum, sem fórst í Vopnafirði í fyrrahaust, en skipið var með
saltfiskfarm þegar það strandaði. Hrammur Ægis hefur leikið skipið grátt og
m.a. sópað af því yfírbyggingunni. Skrokkurinn sekkur sem óðast í sandinn
og vonast Vopnfírðingar til að sem fyrst hverfí það sjónum manna, því þeim
þykir óprýði að flakinu. Tæpt ár er frá strandinu.
Ráðstefna um
fjármálastefnu
sveitarfélaga
SAMBAND íslenzkra sveitarfélaga
efnir til ráðstefnu um fjármál sveit-
arfélaga á Hótel Sögu í Reykjavík
mánudaginn 22. nóvember.
A ráðstefnunni verður einkum
rætt um fjármálastefnu sveitarfé-
laga á tímum verðtryggingar lána,
um lánsfjáröflun til gatnagerðar í
þéttbýli og um samskipti sveitar-
félaga við ríkisstofnanir á sviði
fjármála auk hinna hefðbundnu
viðfangsefna á slíkum ráðstefn-
um, sem eru forsendur fjárhags-
áætlana sveitarfélaga fyrir kom-
andi ár.
Liðlega tvö hundruð sveitar-
stjórnarmenn hafa boðað komu
sína á ráðstefnuna.
Borgarafundur
á Hótel Borg
ÍBÚASAMTÖK Vesturbæjar og
íbúasamtök Þingholtanna gangast
fyrir almennum borgarafundi um
málefni gamla Vesturbæjarins og
Þingholtanna með borgarfulltrúum í
Reykjavík næstkomandi mánu-
dagskvöld á Hótel Borg 22. nóvem-
ber kl. 20.30.
Fundurinn er hugsaður sem
vettvangur skoðanaskipta milli
íbúa hverfanna og borgarfulltrúa
um málefni þessara hverfa.
Fundurinn verður í fyrirspurn-
arformi, engar framsöguræður
verða haldnar, en íbúum hverf-
anna gefst tækifæri til að leggja
spurningar fyrir borgarfulltrúana
um þau mál, sem sérstaklega
snerta íbúa þessara hverfa.
Fundur, sem þessi, var haldinn
fyrir síðustu kosningar og þótti
takast mjög vel.
BÆKIJR sem stolið var í Klaust-
urhólum um leið og málverkum
fyrir skömmu, eru komnar í leit-
irnar, þrjár bækur að verðgildi
um 15 þúsund krónur. Bókunum
höfðu þjófarnir komið í geymslu
hjá kunningjafólki sínu, sem síð-
an reyndi að selja þær í forn-
bókaverslun. I»ar var stúlku sem
kom með eina bókina bent á að
um þýfí væri að ræða, og skilaði
hún því þá í Klausturhóla. Bæk-
urnar voru óskemmdar, enda
innpakkaðar bæði í milliskyrtu
og plastpoka.
Er málverkunum og bókunum
var stolið var einnig tekið tals-
vert af gamalli mynt, og er hún
nú öll komin í leitirnar. Tveir
ungir menn hafa viðurkennt inn-
brotið, sem meðal annars varð til
þess að verðmætt Kjarvalsmál-
verk eyðilagðist og önnur dýr-
mæt verk skemmdust. Úngu
mennirnir hafa nú báðir verið
látnir lausir.
Samtök rétthafa myndbanda á Islandi:
Hlutur ríkisins 1.681 króna af
hverju innfluttu myndbandi
„SAMKVÆMT hóflegri áætlun eru nú
í notkun hérlendis um 20—25.000 ein-
tök af myndböndum, og þar er talið að
u.þ.b. 10.000 eintök séu komin inn i
landið með ólögmætum hætti, þ.e.a.s.
hafi verið smyglað. Eftirfarandi dæmi
skýrir ástæður þessa háa hlutfalls
ólögmæts innflutnings, og sýnir glöggt
hvernig innkaupsverð hér um bil fjór-
faldast frá dreifingaraðila upp í heild-
söluverð."
í fréttatilkynningunni segir enn-
fremur:
„Innkaupsverð myndbands er £30,
eða 798 krónur, miðað við gengi frá
28. október sl. Á það leggst 10%
flutningsgjald, eða 80 krónur, þann-
ig að verð til útreiknings tolls er 878
krónur. Á þetta leggst síðan 75%
tollur, þannig að verðið er orðið
1.315 krónur áður en kemur til út-
reiknings vörugjalds. Það er 40% og
þegar því hefur verið bætt við, fæst
innkaupsverðið, kr. 1.841. Þá leggst á
það 15% álagning innflutningsaðila,
eða kr. 276, svo að áður en kemur til
útreiknings söluskatts, er verð
myndbandsins orðið kr. 2.117. Þá
leggst 23,5% söluskattur á verðið,
eða kr. 498, svo að heildsöluverð
dreifingaraðila er orðið kr. 2.615, og
hefur nærri því fjórfaldast. Samtals
er því hlutur ríkissjóðs 1.681 króna
af hverju innfluttu myndbandi, en
tap vegna alls þessa meinta ólöglega
innflutnings á myndbðndum, sem til
eru í landinu, um 16,8 milljónir.
Ætla má, að innheimt leigugjöld
vegna þessa ólögmæta innflutnings
séu ekki gefin upp til skatts, þar sem
Skólastjóra Þelamerkurskóla
vikið frá — og kennara einnig
Menntamálaráðuneytiö hefur
leyst Sturlu K ristjánsson frá
skólastjórastörfum í Þelamerkur-
skóla í Hörgárdal vegna deilna t
skólanum og jafnframt hefur Kjart-
an Heiðberg kennari verið leystur
frá störfum í skólanum, en honum
hefur verið boðin kennarastaða við
Grunnskóla Akureyrar í staðinn.
Gangi hann ekki að því boði verður
honum sagt upp fyrirvaralaust, að
sögn Sigurðar Helgasonar deildar-
stjóra.
Brottvikning Sturlu miðast við
sl. þriðjudag, en lausnarbréf kenn-
arans var dagsett í gær. Sturlu
hefur ekki verið boðin önnur
staða, en hann er í leyfi frá
fræðslustjórastöðu á Norðurlandi
eystra til 1. ágúst nk.
Að sögn Sigurðar voru atriði
deilunnar í Þelamerkurskóla orðin
mörg og farin að vefja utan á sig
þegar gripið var til þess að víkja
skólastjóranum og kennaranum.
Fyrst og fremst var þó um að ræða
ágreining um stjórnun og skipulag
kennslunnar. Fleiri kennarar
fylgdu kennaranum að málum en
skólastjóranum í þeirri deilu.
Sigurður sagði að fyrr í vetur
hefðu skólastjóranum verið sett
viss starfsskilyrði í því augnamiði
að lægja öldur innan veggja skól-
ans, ön það væri álit ráðuneytisins
að skólastjórinn hefði ekki haldið
þau, og því hafi brottvikningin
verið eina leiðin úr því sem komið
var.
í framfialdi af umræddum skil-
yrðum baðst Sturla lausnar með
þriggja mánaða fyrirvara. Skóla-
nefnd tók það mál ekki fyrir strax,
en hún á að mæla með erindum af
því tagi eða gegn, að sögn Sigurð-
ar, og í millitíðinni dró Sturla um-
sóknina til baka. Engu að síður
óskaði ráðuneytið eftir því að
skólanefndin tæki uppsögnina til
umfjöllunar og niðurstaðan varð
sú að nefndin samþykkti með fjór-
um atkvæðum gegn þremur að
mæla með því að skólastjórinn
fengi lausn.
Kvað Kjartan Heiðberg kennara
snerti sagði Sigurður Helgason
það hafa verið samhljóða álit
skóianefndar Þelamerkurskóla að
honum bæri að víkja frá störfum.
„Mér er afar sárt að þurfa að
fara héðan," sagði Kjartan Heið-
berg í samtali við Mbl. Hann sagði
Kennarasambandið vera að kanna
forsendur fyrir því að honum var
sagt upp. „Eg tel að það hafi ekki
verið nein ástæða til að víkja mér
héðan,“ sagði Kjartan. Hann vildi
ekki tjá sig um deiluna nánar,
sagði deiluatriði margflókin og
enginn vissi hvað kom henni af
stað og menn gefist upp á að grafa
upp rætur hennar. Hann kvað
menntamálaráðuneytið hafa boðið
sér stöðu á Akureyri og hefði hann
ekki afþakkað þá stöðu, þótt hann
krefðist þess að fá að vera áfram
að Þelamörk.
Morgunblaðið hefur árangurs-
laust reynt að ná í Sturlu til að fá
hans sjónarmið fram.
þessi myndbönd eru hvergi til á
pappírum. Af hverri útleigu á að
greiða söluskatt og miðað við að
hvert myndband sé leigt 50 sinnum
(sem er talin meðalnotkun) á 60
krónur í hvert skipti, þá er sölu-
skattstap ríkissjóðs þar 5,7 milljónir
króna. Samkvæmt þessu nemur
tekjumissir ríkissjóðs vegna smygls
og söluskattsbrota kr. 22,5 milljón-
Þetta gefur glögglega til kynna
hvernig ríkisvaldið vinnur gegn eig-
in hagsmunum með of hárri gjald-
heimtu af þessum varningi, en veld-
ur um leið því ófremdarástandi, sem
nú ríkir á íslenskum myndbanda-
markaði, því það segir sig sjálft að
þar sem jafnstór hluti er ólöglega
kominn til landsins og algjörlega
eftirlitslaus, þá er nánast útilokað
að gæta hagsmuna hinna ýmsu rétt-
hafa. Rétthafar myndbanda á ís-
landi hafa hingað til þurft 70-80
sinnum að hafa afskipti af yfir 40
aðilum vegna misnotkunar á efni, og
er nú verið að reka alls 18 mál fyrir
dómstólum af þeim sökum. 14 þeirra
eru vegna ólögmæts efnis á mynd-
bandaleigum, en 4 vegna ólögmætra
sýninga á efni í svonefndum mynd-
bandakerfum."
Þá segir loks í fréttatilkynning-
unni frá Samtökum rétthafa mynd-
banda á íslandi, að þessi dæmi ættu
að nægja til að gefa nokkra mynd af
ástandinu á myndbandamarkaðin-
um hér á landi og hvers vegna ís-
lenskir umboðsaðilar myndbanda-
efnis frá erlendum dreifingaraðilum
og framleiðendur íslensks mynd-
bandaefnis hafa talið sig knúna til
að stofna Samtök rétthafa mynd-
banda á íslandi.