Morgunblaðið - 21.11.1982, Page 3

Morgunblaðið - 21.11.1982, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAÓuR 21. NÓVEMBER 1982 3 Borgarfjörður eystri: Talsvert byggt og konur með barnavagna sjást nú Borgarfirði eystri, 10. nóvember. ÞÁ ER NÚ blessuð áttin okkar Borg- firðinga — norðaustanáttin — sest að völdum. í dag er kalsarigning og stormur í byggð, en krapaslydda til fjalla og er trúlegt að brátt teppist vegurinn um Vatnsskarð til Héraðs. Undanfarið hefur tíð verið góð og löngum gefið á sjó og línubátar fiskað vel, en nú kemst enginn bátur á sjó. Þeir minnstu komnir á land, en hinir stærri út að Hafnarhólma, þar sem þeir geta haldist viö, þótt þeir séu þar á engan hátt öruggir, ef eys upp miklu norðaustanbrimi, eins og dæmi eru tiL Nú er endanlegri síldarsöltun lokið og var saltað í 2400 tunnur. A síðasta ári voru hér byggð þrjú tvíbýlishús á vegum hreppsins og er það fjórða í smíðum. Auk þess eru tveir einstaklingar að reisa sér þak yfir höfuðið. Loks er hér í smíðum alifuglasláturhús á vegum tveggja alifuglabænda og iðngarðar á veg- um hreppsins. Fram að þessu hefur húsnæðis- leysið verið ein af fleiri orsökum þess að ungt fólk hefur lítið sem ekkert sest hér að, en nú hefur það Bátafloti Borgfirðinga var í öruggu vari við Hafnarhólma, austan við fjörð- inn, gegnt þorpinu, en bátarnir eru þó engan veginn öruggir þar ef gerir brim af norðaustri. Ljósm. — áij breyst við þessa húsnæðisaukningu og allmargar ungar fjölskyldur hafa stofnað heimili sín hér. Bendir allt til að fólki fari að fjölga og sjást þess nú þegar nokkur merki, a.m.k. sést nú stundum kona með barnavagn á götum þorpsins, en slíkt var sjaldgæft fyrirbrigði fyrir nokkrum árum. Á síðasta manntali voru þó aðeins 235 skráðir íbúar hreppsins. Borgfirska fyrirtækið Álfasteinn hf. starfar af krafti. Framleiðir það m.a. 'fánastangir, pennastatív, skrautklukkur, bréfapressur, bóka- stoðir, dyraplatta, verðlaunaplatta og skrautsteina, svo að eitthvað sé nefnt. Gripirnir eru unnir úr ís- lenskum steinum, s.s. gabbrói, bas- alti, líparíti, hrafntinnu, jaspís o.fl. Eru þetta hinir fegurstu gripir. Framkvæmdastjóri Álfasteins hf. er Helgi M. Arngrímsson. — Sverrir Haraldsson Sérfræðingar í sérfargjöldum Helgarferðir Utsýnar KAUPMANNAHÖFN Brottför á fimmtudögum. Verö frá kr. 6.300.- OSLÓ Brottför á föstudögum. Verö frá kr. 6.020 - GLASGOW Brottför á föstudögum. Verö frá kr. 5.690.- STOKKHÓLMUR Brottför á föstudögum. Verö frá kr. 7.120.- LUXEMBORG Brottför á föstudögum. Verö frá kr. 6.100.- LONDON Brottför á fimmtudögum. Verö frá kr. 5.435.- AMSTERDAM Brottför á föstudögum. Verö frá kr. 6.100.- Vikuferðir Útsýnar LONDON Brottför á þriöjudögum. Verö frá kr. 7.075.- NEW YORK Brottför á laugardögum. Verö frá kr. 10.260,- BROTTFARARDAGAR 24. nóvember 16. febrúar 15. desember 9. mars 5. janúar 30. mars 26. janúar 20. apríl Sértilboð: Fyrir unga og aldna. Gildir aðeins í ferðir 5. og 26. janúar. HerU VmlferAur Gyte Ejjólfur Ferðaþjónusta er sérhæft fag Yfir aldarfjórðungs reynsla í ferðaþjónustu í sí- breytilegum heimi er þekking, sem treysta má. — Notfæriö ykkur hana. Brazilía Jóla- og óramótaævintýri íRíó 19 dagar Lissabon — Ríó Brottför: 16. desember. Verö frá kr. 29.900,- Innifalin glæsileg jóla- og nýársveisla. Örfá sæti laus. FERÐIRj. 19. desember 2. janúar 16. janúar 30. janúar 13. febrúar ^ 27. febrúar 13. mars [27. mars Kitzbiihel Zillertal Lech Ferðaskrifstofan ÚTSÝN Austurstræti 17, Reykjavík. Sími 26611. Akureyri. Sími 22911. Hafnarstræti 98.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.