Morgunblaðið - 21.11.1982, Síða 17

Morgunblaðið - 21.11.1982, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982 17 Hallgrímur Guðmundsson (t.v.) og Þorsteinn Bergsson halda á milli sín þrívíddarteikningu af framtíðarskipulagi Bernhöftstorfunnar. Myndin er tek- in uppi á lofti veitingahússins Torfunnar, og á veggjunum hanga nokkrar þeirra mynda sem verða til sölu á sýningunni sem hefst í dag. Torfusamtökin 10 ára 1. desember: Sölusýning um 1 tilefni TORFUSAMTÖKIN — „félags- skapur áhugafólks um umhverfis- vernd og varðveislu menningarverð- mæta á íslandi" — voru stofnuð 1. des. 1972. Eins og alkunna er hefur höfuðverkefni samtakanna frá upp- hafi verið að stuðla að verndun Bernhöftstorfu og lífgun. Eftir mikla baráttu samtakanna voru húsin frið- uð þann 7. ágúst 1979, og 20. nóv. sama ár tóku Torfusamtökin endur- byggingu þeirra á sínar herðar. á listaverk- afmælisins En samhliða þessari sölusýn- ingu verður einnig kynning á sögu húsanna, það mun liggja fyrir bæklingur með söguágripi um hvert hús fyrir sig. Einnig getur fólk fengið að skoða teikningar, sem Stefán Stefánsson arkitekt hefur gert, að framtíðarskipulagi Torfunnar en þessum teikningum mun fylgja texti um þá starfsemi sem fyrirhuguð er í þeim húsum sem eftir á að reisa. ARMULI 8 SÍMi: 86080 „Ég hygg að flestir séu sammála um að vel hafi til tekist að það sé full ástæða til bjartsýni um að svo verði einnig framvegis, nú þegar endurbygging bakarísins og bak- húsanna er að hefjast," sagði Hallgrímur Guðmundsson, for- maður samtakanna. Torfusamtökin munu halda upp á 10 ára afmæli sitt með kynningu á markmiðum sínum og sölusýn- ingu á listaverkum til fjáröflunar og endurbyggingarinnar. Þorsteinn Bergsson hefur haft veg og vanda að undirbúningi sýn- ingarinnar, sem hefst á laugar- daginn, og hafði hann eftirfarandi að segja: „Þetta hefur verið í deiglunni í hálft ár. Við fórum þess á leit við fjölda listamanna að þeir legðu til verk á þessa sýningu og létu helm- inginn af söluandvirðinu renna til Torfusamtakanna. Við bjuggumst nú við því að margir listamenn mundu taka vel í þessa bón, en undirtektir þeirra fóru fram úr björtustu vonum. Samtals eiga 94 listamenn verk á sýningunni, en fjöldi verka nálgast það að vera 300. Það er óhætt að fullyrða að aldrei áður hafa jafn margir aðil- ar sýnt á einni sýningu hérlendis. Og eins og nærri má geta eru verkin á sýningunni mjög fjöl- breytt og ættu allir að geta fundið eitthvað fyrir sinn smekk. Þetta verður dálítið sérstæð sýning að öðru leyti líka: Þar sem það er útilokað að koma fyrir 300 verkum í þessum tveimur húsum sem við höfum til umráða, þ.e. Torfunni og Lækjarbrekku, þá verða verkin einfaldlega tekin niður jafnóðum og þau seljast og ný sett upp í staðinn. V^terkur og kJ hagkvæmur auglýsingamióill! Fyrsta flokks innihurðir í öllum karma- breiddum. . i _____ Spónlagðar með völdum náttúrulegum spæni. Pantið strax, afhending fyrir jól. Sérstaklega hagstæðir greiðsluskilmálar. ▼ Timburverzlunin Völundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19. SÍMI 85244

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.