Morgunblaðið - 21.11.1982, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 21.11.1982, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982 Vidtal þetta, er hér fer á eftir, tók blaðamaðurinn A.E. Hotchner við sænsku leikkonuna Ingrid Bergman nokkrum vikum fyrir andlát hennar og birtist þaö í franska vikuritinu Elle. Ingrid Bergman er sextíu og sex ára gömul. Hún stendur fyrir framan hótel sem á stendur Palm- er House, en um er að ræða hótel í Lundúnum sem er nánast eftirlík- ing að Palmer House í Chicago. Hún er klædd einkennilegri kápu sem er engan veginn samkvæmt nýjustu tísku og með hárið strengt aftur í tagl. Með gamia tösku undir hendinni nálgast hún yfirveguðum skrefum með teinrétt bak. Þegar mynda- vélarnar nálgast og lýsingin skellur á, verður manni skyndilega ljóst, þökk sé förðuninni, hversu mikil líkindi eru með þessari konu og Goidu Meir. Þetta er síð- asti dagur upptakanna, eftir nokkurra vikna vinnu í óhugnanlegum hita í ísrael, en óttast hafði verið að Ingrid myndi ekki auðnast að ljúka við þessa mynd. Hún bug- aðist aldrei. Meðan næsta taka er undirbúin, fylgi ég Ingrid inn í hótelið. Ég vissi að löng bar- átta hennar við krabbamein hafði skilið eftir sig mikil ummerki og fegurð hennar var ekki söm og áður, en ég varð samt sem áður sleginn er ég gerði mér grein fyrir því hversu mjög þessi fagra kona, sem ég á sínum tíma þekkti svo vel í Mílanó, hafði látið á sjá. En hún brosti er hún tók í hönd mína og bros þetta vakti mér ljúfar endur- minningar. Rödd hennar var hrjúf og þreytuleg og hægri handleggur hennar var hræðilega þrútinn. Ég segi henni hversu mjög ég dáist að þeirri braut, sem hún valdi sér eftir hlutverk Mariu í „For Whom the Bell Tolls" fram að hlutverki Goldu Meir. „Þetta hlutverk," segir hún, „líkist engu sem ég hef fengist við áður. Þegar mér bauðst það spurði ég sjálfa mig hvernig há og grönn, sænsk og lútersk kona gæti leik- ið litla og þybbna Gyðingakonu. En eftir því sem ég kynntist Goldu Meir betur, því hrifnari varð ég af henni og mér finnst að við höfum átt þó nokkuð margt sameigin- legt. Við fórnuðum báðar fjölskyldulífinu fyrir framann. Við giftumst báðar í byrjun mönnum sem voru í mikilli andstöðu við lífsmáta okkar, og báðar yfirgáfum við þá. Við dáðumst báðar mikið að börnum okkar, en fórum oft frá þeim, þar sem við gátum ekki hugsað okkur að láta þau standa í vegi fyrir frama okkar og vorum því stöðugt fullar sektarkenndar gagnvart þeim. Við yfirgáfum einnig báðar lönd okkar og móðurmái til að vera á stöðugu flakki og hlutum báðar mikinn frama í því sem við fengumst við. Það er vegna alls þessa sem ég sagði við sjálfa mig, að þegar allt kæmi til alls, þá gæti þessa háa sænska kona vel leikið þessa litlu Gyð- ingakonu." En það er einnig annað sameiginlegt þessum tveimur konum, sem Ingrid minnt- ist ekki á. I rauninni skýrist það best í atriði í myndinni, þar sem læknir tilkynn- ir Goldu Meir að hún hafi beinkrabba, at- riði sem hefur krafist þess af Ingrid að hún sýndi mikla ró og yfirvegun, eins og Golda Meir hafði gert, er hún tók aftur til starfa sinna sem forsætisráðherra strax að lokinni meðferðinni gegn krabbamein- inu. Ingrid tók einnig til starfa eins og ekkert hefði í skorist eftir að annað brjóst hennar var numið brott 1974. Upptökustjórinn kemur nú og tilkynnir henni að eftir henni sé beðið með óþreyju. Hún dregur að sér síðasta reykinn úr síga- rettunni og stendur upp með erfiðismun- um. Hún samþykkir síðan að sitja fyrir á nokkrum myndum hjá ljósmyndara hóps- ins að þessari töku lokinni, með því að kinka kolli, auðsýnilega þreytt. Síðla þennan dag, eftir að síðustu tökun- um er lokið, borðar Ingrid síðustu máltíð- ina með kvikmyndahópnum. Eftir að hafa afklæðst gráu hárkollunni, breiðu auga- brúnunum og fötum Goldu, virðist Ingrid glöð að eyða þessari kvöldstund með þessu fólki sem hún hefur unnið með undanfarn- ar vikur og skála við það í kampavíni. Við hlið hennar er hjúkrunarkona hennar er fylgdi henni til ísrael og býr með henni í íbúð hennar í Lundúnum. Það var þarna sem Gene Corman, fram- leiðandi myndarinnar og sá sem með þol- inmæði sinni tókst að fá Ingrid til að taka þetta hlutverk að sér, gaf sér tíma til að spjalla við mig um hana. „Þér getið ekki ímyndað yður hversu mjög ég dáist að henni fyrir hugrekki," sagði hann vð mig. „Munið þér eftir þess- ari frægu mynd af Goldu Meir, sem tekin var er hún hafði hlotið kosningu sem for- sætisráðherra og hún faldi andlit sitt, sem þakið var tárum, í höndum sér? Þegar við komum að þessu atriði í kvikmyndatök- unni, var hægri handleggur Ingrid svo þrútinn að við sáum þann kost vænstan að finna staðgengil. Ingrid var hins vegar svo mikið í mun að leika þetta atriði, að hún vafði handlegg sinn þéttingsfast nóttina áður en upptakan fór fram, og svaf þannig til að koma í veg fyrir að hann bólgn- aði... og daginn eftir gat hún tekið þátt í þessu atriði eins og hverju hinna." Leikstjóri myndarinnar bað nú um leyfi þess að fá fyrir hönd hinna sem að mynd- inni stóðu, að skála fyrir Ingrid. Hún þakkar fyrir sig með hinu hlýlega brosi sínu. Samt sem áður fannst mér sem ég skynjaði hjá henni einhvers konar dapur- leika, sem maður á ekki að venjast á stundum sem þessari. Ingrid býr í notalegri íbúð í rólegu hverfi í Lundúnum. Á hillu í hlýlegri stof- unni standa Óskarsverðlaunastytturnar þrjár, en að öðru leyti er ekki margt sem minnir á fortíð hennar. „Ég hef aldrei verið hrædd við að standa ein frammi fyrir framtíðinni. Það hefur alltaf verið þannig. Móðir mín lést er ég var þriggja ára gömul og faðir minn, sem ég sá nánast aldrei, lést þegar ég var þrett- án ára.“ — Ernest Hemingway sagði að þú værir gífurlega hugrökk og dáðist mikið að þér fyrir þær sakir. „Ernest var sannur vinur. Traustur og heiðarlegur. Þegar fjölmiðlar báðu hann um álit hans á því þegar ég var þunguð, þrátt fyrir að ég væri ekki gift, svarði hann: „Ég vona að Ingrid eignist tvíbura. Ég skyldi bera þá á höndum mér frá Saint-Pierre til Rómar og verða guðfaðir þeirra." En allt þetta reyndist mér erfitt. Ég var ekki tilbúin að taka hræðilegum afleiðingum ástarævintýris míns. í raun- inni var ég alls ekki tilbúin til að verða ástfangin. Ég grét öllum stundum. Ég var full sektarkenndar yfir því að yfirgefa Piu og Petter á þennan hátt. En ég var heiðar- leg gagnvart honum. Ég yfirgaf hann og var honum ótrú, en skrifaði honum, að ég vissi að þetta bréf myndi hafa sömu áhrif og sprengja á heimili okkar, Piu, framtíð- ina, og fortíðina sem frá hans hendi var full af fórnum í mína þágu. Ég gerði mér grein fyrir því að hann yrði héðan í frá einn innan um rústir sambands okkar, af mínum völdum, en ég gat ekki veitt honum neina hjálp, eða hjálpað sjálfri mér.“ — Þú giftist Petter Lindström tuttugu og eins árs gömul. Var hann þér föður- ímynd? „Það hefur aldrei hvarflað að mér,“ sagði hún. Síðan hugsaði hún sig um eitt andartak. „í rauninni, kannski það sé eftir allt hugsanlegt að hann hafi verið á einhvern hátt uppbót á föður minn. Hann var tíu árum eldri en ég, en ég skynjaði þann mun sem meiri. í stað þess að kenna mér að öðlast sjálfstæði, gerði hann mig háða sér með því að gera alla hluti fyrir mig og taka allar ákvarðanir fyrir mig. Ég stjórn- aði sjálf gerðum mínum fyrir framan kvikmyndatökuvélina eða á sviði, en þar fyrir utan gerði hann allt, og þetta hefur alla tíð verið mér mikill baggi. Því fór svo að afskiptasemi Petters fór að angra mig. Þegar ég sneri heim á kvöldin eftir anna- saman dag og sagði honum allt sem gerst hafði, var hann stöðugt að stöðva mig í frásögninni með athugasemdun eins og: „Settu ekki í brýrnar", „Sittu bein“, og „Vertu ekki að fikta í höndunum á þér“, eins og ég væri dóttir hans en ekki eigin- kona. Hann fylgdist einnig gaumgæfilega með þyngd minni og skipti sér af því sem ég lét ofan í mig. Hann þvingaði mig jafn- vel til að stíga á vigtina fyrir framan hann.“ — Og Rosselini? „Hvað þetta snertir var hann algjör andstæða við Petter, og í mörgum öðrum málum einnig. Hann víkkaði sjóndeild- arhring minn. Hann var gífurlega kjark- mikill og kjarkur hans var smitandi. „Taktu áhættur, vertu eðlileg og láttu allt flakka. Ef við viljum að þú eignist þetta barn, látum þá allt hjal fólks fara til fjandans, hneykslið og allt sem mun koma fyrir okkur vegna þess.“ „Þú getur ekki ímyndað þér hversu oft fólk stöðvaði mig og sagði: „Láttu ekki eins og bjáni. Láttu eyða þessu fóstri." En það hafði aldrei hvarflað að mér. Þetta var okkar barn. Við vorum ástfangin og þetta barn var staðfesting á ást okkar. Eg á auðvelt með að segja frá þessu núna, en það var langt frá því að J>etta væri jafn auðvelt á þessum tíma. Eg var farin að hafa það á tilfinningunni að blöðin hefðu fullkomlega rétt fyrir sér er þau sögðu að ég væri hræðileg kona að yfirgefa dóttur mína og eiginmann. Þar að auki fékk ég gríðarlegan fjölda bréfa frá fólki sem ásakaði mig um að hafa gert leikarastétt- inni mikinn óleik, ég hefði eyðilagt algjör- lega frama minn og mig sjálfa með þessu athæfi. Það sem er einkennilegt, er að líf mitt með Roberto varð alveg jafn þvingað og líf mitt með Petter, bara á annan hátt. Hvað snertir Roberto, var það eins konar listamannsleg afbrýðisemi. Eftir giftingu okkar og eftir eftir að hafa átt saman þrjú börn mildaðist álit heimsins og mér buð- ust hlutverk hjá leikstjórum sem mig hafði ekki dreymt um áður, mönnum eins og De Sica og Zeffirelli, en Roberto skynj- aði það sem ég væri að bregðast honum ef Sauðárkrókur: „Er þetta ekki mitt líf?“ Sauóárkróki, 18. nóvemher. SL. SUNNUDAG frumsýndi Iæikfélag Sauðárkróks sjóníeik- inn Er þetta ekki mitt líf? eftir breskan höfund, Brian Clark. Leikstjóri er Guðrún Snæfríður Gísladóttir, leikari frá Reykja- vík, og er hún einnig höfundur leikmyndar. Aðstoðarleikstjóri er Ingibjörg Briem. Húsfyllir var á frumsýning- unni og leiknum ágætlega tek- ið. Þrettán leikarar koma fram í sýningunni. Stærsta hlutverkið, sjúklinginn, sem allt snýst um, leikur Guðni Friðriksson, en Hafsteinn Hannesson leikur yfirlækninn. Aðrir leikarar eru: Guðbjörg Bjarman, Elín Jónsdóttir, Björgvin Sveinsson, María Gréta Ólafsdóttir, Helga Hannesdóttir, Haukur Þorsteinsson, Geirlaugur Magnússon, Friðrikka Her- mannsdóttir, Halldóra Helga- dóttir, Bragi Haraldsson og Ólafur Helgi Jóhannsson. Leiksviðsstjóri er Árni Egilsson og lýsingu annast Páll Ólafsson. I leikskrá segir m.a.: „Rauði þráðurinn í leik- riti Brian Clarks er ekki líkn- ardráp, heldur réttur einstakl- ingsins til ákvörðunar um líf sitt eða dauða andspænis skyldum lækna og siðaskoðun varðandi verndun mannlegs lífs í lengstu lög ... Leikritið er ritað miklu fremur í anda bjartsýni en svartsýni, í anda vona fremur en vonleysis." Er þetta ekki mitt líf? var sýnt í Iðnó fyrir nokkrum ár- um og vakti þá mikla athygli og umræður. Leikfélag Sauð- árkróks á þakkir skildar fyrir framtak sitt, og er þess að vænta, að Skagfirðingar kunni að meta það. önnur sýning leikritsins var í gærkveldí við góða aðsókn og undirtektir. Haukur Þorsteinsson i hlutverki Fillip Hills lögfræöings, og Guðni Friðriksson i hlutverki sjúklingsins, Kenneth Harrisons. Þriðja sýning verður mánu- daginn 22. nóvember nk. Formaður Leikfélags Sauð- árkróks er Helga Hannes- dóttir. Kári

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.