Morgunblaðið - 21.11.1982, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982
23
\
Ingrid Bergman í Cheynegarði í London í apríl síðastliðnum.
ég tók að mér hlutverk hjá öðrum en hon-
um. Því miður varð engin þeirra mynda
sem við unnum í sameiningu fræg og þeg-
ar Hollywood ákvað að taka áhættuna og
bjóða mér hlutverk í „Anastasia", sem átti
að taka upp í Lundúnum, ákvað ég að setja
mig upp á móti Roberto. Ég hafði verið í
einangrun frá starfi mínu í sjö ár og það
nægði...
Þegar ég tilkynnti honum að ég hefði
þegið hlutverkið í „Anastasia" rifumst við
heiftarlega og eins og fyrr hótaði hann að
fremja sjálfsmorð með því að aka bifreið
sinni á tré.
í rauninni hafði samband okkar Roberto
verið að fjara út af ýmsum ástæðum, en
ekki einungis af völdum þessa hlutverks.
Hann gerði mér lífið mjög erfitt er að
skilnaðinum kom, sérstaklega varðandi
börnin okkar þrjú. En eftir að allt var um
garð gengið urðum við góðir vinir og vor-
um það allt til dauða hans ... Það eina
sem ég sé eftir er dóttir mín Pia. Þegar ég
reyndi að fá rétt til að heimsækja hana og
fá leyfi til að fá hana í heimsókn til mín á
Italíu, þurfti ég að eiga það mál við sér-
stakan dómstól í Bandaríkjunum, þar sem
Petter hafði neitað mér. Svör hennar fyrir
réttinum þennan dag eiga eftir að fylgja
mér alla ævi. Þegar hún var spurð að því í
vitnastúkunni hvort hún elskaði mig, svar-
aði hún: „Nei, ég get ekki sagt að ég elski
hana, en mér líkar ágætlega við hana.“
Hún var þá spurð að því hvort hún vildi
koma í heimsókn til mín og svarði: „Nei.“
Hún vildi heldur dvelja hjá föður sínum
um sumarið. Hún var síðan spurð að því
hvort henni þætti ekkert vænt um mig:
„Ekki mikið held ég.“
Að sjálfsögðu hafnaði dómarinn beiðni
minni. Mér sárnaði gífurlega. Nú orðið,
eftir að hún varð fullorðin höfum við rætt
þetta oft og ítarlega, en þrátt fyrir að hún
skilji útskýringar mínar, óttast ég að hún
viðurkenni þær ekki alltaf innst inni.“
Ég spurði Ingrid hvort hún sæi eftir
fleiri málum en þeim sem snerta Piu.
„Ég býst við að ég hefði getað verið
varkárari, og kannski stjórnað lífi mínu á
diplómatískari hátt. Ég hef alltaf verið
fullkomalega heiðarleg hvað mig snertir.
Ég get ekki þóst vera annað en ég er. Fjöl-
miðlar hafa oft ásakað mig fyrir að vera
að þykjast vera heiðarleg og látlaus. En ér
er ekki að þykjast vera eitt né neitt. Ég er
látlaus og hrein og bein. Ég segi það sem
mér finnst og það er einmitt það sem fólk
á ekki að venjast."
Ingrid hefur vissulega verið heiðarleg
hvað varðar baráttuna við krabbameinið,
sem fannst, þegar hún var að leika í „The
Constant Wife“ á leiksviði í Lundúnum.
Fyrst var annað brjóstið fjarlægt og í
kjölfar þess fylgdi erfið geislameðferð, síð-
an var hitt numið brott og geislameðferðin
endurtekin.
Ingrid brást við þessu af sömu einbeitn-
inni og hún hafði áður sýnt í fyrri erfið-
leikum sínum. Skurðaðgerðirnar höfðu
dregið svo mikið af henni, að hún treysti
sér ekki til að leika framar á sviði, en hún
vonast til að geta um ókomna framtíð leik-
ið fyrir framan kvikmyndatökuvélarnar.
„Tíminn styttist óðum, en hver dagur
sem ég hef betur en krabbameinið er sigur
fyrir mig og ég er mér meðvituð um það.
Ég er orðin sátt við þetta og ætla mér að
fá eins mikið og ég get út úr þeim tíma
sem ég á ólifaðan. Ég hélt í fyrstu að mér
myndi ekki auðnast að leika framar. Samt
sem áður er ég að Ijúka við fjögurra
klukkustunda langa mynd, mjög erfiða,
sem hefur verið mjög hvetjandi allt frá
upphafi til enda. En þetta hefur verið
frábær upplifun, bæði hvað varðar hlut-
verk leikkonunar og vegna þess að þarna
er ég í rauninni að fá meira út úr lífinu en
áður var fyrir séð. í gærkvöldi hélt fram-
leiðandinn kvöldverðarboð fyrir okkur öll
sem að þessari mynd hafa staðið og við
rifjuðum upp endurminningar frá tökum
myndarinnar í ísrael og hér í borg. Hversu
ljúft! Síðan sneri ég heim í þessa litlu,
tómu íbúð og allt í einu fannst mér ég vera
innantóm og sorgmædd ... og sem ég stóð
við þennan glugga og horfði á ljósin fyrir
utan, fór ég að gráta. Einkennilegt, finnst
þér ekki? Ég gat ekki hætt að gráta. Ég
ætti að hafa tekið þátt í nógu mörgum
kvikmyndum til að vera orðin vön þeirri
tilhugsun að allt er skyndilega yfir staðið,
en þrátt fyrir það stóð ég þarna og var í
þann veginn að gráta frá mér allt vit.
Hvað verður, hver veit? Kannski var þetta
í síðasta skiptið, sem ég stóð andspænis
minni gömlu, kæru vinkonu, kvikmynda-
tökuvélinni."
Þýtt: E.J.
„í rauninni var ég
alls ekki tilbúin til
aö veröa ástfangin.
Ég grét öllum
stundum.“
„Vid vorum ást-
fangin og þetta
barn var staöfest-
ing á ást okkar.“
„Líf mitt með Rob-
erto varö alveg
jafn þvingaö og líf
mitt með Petter,
bara á annan
hátt.“
„Þegar ég tilkynnti
honum aö ég hefði
þegiö hlutverkiö í
„Anastasia“ hótaði
hann, sem fyrr, að
fremja sjálfs-
morö.“
„Ég er ekki að
þykjast vera eitt né
neitt. Ég er látlaus
og hrein og bein.
Ég segi það sem
mér finnst — og
það er einmitt það,
sem fólk á ekki aö
venjast.“
„Hver dagur sem
ég hef betur en
krabbameinið er
sigur fyrir mig.“
ii
Skrifstofa stuðningsmanna Geirs H. Haarde er að Túngötu 6. Símar 27227 og 19999. Skrifstofan er opin frá 14—22. Stuðningsmenn velkomnir. ! Stuðmngsmenn
TÓNLISTARGJÖFIN í ÁRI
Kærkomin sending til vina erlendis.
Ath:
vandað textablað ffylgir einnig snældunni.
Umsagnir blaða:
.Þaö er ævinlega gaman aö fá í hendurnar plötu eins og nýju
plötuna hennar Bergþóru Árnadóttur, Bergmál. Plötu sem gam-
an er að hlusta á aftur og aftur og enn og aftur. Plötu sem hefur
góð áhrif á sálartetriö hvort sem geöiö er glatt, æst eöa dapurt.
Plötu sem má setja á fóninn hvort sem amma og afi eru í
heimsókn eða ættingjar á erfiðum aldri.” (Þ.E. Vikan 14.10.).
„Enda væri þaö dauöur maöur, sem lögin, útsetning þeirra og
söngur Bergþóru kæmi ekki viö taugaendana á. Bergmál ómi
alls staöar." (FRI. Tíminn 9.10.).
FÆST í NÆSTU HLJÓMPLÖTUVERSLUN
Draifing
FALKINN