Morgunblaðið - 21.11.1982, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982
25
að flokkarnir ræðist bara við af
fullri hreinskilni og einurð næstu
daga, og séu ekkert að hangsa yfir
því að átta sig á því hvort þeir geti
náð samkomulagi eða ekki, og það
komi bara í ljós hvort þeir geta
náð því eða ekki.“ (Tíminn 19. okt.)
Gunnar segir: „Nefndi ég að ræða
þyrfti afgreiðslu nokkurra þing-
mála, og þá sérstaklega bráða-
birgðalögin um efnahagsaðgerðir
og framlengingu á nokkrum tekju-
stofnum, sem venja er að ákveða
til eins árs í senn og framlengja
síðan. Aðaltekjustofninn er hið
sérstaka vörugjald frá 1975. Enn-
fremur nefndi ég afgreiðslu
stjórnarskrárinnar í heild og þar
með afgreiðslu kjördæmamáls-
ins.“ (Tíminn 19. okt.) Geir segir:
„Það er krafa okkar sjálfstæð-
ismanna enn sem fyrr að kosn-
ingar fari fram hið fyrsta, en áður
verði gerðar breytingar á kjör-
dæmaskipan og kosningalögum til
að jafna misvægi atkvæða. Hvað
snertir afgreiðslu þingmála al-
mennt þar til af því getur orðið, þá
hlýtur Sjálfstæðisflokkurinn að
hafa það hér eftir sem hingað til
að meginmarkmiði að fjalla um
mál efnislega og byggja afstöðu
sína á því sem best samræmist
þjóðarhag." (Mbl. 19. okt.) Og
Kjartan segir: „ ... Gerði ég það
að tillögu minni að ríkisstjórnin
gerði lista yfir þau mál sem hún
teldi að afgreiða þyrfti á næstunni
þannig að menn geti áttað sig á
stöðunni. Ég tel að þessar umræð-
22. október 1982
Ráðherranefndin efnir öðru
sinni til funda með þeim Geir og
Kjartani. Geir segir að hann hafi
ítrekað fyrri kröfur sjálfstæð-
ismanna um að ríkisstjórnin bið-
jist samstundis lausnar og ekkert
sé því til fyrirstöðu að kosningar
fari fram í lok janúar eða byrjun
febrúar. „Nú gildir að snúa sér að
því að ná víðtæku samkomulagi
um breytingar í kjördæmamálinu
og ákveða kosningadag," segir
Geir í viðtali sem birtist í Mbl. 23.
okt. Og Kjartan segir í sama blaði
um viðræðufundinn, að hann vilji
að stjórnin segi af sér, hins vegar
hafi hann orðið fyrir vonbrigðum
vegna þess að hann hafi ekki feng-
ið umbeðna skrá um óskafrum-
vörp ríkisstjórnarinnar. Stein-
grímur segir, að krafan um afsögn
ríkisstjórnarinnar hafi komið sér
„nokkuð á óvart", sín persónulega
skoðun sé sú, að skynsamlegt sé að
staðnæmast við aprílmánuð við
ákvörðun á kosningadegi, en kjör-
dag eigi ekki að ákveða „fyrr en
menn eru búnir að koma sér niður
á meðferð nauðsynlegustu þing-
mála ... Ég legg áherslu á að við
gerum allt til þess að ná starfs-
friði á þinginu, annars verður það
okkur til skammar, þingið." (Mbl.
23. okt.) Svavar segir, að ráðherra-
nefndin hafi verið sammála um að
kanna í viðræðum við stjórnar-
andstöðuna, hvort samkomulag
geti tekist um „hugsanlegan kjör-
dag á fyrri hluta næsta árs og
október án þess að setja fram |
hugmyndir um starfshætti á Al-
þingi og afgreiðslu mála.
Fjórda vika
Þriðjudagur 2. nóvember 1982
Ráðherranefndin efnir til funda
með þeim Geir og Kjartani í
þriðja sinn. Geir segir að fundi
loknum: „Við sjálfstæðismenn sjá-
um ekki að frekari viðtöl af þessu
tagi þjóni neinum tilgangi. Ráð-
herrarnir tilkynntu, að ríkis-
stjórnin væri ekki reiðubúin að
biðjast lausnar og það fékkst ekki
frekari ákvörðun um kjördag en
einhvern tíma á fyrri hluta næsta
árs.“ (Mbl. 3. nóv.) Kjartan segir:
„Niðurstaðan varð sú að við gerum
ráð fyrir að hittast aftur. Það var
farið yfir ýmis mál sem ríkis-
stjórnin hefur áhuga á að flytja."
Ráðherranefndin afhendir for-
mönnum stjórnarandstöðuflokk-
anna lista yfir 103 þingmál, sem
ríkisstjórnin ætli að flytja „en
þeim fjölgaði reyndar á fundinum
úr 103 í 105 eða 107“, segir Kjart-
an í Mbl. 3. nóv. Gunnar segir, að
það sé ábyrgðarlaust „að ríkis-
stjórn sem styðst við meirihluta á
þingi færi að segja af sér“.
Fimmta vika
Sunnudagur 7. nóvember 1982
Eftirfarandi samþykkt gerð á
flokksþingi Alþýðuflokksins:
„Flokksþingið telur rétt að Al-
Varðandi kjördag þá ræddum við
það ítarlega og skoðum það allt
saman nánar.“ (Mbl: 10. nóvem-
ber.) Kjartan segir að hann sé
reiðubúinn til frekari viðræðna
um afgreiðslu þingmála við ríkis-
stjórnina, ef hún leggi bráða-
birgðalögin fram fyrir helgi,
ákveði kjördag í síðasta lagi síð-
ustu helgina í apríl og viljayfirlýs-
ing fáist um stjórnarskrána, segir
í frétt Mbl. 10. nóv. Svavar segir
um fundinn með Kjartani: „Fór
hann fram í vinsamlegu andrúms-
lofti,“ og ákveðið hafi verið að
hittast aftur eftir næstu helgi og
ræða þá málin áfram. (Þjóðviljinn
10. nóv.) Magnús H. Magnússon,
varaformaður Alþýðuflokksins,
segir eftir fund Kjartans og ráð-
herranefndarinnar, að það sé nóg
fyrir flokkinn að veita ríkisstjórn-
inni„ hlutleysi á mjög takmörkuðu
sviði“ til að „hjakka þessum brýn-
ustu málum" hennar í gegnum
þingið og það hjálpi ríkisstjórn-
inní „til þess að stjórna þessa
mánuði — til þess að skrölta
áfram". (Mbl. 10. nóvember.).
10. nóvember 1982
Bráðabirgðalögin frá 21. ágúst
lögð fram í efri deild Alþingis
11. nóvember 1982
Geir segir í Morgunblaðinu:
„Kröfur Alþýðuflokksins í viðræð-
um við ríkisstjórn eru einskis
verðar. Þær hefðu hvort sem er
verið innleystar ... Ef marka má
orð varaformanns Alþýðuflokks-
ins þá hefur flokkurinn ákveðið að
að líða að því að stjórnarskrár-
nefnd fari að skila greinargerðum
til þingflokkanna, nefndin hittist
oft. Kjördagur sé til umræðu og
athugunar hjá ríkisstjórninni.
13. nóvember 1982
Kjartan segir: „Ég lagði áherslu
á það í gær að þessi ákvörðun
þingflokksins um að flytja van-
traust á ríkisstjórnina fæli meðal
annars í sér kröfu um tafarlaus og
skýr svör frá ríkisstjórninni við
skilyrðum Alþýðuflokksins. For-
sætisráðherra sagði í fjölmiðlum í
dag, að hann vildi ræða þessi skil-
yrði í næstu viku. Þessi skilyrði
hafa aldrei verið til umræðu og
þessi viðbrögð forsætisráðherra
og svör eru sama og að hafna frek-
ari viðræðum við Alþýðuflokkinn
og það er tilgangslaust fyrir hann
að boða mig á frekari fundi. Það er
auðvelt fyrir forsætisráðherra að
ástunda útúrsnúninga ... Það er
auðvitað útúrsnúningur hjá for-
sætisráðherra, að í hugsanlegri
atkvæðagreiðslu um vantraust á
ríkisstjórnina, felist einhvers kon-
ar traust á hana. Þessi svör for-
sætisráðherra í dag bundu enda-
hnútinn á viðræður okkar við rík-
isstjórnina." Viðtalið við Kjartan
birtist laugardaginn 13. nóv. i Mbl.
en er tekið 12. nóv.
Sjötta vika
16. nóvember 1982
Gunnar segir: „Ég hef ekki
ur snúist um það að ákveða kosn-
ingadag og hvernig eigi að fara
með landsstjórnina fram til þess
tíma.“ (Mbl. 19. okt.)
19. október 1982
Morgunblaðið skýrir frá því að
daginn áður hafi komið fram sú
hugmynd í þingflokki Alþýðu-
bandalagsins, að réttast væri að
leggja fram þingsályktunartiltógu
og skora á forsætisráðherra að
leggja bráðabirgðalögin þegar
fram í neðri deild Alþingis. Á
þingflokksfundi framsóknar-
manna var það niðurstaðan að
menn yrðu að sætta sig við þá af-
stöðu forsætisráðherra, að hann
sé hvorki til viðræðu um þingrof
og nýjar kosningar né framlagn-
ingu bráðabirgðalaganna.
20. október 1982
Steingrímur og Svavar ganga á
fund forsætisráðherra og gera
honum grein fyrir þeirri kröfu
samstarfsaðila hans, að ekki verði
lengur undan því vikist að ákveða
kosningar fyrri hluta næsta árs og
bjóða stjórnarandstöðunni til við-
ræðna um kjördag. Forsætisráð-
herra samþykkir þessa kröfu sam-
starfsflokkanna. Haraldur Ólafs-
son, varaþingmaður Framsóknar í
Reykjavík, segir í Tímagrein að
ríkisstjórnin sé „afgreiðslustjórn"
og bætir við: „Það er í rauninni
ekki nema tímaspursmál hvenær
þessi stjórn lýkur störfum. Það
sem nú er að gerast er einfaldlega
það, að reynt verður að semja um
hvenær næstu þingkosningar
skuli fara fram.“
hinsvegar framgang lykilmála eft-
ir nánara samkomulagi. „Þeir
(Geir og Kjartan, innsk. Mbl.)
drógu hinsvegar báðir inn í þessar
viðræður óskylt mál, það er að
segja ríkisstjórnina og stöðu
hennar ... Að mínu mati getur
þetta mál ekki verið á dagskrá í
viðræðum við stjórnarandStöðu."
(Þjóðviljinn 23. okt.)
23. október 1982
Kjartan Ólafsson, varaformað-
ur Alþýðubandalagsins, segir í
Þjóðviljanum: „Geti ríkisstjórnin
ekki komið nauðsynlegustu mál-
um í gegnum þingið vegna deilda-
skiptingarinnar og stöðvunarvalds
stjórnarandstöðunnar í neðri
deild (20 gegn 20), þá á stjórnin að
rjúfa þingið og gefa þjóðinni kost
á að svára því í kosningum, hvort
hún vill veita þessari ríkisstjórn
transt eða kalla vfir sior aðro “
Þriðja vika
Sunnudagur 24. október 1982
Morgunblaðið segir í forystu-
grein: „Tilraunir ráðherranefnd-
arinnar til að flækja stjórnarand-
stöðuna í blekkingarvefnum, sem
hún hefur spunnið til að lengja líf
ríkisstjórnarinnar, eru dæmdar til
að mistakast. Hið mikla sjónarspil
í íslenskum stjórnmálum mun
halda áfram svo lengi sem þessi
ríkisstjórn situr."
Ekkert gerist í þriðju viku í við-
ræðum ráðherranefndar og for-
manna stjórnarandstöðu. Forsæt-
isráðherra flytur stefnuræðu 25.
Kjartan Jóhannsson, formaður
AlþýAuflokksins, hitti ráðherra-
nefndina um framtíð ríkisstjórn-
arinnar fjórum sinnum.
þýðuflokkurinn haldi áfram við-
ræðum við ríkisstjórnina um af-
greiðslu brýnustu þingmála og
nýjar kosningar, með eftirfarandi
skilyrðum: 1) Að ríkisstjórnin
leggi bráðabirgðalögin um efna-
hagsaðgerðir nú þegar fram á Al-
þingi, en það er andstætt grund-
vallarreglum þingræðis að halda
svo mikilvægu máli utan Alþingis
í langan tíma. 2) Að starfi stjórn-
arskrárnefndar verði hraðað og
reynt verði til þrautar á næstu
vikum að ná samstöðu allra þing-
flokka um nauðsynlegar breyt-
ingar á stjórnarskránni. 3) Að
nýjar alþingiskosningar fari fram
eigi síðar en í aprílmánuði 1983,
en nýtt þing verði kvatt saman
þegar að þeim loknum. Haldi við-
ræður áfram á framangreindum
grundvelli er nauðsynlegt að
niðurstaða liggi fyrir ekki síðar en
um næstu mánaðamót."
9. nóvember 1982
Ráðherranefndin hittir Kjartan
að máli. Eftir fundinn segir Gunn-
ar: „Bráðabirgðalögin verða lögð
fram á morgun (10. nóvember) í
efri deild og koma væntanlega
strax til fyrstu umræðu á mánu-
dag (15. nóvember en þá var eng-
inn þingfundur vegna flokksþings
framsóknarmanna, innsk. Mbl.).
taka ábyrgð á núverandi ríkis-
stjórn og telur sjálfum sér hæfa
að „skrölta" með Alþýðubandalag-
inu og Framsóknarflokki." Vil-
mundur Gylfason, þingmaður Al-
þýðuflokksins, segir, að hann
skilji ekki viðtalið við Magnús H.
Magnússon í Morgunblaðinu 10.
nóvember, hann (Vilmundur) sé
andvígur ríkisstjórninni og bráða-
birgðalögunum. Árni Gunnarsson, j
þingmaður Alþýðuflokksins, segir, j
að hann sé gallharður á þeirri,
_ skoðun að vantrauststillaga á rík-!
' isstjórnina eigi fyllilega rétt á sér.
Síðdegis • þennan dag efnir|
Kjartan til blaðamannafundar í1
Alþingishúsinu. Tilefnið: Að til-
kynna, að þingflokkur Alþýðu-
flokksins hafi samþykkt að leggja
fram tillögu um vantraust á ríkis-
stjórnina. Kjartan segir, að hann
ætli að halda áfram viðræðum við
ríkisstjórnina. „Skilyrðin sem ég
setti verða ekki slitin í sundur og
þeim hefur ekki verið fullnægt.
Vantraustið er ein aðferðin til
þess að knýja á um að ríkisstjórn-
in gefi tafarlaust svar.“ (Mbl. 12.
nóv.)
12. nóvember 1982
Gunnar segir: „Ég geri ráð fyrir
viðræðufundi með formanni Al-
þýðuflokksins eftir fáeina daga ...
Hún (vantrauststillagan, innsk.
Mbl.) verður felld og þá er það um
leið traustsyfirlýsing Alþingis til
ríkisstjórnarinnar, svo ég vona að
þetta verði okkur allt til trausts
og halds." (Mbl. 12. nóv.) Og
Gunnar segir einnig, að það fari
fengið neina tilkynningu um það
frá Alþýðuflokknum eða formanni
hans um að viðræðum sé slitið og
á meðan hún kemur ekki til mín,
þá geng ég ekki út frá því sem
vísu. Það er enginn fótur fyrir því
að ég hafi slitið viðræðum við Al-
þýðuflokkinn ... Við höfum geng-
ið út frá því að þessar viðræður
haldi áfram, hitt er svo annað
mál, hvort Kjartan Jóhannsson
ákveður að draga sig til baka út úr
þessum viðræðum ..." (Mbl. 16.
nóv.) Og Steingrímur segir eftir
flokksþing framsóknarmanna:
„Afstaða okkar til ríkisstjórnar-
innar er óbreytt. Við teljum hins
vegar að það eigi að ganga til
kosninga eins fljótt og hægt er.
Áður eigum við að reyna til hlítar
að ná samstöðu á Alþingi um af-
greiðslu mikilvægustu mála. Rík-
isstjórnin á að halda sínu striki og
spila eftir eyranu. Ef stjórnar-
andstaðan ætlar að gera Alþingi
óstarfhæft, þá á að rjúfa þing
strax og boða til kosninga í janúar
eða febrúar." (Þjóðviljinn 16. nóv.)
17. nóvember 1982
Kjartan segir: „Mér finnst þetta
einfalt bragð hjá Gunnari Thor-
oddsen. Ég sagði þetta (að viðræð-
um Alþýðuflokksins og ríkis-
stjórnarinnar væri slitið, innsk.
Mbl.) á opinberum vettvangi og
það getur ekki verið skýrara. Ég
er ekki gefinn fyrir brögð. Mér
finnst við þurfa á öðru að halda nú
heldur en einhverjum kúnstum."
(Mbl. 17. nóv.)