Morgunblaðið - 21.11.1982, Síða 26

Morgunblaðið - 21.11.1982, Síða 26
< MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982 26 Tveir öldungar, önnum kafnir í vinnu og áhugamálum á 95. og 87. aldursári, ýttu úr vör þessum gárum undir lok árs aldraöra, sbr. Mbl. síðastliðinn sunnudag. Leiddi hugann að listinni að lifa eða lystinni á að lifa. Því hvað hefur maðurinn að gera með að eignast eilíft líf, ef hann getur ekki nema með harmkvælum drepið nokkra klukkutíma í þessu lífi. Líklega höfuð við, mannanna börn, bara verið svo önnum kaf- in við að lengja lífið — með ágætum árangri — að við höfum ekki haft tíma til að fylla þenn- an aukaskammt með því sem mölur og ryð fær ekki grandað, lífsgleði og lífsnautn. Gamla, góða samfélagið ykkar, sem hef- ur verið að mótast í árþúsundir, er vitanlega æði svifaseint í viðbrögðum við nýjum uppákom- um, svo sem tvöfalt fleiri öld- ungum á íslandi nú en voru í samfélaginu um síðustu alda- mót. Svo ánægjulegt sem það er. Hafa stundum ekki dugað minna en byltingar til að ýta við gamla kerfinu við slíkar aðstæður. Svo dramatískar aðgerðir eru vænt- anlega óþarfar nú. En er ekki kominn tími til þess, að fara að rýma til í lífsmynstrinu fyrir þessum stækkandi hluta þjóðar- innar. Ekki afsíðis eða á hlið- arbraut, heldur vefa hann inn í bardúsið í landinu sem hluta af því. Nú hefur á sérstöku ári aldr- aðra verið rætt og reynt að taka kúrsinn. Er þá ekki rétt að bretta upp ermarnar og lagfæra gamlar reglur samfélagsins, svo þetta „viðbótar“-fólk komist fyrir og fái eðlilegt svigrúm. Þetta gildir ekki bara hjá okkur, heldur um allan heim. Þess vegna var ár aldraðra hald- ið á vegum Sameinuðu þjóðanna. Það er semsé útreiknað að frá 1950 til 2005 sexfaldist tala fólks yfir sextugu í heiminum og sjö- faldist þeir sem komnir eru yfir áttrætt, meðan mannkynið hefur þá aðeins þrefaldast í heild. Á árinu 2000, eftir 17 ár, verða 600 milljónir manna af eldri kyn- slóðinni á þessari jörð. Varla er þeim öllum ætlað að sitja að- gerðalausum og bíða, útilokaðir frá því að vera með í að reka, stýra og taka þátt í samfélaginu. 75% af þessu fólki verður í þróunarlöndunum. Og spurt er Hvað geta þau lært af okkur í þróuðu iðnaðarlöndunum um lífsstíl þegar sígur á seinni hluta ævinnar? Því svaraði dr. Herta Firnbergen, vísindamálaráð- herra Áusturríkis og forseti Sþ-ráðstefnu aldraðra í Vínar- borg, í sumar: „Þau geta aðeins séð af okkar fordæmi hvernig ekki á að fara að.“ Ja, erum við farin að breyta viðhorfum við að heilsufar hefur batnað og aldursmörk færst upp, nú þegar meðalaldur er kominn í tæp 80 ár meðal íslenskra kvenna og nærri 75 ár meðal karla. Er ekki enn verið að skrifa fimmtugsafmælisgreinar í minningargreinastíl, eins og sá fimmtugi sé eiginlega búinn eða að ljúka lífsstarfinu? Fimmtugir voru það líklega í eina tíð. En æ fleiri eru nú rétt hálfnaðir. Að vísu fæst þá tækifæri til að endurtaka afrekagreinina á stór- afmælum æði oft og kannski er góð vísa aldrei of oft kveðin. í löggjöf er vitanlega allt fullt af gömlum ákvæðum, sem dugðu vel meðan fólk varð ekki al- mennt mikið eldra en fimmtugt. Lítið dæmi: höfundaréttur fellur úr gildi 50 árum eftir lát höfund- ar. Þá getur makinn, sem ætlað er að hafa lífsframfæri af verk- unum vel verið á lífi, hvað þá börnin. Höfundaréttur á verkum Jóns Trausta er t.d. fallinn niður. Miðjan á ævinni og öll skeið hljóta að færast aftur með lengra lifi. Ekki síst þar sem undirbúningurinn í menntun tekur stöðugt lengri tíma. Og það hljóta hin ýmsu réttindi og skyldur líka að gera. Með aukn- um fjölda, hlýtur að verða að gefa fullt rúm í lífsmynstrinu fleiri öldnum með lítt skerta krafta, um leið og vitanlega þarf að hlúa að þeim sem farnir eru að kröftum. Að þeir sem eru í fullu fjöri megi taka þátt í þessu lífi okkar með fullum rétti og ábyrgð og reisn. Hvernig á að ákvarða aldur? Frits Kreisler sagði: Milli 25 og 30 ára ertu of ungur til að gera eitthvað af viti, eftir 35 ára ertu of gamall. En Laurence J. Peter orðaði það svo: Við erum miðaldra þegar við er- um of ung til þess að fá lífeyrir og of gömul til að fá vinnu. Hvað bagar nú mest aldraða, t.d. í Reykjavík, þá sem heilsu halda? Þórir Guðbergsson hjá Ellimáladeild borgarinnar segir: „Því miður eru margir af elstu kynslóðinni í dag, sem ekki hafa haft bolmagn til að kaupa sér húsnæði og það veldur þessu gamla fólki miklum kvíða og óöryggi. Það er sífellt hrætt við að verða sagt upp og þurfa að flytja og slíkt óöryggi hefur bæði áhrif á líkamlega og andlega heilsu fólks." Þarna hefur orðið misvísun, enda bar breytingar á lífskjörum þjóðarinnar hratt að. Auk þess að bæta fyrir það liðna og bregðast við því, hlýtur að verða um leið að sjá svo um að þeir, sem nú eru ungir og að stofna heimili geti eignast sína íbúð með viðráðanlegum kjörum. Er hægt að búa betur í haginn fyrir þá aldraða? Við höfum sem sagt lært að öryggisleysi aldr- aðra leiguliða plagar, líka að- gerðarleysi þess fríska, sem ýtt er til hliðar. Þegar þið vinnið, eruð þið hljóðpípa, sem breytir nið dag- anna í söng, sagði líbanska skáldið og heimspekingurinn Kahlil Gibran og þykir sá svo spakur, að bækur hans eru met- sölubækur í 20 löndum. Þýðandi bókar hans, Gunnar Dal, hefur í eigin Ijóði um gamlan mann á bekk á Lækjartorgi sagt: Og komið að leiðarlokum er. Loks það gamall maður sér að allt í heimi framhjá fer. Það framhjá streymir mér og þér. Þeir spöku sérfræðingar á öldrunarráðstefnunni í Vínar- borg sögðu m.a.: „Umskiptin til elliára eru hæg og einstaklings- bundin þróun, sem gerist, burt- séð frá aldursmörkum til ellilíf- eyris, sem einstök lönd setja." Einnig: „Réttur roskins starfs- manns á vinnu verður fremur að byggja á getu hans til að leysa af hendi ákveðin verk en á tímatali almanaksins." Er ég verð gamall eftir Walter Pihler. Raðkúlu- hús efst á baugi hjá hvolf- þaksbyggj- endum I vor var í Mbl. sagt frá nokkr- um kúluhúsum, sem eru að rísa á íslandi, í viðtali við arkitekt þeirra, Einar Þorstein Ásgeirs- son, bæði einbýlishús og vinnu- stofubyggingar, en tvö hús eru nú í viðbót í byggingu. Þá kom fram að áhugamenn um slíkar byggingar hygðust stofna Bygg- ingarsamvinnufélag hvolfþaks- byggjenda. Er Mbl. leitaði frétta hjá Einari Þorsteini um það hvað liði þessum hugmyndum sagði hann: — Þessar hugmyndir hafa þróast nokkuð í sumar. Við erum komin niður á raðhúsagerð, sem ég er hér með mynd af. Bæði vegna þess að okkar fólki er yfir- leitt ofviða að fara í einbýli og auk þess eru meiri líkur á að fá úthlutað lóðum undir raðhús. Við köllum þetta stúdíó-raðhús, vegna þess hve auðvelt er að gera efri hæðina að einum sal, sem mundi til dæmis henta ein- staklingi, sem fæst við sjálf- stæða listræna starfsemi. Húsið býður upp á mjög fjölbreytta I. heitur i J | ‘--■(pottur i garður »u<íur notkun, sem of langt mál yrði að skýra hér. — Eg hef sent upplýsingar um húsagerðina til skipulagsyf- irvalda borgarinnar með beiðni um að halda skipulagsákvæðum innan þeirra marka, að heimilt verði að reisa þessa húsagerð á nýjum byggingarsvæðum borg- arinnar, sagði Einar Þorsteinn ennfremur. Eg er bjartsýnn á að engin fyrirstaða verði á því. Við stefnum á að fá lóðir undir rað- húsin í næstu úthlutun innan borgarinnar. Það eru 5—10 aðilar fast- ákveðnir í að byggja, en auðvitað geta fleiri haft samband við okkur. Við göngum sennilega formlega frá stofnun bygg- ingarsamvinnufélagsins í miðj- um nóvember. Þar sem þessi hús eru mjög forvitnileg og nýstárleg birtum við hér með útlitsteikningu af slíku raðkúluhúsi. ____ p p<

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.