Morgunblaðið - 21.11.1982, Page 29

Morgunblaðið - 21.11.1982, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982 29 um ólöglega vopnabaráttu í Vestur-Evrópu. Sellurnar hafa staðið fyrir tugum minni aðgerða, aðallega minniháttar sprengju- tilræðum gegn bandarískum her- stöðvum og íbúðasvæðum. Félögunum í Byltingarsellunum er þannig lýst að þeir séu venju- legt og snyrtilegt fólk sem vinni frá 9—5. Enginn félagi úr samtök- unum hefur fundizt þrátt fyrir ítarlega leit og margar handtökur sem hafa farið fram þegar efnt hefur verið til mótmælaaðgerða, t.d. gegn kjarnorkuverum og stækkun flugvallarins við Frank- furt. Byltingarsellurnar hafa eitt morð á samvizkunni: víg efna- hagsráðherra Hessen, Heinz- Herbert Karry, en það var „slys“, þar sem ætlunin var sú að skjóta hann í fæturna til að vara við byggingu kjarnorkustöðva í fylk- inu. Þótt Byltingarsellurnar standi fyrir vopnaárásum eru þær ekki neðanjarðarhreyfing og þær eru ekki í slagtogi með hópum, sem þær fá pólitískan stuðning frá og geta notað til þess að afla ný- liða. FLÓKIÐ ÁSTAND RAF er aftur á móti neðanjarð- arhreyfing og einnig svokölluð „2. júní hreyfing", og þær stóðu báðar að morðunum á Ponto, Buback, Schleyer, yfirdómaranum í Vest- ur-Berlín, Giinter von Drenk- mann, og auk þess mörgum lögreglumönnum og vörðum. Ástandið v.erður hins vegar flóknara með degi hverjum. Við rannsóknina vinna yfirvöld út frá þeirri forsendu, sem þau gefa sér, að í kunningjahópi Byltingarsell- anna séu 300 manns, en þeir séu ekki allir virkir og innbyrðis sam- band þeirra sé lítið og þeir frétti hverjir um aðra með því að lesa blaðafréttir um aðgerðir og yfir- lýsingar. Almenningur hefur að sjálf- sögðu megnustu óbeit á öllum hryðjuverkum og jafnvel vinstri- sinnar vilja ekki láta bendla sig við hryðjuverkastarfsemi. Yfir- leitt segjast þeir hafna hryðju- verkastarfsemi og einræðisskoð- unum hryðjuverkamanna, þeim er ekki stætt á öðru. Vinstrisinnar höfðu ekki samúð með Schleyer, þar sem hann var gamall nazisti, en eins og sagði í umdeildri grein eftir svokallaða „borgarindíána" í Göttingen eftir morðið á Buback, segjast þeir ekki viðurkenna kenningu Maos for- manns um að „valdið spretti fram úr byssuhlaupinu". GLEYMDIR Stuðningsmenn RAF reyna þó að halda áfram baráttunni. Hryðjuverkamenn, sem kalla sig „pólitíska fanga", fara öðru hverju í hungurverkfall til þess að mót- mæla aðbúnaðinum í fangelsinu og stuðningsmenn þeirra utan múranna láta þá til sín heyra. Mannréttindasamtökin Amn- esty International segja raunar að aðbúnaðurinn sé óviðunandi og vera má að óvild yfirvalda í garð hatrammra andstæðinga kerfisins færist ósjálfrátt yfir á þá hryðju- verkamenn, sem eru í fangelsi og geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Aðeins þegar yfirvöldum tekst að góma einhvern þeirra örfáu hryðjuverkamanna, sem enn leika lausum hala, muna menn eftir því að þeir éru til. Ný kynslóð herskás fólks er komin til sögunnar í Vestur- Þýzkalandi og hefur fundið upp á nýjum aðferðum í stöðugri bar- áttu við lögregluna, m.a. með því að leggja undir sig hús í Vestur- Berlín. En mikill meirihluti ungra Vestur-Þjóðverja, sem eru óánægðir með stjórnmálaástand- ið, hafnar mati Ulrike Meinhof á atburði þeim, sem hleypti hryðju- verkaskriðunni af stað, bruna í stórverzlun í Frankfurt 2. apríl 1968. Þá sagði hún: „Framfaraþáttur íkveikju í stórverzlun felst ekki í eyðingu vörunnar, heldur í glæpnum sjálf- um.“ PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS 28.-29. 11. 1982 SKRIFSTOFA STUÐNINGSMANNA PÉTURS SIGURÐSSONAR SKIPHOLTI 31, GÖTUHÆÐ (Vestan viö Tónabíó) VERÐUR OPIN KL. 12 - 23 ALLA DAGA. SÍMAR: 25217 OG 25292 Prófkjör Sjálfstæðis- manna í Reykjavík 28. og 29. nóvember 1982 Stuðningsmenn mínir hafa vinnu- aðstöðu að Brekku- gerði 28, vegna und- irbúnings fyrir væntanlegt prófkjör. Opið daglega frá kl. 14.00 til 22.30. Sími 38770 Björg Einarsdóttir Þaðfáallir rétta útkomu með OMIC Omic reiknivélarnar okkar eru landsfrægar fyrir gæði og frábæra endingu. Þær eru líka afburða þægilegar og einfaldar í meðförum og leysa með sóma allar reikningsþrautir, sem fyrir þær eru lagðar. Við eigum ávallt fyrirliggjandi nokkrar gerðir af Omic. Hringið eða skrifið og fáið upplýsinga- bækling sendan. • Reiknaðu með Omic. v»i SKRIFST OFUVELAR H.F. | 7.^—Hverfisgötu 33 s,m' 20560 Sænsku aðventuljósin kominafiw kr. 549.- kr. 529. Mjög vönduó aðventuljós úr viði. Fást í 4 litum. Sími póstverslunar er 30980 HAGKAUP Rey kja v í k - Aku reyri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.