Morgunblaðið - 21.11.1982, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982
Lokakafliim
er hámarkið
Viðtal við John Le Carré rithöfund
John Le Carré hefur enga bók i
takinu þessa stundina. — Núna er
maður í því að sýna sig og sjá aðra,
— segir hann. Um daginn sat hann
fyrir framan hljóðnema og las bók
sína Smileys People inn á snældu.
Daginn áður hafði hann haldið fyrir-
lestur við National Film Teatre, og
daginn þar áður var hann viðstaddur
er starfsmenn BBC lögðu síðustu
hönd á upptöku sjónvarpsþátta eftir
bókinni Smileys People. Verkið er í
6 þáttum og áætlað var að hefja sýn-
ingu þeirra í septemberlok. En á
meðan sumarleyfi standa yfir i
brezkum skólum dveljst John le
Carré ásamt Jane eiginkonu sinni og
syni þeirra Nico, sem er 9 ára að
aldri, í húsi fjölskyldunnar á Corn-
wallskaga. Húsið stendur hátt og sér
þaðan vítt yfir strandlengjuna. Þar
hefur rithöfundurinn vinnustofu og
þar tekur hann á móti gestum og
gangandi og hefur auk þess mikið
samneyti við sveitunga sína. Hann
stundar líkamsrækt og iðkar skotæf-
ingar með Nico. Hann borðar hollan
og kjarnmikinn mat.
Það sem hann tekur sér fyrir
hendur er yfirleitt dálítið sérstætt
og þaulhugsað. Þótt andlit hans sé
rúnum rist, er hann hreystin upp-
máluð og lítur út eins og kvik-
myndaleikari í stöðugri þjálfun.
Rautt hár hans er farið að grána,
en miklar augabrúnir slúta yfir
hlýlegum augum hans. Grannar
hans kalla hann stundum Bleik, en
hann lýsti því eitt sinn yfir við þá
eftir miklar rökræður, að hann
vildi fremur fá Rússa til Cornwall
heldur en Trident-eldflaugar.
Hann gerði mikið veður út af leið-
angri, sem fór um héraðið til að
kanna neyzluvatn, og taldi að
hann hefði óhreint mjöl í pokan-
um. John le Carré spyr menn oft
spjörunum úr um geysimikla fjar-
skiptastöð þarna í grenndinni.
Hnýsni er mjög áberandi þáttur í
fari hans. Hann segir, að þessi
árátta eigi rót sína að rekja til
umbrotasamra æskuára og telur
að bernsku sinni hafi á margan
hátt^vipað til bernsku hins kunna
njósnara Kim Philby.
„Móðir mín fór að heiman, þeg-
ar ég var 6 ára gamall og ég sá
hana ekki aftur, fyrr en ég var
kominn yfir tvítugt. Fjölskylda
föður míns var strangtrúuð og til-
heyrði meþodistakirkjunni, og
hann hafði sagt skilið við hana til
að brjóta sér braut til fjár og
frægðar. En allt gekk á afturfót-
unum og gjaldþrot vofði stöðugt
yfir. A tímabili stóðum við pabbi
og bróðir minn í stöðugum flutn-
ingum, því að pabbi gat ekki stað-
ið í skilum með afborganir á til-
settum tímum. Okkur lærðist
fljótt að koma ár okkar fyrir borð
með svikum og svindli bæði í skóla
og annars staðar." Faðir hans er
nú látinn.
Hann gekk í skóla í Sherbourne
og stundaöi háskólanám í Berne.
Síðan fór hann til Oxford og vinir
hans þar fullvissuðu hann um, að
hann hefði ekki hugmynd um, í
hvorn fótinn hann ætti að stíga.
Þá hóf hann kennslu við Eton,
gekk svo í utanríkisþjónustuna og
um svipað leyti fór hann að skrifa.
„Eg gerði mér grein fyrir því, að
í mér bjó mikil sköpunarkraftur.
Þegar ég gekk í utanríkisþjónust-
una og þurfti að vera á stöðugum
ferðalögum til og frá London, fór
ég að krota í stílabækur á löngum
lestarferðum. Þannig varð mitt
fyrsta verk til. Ég sýndi Collins-
bókaútgáfunni það, en hún hafn-
aði því. Þá fór ég til Gollancz og
þeir keyptu útgáfuréttinn."
Nafnið John Le Carré varð til, er
hann gekk í utanríkisþjónustuna.
Áður hét hann David John Moore
Cornwell. Hann er ekki alveg viss
um, hvers vegna hann vildi þessa
nafnbreytingu, og þegar menn
ganga hart að honum með spurn-
ingar, svarar hann út í hött.
Fyrsta bók hans kom út árið 1961
og var njósnasaga, Call for the
Dead. Næsta bók hans hét A
Murder of Quality og fjallaði um
dularfullt morð i einkaskóla.
Hann starfaði fyrir utanríkis-
þjónustuna í Bonn, og síðan varð
hann ræðismaður í Hamborg, og
þar nýtti hann hverja stund til að
skrifa. „Ég hafði beðið endurskoð-
andann minn að gera mér viðvart,
þegar ég ætti 20.000 sterlingspund
á banka. Á þessum árum voru
20.000 pund stórfé. Maður gat
keypt sér ágætt hús í London fyrir
8.000. Skömmu eftir að bókin mín,
The Spy Who Came In From The
Cold kom út, lét hann mig vita, að
markinu væri náð. Þá hætti ég að
messa yfir Þjóðverjum um Efna-
hagsbandalag Evrópu og hafa yfir
kórrétt það sem stjórnmálamenn-
irnir í London sögðu. Síðan hef ég
ekki þurft að hafa áhyggjur af
peningum."
Njósnasaga eftir John le Carré
jók mjög hróður hans og fyrir
bragðið komst hann í samband við
útgefendur Grahams Green í
Vestur-Þýzkalandi. Það leiddi svo
til þess, að Green tók hinn unga
^ ; '• f@>
t
* f
jintöd at a /Jettý
down the shore,^ cjf fcc '-W /} <A- j
m• a fortyfoot aotor-launch •
Hotel awaiting demolitlon. The
i, one o£ thœn was smashed,
another wap repaired with Scotch tape. A
W-the end oí the jetty, he realisecl oin >Ibb öwiiiiSgr: .
& ^ ***
or&j had slipped her moorings at'HÖ'é' Itclrn""and'
ifted twelve feet out to sea, which was probably tbe.
longest journey she would ever make. The cabin doors . v
were closed, their windows témm curtained. There was
saall-boat,
—--------------—
. *if you want^him, call him,.' the old man
V* \ mt* f-a «- •*** •
“ r \ hís eateel agmtm* the wator, -hwh
vmSm
''
\ ' w/X f\. :
V . Jfe
X JSSááVSf ffli'ippod.
. called softly, then fflöre loudly, but inside the
atrsri called ’Otto'. He
•-> n • • a .
. . .. WmfJw ‘ .......I
rithöfund, sem aðeins var 32ja ára
gamall, undir sinn verndarvæng.
Þeir sátu að sumbli klukkustund-
um saman, sögðu hvor öðrum sög-
ur þindarlaust, en minntust aldrei
orði á ritstörf sín. En þegar le
Carré skrifaði bók um Kim Philby
njósnara og tók óvægna afstöðu
gegn svikaeðli hans lét Graham
Green vináttu þeirra lönd og leið.
í viðtali við vikuritið Time sagði
hann, að maðurinn, sem hann
þekkti aðeins af dulnefndi á dul-
nefni ofan hefði ekki getað skrifað
þetta. Carré varð niðurbrotinn og
næstu árin urðu miklir fáleikar
með þeim. Le Carré tók svo fyrsta
skrefið til sátta, er hann sendi
Green afmæliskveðju eitt sinn og
Creen tók i útrétta hönd hans.
Eitt ár dvaldist le Carré í Vín-
arborg, en hann hefur að öðru
leyti verið óslitið í Bretlandi, þrátt
fyrir „refsiskattana“ sem hann
þarf að greiða. „Hér vil ég vera
vegna þess að ég vil ekki losna úr
tengslum við það, sem ég er að
skrifa um, fólkið og málið. Ekki
gæti ég hugsað sér að hola mér
niður einhvers staðar í Suður-
Frakklandi til dæmis. Maður yrði
þá ekki lengur í snertingu við þjóð
sína og tungu. Ég myndi sakna
óumræðilega allra þeirra blæ-
brigða, sem maður heyrir í dag-
legu máli hér í Cornwall og víðar.
Nú, það er heldur ekki hægt að
skattleggja nema 60% af tekjum
manns, og endurskoðandinn getur
yfirleitt komið því niður í 50%,
þannig að það væri ekkert skárra
að vera í Bandaríkjunum að þessu
leyti.“
Við upphaf 7. áratugarins lék
lánið við le Carré. Hann hlaut við-
urkenningu fyrir skrif sín og þrjár
skáldsögur hans voru kvikmynd-
aðar. En svo reyndi hann að fara
nýjar leiðir. Hann skrifaði bók,
sem var öðrum þræði frásögn af
sambandi hans við annan rithöf-
und og eiginkonu hans. Bókin hér
The Naive and Sentimental Lover
og kom út árið 1971. En hún hlaut
dræmar viðtökur, og le Carré tel-
ur, að það hafi verið sér mikil
gæfa.
„í rauninni var það stórkostlegt,
því að fyrir vikið fór ég að skrifa
Blindskák (Tinker, Tailor, Soldier,
Spy) en það veitti mér sterka
vígstöðu, sem ég stöðugt naut góðs
af. Þetta bjargaði mér frá því að
skrifa fyrir gagnrýnendur." Og
þarna varð til andhetjan George
Smiley, smávaxinn, þybbinn og
með gleraugu — óborganleg per-
sóna.
Og með aðstoð Sir Alec Guinn-
es, sem fór með hlutverk Smiley í
þáttum BBC-sjónvarpsins varð
þessi persóna eins konar þjóð-
hetja, þótt ólíkar væri öðrum slík-
um — klaufalegur og kokkálaður
eftirlaunaþegi. Le Carré hefur
reynt að láta hann róa en án
árangurs. — Ég reyndi að skrifa
Blindskák án þess að Smiley kæmi
þar við sögu,“ segir hann. „I fyrstu
vonaði ég að í rás óskyídra at-
burða myndu lesendur reyna að
varpa fram spurningum en það
gekk ekki. Ég varð að fá Smiley til
að taka þá við hönd sér, spyrja
spurninganna fyrir þá og leysa
fyrir þá ráðgátuna."
Það orð leikur á, að fyrirmyndin
af Smiley sé Maurice Oldfield
fyrrum yfirmaður í brezku leyni-
þjónustunni. John le Carré vill
taka skýrt fram, að svo sé ekki.
„Smiley var fullskapaður frá
minni hendi áður en ég hafði
nokkru sinni séð Oldfield," segir
hann. Hitt er svo annað mál, að
Sir Alec spurði höfund Smiley að
þvi, hvernig slíkur maður myndi
vera í klæðaburði, er hann var að
búa sig undir hlutverkið. Lé Carré
sagði þá við hann; „Þú verður eig-
inlega að hitta Maurice 01dfield,„
og svo fóru þeir þrír saman út að
borða í Chelsea.
Vel má vera, að George Smiley
hafði runnið sitt skeið. Le Carré
hefur afhent útgáfufyrirtækinu
Hodder og Stoughton handrit af
síðustu þók sinni. The Little
Drummer Girl, sem á að koma út í
febrúar á næsta ári, og vettvang-
urinn er óravegu frá Smiley og
viðfangsefnum hans. „Smiley var
orðinn mér til trafala," segir
hann. „Gamall, þunglyndur maður
með þreytulegt augnaráð setur
rithöfundi ýmsar skorður. Það er
ekki þar með sagt, að ég muni
aldrei skrifa um hann aftur.
Kannski gæti ég skrifað um hann
á fyrri árum ævinnar, en mig
langar ekkert til þess. Kannski
sný ég mér að honum aftur. Þegar
árin færast yfir mig. Kannski
skrifa ég þá nokkrar smásögur um
hann. Hver veit?“
Le Carré tekur daginn snemma.
„Það er ekkert betra en að fara á
fætur um fimmleytið og vinna til
klukkan átta. Þá fyrst borðar
maður morgunmat. Það er eins og
að þjófstarta deginum." Honum
verður mest úr verki á heimili
sínu í Hampstead. Samt fellur
honum ekki við London. Hann un-
ir sér bezt í húsinu sínu í Corn-
wall, þar sem friður og kyrrð ríkir,
en þar nýtur hann hvíldar og
hressingar. Hann vélritar ekki,
heldur skrifar allt með bláu bleki
og leiðréttir síðan með rauðu. Síð-
an vélritar konan hans handritið,
sem hann les svo yfir aftur, krotar
í, strikar út og leiðréttir.
Hann segir engum frá efnis-
þræði verka sinna fyrirfram og
hlítir engum fyrirmælum frá út-
gefendum. Hann vill heldur ekki
ræða við konuna sína um verk
þau, sem hann er með í smiðum.
„Ég hugsa að þetta sé eins hjá öll-
um. Langmesta vinnan er fólgin í
fyrstu köflunum, — fyrstu blað-
siðunni, en hlutirnir ganga hægt
fyrir sig, mjakast áfram. Um
miðbik bókarinnar fer allt af stað,
og svo eykst hraðinn stig af stigi.
Frá upphafi hef ég allgóða hug-
mynd um, hvað um er að vera og
hvar fiskur liggur undir steini, en
mér er ekki alltaf ljóst, hvernig
leiðin þangað liggur. Það er æsileg
fullnæging að skrifa lokakaflann."
Hann er mjög nákvæmur í
vinnubrögðum og byggir ákaflega
mikið á reynslu sinni frá Þýzka-