Morgunblaðið - 21.11.1982, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982
37
Iandsárunum. Hann þekkti marga
innviði utanríkisþjónustunnar
vegna fyrri starfa sinna, en þver-
tekur fyrir að hafa nokkru sinni
verið njósnari. Hann hefur kynnt
sér staðhætti víða vegna bóka
sinna. Hann ferðaðist mikið um
Suðaustur-Asíu, er bók hans The
Honourable Schoolboy var í smíð-
um, og hann fór víða um Mið-
Austurlönd vegna siðustu bókar
sinnar, The Little Drummer girl.
Orðfæri hans í njósnasögunum er
að sumu leyti eigin tilbúningur en
að öðru leyti ekki. Moldvarpa var
sovézkt duhiefni, áður en hann
kom því á framfæri. Hann skrifar
óvenjulega skýr og lifandi samtök
og það stafar m.a. af því, að hann
hefur frábæra athyglis- og eftir-
hermugáfu. Þegar hann skrifar
samtöl hefur hann hvert orð yfir
upphátt, áður en hann skrifar það
niður.
Le Carré hefur skipulagt fram-
tíð sína eins gaumgæfilega og er
hann leggur drög að nýjum sögu-
þræði. Nýjasta bók hans gerist í
Mið-Austurlöndum og fjallar um
heróín, og þar fer hann inn á nýj-
ar slóðir. Af sinni alkunnu ná-
kvæmni hefur hann reiknað út, að
hann eigi aðeins eftir að skrifa 10
bækur, ef hann gerir ráð fyrir að
vinna tvö til þrjú ár að hverri
þeirra. Ekki er þó þar með sagt, að
hann muni ekki beina huga sínum
að öðrum viðfangsefnum. Er hann
vann að síðustu bók sinni fór hann
m.a. til ísraels og Líbanon og hann
skrifaði hatramma fordæmingu í
The Observer vegna innrásar ísra-
elsmanna. Hann hefur líka ein-
dregnar skoðanir á innanlands-
málum. Hann er mjög ánægður
með þær viðtökur, sem Blindskák
hlaut, ekki sízt þar sem hann telur
að verkið hafi leitt almenningi
fyrir sjónir sitthvað sem ekki er
daglegt brauð í njósnasögum, þ.e.
bellibrögð hinna fáu útvöldu, sem
halda öllum þráðum njósnakerfis-
ins í hendi sér. Að þessu leyti sé
Blindskák ólík verkum, er fjalli
um háþróðaða njósnastarfsemi.
Það má teljast furðuleg tilviljun,
að flett var ofan af njósnaranum
Blunt um svipað leyti og verkið
kom út. Le Carré er sannfærður
um, að víða sé pottur brotinn í
æðstu stjórn fyrirtækja og stofn-
ana í Bretlandi. Hann kætist
mjög, þegar flett er ofan af þeim,
sem valdið hafa. Brezka kerfið er
eitur í hans beinum. Eigi að síður
er hann mikill föðurlandsvinur og
trúr utanríkisþjónustunni. Hann
segir að allar bækur sinar um
brezku leyniþjónustuna vitni um
nákvæmni hennar í störfum. Á
hinn bóginn má ólíklegt teljast, að
hann verði sæmdur orðu eða hon-
um hlotnist önnur ámóta viður-
kenning.
Hann hefur alltaf kosið Verka-
mannaflokkinn og hefur horn í
síðu íhaldsmanna. Samt viður-
kennir hann núna, að hann viti
ekki sitt rjúkandi ráð í pólitíkinni.
„Það er varla til nokkur Verka-
mannaflokkur lengur til að greiða
atkvæði, og aldrei skal ég kjósa
sósíaldemókratana. Ekkert trió er
mér fjær skapi að styðja en Roy
Jenkins, David Owen og Shirley
Williams. Það gæti jafnvel svo
farið, að ég kysi frú Thatcher, ef
hún segði eitthvað sértakt kvöldið
fyrir kosningar ... forusta hennar
er jafnvel skárri en engin for-
usta.“
En skriftirnar eru samt að
verða yndi hans og ástríða. í við-
horfi sínu til ritlauna minnir hann
einna helzt á þjálfaðan pókerspil-
ara, en útgefendur keppast um að
lokka hann til sín á svipaðan hátt
og veiðimenn reyna að egna fyrir
vænan silung. Þeim er svo mikið í
mun að fá að gefa út bækur hans,
að þeir yfirbjóða hver annan, þótt
það kunni að hafa í för með sér
alvarlegar afleiðingar síðar. Aðal-
atriðið er að gera samning, er fær-
ir útgefanda það mikinn hagnað
að hann telji það þess virði að
bjóða vel, þegar næsta handrit
liggur fyrir. Le Carré notar rit-
launin til að svala bílaástríðu
sinni. Fyrir söluna á handriti að
The Little Drummer Girl keypti
hann sér Volkswagen GTI.
— NICHOLAS WAPSHOTT
Leikfélag Akureyrar með sýn-
ingu á Atómstöðinni í Þjóð-
leikhúsinu á þriðjudaginn
Á þriðjudagskvöldið leggur
Leikfélag Akureyrar undir sig
Þjóðleikhúsið og breytir því í
Atómstöð a la Bríet Héðinsdóttir.
En aðeins þetta eina kvöld.
„Því miður var ekki hægt að
hafa fleiri sýningar," sagði
Sveinn Einarsson, þjóðleikhús-
stjóri. „Það þurfti talsverðar
tilfæringar, bæði af hálfu Leik-
félags Akureyrar og Þjóðleik-
hússins til að gera þessa einu
sýningu mögulega. En það er
virkilega gaman að þetta skuli
þó hafa tekist."
„Mey skal að morgni lofa,“
skaut Bríet inn í, „það er ekki
að vita nema einhverjir verði
veðurtepptir fyrir norðan."
Þetta var daginn eftir óveðrið
mikla, svo svartsýni Bríetar
var e.t.v. skiljanleg.
Atómstöðin eftir Halldór
Laxness, í leikgerð Bríetar
Héðinsdóttur, er fyrsta verk-
efni Leikfélags Akureyrar á
þessu starfsári. Hefuí leikritið
verið sýnt 16 sinnum fyrir
norðan, og var fullt hús á öllum
sýningum, nema þeirri síðustu,
„enda geisað þá óveður hið
mesta," sagði Bríet. Ekki eru
Á myndinni sjist tveir *f 16 leikend-
um i Atómstöðinni i hhitverkum sín-
um. Þad eru Kjartan Bjargmunds-
son, sem leikur feimnu lögguna, og
Guðbjörg Thoroddsen, sem leikur
Uglu.
fyrirhugaðar fleiri sýningar á
verkinu á Akureyri, og er und-
irbúningur þegar í fullum
gangi fyrir næsta verk leikfé-
lagsins, sem er barnaleikrit
eftir Signýju Pálsdóttur, og
heitir Siggi var úti.
5P00P
PÓS7GIRÓ
FRAKKLAND
Áætlunarflugið til Amsterdam, bílaleigubíll eða framhaldsflug til Zurich, opnar ótal leiðir til
sjálfstæðra skíðaferða. Þú ferð á eigin vegum, með fjölskyldunni eða í góðum kunningjahópi,
velur úr hundruðum gististaða í fimm löndum og kaupir flug, gistingu og e.t.v. bílaleigubíl
að auki á hagstæðu heildarverði hjá Arnarflugi.
Um leið ertu frjáls í skíðabrekkunum, óháður fyrirfram ákveðinni hópferðadagskrá. Lengd
ferðarinnar er frjáls, gistinætur í stórborgunum sjálfsagður viðauki og tilvalið er jafnvel
að heimsækja ólík skíðasvæði í sömu ferðinni. Pú hefur þetta einfaldlega eins og þér hentar
best.
Á söluskrifstofu Arnarflugs eru veittar allar nánari upplýsingar og þar fást bæklingar með
öllum upplýsingum um áfanga- og gististaði. Með vali á þeim finnurðu heppilegasta staðinn
fyrir þína fjárhagsáætlun og færð að sjálfsögðu alla aðstoð við skipulagningu í kaupbæti!
Aukið s^/ífesvigrúm með Arnarflugi.
Flugfélag með ferskan blæ
ARNÁRFLUG
Lágmúla 7, sími 84477