Morgunblaðið - 21.11.1982, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982
Breskur námsmaður, 22 ára, með
áhuga m.a. á ljósmyndun og
íþróttum:
Chris Studman,
2 Purwell Lane,
Hitchin,
Hertforshire SG4 ONE,
England.
Nítján ára hollenskur piltur óskar
eftir bréfasambandi við íslenskar
stúlkur:
Peter Kreemers,
Boven Boukul 38,
6071 AC Swalmen,
Nederland.
Tveggja barna 32 ára hollensk
húsmóðir óskar eftir pennavinum:
Ria Sarneel,
v.Wassenaerstraat 33,
2461 R.A.Langeraar,
Nederland.
Japönsk kona, 23 ára, með áhuga á
íþróttum, fjallaklifri, söng, ferða-
lögum, Iistum o.fl.:
Yoshiko Machiyama,
40 Shimoyagiri-cho,
Matudo-shi,
Chiba-ken,
271 Japan.
Tvítugur þýskur sagnfræðistúdent
óskar eftir pennavinum. Ferðaðist
um Island í þrjár vikur í fyrra og
hreifst mjög af landinu. Skrifar á
ensku auk þýzku:
Hans-Dieter Bienert,
Justinus-Kerner-Strasse 37,
D-7157 Murrhardt/Wurtt.,
W-Germany.
ítalskur karlmaður, 24 ára, skrif-
ar á ensku og óskar eftir bréfa-
sambandi við 18—23 ára gamlar
stúlkur. Hefur mörg áhugamál:
Marco Caruso,
Via Costella 9,
57100 Livorno,
Italy.
Sextán ára japönsk skólastúlka
með iþróttaáhuga:
Ritsuko Nukumizu,
2045-1 Suzawa Omi-mach,
Nishikubiki-gun,
Niigata 949-03,
Japan.
Tvítugur franskur læknanemi
skrifar á ensku og óskar eftir bréf-
asambandi við 18—20 stúlkur eða
pilta. Hefur margvísleg áhugamál:
Eric Filiol,
Res.Grancanal Bat.B,
54 quai de Jemmapes,
75010 Paris,
France.
Átján ára stúlka frá Norður-Sví-
þjóð óskar að skrifast á við 18—20
ára gamlar stúlkur eða stráka.
Segist hafa áhuga á öllum mögu-
legum hlutum:
Annika Maki,
Brunnsgatan 13A,
S-95200 Kalix,
Sverige.
Þrítugur Japani með tónlistar-
áhuga:
Kiyofumi Nakajima,
10 Aucuti Tatunokuti,
Nomi Isikawa,
923-12 Japan.
Tékkneskur karlmaður, 34 ára,
langar til að skrifast á við íslend-
inga. Safnar nælum með merkjum
íþróttafélaga, einnig póstkortum
og frímerkjum. Skrifar á ensku og
segir að ef sendar séu nælur, verði
bréfin að vera í ábyrgð:
Zdenek Kucera,
Marxova 624,
278 01 Kralupy n/Vlt. II.,
okr. Melník,
Checkoslovakia.
FYRRVERANDI STARFSMAÐUR KGB SEGIR FRÁ
VALDARÁNI SOVÉTRÍKJANNA í AFGANISTAN
VLADIMIR Kazichkin, 35 ára
gamall og fyrrverandi starfsmað-
ur KGB (sovézku leynilögregl-
unnar) dvelur nú í Bretlandi.
Hann hefur gefið einstaka lýs-
ingu frá sjónarhóli KGB af af-
skiptum Sovétríkjanna í Afgan-
istan, sem eru ef til vill grófasti
blctturinn á ferli Leonid Brezhn-
evs, hins látna leiðtoga Sovétríkj-
anna. Kazichkin flýði til Bret-
lands í júní sl. Hann starfaði
leynilega í fímm ár í íran. Hann
var í hinni rammleynilegu deild
“Directorate S“, sem hefur yfir-
stjórn yfír „ólöglegum“ njósnur-
um, það er þeim, sem fæddir eru
í Sovétríkjunum. í einkaviðtali
við bandaríska tímaritið Time í
síðustu viku sagði Kazichkin
m.a.: 1) Brezhnev hafnaði sjálfur
endurteknum ráðleggingum frá
KGB undir stjórn Yuri Andro-
povs þess efnis, að Afganistan
yrði ekki gert að sovézku lepp-
ríki. 2) Forseti Afganistan,
Babrak Karmal, var njósnari
KGB um langt skeið. 3) Fyrir-
rennari Karmals var myrtur í
höll sinni af sérþjálfaðri sovézkri
KGB-morðsveit. Hér á eftir fer
frásögn Kazichkins:
Reyndari foringjar innan KGB
kippa sér sjaldnast upp vegna þess,
sem gerist í stjórnmálum. En
margir þeirra eru æfir yfir því, sem
gerzt hefur í Afganistan. Þannig er
haft eftir einum KGB-foringja
fyrir skemmstu: Afganistan er
okkar Víet Nam. Sjáið bara, hvað
hefur gerzt. Við byrjuðum með því
einu að styðja við bakið á vinsam-
legri ríkisstjórn. Smám saman urð-
um við flæktari og flæktari í það,
sem var að gerast í landinu. Síðan
fórum við að ráða gerðum stjórn-
valdanna, stundum með örvænt-
ingarfullum ráðum og núna? Nú
erum við fastir í styrjöld, þar sem
við getum ekki sigrað né heldur
farið burt. Þetta er hlægilegt.'
Þetta er vandræðaástand. Og það
er Brezhnev og stuðningsmönnum
hans að kenna, að við höfum ratað
í þessi vandræði.
Þessi KGB-maður hefur sagt það
réttilega, sem margir, er komið
hafa við atburði í Afganistan hvort
sem þeir starfa innan KGB, hersins
eöa annars staðar, hugsa, en hafa
ekki þorað að tjá sig um.
Þetta byrjaði allt mjög sakleys-
islega. í hálfa öld höfðu aldrei
komið upp nein verulega erfið
vandamál milli okkar og konung-
anna í Afganistan. Síðan gerðist
það á árinu 1973, að (Múhameð)
Daoud kollvarpaði konungsveldinu
með atbeina vinstri sinna. Enda
þótt foringjar vinstri sinna hefðu
verið þjálfaðir í Sovétríkjunum, þá
höfðum við ekki hvatt þá til þess að
hrinda konunginum af stóli. Engu
að síður þá voru viðbrögðin í Sov-
étríkjunum á þann veg, að þessi
breyting væri til góðs.
Samskipti okkar við Daoud voru
aldrei virkilega góð. Hann hafði
hug á að halda opnum tengslum
sínum við Vesturlönd. Hann hafði
engan hug á að verða bundinn
okkur. Þeir okkar, sem kunnugir
voru Afganistan, voru sannfærðir
um, að þetta ætti ekki eftir að hafa
nein vandræði í för með sér. Afg-
anir myndu drepa hverjir aðra
kynslóð eftir kynslóð án tillits til
þess, hvort þeir kölluðu sig komm-
únista.
Okkur fannst það óhugsandi, að
Afganistan gæti orðið Sovétríkjun-
um að nokkru gagni, hvað þá held-
ur „kommúnismanum". Við sögðum
hver við annan: Látum Afgani eiga
sig. Við getum aldrei stjórnað þeim
né heldur geta aðrir gert það. Við
fengum forsmekkinn af því, sem
átti eftir að koma, á árinu 1978.
Daoud snerist gegn kommúnistum,
sem höfðu hjálpað honum að kom-
ast til valda. Hann lét sér ekki
nægja að handtaka forystumenn
afganska kommúnistaflokksins,
heldur hafði hann jafnframt í
hyggju að taka þá af lífi. Kommún-
istar í Afganistan voru nú í skelfi-
legri aðstöðu. Þeir leituðu aðstoðar
hjá sovézka sendiráðinu í Kabúl.
Stjórnin í Moskvu varð fljót til
þess að staðfesta það, að við mynd-
um styðja fyrirhugaða byltingu
gegn Daoud. Rétt áður en það var
orðið um seinan, fyrirskipuðu for-
ystumenn kommúnista valdaránið
satt að segja úr fangelsisklefum
sínum.
Valdaránið tókst og Afganistan
varð kommúnistaríki. En Brezhnev
og aðstoðarmenn hans ýttu til hlið-
ar hinum mikilvægu aðvörunum,
sem komu frá KGB og afleiðing-
arnar voru skelfilegar. I fyrstu hélt
stjórnmálanefndin, að nú væri
tækifæri til þess að ná verulegum
árangri í Afganistan. Ekkert skyldi
til sparað, hvorki fé né menn.
Tengsl Afganistans við Vesturlönd
skyldu smám saman rofin. Afgan-
istan yrði ekki bara nágrannaríki,
sem við hefðum góð samskipti við
líkt og Finnland heldur einnig
meðlimur „kommúnistafjölskyld-
unnar".
KGB reyndi með lagni að út-
skýra, að stórfelldir erfiðleikar
væru samfara valdatöku kommún-
ista í Afganistan. Við bentum á, að
þrátt fyrir öll manndráp Daouds,
þá hefðu ættflokkarnir í Afganist-
an fallist á hann sem sinn löglega
stjórnanda. Ríkisstjórn, sem væri
yfirlýst kommúnistastjórn, myndi
vekja fjandskap, sem síðan ætti
eftir að beinast gegn Sovétríkjun-
um.
Það var greinilega afar þýð-
ingarmikið, að Afganistan fengi
réttan stjórnanda. Valið stóð á
milli Karmals, sem var leiðtogi
svonefnds Parcham-arms innan
afganska kommúnistaflokksins og
(Noor Múhameð) Tarakis, sem var
foringi fyrir svonefndum Khalq-
armi. Við vissum heilmikið um
báða mennina. í skýrslum þeim,
sem við sömdum fyrir forsætis-
nefndina, gerðum við nákvæma
grein fyrir styrkleika þeirra og
veikleika.
í álitsgerð okkar kom það fram,
að val á Taraki væri hin hræði-
legasta skyssa. Hann var hreinn
villimaður í skapi, hafði litla til-
finningu fyrir, hvernig leysa skyldi
fiókin pólitísk vandamál og myndi
auðveldlega láta stjórnast af þeim
þorpurum, sem hann hafði allt í
kringum sig, en ekki af okkur.
Karmal aftur á móti, sögðum við,
hefur næman skilning á flóknum
stjórnmálum. Þar að auki hefði
hann verið KGB-njósnari árum
saman og það mátti treysta því, að
hann myndi fara að ráðum okkar.
Stjórnmálanefndin ákvað að
styðja Taraki, vegna þess að
Brezhnev sagðist þekkja hann
persónulega. Brezhnev kvaðst full-
viss um, að Taraki myndi standa
sig. En allt fór á annan veg en
áformað var strax frá upphafi.
Taraki sendi Karmal burt með því
að gera hann að sendiherra í Prag.
Síðan hófst hann handa um að
drepa sem flesta stuðningsmenn
Karmals (en margir þeirra voru
okkar eigin njósnarar). Brezhnev
gerði ekkert til þess að koma í veg
fyrir þessi manndráp og Karmal,
sem þegar var orðinn óánægður,
fylltist nú megnri beizkju gagnvart
Sovétríkjunum. En lengi getur vont
versnað. Keisaranum í Iran hafði
verið steypt af stóli. Fullvíst var,
að stefna Tarakis ætti eftir að leiða
til víðtækrar uppreisnar múham-
eðstrúarmanna í Afganistan. Tar-
aki brást við á þann hátt, að hann
lét drepa alla þá, sem sýndu honum
minnsta mótþróa. I Moskvu reyndu
menn að leiða Taraki fyrir sjónir,
að með þessu væri hann að bjóða
stórfelldum vandræðum heim.
Hann ætti ekki að endurtaka þau
mistök, sem Stalín hefði framið.
Taraki svaraði með því, að í
Moskvu skyldu menn ekki skipta
sér af því, sem þeim kæmi ekki við.
En að því kom, að horfurnar
virtust betri. Maður að nafni (Haf-
izullah) Amin kom skyndilega
fram, án þess að nokkur vissi eig-
inlega hvaðan og hann varð aðstoð-
armaður Tarakis. Hann var mennt-
aður Austurlandamaður, gæddur
persónutöfrum. I kyrrþey hófst
Amin handa um að ná völdunum
frá Taraki. Enn meira máli skipti
þó, að hann sannfærði stjórnvöld í
Moskvu um, að hann gætrdregið úr
þeirri hættu, sem stafaði frá mú-
hameðstrúarmönnum. Við hjá
KGB höfðum hins vegar frá upp-
hafi okkar efasemdir um Amin.