Morgunblaðið - 21.11.1982, Síða 41

Morgunblaðið - 21.11.1982, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982 41 Mmti heiður swn Simonmn hafur hiotnmt. Hér lyftir hann gullknettinum sem hann hlaut ar hann var kosinn Knattspyrnumaður Evrópu árið 1977. Ævintýrið um litla strákinn frá Vejle sem vakti heimsathygli fyrir getu sína í knattspyrnunni, og varð einn af bestu leikmönnum í bransanum, skiptist í marga kafla. Hann vakti fyrst almenna at- hygli á Ólympíuleikunum í Munchen 1972 og þar sá einn besti þjálfari Evrópu, Hennes Weis- weiler, Simonsen leika listir sínar og hvað í honum bjó. Og varla var Ólympíuleikunum lokið þegar Weisweiler hafði fengið því fram- gengt að Simonsen skipti um at- vinnu. Hyrfi frá starfi sínu sem lagermaður í Vejle og léki í stað þess knattspyrnu með Borussia Mönchengladþach. Bestur í Evrópu í sex ár var hann svo hjá liðinu, þar sem valinn maður var í hverju rúmi, og þeir urðu Þýskalands- meistarar, unnu UEFA-bikarinn og léku síðan til úrslita í Evrópu- keppni meistaraliða 1977. Þeir töpuðu þar 3—1 fyrir ensku meist- urunum Liverpool en fyrir Simon- sen var leikurinn stórsigur. Fyrir framan 55.000 áhorfendur á Ólympíuleikvanginum í Róm og milljónir sjónvarpsáhorfenda lék hann einn sinn allra besta leik á ferlinum og skoraði stórglæsilegt mark. Mark, sem enn er í minnum haft í knattspyrnuheiminum. Sama ár varð hann fyrsti og eini Daninn sem kjörinn hefur verið knattspyrnumaður Evrópu. Var það að sjálfsögðu mikill heiður fyrir hann, heiður sem skipar hon- um á bekk með stjörnum eins og Stanley Matthews, Alfredo Di Stefano, Bobby Charlton, Johan Cryuff, Franz Beckenbauer og Kevin Keegan svo einhverjir séu nefndir. Erfitt í upphafi En þrátt fyrir að hafa náð frá- bærum árangri hjá „Gladbach" gekk ekki allt of vel hjá honum í upphafi. Hann komst ekki í liðið strax og það var ekki fyrr en eftir að Weisweiler hætti hjá félaginu 1975 sem hann fór fyrst að sýna hvað í honum bjó. Með fyrstu leikjum hans með aðalliði Borussia voru Evrópuleik- irnir gegn Vestmannaeyingum og skoraði hann í báðum þeim leikj- um og spilaði mjög vel. Eftir þessa leiki var hann settur út aftur en stóð þó nær liðinu en áður. Er þetta var, var Weisweiler enn við stjórnvölinn hjá liðinu. Síðan blómstraði Simonsen eftir að nýr þjálfari hafði tekið við lið- inu og hann fékk loksins að spreyta sig fyrir alvöru. Varð hann fljótlega einn albesti leik- maður í Bundesligunni. Franz Beckenbauer var eitt sinn spurður um álit sitt á Simonsen og svaraði hann þá: „Það eina sem ég veit um Simonsen er að ég þekki hvaða númer er á bakinu á peysunni hans.“ Simonsen hafði farið frek- ar illa með „Keisarann" er lið þeirra mættust, en það var heldur sjaldgæft að mönnum tækist það. „E1 Barca“ Stærsta umbreytingin á ferli Simonsen voru félagaskipti hans frá „Gladbach" til Barcelona sumarið 1979. Á mettíma vann hann hug og hjörtu allra fylg- ismanna stórklúbbsins. „Simon- sen, Simonsen," hljómaði á hinum risastóra Neu Camp-leikvangi liðsins i hvert skipti sem leikmenn gengu inn á völlinn. En hann hefur einnig upplifað skuggahliðarnar á lífi stórstjörnu á Spáni, og hefur hann oft fengið hótanir í síma um að honum yrði rænt eða gert lífið leitt á einhvern annan máta. Ekki bætti úr skák að félaga hans hjá Barcelona, Quini, var rænt eins og frægt varð. „Ég vil leika. Eftir tíu ár á toppnum fer ég ekki að ljúka ferl- inum á bekknum," sagði Simonsen í samtali við danskan blaðamann fyrir hálfu ári. Þessi orð fengu fyrst alvarlega merkingu er Jose Luis Nunez forseti Barcelona sna- raði um 108.000.000 — eitthundrað og átta milljónum — á borðið og keypti Argentínumanninn Diego Maradona. Knattspyrnan mikil- vægari en peningar Eins og kunnugt er má hvert lið á Spáni aðeins nota tvo erlenda leikmenn í leik og það varð úr að Barcelona tók Bernd Schuster fram yfir Danann. Það er aðal- ástæðan fyrir því að Allan Sim- onsen er dýrasti og hæstlaunaði 2. deildar leikmaður í veröldinni. En peningar eru ekki aðalástæðan fyrir því að hann tók tilboði Charlton. Efst í huga hans er að koma til liðsins til að leika knattspyrnu af sama áhuga og af sömu gleði og þegar hann var að byrja í knattspyrnunni. Forráðamenn Charlton hafa ekki viljað gefa upp hvað Simon- sen hefur í tekjur hjá félaginu en vitað er að það eru engir smáaur- ar. Ef hann hefði verið áfram hjá Barcelona hefði hann ekki þurft að kvarta vegna fjárskorts þótt hann hefði ekki leikið með. Hann hefði haft um 3,3 milljónir aðeins fyrir að æfa með félaginu þar sem hann var samningsbundinn því. En hann vildi fá að spila áfram og yfirgaf því félagið. Mark Huyler, forseti Charlton, er aðeins 28 ára og sagður milljónamæringur. Félagið greiddi Barcelona 325.000 pund fyrir Simonsen og borgar það á þremur árum. „Auðvitað tókum við mikla áhættu með því að kaupa Allan, en hver einustu kaup eru áhætta. Við þurfum að fá 12.000 manns á völlinn til að tapa ekki á þessu og ég er viss um að Simonsen mun laða fólk að. Þegar ég var í Barcelona kom fólk til mín í hrönnum og sagði: „Ekki taka Simonsen, taktu heldur Mara- dona.“ Það er bersýnilegt að hann er enn vinsælli en Argentinumað- urinn,“ segir Huyler. Það hefur að sjálfsögðu vakið athygli að tveir fyrrverandi knattspyrnumenn Evrópu skuli nú leika í 2. deildinni ensku: Kevin Keegan og nú Simonsen og bíða menn spenntir eftir viðureign Newcastle og Charlton á heima- velli Charlton, The Valley, 4. dag desembermánaðar. „Aldrei hafði mér dottið í hug að ég ætti eftir að leika gegn Keegan í 2. deild hér í Englandi," segir Simonsen. „Hann er góður vinur minn og frábær leikmaður." Hann segir að þrátt fyrir mikla pressu kvíði hann ekki fyrir. „Knattspyrnumenn eru alltaf und- ir mikilli pressu og við skulum ek- ki gleyma að ég er vanur að leika fyrir framan nærri 100.000 áhorf- endur á Neu Camp, og þar var alltaf búist við því að ég stæði mig vel.“ Eftir að Simonsen æfði fyrst með sínum nýju félögum í Charl- ton lýsti framkvæmdastjóri fé- lagsins, Ken Craggs, yfir mikilli ánægju með hann. „Hann er frábær leikmaður og örugglega enn á meðal þeirra bestu í heiminum. Hinir leik- mennirnir hrifust af snilli hans og framkoma hans er virkilega skemmtileg." Ótrúlegt en satt. Allan Simon- sen hefur gerst leikmaður með Charlton Athletic — nokkuð sem menn hefðu eflaust hlegið mikið að ef einhver hefði sagt það fyrir skömmu. Páll P. Pálsson stjórnar Karlskór Reykjavíkur. Karlakór Reykjavíkur heldur þrenna tónleika NÆSTKOMANDI miðvikudag, (ostudag og laugardag, 24., 26. og 27. nóvember, heldur Karlakór Reykjavíkur tónleika fyrir styrktar- félaga sína og gesti í Háskólabíói og hefjast þeir kl. 19.00 miðvikudag og föstudag, en kl. 15.00 á laugardag. Á söngskrá kórsins eru að vanda íslenzk og erlend lög en í nokkrum þeirra syngja einsöng þeir Hilmar Þorleifsson, tenór; Hjálmar Kjartansson, bassi; Hreiðar Pálmason, baritón, og Snorri Þórðarson, baritón. Guð- rún A. Kristinsdóttir aðstoðar með píanóleik. Páll Pampichler Pálsson er stjórnandi, en hann er nýkominn frá Vínarborg, þar sem hann stjórnaði tveimur áskriftartón- leikum Sinfóníuhljómsveitar tón- listarmanna í Wiener-Neustadt. Á tónleikum þessum voru m.a. flutt tvö nútímaverk tileinkuð Páli eftir tónskáldin Werner Schulze („Snúningur") og Herbert Zagler („Kaleidoskop"). Auk þeirra var flutt 4. sinfónia Brahms. Höföar til „fólks í öllum starfsgreinum! Við minnum á Ein Pálmadóttur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Viö viljum Elínu á þing: • Vegna beinna kynna hennar af borgar- búum og málefnum þeirra sem borgar- fulltrúi um árabil og blaðamaöur á ferö í tvo áratugi. Hún hefur sýnt aö hún tekur mannlega á málum. • Hún hefur hugkvæmni, kjark og dugnað til aö nýta sína reynslu af málefnum Reykja- víkur og þekkingu til aö koma málum fram. • Rétta þarf hlut kvenna í þingliði Sjálfstæö- isflokksins. Studningsmenn Þeir sem eru sama sinnis og vid, hafi samband við okkur í Dugguvogi 10 (Sigurplast) eftir kl. 5 og um helgina. Símar 35590 og 32330.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.