Morgunblaðið - 21.11.1982, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 21.11.1982, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982 + Ástkær eiginkona mín, móöir okkar og amma, VILLEMO KAIJSER, andaöist þann 17. nóvember 1982. Jaröarförin fer fram í Malexander kyrka, föstudaginn 26. nóvem- ber 1982, kl. 13.00. Olle, börn og barnabörn. t Útför mannsins míns, GUÐMUNDAR MARELS GÍSLASONAR, fer fram frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 23. nóvember kl. 3. Blóm og kransar afþökkuö. Soffía Benjamínsdóttir. + Útför elsku móöur minnar, AUOBJARGAR JÓNSDÓTTUR, Hjaröarhaga 56, sem lézt 13. nóvember 1982, hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Þakka innilega auösýnda samúð og vinarhug. Fyrir hönd ættingja, Stella María Jónsdóttir. + Eiginkona mín, móöir okkar og amma, HÓLMLAUG HALLDÓRSDÓTTIR, Goðheimum 21, Reykjavík, verður jarösungin frá Fossvogskirkju, mánudaginn 22. nóvember kl. 13.30. Blóm afþökkuö, en þeir sem kynnu aö vilja minnast hennar, eru vinsamlega beðnir aö láta Langholtskirkju njóta þess. Árni Stefánsson, Stefán Árnason, Guöný Árnadóttir, Árni Sæmundsson. + Móöir okkar, ELKA JÓNSDÓTTIR, Eiríksgötu 13, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 23. nóvember, kl. 13.30. / Blóm vinsamlega afþökkuö en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Guörún Runólfsdóttir, Fanney R. Greene, Geir Runólfsson. Páll Gíslason á Aðalbóli - Minning Fæddur 18. janúar 1912 Dáinn 23. ágúst 1981 Þegar ég kom til Austurlands 1947, vissi ég engin deili á Páli Gíslasyni. En skömmu eftir það rakst ég á lítið bókarhefti. Snæfell hét það, 1. hefti 1. árgangs 1946. Ritstjóri Ármann Halldórsson, tímarit Ungmenna- og íþrótta- sambands Austurlands. Þar er frásögn, sem heitir Hreystiraun, sem Þórarinn skólastjóri á Eiðum setur í Snæfell og þar lýsir Páll Gíslason atburðinum er hann féll í Jökulsá úr kláfnum hjá Brú haust- ið áður og bjargaði sér á sundi úr foraðinu og var áin þá í miklum vexti. Þórarinn endar þessa frá- sögn á þessum orðum um Pál: „Hann er maður rólyndur og fast- lyndur og telur sér meiri sóma að því að standa á verði á útjöðrum íslenskrar byggðar en berast með straumi margmennis og meðal- mennsku." Þarna var nokkuð sem hitti mig í hjartastað. Upp frá þessu bar ég mikla virðingu fyrir hetjunni á Aðalbóli og sá í honum mikið traust fyrir þá framtíð Islands, sem fyllt hefir huga minn allt mitt líf: Trausta byggð um allt ísland, sem byggist á hraustu, kjarkmiklu fólki. Mörg ár liðu svo að ég kynntist Páli lítið. Hvenær fundum okkar bar fyrst saman man ég ekki nú og ástæðan er einfaldlega sú, að í huga minn greyptist svo fast mynd af Páli við lestur frásagnar- innar í Snæfelli. Þegar ég kom í Skriðuklaustur færðist ég nær Páli og Aðalbólsheimilinu og ollu því mest göngur og smala- mennska. En fleira kom til. Til dæmis kom Svisslendingur, Vaalt- er að nafni, einn veturinn um miðjan áratuginn ’50—’60 inn í dalina. Dvaldi nokkra daga á Skriðuklaustri og tók m.a. kvik- myndir af staðnum í vetrarbún- ingi og sauðfjárbúinu. En fyrst og fremst fór hann í Aðalból og var þar nokkrar vikur og tók kvik- myndir. Bæjarhús voru þá þröng á Aðalbóli, en þar var enn baðstofu- líf og ekki síst það var áhugamál Svisslendingsins að festa á mynd. Snjór var mikill um þessar mund- ir og því veruleg vinna við gegn- ingar, sem Vaalter tók þátt í, ung- ur og frískur maður. Á Aðalbóli hitti hann fyrir það sem hann leit- aði, rammíslensk hetjuhjón og barnahóp, þar sem ennþá gætti aldasiða úr Islendingasögunni. Þetta var á útlíðandi vetri, því að á konudaginn kom Vaalter þangað fyrst. Hann hefir því dvalið þar á góunni. Húsakynni voru þarna þröng, en fjölskyldan stór, eins og áður er vikið að. Var því horfið að því um 1960 að koma þar upp íbúðarhúsi. Var þar byggt tveggja hæða steinhús, ' sem mér var mikil ánægja að vita af, því sannarlega hæfði það staðnum og fjölskyld- unni, sem þar bjó, og vonandi þeirri búsýslu er framtíðinni hæf- ir á Aðalbóli. Það hópast að minningar um Pál og Aðalból þegar tóm gefst. Ég kom ailoft í Hrafnkelsdalinn, og stansaði ætíð um stundarsakir, ef Páll var heima, sem oftast var. Síðustu árin a.m.k. einu sinni á ári. Það var í senn andleg og lík- amleg heilsubót. Ég fékk oft nokkrar línur frá Páli, alltaf stuttorðar, aldrei án erindis. Mál og frásögn svo að þar get ég lengst til jafnað þegar sendibréf ber á góma. Ég vona að ég hafi mörgum til haga haldið. Hér er upphaf eins: „Sæll Jónas. Þykur hálfgert fyrir að bjóða þér gleðilegt nýtt verðbólguár, en geri það samt og þakka um leið hið liðna." Svo + Alúöarþakkir til þeirra sem sýndu samúö viö andlát og útför GUNNLAUGSJÓNSSONAR frá Króki. Stefanía Bylgja Lima, Francia Lima, Ólafur Gunnlaugsson, Sigríöur Ásgeírsdóttír, og barnabörn. + Þökkum innilega auösýnda vináttu og hlýhug vegna andláts fööur okkar, tegndafööur og afa, JENS GUÐJÓNSSONAR, bifvélavirkja, Hjallavegi 26. Magnús Jensson, Kristín Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Jensson, María Guömundsdóttir, Hjördís Jensdóttir, Óskar Jónsson, og barnabörn. + Þakka innilega samúö og vinarhug vegna andláts og jaröarfarar mannsins míns, KRISTÓFERS B. KRISTJÁNSSONAR, Fífuhvammsvegi 35, Kópavogí. Sérstakar þakkir til starfsfólks D4, Landspítalanum fyrir umhyggju í veikindum hans. Stefanía Guómundsdóttir. + Innilegar þakkir sendum viö öllum sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför bróöur okkar og mágs, BJÖRNS STEFÁNS SIGURDSSONAR frá Ásmundarstööum. Jóhanna Sigurðardóttir, Gunnhíldur Siguröardóttir, Árni Jónsson, Sverrir Sigurösson, Jakobína Siguróardóttir, Eirikur Eiríksson, Vilborg Siguróardóttir, Óskar Mar. + Alúöarþakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför systur okkar og mágkonu, EDDU BJÖRNSDÓTTUR, Hringbraut 10. Pátur Björnsson, Sigríöur Magnúsdóttir, löunn Björnsdóttir, Kristján G. Kjartansson. + Þökkum innilega auösýnda samúð og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, sonar og fööur okkar, SIGURJÓNS BÖDVARSSONAR, Vogatungu 4, Kópavogi. Guö blessi ykkur öll. Ólöf Helgadóttir, Böóvar Eyjólfsson, Helgi Sigurjónsson, Hafdís Haraldsdóttir, Böóvar Örn Sigurjónsson, Gestný K. Kolbeinsdóttir, Ragnar Emil Sigurjónsson, Dagbjört Ásmundsdóttir, Anna Jóhanna Sigurjónsdóttir, Ingólfur Próppé, _________________________og barnaborn._____________________ + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og systur, JÓNÍNU KRISTÍNAR MAGNÚSDÓTTUR frá Helgadal. Guöjón S. Jónsson, Þuríóur Guöjónsdóttir, George McNeill, Evert Ingólfsson, Elín Njálsdóttír, Einar Guójónsson, Erna Pálsdóttir, barnabörn og systkini. komu erindin, nokkrar línur, sem skildust vel. Undir stóð: 11.2. 1977 Páll Aðalbóli. Allt vélritað. Annað bréf: í niðurlagi segir: Ég sé ekki eftir að borga víxilvexti þó háir séu orðnir miðað við það sem var og aldrei kemur víst aftur, pólitík- usar sjá um það. Bankarnir hafa líka alltaf stutt mig vel, þökk sé þeim. Meinilla við að kýla vömb braskara. Þú metur þetta eftir þínum ástæðum og hentugleikum. Kær kveðja. Páll á Aðalbóli, 8.1. 1979. 30.5. 1980. 86 orða bréf, vélritað sem áður. í lok bréfsins: „Sauð- burður gengur vel en allt stóð inni í hretinu en nægur gróður kominn um allt. Það eina sem getur hnekkt nú er verulega vont veður, það þola rúnu ærnar ekki og svo talar maður ekki um tvílembu- farganið. Kær kveðja. P.G. Aðal- bóli.“ Gamall málsháttur segir: Fár minnist etins matar eða slitinna klæða. En hitt er víst að margir minnast athyglisverðra manna er þeir kynnast á lífsleiðinni. Ég held að enginn gleymi Páli á Aðalbóli, sem kynntust honum eitthvað. Það var stórmenntandi að sjá hann, ræða við hann, kynnast lífsferli hans, það brá upp ís- landssögunni í margar aldir, lífi 30 kynslóða. Þjóðin, kynslóð eftir kynslóð, birtist smám saman á tjaldi, þar sem afarmennin að afli og viti voru hornsteinar, studdir samhentum skörungshúsfreyjum með barnalán. Þannig varð kraftaverkið eilíft eins og Davíð Stefánsson kemst að orði í Alþing- ishátíðarljóði. Saga íslendinga fram á okkar daga. Páll var meira en í meðallagi hár, þykkur undir hönd og þrek- vaxinn. Svipurinn fágætlega festulegur og karlmennska í hverjum drætti, að jafnaði alvar- legur, fasið stillt og einbeitt, vakti tafarlaust traust. Ekki veit ég um afl hans, en víst er að ógjarna varð honum afls vant og vitnar best um það er hann bjargaði sér úr Jökulsá. Heyrt hefi ég sögu af því að sterkur maður af Norður- landi hafi gert sér ferð í Aðalból til að reyna krafta sína við Pál, en þar hélt hann að kynni að vera jafningi sinn eða vel það. Annars staðar hafði hann ekki spurnir af manni, sem honum væri e.t.v afls vant við. Ekki hef ég heyrt um úrslit og sannleiksgildi sögunnar veit ekki. En gjarna má hún kom- ast á blað fyrir því. Fas Páls var stillt og traust. Ég ræddi býsna oft við hann og ró og æðruleysi einkenndu hann mjög. Aldrei man ég eftir að hann léti í ljós óánægju, fjargviðraði aldrei, þótt ýmisleg erindi færu okkar í milli. Öðrum ekki niðrað. Sumum mun hafa fundist Páll fremur þungbúinn, jafnvel kuldalegur. Mér varð jafnan léttara í geði við að sjá hann og hlýða á mál hans, hann yljaði mér. Mál hans var ein- föld íslenska, maðurinn allur ísl- enskastur íslendinga, lifandi tákn míns áhuga. Til að staðfesta að ég er ekki að fleipra eftir lát manns- ins um álit mitt á honum þá set ég hér fram eitt dæmi: Ég var for- maður undirbúningsnefndar að minningarhátið á Eiðum vegna 11 alda búsetu í landinu 1974. Þar skyldi koma fram einn maður með

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.