Morgunblaðið - 21.11.1982, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982
43
hátíðarræðu. Eftir mikla umhugs-
un skrifaði ég Páli á Aðalbóli og
bað hann taka þetta að sér. En
hann neitaði því með öllu og af-
dráttarlaust. Páll var frábitinn
því að vera í margmenni. Hann
var einþykkur í skapi, jafnvel ein-
rænn og sérlundaður eða sérvitur
eins og sagt er, enda það einn af
þeim kostum sem löðuðu mig að
manninum. En hann heimsótti
alloft ýmsa sveitabæi hér um dal-
ina. Hafði ánægju af spjalii við
fólk, sem lifði og starfaði í strjál-
býlinu. Heimsótti bæina, sem enn
voru við lýði i likingu við það er
var, þótt fámennara væri nú orðið.
Skyldfólk eða kunningja, sem t.d.
urðu til við göngur og fjárleitir.
En Aðalból gegndi þar miklu hlut-
verki. í slikum heimsóknum veitti
Páll sér þær dýrmætu stundir,
sem aðrir e.t.v sækja frekar í fjöl-
menni.
Páll var sonur Gísla Helgasonar
bónda í Skógargerði. Gísli lést um
áramótin 1963—1964. Mér er sagt
að þegar Páll hafi fengið fregnina
hafi hann að kvöldi þess dags
hringt til nágrannabónda, Aðal-
steins Jónssonar á Vaðbrekku, en
þær tvær jarðir eru í Hrafnkels-
dal. Páll segir þá Aðalsteini þær
fréttir að nú sé Gísli í Skógargerði
hættur að búa. Aðalsteinn verður
víst lítið eitt undrandi í bili, hon-
um kunnir þeir búskaparhættir að
á fengitíma var ekki venja að
hverfa frá búskap. En þarna töl-
uðust tveir nágrannar við, sem
engir skynskiptingar voru og Að-
alsteinn mun fljótlega hafa skilið
hvað í fréttinni fólst. Þessi frá-
sögn má gjama vera til. Gísli í
Skógargerði var bóndi, bóndi og
rithöfundur, safnaði t.d. miklum
þjóðlegum fróðleik. íslenski bónd-
inn, sem um aldir skóp og hélt við
íslenskri bændamenningu. Fyrir
þessu hefir Páll sonur hans gert
sér grein og þegar Gísli í Skógar-
gerði hætti að búa var hann allur.
Og þessir skarpgreindu nágrannar
skildu hvor annan og mátu, þótt
nýstárlegur væri talsmátinn.
Eitt af áhugaefnum Páls, eink-
um er leið á ævi hans, var söfnun
bóka og blaða, ekki síst þess er
fágætt var og átti hann orðið mik-
ið safn, sem nú er að mestu geymt
á Aðalbóli. Var elja hans og ein-
beitni mikil í þessu efni og bera
manninum vitni.
Kona Páls var Ingunn Einars-
dóttir frá Fjallsseli og lifir hún
mann sinn. Eg hefi fyrr í þessum
minningarorðum látið í það skína
að hún hafi verið skörungshús-
freyja og enginn veifiskati. Ég
hefi kynnst henni alllengi jafn-
hliða kynnum okkar Páls og hún
vaxið því meir, sem þeim árum
hefir fjölgað sem við höfum
þekkst. Það var og er engu síður
ánægjulegt að koma á þennan
innsta dalabæ á Austurlandi og
mæta glaðlegu og alúðlegu við-
móti húsfreyjunnar. Fyrri bú-
skaparár þeirra hjóna voru oft
örðugleikum háð, það veit ég án
þess að þau hafi á nokkurn hátt
tíundað það fyrir mér. Því gleði-
legra er það að hafa aðeins hitt
fyrir bros og æðruleysi, ánægju
yfir lífinu, frelsi dalsins og aust-
firsku heiðanna og sigurkennd og
öryggi við langan búskap með
óumdeilanlegri manndómshetju
og stórum barnahóp, sem sæmd er
að.
Páll og Ingunn giftust árið 1937,
séra Sigurjón á Kirkjubæ gaf þau
saman. Páll var alinn upp á Krossi
hjá Páli móðurbróður sinum, en
Ingunn í Fjallsseli í foreldrahús-
um. Er ekki löng leið á milli bæj-
anna sem báðir eru í Fellahreppi.
Þau eignuðust 10 börn. Fyrsta
barnið drengur, skírt Grímur, dó
aðeins fárra mánaða. Hin níu lifa
öll, mannvænlegur hópur í hóflegu
orðavali sagt. Þau eru eftir aldri:
Dagný, Einar, Páll, Baldur, Ing-
unn, Kristrún, Brynhildur, Gísli,
Sveinn. Fjögur þeirra búa á Aðal-
bóli, Einar og Kristrún með mök-
um, Gísli og Sveinn ógiftir. Ing-
unn og Brynhildur búa á Akur-
eyri. Þrjú eru hér á Mið-Héraðinu.
Strjálbýlinu er mikið traust í fjöl-
skyldunni á Aðalbóli. Gæfa fylgi
þeim öllum og Aðalbóli.
15. nóv. 1982
Jónas Pétursson
Hólmlaug Halldórs-
dóttir - Minning
Fædd 25. janúar 1922 ■■ •• 11
I)áin 13. nóvember 1982
Á morgun verður jarðsungin frá
Fossvogskapellu tengdamóðir
mín, Hólmlaug Halldórsdóttir,
Goðheimum 21, Reykjavík.
Hún fæddist að Garðakoti í
Hólahreppi, Skagafirði, dóttir
hjónanna Ingibjargar Jósefsdótt-
ur og Halldórs Gunnlaugssonar.
Fyrstu 9 æviárin ólst hún upp hjá
foreldrum sínum, en þá veiktist
faðir hennar alvarlega og þau
hjónin brugðu búi. Börnunum 5
var þá komið fyrir hjá ættingjum,
en frá fermingaraldri varð Hólm-
laug að sjá fyrir sér sjálf og oft
var atlætið misgott þótt ekki væru
um það höfð mörg orð.
Skólagangan varð aldrei löng í
bernsku, en það bætti hún upp
með sjálfsnámi á lífsleiðinni.
Haustið 1939 rættist þó langþráð-
ur draumur og var hún þann vetur
við nám í húsmæðraskólanum á
ísafirði. Þaðan átti hún góðar
minningar.
Vorið 1944 hitti hún eftirlifandi
mann sinn, Árna Stefánsson hrl.,
og gengu þau í hjónaband 22. sept-
ember 1945. Þau eignuðust 2 börn,
Stefán og Guðnýju, bæði búsett í
Reykjavík, og einnig ólu þau upp
dótturson sinn, Árna, sem enn er
við nám, en alls eru barnabörnin
5. Heimili þeirra hjóna ber þess
greinilega vott, hversu annt henni
var um það. Hún hafði mikið yndi
af blómum, kom það bæði fram á
heimilinu og þó einkum í sumar-
bústað þeirra hjóna í Grímsnesi,
þar sem þau höfðu skapað sér
sannan unaðsreit. Hvers konar
hannyrðir og saumaskapur léku i
höndum hennar, saumaði hún t.d.
síðustu ár mikið af fallegum brúð-
arkjólum og leigði þá út. Ömmu-
börnin áttu alltaf vísan samastað
hjá henni. Þegar þau komu mátti
oft og iðulega sjá þau sitja öll uppi
á eldhúsborðinu með vonarglampa
í augum, hvort ekki félli nú til ein-
hver góður biti og aldrei brást hún
vonum þeirra í því sem öðru.
Hólmlaugu var gefið að geta
glaðst yfir litlu, hún var alltaf
ánægð með sig og sitt, leit björt-
um augum til framtiðarinnar og
óhrædd að takast á við það sem
upp kynni að koma. Með Hólm-
laugu er horfin góð kona, sem öll-
um vildi gott gera og var reiðubú-
in að veita hjálp, ef hún vissi
hennar einhvers staðar þörf. Fjöl-
skyldu sinni, heimili og vinum
helgaði hún líf sitt.
Kynni okkar hófust þegar ég 16
ára fór að koma á heimilið og var
alltaf jafn gott að koma til henn-
ar, hvert sem erindið var eða
hvenær komið var. Það var ekki
ósjaldan, að ég kom eða hringdi til
þess að spyrja ráða um ýmsa hluti
og alltaf voru svör á reiðum hönd-
um, eða mér var hjálpað við það,
sem þurfti að gera, hvort sem það
var saumaskapur á börnin eða
mig, sláturgerð eða svo ótalmargt
annað. Ég man sérlega vel eftir
því, þegar ég var nýbyrjuð minn
búskap, 17 ára. Þá kom tengda-
mamma í heimsókn eitt kvöld og
rétti mér kleinujárn og sagði:
„Jæja, nú ætla ég að kenna þér að
baka kleinur." Svona var hún, kom
alltaf beint að efninu. Nú líður að
jólum og þá eru laufabrauðin
’igsandi, en þau hafði ég aldrei
séð, fyrr en ég kom á hennar
heimili. Þegar litið er til baka yfir
kynni okkar eru svo ótrúlega mörg
svipuð atvik sem koma upp í hug-
ann.
Þegar veikindi hennar bar
snögglega að fyrir tæpum tveimur
árum fundum við öll glögglega,
hve mikinn þátt hún hafði átt í lifi
okkar allra. Lengi héldum við í
vonina um bata, en síðar kom í
ljós, að sú von var borin.
Söknuðurinn er sár og eftir
stendur skarð, sem aldrei verður
fyllt, en ég veit að mín elskulega
tengdamóðir er í góðum höndum,
þar sem hún er nú komin.
Stebba
Bladburöarfólk
óskast!
Austurbær
Lindargata 1—29
Lindargata 39—63
Þingholtsstræti
Hverfisgata 63—120
Freyjugata 28—49
Úthverfi
Klapparás
Gnoöarvogur 44—88
Hjallavegur
Heiðargeröi 2—124
Þaö er alveg ótrúlegt, hve margir
slíta sér út viö erfiðisvinnu í
jólamánuðinum. Þvottar, hrein-
gerningar og lagfæringar innan-
húss eru sannarlega erfiöisvinna,
sem margir vildu vera lausir við
svona rétt fyrir jólin.
Við leggjum til, að þúleysirþennan
vanda á þínu heimili með því að
mála - já, mála íbúðina með
björtum og fallegum Kópal-litum.
málninghlf
Með Kópal sparast ótrúlega mikið
erfiði, og heimilið verðursem nýtt,
þegar sjálfur jólaundirbúningur-
inn hefst.
osfti iilóern nni'i msií amo8 ibf/.'iK