Morgunblaðið - 21.11.1982, Qupperneq 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982
Sovétmenn sigruðu á eftir-
minnilegu Ólympíuskákmóti
Skák
Margeir Pétursson
Ólympíuskákmótinu í Luzern í
Sviss lauk cins og vænzt hafði ver-
ið fyrirfram með miklum yfir-
burðasigri sovézku sveitarinnar.
Margar þjóðir börðust hins vegar
um annað sætið en það kom óvænt
í hluta Tékka sem skutu stiga-
hærri sveitum Bandaríkjamanna
og Ungverja ref fyrir rass. íslenzka
sveitin á mótinu hafnaði í viðun-
andi sæti og hlaut hálfum vinningi
meira en á Ólympíumótinu á
Möltu 1980. En þar sem teflt var
eftir Monrad-kerfi fengu sveitirn-
ar á mótinu mjög mismunandi
harða mótspyrnu og öfugt við á
Möltu tókst sveit okkar vart að
blanda sér í toppbaráttuna nú.
Liðsmenn voru þvi ekki fyllilega
ánægðir með niðurstöðuna þegar
upp var staðið þó tekist hafi að
bjarga i horn með stórsigri yfir
Belgíu, 3'/i—Vi í síðustu umferð.
Lokastaðan á mótinu varð sem
hér segir:
1. Sovétríkin (Karpov, Kasparov,
Polugajevsky, Beljavsky, Tal
og Jusupov.) 42 Vz v.
2. Tékkóslóvakía (Hort, Smejkal,
Ftacnik, Jansa, Plachetka og
Ambroz) 36 v.
3. Bandaríkin (Browne, Seiraw-
an, Kavalek, Alburt, Christi-
ansen og Tarjan) 35V4 v.
4. Júgóslavía 35 v.
5. -6. Ungverjaland og Búlgaría
33'Æ v.
7. Pólland 33 v.
8. -9. Kúba og Danmörk 32V4 v.
10.—14. Argentína, England,
Rúmenía, Austurriki og Israel
32 v.
15.—20. Svíþjóð, Filippseyjar,
Holland, Kólumbía,
V—Þýskaland og Kanada
31 'Æ v.
21. Chile 31 v.
22. -25. ísland, Ástralía, Finn-
land og Noregur 30 'k v.
26.-32. Sviss, Spánn, Frakk-
land, Indónesía, Wales, Sviss
B og írland 30 v.
Fílsterk sveit Sovétmanna var
ekki í vandræðum með að vinna
mótið með keppinautana Karpov
og Kasparov á efstu borðum. Að
vísu tefldi heimsmeistarinn af
miklu öryggi, hlaut 6V4 v. af 8,
en engu að síður voru flestallir á
því að hinn 19 ára gamli Kasp-
arov hefði stolið senunni með
8'A v. af 11. Bæði tefldi hann
fleiri skákir og oft á fyrsta borði.
Þá þótti mörgum einkennileg til-
viljun hversu oft meistarinn
ungi þurfti að hafa svart, t.d. tók
Karpov sér frí þegar hann átti
að máta Viktor Korchnoi með
svörtu. Kasparov fékk því tæki-
færið í staðinn og nýtti sér það
til hins ýtrasta því hann hrein-
lega malaði áskorandann fyrr-
verandi í skák sem flestir töldu
vera þá mest spennandi á mót-
inu.
Mótið jók því enn hróður
Kasparovs og nú telja flestir
fullvíst að hann verði næsti
áskorandi heimsmeistarans, svo
frábærlega vel tefldi pilturinn á
Ólympíumótinu.
Sú sveit sem líklegust var tal-
in til að veita Sovétmönnum
keppni, sú ungverska, var langt
frá sínu bezta og máttarstólpar
hennar, þeir Portisch, Ribli og
Sax, voru allir langt frá sínu
bezta. Innbyrðis deilur beztu
skákmanna Ungverjalands ollu
því einnig að Adorjan var ekki
með og slíkt hefur ekki góð áhrif
á liðsandann. Leiðin var því opin
fyrir frískt lið Tékka og sérstaka
athygli vakti ungur stórmeistari
á þriðja borði, Lubomir Ftacnik,
25 ára, en hann lagði meðal ann-
arra Polugajevsky að velli í
glæsilegri skák auk þess sem
gamalreyndu kempurnar Hort
og Smejkal stóðu að vanda fyrir
sínu.
Árangur einstaklinga í ís-
lensku sveitinni varð þannig:
(*uðm. Sijjurjónss. 4 v. af 9 44,4%
Jón L ÁrnaHon 7 v. af 11 63,6%
lleljji ÓlafKHon 5Vi v. af 11 50,0%
IMarjjeir Pétursson 8». af 12 66,6%
Jóhann lljartarson 5'/i v. af 10 55,0%
Ingi K. Jóhannsson '/i v. af 3 16,6%
Jón, Margeir og Jóhann áttu
allir þokkalegt mót, þó á góðum
degi megi gera mun betur. Ingi
var æfingarlaus og náði ekki að
komast í form, en áður fyrr var
hann oft akkeri íslensku
ólympíusveitarinnar. Helgi byrj-
aði vel en var síðan heillum
horfinn og ekki þarf að taka
fram að Guðmundur Sigurjóns-
son var langt frá sínu bezta og
óþekkjanlegur frá því fyrst á
þessu ári er honum tókst vel upp
á svæðamótinu í Esbjerg og
Reykjavíkurskákmótinu.
Á fyrri Ólympíumótum hefur
oft verið svo að íslenska sveitin
hefur öll átt góðan dag, eða þá
tapað stórt. Svo var sjaldan nú
og vart kom sú umferð að ein-
hver okkar tapaði ekki skák.
Bezti dagurinn var ómótmælan-
lega er við sigruðum Búlgarana
2Ví—IVi, en 1—3 tap fyrir Eng-
landi og Vt —3 'k gegn Hollandi
voru stórir og bitrir ósigrar sem
komu í veg fyrir að við næðum
að festa okkur í sessi í toppbar-
áttunni.
Kvennakeppnin
Þótt ekki tefli margar konur
hér á landi náði íslenska sveitin
einstaklega góðum árangri í
Luzern. Það var aðeins fyrir
A-Evrópuþjóðunum sem stúlk-
urnar hlutu slæma skelli, en
jafntefli við England og sigrar
yfir Brasilíu, Venezúela, Finn-
landi og Kólumbíu eru svo sann-
arlega árangur sem fæstir hefðu
átt von á. Lokaniðurstaðan í
kvennamótinu varð þessi:
1. Sovétríkin (Chiburdanidze, Al-
eksandrija, Gaprindashvili og
Joseliani) 33 v. af 42 möguleg-
um.
2. Rúmenía 30 v.
3. Ungverjaland 26 v.
4. Pólland 25'A v.
5. V-Þýskaland 24 Vi v.
Islenska sveitin hlaut 21 v. eða
50% slétt og varð því um miðbik
mótsins, en tvö 3—0 töp í röð
undir lokin komu í veg fyrir
möguleika á hærra sæti.
Arangur einstaklinga í ís-
lensku kvennasveitinni:
Cuólaug l-orsteiiwd. 7V4 ». «f 11 67,3%
Otóf iTáinud. 3 v. af 9 33,3%
Sigurlaug KriAþjór.sd. 4 v. af 11 36,4%
íslaui; Krutiniid. fi'/tv.af II 59,1%
Árangur Guðlaugar á fyrsta
borði var auðvitað frábær og
hún var ekki langt frá því að ná
árangri alþjóðlegs meistara
kvenna, en tefldi ekki við nægi-
lega marga titilhafa. Hins vegar
mun hún koma inn á næsta
stigalista FIDE fyrir konur á
bilinu 2050—2100 stig sem er
svipað og flestir alþjóðlegir
meistarar kvenna hafa. Hinar
stúlkurnar stóðu sig einnig vel
þótt mótspyrnan væri hörð og
þessi sveit á mikla framtíð fyrir
sér á næsta móti.
Allir þeir beztu
voru mættir
Það mátti telja þá af fremstu
skákmönnum heims á fingrum
annarrar handar sem ekki voru
mættir á þetta Ólympíumót og
að öllum líkindum var það hið
sterkasta frá upphafi vega. Mörg
snilldin sá því dagsins ljós og í
hverri umferð var tefldur ara-
grúi athyglisverðra skáka. Heið-
urinn af því að varðveita þær
áttu íslendingar að mestu
óskiptan því tímaritið Skák, með
Jóhann Þóri Jónsson ritstjóra í
fararbroddi, sá um útgáfu móts-
blaðsins. Utgáfa þess heppnaðist
eins og bezt varð á kosið eftir
nokkra byrjunarörðugleika,
þrátt fyrir að við hrikalegt verk-
efni væri að etja þar sem var að
birta allar skákirnar strax dag-
inn eftir að þær voru tefldar.
Þetta heppnaðist Jóhanni og
liði hans og gott betur því með
skákunum fylgdu oft skýringar
þekktra meistara og fróðlegar
greinar um skák í hinum ýmsu
löndum og fleira. Út komu alls
15 blöð og samtals varð ritið 720
síður að stærð!
Hér kemur að lokum ein af
skákunum 2500 á mótinu. Hún er
af auðmeltara taginu þótt hún sé
frá viðureign tveggja stór-
meistara:
Hvítt Beljavsky (Sovétrikjunum)
Svart: Stean (Englandi)
Sikileyjarvörn
1. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. d4 —
cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — a6,
6. Bg5 - e6, 7. Í4 — Db6.
Eitraða peðsafbrigðið, en það
þekkja báðir teflendur afar vel.
8. Dd2 - Dxb2, 9. Rb3 — Rbd7,
10. Bd3 — b5, 11. (M) — Rc5?
Þó Stean hafi skrifað bók um
þetta afbrigði hefur hann samt
ruglað illilega saman afbrigðum.
10. — Rc5!? kom til greina, en nú
varð svartur að leika 11. — Bb7.
12. Rxc5 —dxc5, 13. Bxf6 — gxf6,
14. Habl — I)a3
15. Rxb5! og svartur gafst upp,
því eftir 15. — axb5,16. Bxb5+ —
Ke7,17. Hfdl er öllu lokið.
Sinfóníutónleikar
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Efnisskrá:
Wagner: Hátíðarmars úr Tann-
háuser. Haydn: Sinfónía nr. 100
Dvorák: Konsert fyrir selló, op.
104
Einleikari: Gisela Depkat.
Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquill-
a*.
Hátíðarmarsinn úr Tann-
háuser er eitt af glansnúmer-
unum úr þessari glæsilegu
óperu. Wagner átti íöluverðu
hasli með söngvarana, sem
frumfluttu verkið, en sumir
áheyrendur töldu efni óper-
unnar vera dýrðarsöng um
kaþólskuna og öðrum þótti það
jafnvel klámfengið og allt of
háspennt tilfinningalega. Á
annarri sýningu verksins var
nærri tómt hús en með þriðju
sýningu tók fólk við sér og
rúmum áratug seinna hafði
óperan verið sýnd í þrettán
borgum í Þýskalandi. I París
var óperan sýnd þrisvar sinn-
um. Félagar í vinsælu hesta-
félagi, sem voru vanir að koma
seint til óperunnar, misstu af
ballettþættinum, sem Wagner
samdi sérstaklega fyrir París-
aruppfærsluna og lét leika í
upphafi óperunnar. Þegar far-
ið var fram á það við Wagner
að ballettinn væri leikinn aft-
ur, neitaði hann. Fyrir það
efndi þessi hestaklúbbur til
óláta, sem náðu hámarki á
þriðju sýningu.
Annað verkið á efnisskránni
var hundraðasta sinfónía
Haydns, ein af Lundúnasin-
fóníunum, sem fékk nafnið
„Military", vegna sérstæðrar
notkunar slaghljóðfæra í öðr-
um þætti og stuttu lúðrakalli
fyrir trompett. Að öðru leyti
er sinfónían „syngjandi"
Haydn og var hún skemmti-
Gisela Depkat
lega og vel leikin undir stjórn
Jacquillat. Síðasta verkið var
svo eitt af meistaraverkunum
eftir Dvorák, Konsert fyrir
selló og hljómsveit , í h-moll,
ópus 104. Gisela Depkat lék á
sellóið með miklum glæsibrag.
Depakt er frábær cellóleikari
og flutti konsertinn án þess að
gera minnstu tilraun til að
troða fram „virtúósískri"
tækni sinni. Margt er fallegt í
þessum konsert og oft vitnað
til hans um notkun hljóm-
sveitarinnar, t.d. hornsóló-
anna í fyrsta þætti, sem var
mjög fallega flutt af Ognibene;
1. hornista sveitarinnar. I
heild var hljómsveitin góð og
samstilling hennar við einleik-
arann með fáum undantekn-
ingum mjög góð.