Morgunblaðið - 21.11.1982, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982
Reflex og
Sokka-
bandið
áfram
Það voru hljómaveitirnar
Reflex úr Reykjavík og
Sokkabandið frá ieafirði,
sem tryggðu eér þátttðku-
rétt í lokakeppninni í „Mús-
íktílraunum ’82“, sem SATT
og Tónabær gangaet fyrir, er
fyrsta kvöldiö var haldið á
fimmtudag. Rúmlega 150
manns greiddu aögangseyri.
Fjórar. sveitir mættu til
leiks. Tvær áðurgreindar, auk
Svart/hvíts draums úr Kópa-
vogi og Vébandsins frá Kefla-
vík mættu til leiks. Þegar upp
var staðið eftir atkvæöa-
greiðslu reyndust þær tvær
fyrsttöldu hlutskarpastar.
Reflex hlaut 1.276 atkvæöi,
Sokkabandið 1.035, Svart/-
hvítur draumur 905 og Vé-
bandið 736.
Vegna þrengsla veröur
nánari frásögn af kvöldinu aö
bíöa næstu Járnsíðu.
Af hverju
eru plötur
svo dyrar?
Af hverju eru plötur jafn
óheyrílega dýrar og raun ber
vitni? Er nema von aö hinn
almenni plötukaupandi
spyrji.
Járnsíðan fékk plötuinn-
flytjanda til þess aö útskýra
fyrir lesendum hvernig plötu-
verðiö vindur upp á sig með
hraöa Ijóssins upp í þá upp-
hæð, sem þaö nær áöur en
platan kemst í hendur kaup-
enda.
Innkaupsverð á hljómplöt-
um til landsins er mismun-
andi, en ekki er óalgengt aö
þær kosti á bilinu 2—2,50
sterlingspund. Gengi punds-
ins er í dag rúmar 26 krónur.
Með kostnaöi er ekki óeðli-
legt að pundiö sé í 30 krónum
áöur en álagningarskriöan
hefst.
Ofan á þessar 30 krónur
leggst fyrst 75% tollur. Viö
þaö er pundið komiö í kr.
52,50. Þar ofan á kemur síö-
an 40% vörugjald og viö það
hoppar pundiö í kr. 73,50 og
ekki eru ósköpin nema hálfn-
uð.
Þvi næst kemur heildsölu-
álagningin, sem er venjulega
25%. Þar meö er pundið kom-
iö í 92 krónur. Verslanir
leggja 40% ofan á og þar meö
er talan komin í 129 krónur.
Ofan á þetta bætist síöan
23,5% söluskattur. Útkoman
er því um 160 krónur.
Á leiö sinni frá innkaupa-
landinu og til kaupandans
hérlendis hefur pundiö sex-
faldast!
Yröi tollur og vörugjald fellt
niöur af piötum eins og lagt
hefur veriö til, en viö dræmar
undirtektir, myndi verð á
hljómplötum lækka stórlega.
Lætur nærri aö pundiö lækk-
aöi um heilar 100 krónur. Ætti
hljómplötuverö því aö vera á
bilinu 150—170 krónur. Verð
á plötu í dag er tvöföld síöari
talan.
Fimm plötur á
leiö frá Gramminu
Nú á næstunni eru væntanleg-
ar fimm plötur og kassettur frá
hljómplötuútgáfunni Gramminu.
Þótt Grammiö hafi e.t.v. ekki
veriö hugsaö þannig í byrjun hefur
þróunin orðið sú, aö útgáfan er
oröin eins konar málsvari „smæl-
ingjanna", ef svo má aö oröi kom-
ast, og hefur fyrir vikiö skapaö sér
umtalsveröa sérstööu í saman-
buröi t.d. viö Steina og Fálkann.
Þær plötur og kassettur, sem
Grammiö sendir frá sér á næstunni
eru plötur Áskels Mássonar,
ásláttarleikara, Vonbrigöa,
Sveinbjörns Beinteinssonar, alls-
Sveinbjörn Beinteinsson allsherj-
argoði.
herjargoöa, Þorsteins Magnússon-
ar, „Steina í Eik“, og loks kassetta
þeirra Peter Hammill og Graham
Smith.
Á plötu Áskels eru þrjú verk er
nefnast Klarinettukonsert, Bláa
Ijósiö og Sýn. Sér til aðstoöar hef-
ur Áskell hóp úrvalshljóöfæraleik-
ara og söngvara. Hjálmar H. Ragn-
arsson ritar ítarlega um hvert verk
fyrir sig í bæklingi, sem fylgir með
plötunni.
Hljómsveitina Vonbrigöi þarf lík-
ast til ekki aö kynna, a.m.k. ekki
fyrir yngri kynslóöinní. Plata
Vonbrigöadrengjanna hefur aö
geyma fjögur lög: Sjálfsmorð,
Eitthvaö annaö, Börnin þín og
Skítseyði.
Plata Sveinbjörns Beinteinsson-
ar, allherjargoöa, er eins og ein-
hverja rennir e.t.v. í grun rímna-
söngur viö Ijóö úr Eddukvæöum,
Völuspá, Hávamálum og Sigur-
drífamálum. Siguröur A. Magnús-
son fylgir Sveinbirni úr hlaði.
„Líf“ nefnist plata Þorsteins.
Hann hefur samiö bæði tónlist og
texta og sér aö auki um allan
hljóðfæraleik. Þorsteinn er einn
þeirra, sem ekki þarf aö kynna.
Plata þessi sýnir nýjar og óvæntar
hliðar á Þorsteini.
Loks er þaö kassettan þeirra
Hammill og Smith. Þeir léku áöur
saman í Van Der Graaf Genera-
tion, en Smith er landslýö kunnur
fyrir afbragös fiöluleik. Þessi upp-
taka var gerö í „Roxy“ í Los Angel-
es 1979.
Ásmundur Jónsson, höfuðpaurinn (Gramminu.
„Þetta er orðin
öfugþróun“
- segir Ási Jóns í Gramminu
„Uppruna Grammains má aig-
inlega rekja til fyrstu plötu
Purrksins í apríl í fyrra. Síöan hef-
ur þetta smám saman undið upp
á síg,“ sagöi Ásmundur Jónsson,
forsprakki hljómplötuútgáfunnar
Grammsins, er Járnsíöan leit inn
hjá henni í vikunni.
Grammiö flutti um síöustu helgi
af Vesturgötunni upp á Hverfis-
götu 50 og hefur nú aðsetur í
„kjailaranum hjá Báru“. Þar hefur
Grammiö sett upp verslun, þar
sem boöiö veröur upp á allar plöt-
ur útgáfunnar, auk allra almennra
platna og sömuleiöis verður reynt
aö kynna tónlist, sem til þessa hef-
ur átt erfitt uppdráttar hórlendis
eða veriö lítiö kynnt.
„Upphaflega voru viö mest meö
plötur frá Rough Trade og pönk,
en markaöurinn hefur breyst mikið
á einu ári. Tónlistin er ekki næst-
um því eins hrá og var. Kannski
hefur fólk misskiliö Grammiö og
litiö á útgáfuna, sem einhvers kon-
ar pönk- eöa nýbylgjusjoppu. Þar
er alröng mynd af starfsemi okkar,
eins og best sést á þeím plötum
sem viö erum nú aö gefa út,“ sagöi
Ásmundur.
„Það er talsvert um þaö, aö
yngri hljómsveitir hafi leitaö til
okkar og viljaö aö viö gæfum út
plötur þeirra, en viö höfum oröiö
aö vísa mörgum frá. Markaöurinn
leyfir einfaldlega ekki alla þá út-
gáfu, sem við vildum gjarnan
standa aö. Þaö hefur sýnt sig
áþreifanlega. „Commercial“-
bransinn er á góöri leið meö aö
ganga af allrl sjálfstaaöri sköpun
dauðri. Fólk er oröiö miklu vél-
rænna á tónlist en áöur var og
viröist ekki eins opiö. Þaö hefur
eölilega sitt aö segja fyrir þá, sem
eru aö reyna aö brjótast út úr sölu-
tónlistarskurninni. Þetta er óttaleg
öfugþróun.
Sumir vilja kalla þessa tónlist,
sem ekki flokkast undir þennan
„commerciar-ramma, tónlist fyrir
fólk meö sérþarfir. Mér finnst
rangt aö setja dæmiö þannig upp.
Svo viö tökum nærtækt dæmi eru
sjónvarp og útvarp fremur treg á
aö veita þessari tónlist tækifæri. j
Skonrok(k)i er t.d. ekkert nema
erlent efni, sem f raun er bara
auglýsingar stórfyrirtækjanna.
Samkeppnisgrundvöllurinn er í
raun ekki fyrir hendi.
Þú segir nokkuö. Af hverju
stend ég í þessu og viö hér í
Gramminu? Ætli þaö sé ekki vegna
þess aö mér finnst þörf á aö halda
þessu áfram. Fyrirtækiö hefur
skakklappast áfram án kaup-
greiöslna og ég hef lifað á annarri
vinnu utan þessarar. Maöur heldur
samt alltaf í vonina um aö geta
lifaö af þessu.*
nýjar plötur . . . nýjar plötur . . . nýjar plötur . . . nýjar plötur . . . nýjar plötur
Don Henley/I Can’t Stand Still:
Örninn flýgur enn hátt
þótt Ernirnir séu allir
★ ★ ★ ★
Vafalítið er sólóplata Don Hen-
leys, söngvara og trommara
Eagles, öllum aðdáendum sveit-
arinnar kærkomin sending.
Nokkuð er nú um liðið frá því
Eagles lagði upp laupana, en
plata Henleys kemur eins og
frelsandi engill fyrir þá, sem
teknir voru aö örvænta.
Eins og kannski var viö aö búast
er tónlistin hjá Henley óskaploga
lík því sem var hjá Eagles. Þaö er
helst aö heldur meira „fútt" só í
sumum laganna hjá Henley en
venja var til hjá Eagles.
Sér til aöstoöar hefur Henley
fengið stóran hluta hinnar rómuðu
„session-klíku" Vesturstrandar
Bandaríkjanna. Má þar nefna
menn á borö viö Bob Glaub/bassi,
Danny Kortchmar/gítar, Toto-
piltana Jeff Porcaro/trommur,
Steve Porcaro og Steve Lukather.
Auk þeirra koma menn eins og Lee
Sklar, Joe Walsh, Warren Zeavon,
Waddy Watchel og Bob Seger
eitthvaö viö sögu. Þaö er því e.t.v.
ekki að undra þótt útkoman sé
býsna góö.
Þótt Henley fari að mörgu leyti
troönar slóöir er ekki meö góöu
móti hægt aö segja, aö hann breyti
ekki út af þeirri hefö sem rikti orö-
iö hjá Eagles. Flutningur allra lag-
anna á plötunni er meö miklum
ágætum og sum þeirra eru
skrambi góð.
Platan hefst á lagi, „I Can’t
Stand Still", sem er reyndar svaka-
lega keimlíkt því, sem Eagles voru
aö gera áöur en þeir hættu, en f
kjölfariö kemur hörkugott iag
Danny Kortchmars, „You Better
Hang Up“. Líkast til er þaö besta
lag þessarar skífu. „Noþody’s
Business" er ennfremur gott stuö-
lag en á undan því er lagleg ball-
aöa, „Long Way Home“.
Önnur hliöin hefur aö geyma
fjögur prýöisgóð lög, en þaö
flmmta, „Lilah”, er svona heldur of
rólegt fyrir stórgrýtta eyrnabotna
mína. Slíkt eru þó smámunir einir á
þessari plötu, sem er um langflest
ákaflega heilsteypt og vel unnin.
Hún geymir blöndu af þekktum
vinnubrögöum og nýrri hugmynd-
um. Utkoman er afbragösgóö.