Morgunblaðið - 21.11.1982, Page 47

Morgunblaðið - 21.11.1982, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982 47 SATT undirbýr maraþontónleika: Ætlunin aö hnekkja 321 klukkustundar heimsmeti Maraþontónleikar eru líkast til eitt af því síðasta sem mönnum kemur til hugar þegar rœtt er um lifandi tónlist. Þetta er þó eitt af því, sem SATT er alvarlega að velta fyrir sér nú á næstu dögum. Aö sögn Jóhanns G. Jó- hannssonar, sem leggur nótt viö dag í starfi sínu fyrir SATT, er ætlunin aö reyna aö hefja þessa maraþontónleika einhvern tíma fyrir mánaöamótin. Myndu þeir fara fram í Tónabæ ef af yröi og taldi Jóhann sjalfur aö yfirgnæf- andi líkur væru á því aö þetta tækist. Þegar rætt er um Maraþon- tónleika er ekki von að fólk átti sig almennilega á því hvaö hér er á ferö. Til j>ess aö gefa lesendum gleggrí mynd af því hvaö í vænd- um er sakar ekki aö geta þess, aö hér er verið aö hugsa í dögum og jafnvel vikum, en ekki klukku- stundum. Oþinbert heimsmet er 321 klukkustund (13 sólarhringar og 9 klukkustundir). Er þaö frá árinu 1968 og í eigu einhverra þýskra hljómlistarmanna. Ætlunin er aö hnekkja þessu heimsmeti. Aö sögn Jóhanns er ætlunin meö jjessu fyrst og fremst sú, aö vekja athygli á lifandi tónlist í landinu og þá starfsemi SATT um leiö. Fyrirkomulagiö er hugs- aö þannig, aö fólk kaupi sér einu sinni miða, sem gildir á meöan tónleikarnir standa yfir. Hvort af þessu verður ætti aö skýrast í vikunni, en eins og Jóhann segir sjálfur telur hann 80% líkur á aö af þessu uppátæki veröi. Islenskt efni í Skonrok(k)i? Eins og poppunnendur hafa vafalítið tekið aftir hefur íslenskt efni lítið eða ekkert veríð kynnt í Skonrok(k)i. Nú mun hugsanlega veröa ein- hver breyting þar á. Viöraaður standa nú yfir viö sjónvarpiö um aö þaö kosti upptökur á nokkrum lögum, sem siöan yröu væntanlega sýnd meö erlendum lögum í þætt- inum. Þá hefur og komið til greina, aö útgefendur kosti gerö slíkra upp- taka og sjónvarpiö fái sýningarrétt á þeim. Fersk mynd af hinni „nýju“ Whitesnake Eins og poppunnendur lands- ins hafa vafalítið rekið augun (er Járnsíöan í flestum tilvikum fyrst með allar stórfréttir úr poppinu. Viö skýröum frá þvi á sunnudag, aö liösskipan Whitesnake væri nú endanleg. Nú bætum viö hlns veg- ar um betur og birtum mynd af hinni nýskipuöu sveit. Á meöfylgjandi mynd eru frá vinstri: Cozy Powell, Mel Galley, Mick Moody, Jon Lord og Colin Hodgklnson. Forsprakkinn David Coverdale stendur fyrir framan fé- laga sína. nýjar plötur . . . nýjar plötur . . . Mike Rutherford Acting Very Strange: Gamla Genesis- brýnið í stuði ★ ★ ★ ★ Kannski er það sú staðreynd, aö ég hef aldrei hlustað mikið a Genesis, sem gerir það að verk- um, að sólóplata Mike Rutherf- ord, eins kumpánanna úr þeirri sveit, lætur jafn vel í mínum eyr- um og raun ber vitni. Hver veit? Svo mikiö er hins vegar víst, að Rutherford er maður að mínu skapi. Um þessa plötu pilts er þaö helst aö segja, aö hún er vissulega undir talsveröum áhrifum frá Gen- esis, en heildaryfirbragöiö er mun léttara og aögengilegra en veriö hefur hjá Genesis. Skiptir þar verulegu máli, aö mati umsjónarmanns Járnsíöunn- ar, aö Steward Copeland, tromm- ari í Police, lemur húöir á plötunni og trommuleikur hans gerir þaö aö verkum, aö platan nær aö sverja sig út úr hinum heföbundna Gen- esis-ramma. E.t.v kann sumum rótgrónum aödáendum Genesis aö finnast Rutherford á köflum full léttvægur, eins og t.d. í laginu „Couldn’t get arrested”, en þeir eru vafalítiö fleiri, sem fagna því aö kappinn breytir út af slóðinni heföbundnu. „Acting very strange” er um flest afbragösplata. Falli hún ekki gömlum og rótgrónum Genesis- aödáendum í geö er næsta víst aö hún vinnur sér hylli hinna, sem aldrei hlustuöu á þá hljómsveit. Svo var a.m.k. með undirritaðan. - SSv. Bringuhárin dregin fram í dagsljósið - enn ein ný hljómsveit skýtur upp koliinum „Ný“ plata Zeppelin í næstu viku Aö sögn breska poppblaösins Sounds er í næstu viku væntan- leg plata með Led Zeppelin. Hljómsveitin gaf út sína sfðustu plötu fyrir þremur árum, en nú á að gefa út lög, sem ekki hafa komið út með sveitinni áður. Gamla reglan um að hagnast á dauöum hljómsveitum er því enn í fullu gildi. Á þessari „nýju“ plötu Led Zeppelin veröa átta lög, þar á meöal lagiö „I cant quit you baby“, sem kom út á fyrstu plötu Zeppel- in. Hér mun þaö veröa í breyttri útgáfu. Þá er eitt lagiö byggt upp á trommusólói John heitins Bonham og síöan má nefna lag Ben E. King, „We're gonna groove". Robert Ptant, fyrrum söngvari Zeppelin. Meðlimir Bringuháranna geifla etg. Sífellt skýtur eitthvaö nýtt upp kollinum. Hljómsveitir eru eitt af því sem fæðast og deyja daglega og fyrir nokkrum dögum fréttum við af fæðingu einnar. Hún ber þaö sérkennilega nafn Bringuhárin. Aö sögn talsmanns hljómsveitarinnar, sem tók þaö skýrt fram aö hann væri alls ekki meðlimur, ætlar sveitin fyrst um sinn aö helga sig dansleikjatónlist. Hefur hún m.a. tvívegis komiö fram í Villta tryllta Villa og tvívegis á framhaldsskóladansleikjum. Hljómsveitin Bringuhárin er skipuö þeim Hafþóri Hafsteinssyni, sem leikur á trommur, Hannesi Hilmarssyni, sem leikur á bassa, Jóni Ólafssyni, sem leikur á feröa- hljómborö og syngur, Siguröi Kristinssyni, sem leikur á strengja- tól og syngur og Stefáni Hjörleifs- syni, sem leikur á gítar og syngur. Tveir þessara ágætu manna hafa eitthvað látiö aö sér kveöa á tónlistarsviöinu áöur. Jón hefur t.d. veriö í danshljómsveit Birgis Gunnlaugssonar og leikiö á Sögu í tvö sumur. Þá er Stefán annar aö- standenda hljómplötunnar „Morg- undagurinn", sem út kom fyrir nokkru. í lokin vildi talsmaöurinn geta þess, aö Stefán væri alls ekki nefmæltur eins og fram kom í einu dagblaöanna, heldur væri þetta visst stílbragö hjá honum í söng. Þá skaut talsmaöurinn því aö Járnsíöunní, aö ef guö lofaöi yröi stefnan tekin á frumsamiö efni uppúr áramótum. Start-avoitin or hoiðursgestur á öðru tilraunakvöldi SATT. Þegar búið að raða hljóm- sveitunum á kvöld nr. 2 „Músíktilraunir ’82“, sem SATT gengst fyrir í samvinnu við Tóna- bæ viröast ætla að slá heldur bet- ur í gegn. Fyrsta kvöldiö var haldiö i Tóna- bæ á fimmtudaginn og komu þar fram hljómsveitirnar Vébandið, Sokkabandiö, Svart/hvítur draum- ur og Reflex, auk heiöursgestanna i Bara-flokknum. Nú hefur þegar veriö raöaö niöur á annaö kvöldiö, sem haldiö veröur í Tónabæ nk. fimmtu- dagskvöld og hefst kl. 20. Koma þar fram hljómsveitirnar Te fyrir tvo úr Kópavogi, Strados frá Stykkishólmi, Lótus frá Selfossi og Meinvillingarnir úr Reykjavík. Heiöursgestur kvöldsins veröur hljómsveitin Start meö Pétur Kristjánsson í broddi fylkingar. Mun hún leika frá kl. 20-21 og síö- an aftur eftir aö hinar hafa lokiö sér af.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.