Morgunblaðið - 21.11.1982, Blaðsíða 48
_^\uglýsinga-
síminn er 2 24 80
^^^skriftar-
síminn er 830 33
SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982
Hél -Hm ■- wKl mwá
Morf(unbl»ðið/Kristján Einarsson.
Þessi vetrarmynd er tekin í Kópavogi í vikunni. í Bláfjöllum voru skfðalyfturnar hins vegar teknar í notkun í
gær, þó aðeins stólalyftan, þar sem ekki var nægilegur snjór i byrjendalyftunum. Er Morgunblaðsmenn voru á
ferð yfir Bláfjöllum í gær, var þar þoka yfir og því ekki skyggni til loftmyndatöku.
örkustofnun:
Óvíst um áframhaldandi
atvinnu 30 starfsmanna
Verðbólgu-
hraðinn er
nú um 103%
SEÐLABANKI íslands hefur reikn-
að út lánskjaravísitölu fyrir desem-
bermánuð og reyndist hún vera 471
stig eða 27 stigum hærri en hún var
fyrir nóvembermánuð. Hækkun visi-
tölunnar milli mánaða er því 6,08%.
Noti menn þessa hækkun láns-
kjaravísitölunnar sem mæli-
kvarða á verðbólguhraðann nú og
þessi prósenta, 6,08, reiknuð yfir á
12 mánaða tímabili kemur í ljós að
verðbólguhraðinn nú samkvæmt
þessari hækkun er 103,07%.
Seyðisfjörður:
E1 Grillo
kannaður
Seyðiafirði, 20. nóvember.
ÞESSA dagana eru hér menn frá
Landhelgisgæzlunni og varnar-
liðinu að kortleggja og kanna
kafbátagirðingar og duflasvæöi í
firðinum. Eins og kunnugt er
voru lögð tundurdufl í fjörðinn
af Bretum á stríðsárunum til að
koma í veg fyrir kafbátaferðir
Þjóðverja. Þá hafa þessir aðilar
einnig lýst áhuga á aö kafa niður
að olíuskipinu El Grillo, sem
sökk hér í firðinum á stríðsárun
um.
Það eru þrír menn frá varn-
arliðinu, sem vinna að köfun
hér við könnun á svæðinu og
hafa þeir notið aðstoðar inn-
fæddra við leit að kafbátagirð-
ingunum. Nú um helgina var
svo ætlunin að fara niður að
E1 Grillo, en talið er að í skip-
inu séu um 9.000 lestir af olíu
og talsvert af sprengjum.
Skipið varð fyrir árás þýzkrar
orustuflugvélar hér á stríðs-
árunum og sökk eftir hana.
Áður en skipið sökk náðist
nokkurt magn af olíu úr því og
einnig nokkru síðar, er kafað
var niður af því. E1 Grillo ligg-
ur á um 50 metra dýpi út af
Háubökkum á réttum kili. Er
það ætlunin að könnunum
þessum ljúki á mánudag og
síðan stendur til að hefja
duflaslæðingu síðar í vetur.
— Fréttarrtari
Björn Theodórsson:
„Veit ekki ann-
að en þetta flug
haldi áfram“
„ÞAÐ ER rétt að samningurinn við
Air India var framlengdur til 1. des-
ember, en það er ekkert ákveðið
með frekara framhald á þessari
stundu og heldur ekki að við hættum
þessu flugi,“ sagði Björn Theodórs-
son framkvæmdastjóri markaðssv-
iðs Flugleiða í samtali við Mbl. í
gær, en um mánaðamótin renna út
samningar um flug Flugleiða fyrir
Air India.
„Á þessari stundu veit ég reynd-
ar ekki annað en að áframhald
verði á þessu flugi. Okkur sýnist
að það muni líklega halda áfram.
Við höfum lýst áhuga á því að
halda þessu flugi áfram," sagði
Björn Theodórsson.
UM þrjátíu starfsmönnum Orku-
stofnunar hefur verið tilkynnt að
alls óvíst sé um áframhaldandi starf
þeirra hjá stofnuninni vegna fjár-
skorts. Svo geti því farið að það
verði að láta af störfum nú öðru
hvoru megin við áramótin. Hér er
ekki um fastráðiö starfsfólk að
ræða, heldur fólk sem hefur verið
lausráðið eða með skammtímasamn-
inga, að því er Jakob Björnsson
orkumálastjóri sagði í samtali við
blaðamann Morgunblaðsins í gær.
„Þetta eru ekki uppsagnir,"
sagði Jakob, „heldur er hér við
störf talsvert af fólki með
skammtímasamninga, sumar-
vinnu frá síðasta sumri og fólk
sem hefur verið að vinna við ýms-
ar eftirhreytur eftir sumarið. Mik-
ið af þessum samningum renna út
nú í kringum áramótin, allt frá
þessum tíma og fram í janúar og
febrúar. Mörgu af þessu fólki hef-
ur verið sagt að það sé alls óvíst
um framhaldið þegar þvi verki
ljúki. En hér er ekki um uppsagnir
að ræða þar sem þetta fólk var
aldrei ráðið nema til þessa tíma.
Við erum að gera fólkinu aðvart,
ef til vill betur en gert hefur verið
áður, um hvernig horfurnar eru,
og það er gert vegna þess að við
erum í heldur meiri óvissu en
stundum áður um fjármagn á
næsta ári, auk þess sem samdrátt-
ur er hjá þeim aðilum sem við
vinnum fyrir, á jarðhitasviðinu til
dæmis og við Blöndu."
Jakob Björnsson var spurður
hvort fyrir dyrum stæðu uppsagn-
ir fastráðinna starfsmanna. Hann
sagði: „Nei, ég vona nú ekki, ég vil
nú ekki segja að það hafi komið til
tals. Við erum enn það bjartsýnir
að trúa því að við fáum nægilegt
fjármagn svo ekki komi til þess.“
Sovéskir
skipverj-
ar sakaðir
um stuld
FJORIR skipverjar af sovéska skipinu
Potsoin voru á fimmtudag kærðir til
Rannsóknarlögreglu ríkisins fyrir
grun á stuld á veski úr leikfangaverzl-
un á Laugavegi 1. Mennirnir voru
teknir og færðir til yfirheyrslu en neit-
uðu staðfastlega að hafa tekið veskið.
í þvi voru skilríki og 50 krónur af
peningum.
Ekkert fannst á mönnunum og
var þeim sleppt. Málið var sent rík-
issaksóknara, sem úrskurðaði að
frekari aðgerða væri ekki þörf. Fyr-
irhugað var að Potsoin sigldi frá
Reykjavík með morgninum.
Fræðsluskrifstofa
Vestfjarða:
Fjárreiður
rannsakaðar
RÍKISENDURSKOÐUN hefur farið
þess á leit við Rannsóknarlögreglu
ríkisins að fjárreiður fræðsluskrif-
stofu Vestfjarða verði rannsakaðar
með hugsanlegt skjalafals og fjár-
drátt i huga.
Unnið er að rannsókn málsins
og vildi Erla Jónsdóttir deildar-
stjóri ekkert tjá sig um málið.
Kanínubú
á Akureyri
BR/EÐURNIR Guðmundur og Gunn-
ar Blöndal hafa nú fengið leyfi og lóð
fyrir byggingu kanínubús á Akureyri.
Er það ætlun þeirra að vera með ang-
órakanínur og nýta af þeim ullina.
Að sögn Gunnars er lóðin á
Hrappsstaðagrundum við ytri mörk
bæjarins. Ekki er ætlunin að byggja
strax, heldur leigja húsnæði til að
byrja með og sjá hver framvindan
verður. Gunnar sagði, að þeir von-
uðust til að fá fyrstu kanínurnar í
janúar, fremur fáar, en þær tímguð-
ust mjög hratt, þannig að ekki væru
vankantar á því að fjölga þeim eftir
því, sem þyrfti. Þeir ætluðu sem
sagt að byrja smátt og ef vel gengi
væri hægur vandi að auka við sig og
hefðu þeir fullan hug á því. Fóður
fyrir kanínurnar væri fremur ódýrt,
mestmegnis hey og nokkuð af inn-
fluttu fóðri. Helzti kostnaðurinn
lægi í hitun búsins. „Við verðum
stórir í þessu ef vel gengur," sagði
Gunnar.
Nú eru fyrir tvö kanínubú á land-
inu.
Almenna bókafélagið:
Tómas Guðmunds-
son heiðursfélagi
TÓMAS Guðmundsson skáld var
gerður að heiðursfélaga Almenna
bókafélagsins sl. fostudag, sam-
kvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk
hjá Brynjólfi Bjarnasyni, fram-
kvæmdastjóra AB.
Jafnframt lét Tómas af starfi
formanns útgáfuráðs Almenna
bókafélagsins, en því starfi hefur
hann gegnt í 22 ár. Við for-
mennsku tók dr. Jóhannes Nordal
Seðlabankastjóri. Jóhannes hefur
setið í bókmenntaráði, sem síðar
varð útgáfuráð, fra stofnun fyrir-
tækisins árið 1955.
Tómas Guðmundsson er fyrsti
heiðursfélagi Almenna bókafé-
lagsins.
Tómas Guðmundsson