Tíminn - 01.08.1965, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.08.1965, Blaðsíða 7
SUNNUDAGUR 1. ágúst 1965 Sir Alec Douglas Home og Islend- ingar Sir Alec Douglas-Home, sem nýlega hefur látið af forustu íhaldsflokksins brezka, mun lengi verða minnzt í íslenzkri sögu. Enginn erlendur stjórn- málamaður hefur snúið meira á íslendinga í samningum en hann. Hann lét fákæna íslenzka stjómmálamenn standa í þeirri trú, að þeir væru að vinna mik- inn sigur, þegar þeir voru raun ar að láta af hendi einn dýr- mætasta rétt þjóðarinnar, — réttinn til einhliða útfærslu á fiskveiðilandhelginni.. Home vissi, að það var aðeins tíma- spursmál, hvenær Bretar sjálf ir færðu fiskveiðilandhelgi sína ^ út í tólf mílur og því var það | engin fórn eða ósigur af þeirra j hálfu að viðurkenna tólf mílna j fiskveiðilandhelgi íslands. ís- j lendingar voru búnir að vinna fullan sigur í deilunni um tólf mílurriar og þurftu því ekki neitt að semja við Breta um það efni. Áhugamál Breta var ekki heldur lengur að spoma gegn tólf mílunum, þar sem þeir ætluðu sér sjálfir að fara inn á þá braut. Hins vegar höfðu Bretar mikinn áhuga á því að stöðva frekari út- færslu íslenzku fiskveiðiland- helginnar. Slíkt var ekki hægt meðan íslendingar höfðu ein- hliða útfærslurétt og voru lík- legir til að nota hann eins og þeir höfðu gert 1952 og 1958. Þess vegna beitti Sir Home þeim klókindum að segja við íslenzku stjórnina. Við skul um viðurkenna tólf mílurnar, ef þið afsalið íslandi hinum ein hliða útfærslurétti. íslenzka stjórnin gekk í gildruna. Home hafði unnið einn af hinum stóru sigrum, sem Bretar hafa svo oft unnið við samningaborðið með því að láta fákæna viðsemjend ur halda, að þeir væru að snúa á Breta, þegar það voru raunar Bretar, sem fóru heim með all- an vinninginn. Ekkert uppsagnar- TÍMINN Sir Alec Douglas-Home höfð væru skýr uppsagnar- ákvæði í þeim samningi. Sá samningur er uppsegjanlegur eftir tiltekið árabil. Þar sést munurinn á aðgætni Breta og óaðgætni þeirra íslendinga, sem stóðu að landhelgissamn- ingnum 1961. Lokuð leið ákvæði Hversu fullkomlega Home sneri á íslenzka ráðamenn í þessum samningum, má bezt marka á því, að landhelgis- samningurinn 1961 er fyrsti milliríkjasamningurinn, sem íslendingar hafa gert, þar sem ekki er að finna neitt uppsagn- arákvæði. Meira að segja Dan- ir höfðu gætt þess, þegar þeir sömdu við Breta um landhelgi íslands rétt eftir aldamótin sein ustu, • að hafa skýr uppsagnar- ákvæði í samningnum. Þessa atriðis var vel gætt, þegar gerð ur var herverndarsamningur við Bandaríkin 1941, Keflavík ursamningurinn svonefndi 1946, Atlantshafsbandalagssamning- urinn 1949 og síðari hervernd- arsamningurinn 1951. Home kom því hinsvegar þannig fyr- ir, að ekkert uppsagnarákvæði er að finna í landhelgissamn- ingnum frá 1961. Home gætti þess hins vegar vel, þegar hann samdi um land helgi Bretlands við nokkur Vest ur-Evrópulönd á síðastl. ári, að Landhelgissamningurinn frá 1961 veldur því, að útfærsla íslenzku fiskvciðilandhelginnar er lokuð leið um ófyrirsjáan legan tíma. Það sést bezt á við- brögðum Alþingis við tillögu þeirra Hannibals Valdimars- sonar og Sigurvins Einarssonar um friðun landgrunnsins út af Vestfjörðum. íslendingar vilja ekki frekar nú en 1958 eiga það undir Alþjóðadómnum að á- kveða fiskveiðilandhelgi ís- lands. Ástæðan er hin sama nú og þá. Engin alþjóðalög eru til um víðáttu fiskveiðilandhelg- innar og því er hending ein hver úrskurður Alþjóðadómsins verður, þar sem hann hefur ekki eftir neinum iögum eða hefð að fara. Hætt er hins veg- ar við því, að dómurinn verði íhaldssamur undir slíkum kring umstæðum. Þess vegna var enginn vilji fyrir því á sein- asta Alþingi að eiga nokkuð undir úrskurði hans í þessum •efnum. Tillaga Hannibals og Sigurvins fékkst ekki einu sinni afgreidd frá nefnd. Ef íslendingar hefðu ekki gert landhelgissamninginn 1961, hefðu þeir getað byggt frekari útfærslu á sama grund velli og útfærslurnar 1952 og 1958, þ. e. að meðan engin alþjóðalög séu til um víðáttu fiskveiðilandhelginnar, hafi hvert ríki einhliða rétt til út- færslu innan takmarka, sem markist að dómi þess af land- fræðilegum, sögulegum og efna hagslegum aðstæðum í hverju einstöku tilfelli. Að bíða eftir bróuninni Það kom fram í ræðu for- sætisráðherra á Alþingi, að hann setur nú alla trú á. að íslendingar losni úr sjálfheldu landhelgissamningsins frá 1961 með þeim hætti, að önnur ríki hafi forustu um „frekari út- færslu fiskveiðilandhelginnar og þróunin verði íslendingum þannig hagstæð. Með þessu ját- ar forsætisráðherrann, að önn- ur ríki hafi meira svigrúm en íslendingar til að færa fiskveiði landhelgi sína út fyrir tólf míl ur.yegna þess, að þau eru ekki bu'ndin af neinum svipuðum hömlum og lagðar voru á ís- lendinga með landhelgissamn- ingnum 1961. Því miður er hins vegar ekki sjáanlegt eins og sakir standa, að þessi önn- ur ríki ætli að nota sér þenn an rétt, enda hafa engin þeirra jafnmikilla hagsmuna að gæta í þessum efnum og íslendingar. Hætt er við því, að íslending ar geti þurft að bíða lengi, ef þeir ætla að bíða eftir forgöngu annarra í þessum efnum. Fram að árinu 1961 höfðu íslendingar forustuna í þessum efnum á alþjóðlegum vettvangi Það var útfærsla fiskveiðiland helgi íslands í tólf mílur árið 1958, er hratt þeirri skriðu af stað, að mörg Evrópuríki hafa síðan tekið upp tólf mílna fisk veiðilandhelgi. Með landhelgis samningnum árið 1961 voru ís- lendingar sviptir þessari for- ustu. í stað þess að vera áður forustuþjóðin, þá er það nú nú orðið hlutskipti íslendinga að bíða eftir þróuninni, eins og forsætisráðherra orðar það. Því er samningurinn frá 1961 mik- ill ógæfusamningur, svo að ekki sé meira sagt. Manndómsverk Þótt Sir Alec Douglas Home reyndist sigursæll í skiptum sínum við íslendinga, reyndist hann ekki eins sigursæll í stjórnmálabaráttunni heima fyr ir, enda var þar við meiri menn að eiga. Home var val- inn formaður íhaldsflokksins með vafasömum hætti og reynd ist heldur illa bæði sem for- sætisráðherra og foringi stjórn arandstöðunnar. Kröfur hafa því verið stöðugar um, að hann léti af flokksforustunnj, en hann sat þó áfram vegna þess, að ekki var samkomulag um eftirmann hans. Um miðj an síðastl. mánuð skrifuðu ýms j ensk blöð á þá leið, að þrátt fyr ir óánægjuna með hann, myndi hann vera öllu traustari í sessi en hann hefði áður verið eða „aldrei sterkari en nú“. svo að notuð sé orð Mbl. um íslenzku ríkisstjórnina. Home mun þá ekki hafa þótt þetta sjálfum, því að fyrir hálf um mánuði. hélt hann heim á sveitasetur sitt til að íhuga stöðu sína í ró og næði. Eftir dvölina þar, var hann ákveð- inn að segja af sér flokksfor- ustunni, en áður hafði hann bú- ið svo um hnútana, að eftirmað ur hans yrði valinn með lýð- ræðislegri hætti en áður hefur verið títt. Home þykir mjög hafa vaxið af því að taka þessa ákvörðun. Hann átti kost á því að hanga áfram í formannssæt inu, en hann kaus heldur að víkja, því að hann gerði sér Ijóst, að það væri flokknum og bjóðinni fyrir beztu. l æra þeir af Home? Þeir íslenzkir ráðamenn, sem á sínum tíma sömdu við Home um landhelgismálin, standa nú á margan hátt í svipuðum spor um og hann gerði fyrir hálfum mánuði. Jafnvel eindregnustu flokksmenn þeirra játa, að þeir hangi við völd, en stjórn in ekki, því að það sem ein- kenni stjórnarathafnir þeirra sé fálm, hringl, sukk og ráð- leysi. Svo léleg sem stjórn Home var á brezka íhaldsflokkn um, þá er stjórn þeirra á ís- lenzka ríkinu miklu lélegri. Það myndi hins vegar bæta veru- lega hlut þeirra, ef þeir viður kenndu jafn auðmjúklega og Home vanmátt sinn og drægju svipaðar ályktanir af honum. Ekkert bendir hins vegar til þess, að slíkur lærdómur sé hér á ferð. í sama hlutfalli og rík- isstjórnin hrekst meira fyrir sjó og vindi, skrifar Mbl. kapp samlegar um það. að stjórnin hafi aldrei verið „sterkari en nú.“! Sennilega á það eftir að reynast rétt, sem þekktur Sjálfstæðismaður sagði nýlega, að tveir ólíklegustu fslendingar til að vilja yfirgefa ráðherra- stóla, hvernig sem allt veltist, væru þeir Bjarni Benediktsson og Gylfi Þ. Gíslason. Þannig samdi Jón Þorláksson Það var hlutskipti þeirra Jóns Þorlákssonar og Siguðar •Tónassonar að semja í Stokk- hólmi um lán til fyrstu Sogs- virkjunarinnar. Samið var við sænska bankamenn, sem ekki voru nein lömb við að eiga. Þegar Svíar ætluðu að fara að færa sig upp á skaftið, lagði •Tón Þorláksson svo fyrir, að íslenzku samningamennirnir keyptu sér farmiða með járn- brautarlestinni, sem átti að fara frá Stokkhólmi til Kaup mannahafnar næsta dag. Sænsku bankamennirnir voru látnir hafa fréttir af þessu. Nokkru síðar var hringt til Jóns og hann og Sigurður beðn- ir að mæta í viðkomandi banka næsta dag. Á þeim fundi náðist samkomulag, sem íslendingar máttu vel við una. Þegar mið að er við kringumstæður var fyrsta Sogslánið eitt hagstæð- asta lán, sem íslendingar hafa nokkrum sinni tekið Framkoma Jóns Þorlákssonar við þetta tækifæri er gott dæmi þess, að hagstæðir samn ingar nást ekki við erlenda að- ila, nema fast sé á málum hald ið og hvergi látið kenna neins bilbugs. Það má ekki halda þannig á málum, að mótaðil- inn sé látinn finna, að hann hafi eiginlega öll ráðin í hendi sér. Sogslánið fvrsta hefði ekki orðið eins hagstætt og raun varð á. ef þannig hefði verið farið að af hálfu fslendinga. í- • • Onnur aðferð. Bjarni Benediktsson hefur bersýnilega annan hátt á í þessum efnum en Jón Þor- láksson. Hann hefur nú á annað ár látið Morgunblaðið básúna, að íslendingum liggi lífið á, að hér verði reist al- úmínverksmiðja, og að tilboð það, sem borizt hafi frá sviss neska aluminhringinum, sé sér staklega hagstætt, enda þótt það sé stórkostlega miklu lélegra en samningar, sem sami hringur hefur gert við Norðmenn og Grikki fyrir nokkru. Þessi mál- flutningur gerir vitanlega allt annað en að styrkja samnings- aðstöðu íslendinga. Samninga- menn svissneska alumínhrings ins hljóta að draga þá ályktun af þessum skrifum, að það megi bjóða íslendingum næst um hvað sem er. Það er lítil von til þess, að við náum und ir þessum kringumstæðum jafn hagstæðum samningum og Norð menn og Grikkir. Aðstaða okk- ar hefði verið önnur og útkom an líka orðið önnur ef beitt liefði verið aðferð Jóns Þor- lákssonar. Skrif Mbl. eru ömur legt dæmi þess, hvernig ekki á að skrifa, meðan samningar standa yifr við erlenda aðila.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.