Tíminn - 01.08.1965, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.08.1965, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 1. ágúst 1965 TIMINN löfuðborgar- réttaritari stór- alsins Austra Það kom upp úr kafinu, þeg ar ég fór að rekja garnirnar úr Jóni Þórðarsyni, prentara, í tilefni 75 ára afmælis hans, sem er í dag, að áður en hann fór að setja Tímann, sem hann gerði hátt í fjörutíu ár, hafði hann m.a. gegnt starfi höfuð- borgarfréttaritari blaðsins Austra á Seyðisfirði. Það var 1 á heimsstyrjaldarárunum fyrri Sg og Jón þá tekinn fyrir nokkru að starfa að prentverki í Reykjavík — Hvað kom til, að þú varst dubbaður upp í þetta embætti, Jón, var svona mikill metnaður þá í blaðaútgefend- um á Austfjörðum? — Þá var öldin önnur, og til þau blöð úti á landi, sem ekki vildu vera eftirbátar Reykja- víkurblaðanna í öflun frétta. Eg byrjaði prentnám á Seyð- isfirði fyrir sextíu árum, komst að í prentsmiðju Austra 31. 12. 1905 og var þar í fimm ár, en 1911 fluttist ég hingað. Um aldamótin voru tvþ blöð gefin út á Seyðisfirði, Austri og Bjarki. Stofnandi, ritstjóri ög útgefandi Austra var Skafti Jósepsson. Hann var hörku- duglegur ritstjóri. Prentsmiðj- an var staðsett á Vestdalseyr- inni til að byrja með, og oft kom það fyrir, er erlendu skip in sigldu þar framhjá á leið inn á leguna, að Skafti reri báti í veg fyrir þau til að fá útlendu blöðin með nýjustu fréttum hjá skipstjórunum, og þannig varð Bjarki af mörgum fréttum, sem Austri kom með. Þetta var fyrir mína daga á Seyðisfirði, því að ég kom þangað árið, sem Skafti féll frá, og þá tók Þorsteinn, sonur hans við ritstjórn. Þessari fjöl skyldu virtist blaðamennska í blóð borin, því að mæðgumar Sigríður Þorsteinsdóttir frá Hálsi í Fnjóskadal, kona Skafta og Ingibjörg dóttir þeirra stofn uðu líka blað, sem var fyrsta kvennablað á íslandi og nefnd ist Framsókn. Þau urðu sem sé ritstjórar, bæði systkinin, Ingibjörg og Þorsteinn, hvort fyrir sínu bjaði. Austri átti sómann af því að vera fyrsta íslenzka blaðið, sem tók af- stöðu gegn Uppkastinu 1908, en sinn þátt í því hefur óefað átt Bjarni frá Vogi, sem kom þá frá útlöndum og beint til Seyðisfjarðar, þar sem hann hóf þegar herför gegn Upp- kastinu. — Undirðu vel hag þínum á Seyðisfirði? — Já, það get ég sagt þér með sanni, að árin mín þar voru skemmtilegur tími. Að- alvinnan í prentsmiðjunni var að prenta Austra, og það var ekkert amalegt að fá að setja greinar eftir karla eins og Matthías Jochumsson, sem síð- ar varð tengdafaðir ritstjórans. séra Jón á Stafafelli, Svein Ólafsson í Firði og fleiri rit- snillinga. Nokkuð af smá- prenti var prentað þar, en samt tími aflögu. Þá skrapp maður í að bera ”* "’óstinn og póstleggja blaðif greiða í pósthúsinu, því porsteinn hafði líka póstafgreiðsluna. Á kvöldin skemmti ég mér við að róa út á fjörðinn, og einu sinni kom ég með sjötíu fiska að landi. Margir góðir menn lærðu prentiðn í prentsmiðju Austra á undan mér, t.d. Guð- brandur Magnússon, fyrsti ritstjóri Tímans og Jón Sig- urjónsson, og á undan þeim Jón Trausti og synir Skafta. Við Jón Trausti unnum aftur saman í prentsmiðjunni Gut- enberg, þar sem ég hélt prent- störfum áfram eftir að ég kom til Reykjavíkur. Þá var Jón Trausti orðinn frægur fyrir skáldsögur sínar, sem hann setti sjálfur í Gutenberg. Fyrst gaf hann út bækur, kvæði og annað, undir sínu rétta nafni, Guðmundur Magnússon, fékk harða og ósanngjarna ritdóma. Þá tók hann sér dulnefnið Jón Trausti og skrifaði Heiðar býlissögurnar, sem fóru sig- urför um landið. Ritdómararn- ir höfðu ekki hugmynd um höfundinn á bak við þetta nafn og lofuðu sögurnar eins og aðrir, gátu svo ekki farið að bakka, þegar það vitnaðist, hver höfundurinn var. Fyrst vissu ekki einu sinni allir starfsmennirnir í Gutenberg, hver Jón Trausti var, svo vel var því haldið leyndu. — Varstu lengi í Guten- berg? — Nei, ég slapp inn í Prent arafélagið með eins atkvæðis vinnan var t.d. prentuð í ísa- fold, og Jónas frá Hriflu tek- inn við ritstjórn. Oft þurfti rit- ið að bíða lengi eftir setningu vegna anna, og fleira eftir því. Svo var stofnað Mutafélagið Acta, og það var séra Friðrik Friðriksson, sem lagði okkur til nafnið. Tveir prentarar sigldu út til þess að útvega okkur vélar, þeir Guðbjöm Guðmundsson og Jóhannes Sig- urðsson. Það tók langan tíma eftir stríðið að fá vélarnar frá Þýzkalandi, meira að segja svo, að 15 þúsund mörk, sem við áttum þar inni, fóru í súginn í gjaldeyrishruninu. Meðal á- byrgðarmanna voru þeir Ólafur Thors og Ricliard, bróðir hans. Síðar urðu þeir meðhluthafar. Og það fór svo, að Tíminn var í 16 ár prentaður í prentsmiðju sem Ólafur Thors átti mest í, eða til ársins 1936, að Edda var stofnuð og keyptii vélakost félagsins. Til að byrja með var Acta til húsa í Mjóstræti 6, 'þár sém‘prentsmiðja Ágústs Sigurðssoiiar er nú. Acta kom sér upp eigin rafstöð og það sterkri, að við gátum selt raf- magn í nokkur hús í Grjóta- þorpinu. Þetta var notazt við þangað til bæjarrafmagnið kom. Prentvélar Acta voru hinar fyrstu, sem drifnar voru með rafmagni hér á landi. — Úr því þú minntist áðan á Jónas frá Hriflu, dettur mér í hug það, sem ég hef heyrt oftar en einu sinni, að þú sért eini maðurinn, sem hafi verið fær um að setja handrit eftir hann. — Eg er búinn að setja mik- ið eftir Jónas í Tímann, og ég var fljótur að komast upp á lagið með að lesa skrift — Þið prentuðuð nokkrar bækur helztu skáldanna í Acta t.d. eftir Kiljan, var ekki Vef- arinn mikli frá Kasmír prent- aður hjá ykkur? — Jú, hann kom út í heftum það var Erlendur í Unuhúsi, sem sá alveg um þá útgáfu, undirbúning og seldi heftin út um allan bæ. Kiljan kom ekki nálægt því sjálfur. En löngu seinna kom hann með bókarhandrit til okkar, það var Kvæðakverið, sem kom út 1930. Hann fylgdist með prent- uninni og réð sjálfur umbroti. kvæði byrjaði neðst á síðu og endaði efst á næstu, ef ekki voru nema tvö erindi. — Hvaða meiri háttar skáld önnur áttu skipti við ykkur beint? — Það var nú t.d. Davíð frá Fagraskógi, sem gaf sjálfur út tvær eða þrjár bækur, t.d. Kveðjur, Kvæði og Ný kvæði. Rætt við Jón Þórðarson prentara 75 ára mun, en eftir ellefu mánaða veru í Gutenberg bauðst mér tryggari atvinna í ísafold. Fyrsta verkefnið þar var að setja Drauma Hermanns Jón- assonar frá Þingeyrum. En þeg ar ég var búinn að setja fimm- tíu blaðsíður, var ég skyndi lega kvaddur til að setja aug- lýsingar í ísafold, og síðar í Morgunblaðið, eftir stofnun þess. Þeim starfa hélt ég í næstu átta árin, nema hvað ég setti blaðið Magna. sem Björn Jónsson gaf út nokkur blöð af og ritaði nálega einn. — En þú varst einn af stofn endum Acta; hvernig kom það til? — Já. við tókum okkur sam an nokkrir prentarar, þegai við sáum, að verkefni voru til fyrir nýja prentsmiðju. Sam hans. En þó skal ég segja þér það, að einu sinni kom setjari í Tímaprentsmiðjuna norðan frá Akureyri, Snorri Áskelsson og það kom stundum í hans hlut að setja handrit eftir Jón- as. Þegar Jónas komst að því, fór hann til Snorra og spurði hann, hvernig honum hefði gengið að lesa handritið. Þá sagði Snorri, að hann hefði nokkrum sinnum lent í því að setja handrit eftir Sigurð skóla meistara, og þeim sem gæti komizt fram úr því að lesa rit- hönd Sigurðar skólameistara væri ekki vorkunn að komast í gegnum handrit eftir hvern sem væri Þetta fannst Jónasi skemmtilegt og i næsta sinn sem hann fór norður og vai við skólaslit skólameistara lét hann Sigurð heyra þetta sem voru prentaðar i Acta. Einnig var prentuð hjá okkur ein af bókum Stefáns frá Hvítadal, „Heilög kirkja“, sem var lofgjörðarljóð Stefáns ti) kaþólsku kirkjunnar, er hann orti eftir að hann gekk i kaþ ólska söfnuðinnn Bókin var sett sérstöku kanselí-letri. sem var eins konar hálfgotneskt letur, er við áttum svo lítið af að ekki nægði á nema tvær síð- ur, svo seinlegt var að prenta bókina. Auk þess rammi prent aður í öðrum lit um hverja síðu. Þegar bókm var fullprent uð, var Ársæll Ámason feng- inn til að skrautbinda eintak sem var sent páfanum i Róm Lika má geta þess til gamans að 1 Acta var prentuð fyrsta bókin, sem Ragnar í Smára gaf út Það kostaði Ragnar 600 krónur, og gaf hann út tólf 50 króna víxla fyrir þeirri upp hæð, sem féllu mánaðarlega hver. Þannig fékkst það inn á einu ári. — Hvað manstu helzt af sam skiptum ykkar við skáldin? — Eg hefði persónulega ekki mikið saman við þá að sælda. Þó minnist ég þess, að einu sinni kom Stefán frá Hvítadal upp i skrifstofuna í Acta og var mikið niðri fyrir út af því, að Davíð Stefánsson hafði skensað hann fyrir að hafa gerzt kaþólskur,, látið í það skína, að það hafi bara verið fjárhagsspekúlasjón hjá Stefáni að gangast kaþólikum á hönd. Þetta fannst Stefáni fádæma ósvífni, og hellti hann úr skálurn reiði sinnar, þegar hann kom upp í Acta og sagði loks: „Ef Davíð Stefánsson er skáld, þá hætti ég að yrkja“. Annars hafði ég ekki nema gott af Davíð að segja, og hann lét í ljós við mig mikið þakklæti fyrir uppgjor á sölu bóka hans, sem Acta hafði með höndum. Þá dettur mér það í hug, að gamall stéttarbróðir og vinur, Guðbrandur Magnús- son, var mikill aðdáandi ljóða Davíðs frá því þau fóru fyrst að birtast í Eimreiðinni. Orti einu sinni vísu í heyskap aust- ur í Holti undir Eyjafjöllum eftir að hann var fluttur þang- að. Þessi vísa fékk góðan byr og barst Davíð til eyrna, en hún var svona: Hafðu þökk fyrir þessi kvæði, þau eru andleg leðurskæði. sém endast á við önnur tvenn. Af útnárunum ertu að sníða, en ekki skaltu neinu kvíða, — hrygglengjan er eftir enn. Löngu seinna var Davíð á ferð á Suðurlandi og þá gerði hann sér ferð austur i Hall- geirsey tii Guðbrands til að þakka honum vísuna. Svo við vendum yfir í aðra Framhald á bls 12

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.