Tíminn - 01.08.1965, Blaðsíða 14

Tíminn - 01.08.1965, Blaðsíða 14
SUNNUDAGUR 1. ágúst 1965 14 TÍMINN F.i.B. Frá vegaþjónustu F.Í.B. Vegaþjónusta FÍB er viðtækari nú um verzlunarmannahelgina en noikkru sinni fyrr. Á vegum félags ins verða alls 17 bifreiðir úti á veg unum. Vegaþjónustubifreiðirnar verða 14 talsins, auk sjúkrabifreiðar og tveggja bifreiða, sem ætlaðar eru til minni háttar aðstoðar og upplýsinga fyrir vegfarendur. Auk þess sem vegaþjónusta verður á öllum þjóðvegum hér Suð-vestan- lands, þá verða vegaþjónustubifreið ir starfræktar frá Akureyri, Húsa vík, Norðfirði og Seyðisfirði. Þá verður og vegaþjónustubifreið á Vestfjörðum og Snæfellsnesi. Þar sem búast má við að mikið verði að gera hjá starfsmönnum vegaþjónustunnar eru ökumenn vin samlegast beðnir um að kalla ekki á vegaþjónustubifreið nema að'bif reið þeirra sé óökufær. Bezta leiðin til þess að koma skila boðum til vegaþjónustubifreiðanna er að stöðva einhverja hinna fjöl mörgu talstöðvabifreiða sem eru úti á vegunum eða hafa samband við Gufunes Radio (sími 22384), eða Akureyrar Radio. F.Í.B. óskar öll um góðrar ferðar og skorar jafn-1 framt á alia vegfarendur að stefna j að slysalausri verzlunarmannahelgi. Kallmerki. Svæði-staðsetning. FÍB 1 Hvalfjörður að Borgarf. FÍB 2 Kambabrún, Ölfus — Gríms nes. FÍB 3 Borgarfjörí'-ir — Dalir FÍB 4 Vestfirðir (Vatnsdalur). FÍB 5 Sjúkrabifreið, staðsett „Stóru-Mörk". FÍB 6 Rangárvallasýsla FÍB 7 Þingvellir og nágrenni FÍB 8 Upplýsingar, Vestfirðir. FÍB 9 Laugarvatn og nágrénni FÍB 10 Út frá Akureyri FÍB 11 Út frá Húsavík FÍB 12 Út frá Norðfirði FÍB 13 Út frá Seyðisfirði og Fljóts dalshéraði FlB 14 Snæfellsnesi FÍB 15 Upplýsingar. Bjarkaiundur — Þorskafjarðarheiði FÍB 16 Rvík — Markarfljót. FÍB 17 Hjólbarðaviðgerðar- bifreið, Þingvöllum íþróttir Framhald af 12. síðu Konur. Nanna Ólafsd. Gretti 18 stig. Kristb. Magnúsd. Gretti 12. stig. Margrét Bjarnad. Gretti 11 stig. Kolbrún Guðjd. Gretti ý stig. Eyrún Ingimarsd. Gretti 4 stig. Um kvöldið var dansleikur að Klúku og skemmti æskan sér á heilbrigðan og skynsaman hátt, án áfengra drykkja. DAFFÝ frá Hólmavik lék fyrir dansi. DRUKKNUN Framhald af bls. 1 og bændur á þessum slóðum, og var þegar hafin leit. Leitað var langt fram á nótt, en án árangurs. f dag verður leitað mjög nákvæm lega niður með allri á, að sögn Ásgeirs Péturssonar sýslumanns, og m. a. verður fengin flugvél til að fljúga yfir fjörðinn við árósinn og upp eftir Hvítá. Þá verður og ieitað af bátum og áin slædd. Gunnar heitinn var tæknifræð ingur, sem nýlega kom heirn eftir iangt nám í Danmörku. Ilann var 27 ára að aldri, og lætur eftir sig konu og tvö börn. Gunnar Leós son var kunnur knattspyrnumaður, lék um árabil meistaraflokki Fram og einnig með ísl. lands liðinu. HÉRADSMÓT V-Skaftafellssvsla Framsóknarmenn i V-Skafta- :el]s. halda héraðsmót sitt að Kirkjubæjarklaustri iaugard. 7. ki. 21. Ræðu maður verður || Björn Fi. Bjöms j son, alþm. Ást- hildur Emils- j dóttir og Björg (ngad. skemmta með aðstoð Jóns ! Sigurðss Tóna I bræður leika fyr „... ír dansi Bjorn Snæfellsnes Héraðsmót Framsóknarmanna á Snæfellsnesi verður haldið að Breiðabliki, Miklaholtshreppi laugardaginn 7. ágúst og hefst kl. 21. Ræðumenn verða: Pró fessor Ólafur Jóhannesson, varaformaður Framsóknar- flokksins. og Ásgeir Bjarnason, albingismaður. Jón Gunnlaugs son, skemmtir, óperusöngvarinn Erlingur Vigfússon syngur ein- söng. Júnó og Eyþór leika fyr ir dansi. Strandasýsla Héraðsmót Framsóknarmanna í Strandasýslu' verður haldíð í félagsheimilinu Sævangi, laug ardaginn 7. ágúst og hefst kl. 21. Ávarp Eytur Hermann Jón asson, fyrrverandi forsætisráð- herra og Einar Ágústsson, al- þingismaður, flytur ræðu. Sav annatríóið skemmtir. Hljóm- sveitin Röðlar leíkur fyrir dansi. Ólafur Ásgeir Herrnann Einar Maðurlnn minn og faðlr okkar Kristinn Ingvarsson organleikarl verður jarðsunginn mlðvikudaginn 4. ágúst. frá Laugarnesskirkju. Athöfnin hefst kl. 1,30. Guðrún SigurðardóHlr og dætur. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð, við andlát og jarðar. för sonar okkar og bróður, Viktors Gunnlaugssonar Sigrfður Dóra Jónsdóttlr, Gunnlaugur Þorláksson systkini. Alúðarþakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð við andlát og jarðarför dóttur, eiginkonu og móður okkar, Fríðu Björnsdóttur frá Ólafsvík. Sérstakar þakkir færum við hr. Ólafi ÓlafssVni vfirlækni og hjúkrunar- og starfsliði á sjúkrahúsinu Sólvangi, Hafnarfirði. Kristín Bjarnadóttlr Kristján Jensson oo börn. Þessi mynd var tekin fyrir skömmu, þegar hópur unglinga, sem dvalizt hafði í Bandaríkjun- um í nemendaskiptum á vegum American Field Service, kom heim eftir árs dvöl vestra með Loftleiðaflugvél. Nemendaskipti færast æ meira í vöxt milli þjóða og cru hin gagnlegustu, því þá fær æskufólk tækifæri til þess að kynnast lífsvenjum og sjón armiðum annarra þjóða. KÍSILGÚR Framhald af bls. 1 öflugustu gufuholur, sem til eru hérlendis, en nákvæm mæling á krafti þeirra og hita getur ekki farið fram, fyrr en þær hafa nokkuð jafnað sig eftir fyrsta „sprettinn". I I Gufan úr þessum stóru.^borhÁlj um verður svo notuð til þess að purrka kísilleirinn og brenna hann Þá er einnig ráðgerð mikil veg argerð í sambandi við verksmiðj- una, og verður vegur lagður norð- ur yfir Hólssand, þannig að hin- ir miklu flutningar sem frá verksmiðjunni verða, þurfi ekki að fara eftir gamla veginum til Húsavíkur, en þar verður útskip unarhöfn verksmiðjunnar. SIGVALDI Framhald af 16. síðu. bærum og atburðum, sem örðugt reynist að skýra. Annar nýr þáttúr, Spurn- ingabálkur, hefst í þessu hefti, en lesendum er leyfi- legt að senda fyrirspurnir og verður þeim þá svarað í þeim þætti. Skipuleg fræðsla um hug- rækt verður -hafin i ritinu fyrir næstu áramót. HJÓLBARÐAVIÐGERÐIR Opið aila daga flíka laug- ardaga og sunnudaga frá kl 7 .30 r.il 22.j GÚMMÍVINNUSTOFAN hf SkiPholh 35 Revkjavík, sími 31055 á verkstæði og 30688 á skrifstofu SÍLDARMJÖLIÐ Framhald af bls. 1 nægilega mikið magn af síld til þess að fyrirframsölusamningum sé fullnægt. Fremur lítið magn var selt af síldarlýsi fyrirfram, svo hækkun á verði þess kemur okkur fremur til góða. Hins vegar er hún hlut- fallslega minni en hækkunin á síldarmjölinu, mun vera 4—5%. Sveinn kvað ekki ástæðu til þess að óttast, að verðið lækkaði .snögg- lega aftur, hvorki á mjölinu né lýsinu. JÓN ÞÓRÐARSON Framhald af bls. 9 sálma, Jón. Það hafa sagt mér þeir, sem þekkt hafa þig leng ur en ég, að þú hafir iðulega unnið tvö dagsverk áður en þú fórst að leggja þig. Ertu í kapphlaupi við tímann, eða finnurðu svona mikla ánægju í starfinu? — Ýmislegt hefur valdið því, að maður hefur ekki allt ,af getað lagt frá sér verkfær- in, þegar klukkan sló. Oft býð- ur önnur skylda manni að bæta við daginn, er svo ber undir. Og svo er það ánægjan af starfinu, jú, hún hefur sem betur fer, ætíð sprottið upp af því. Eg hef líka átt ágætar hollvættir til að setja traust á, konuna mína og börnin vildi ég líka mega segja. En nú held ég að sé kominn tími til að fara að draga sig í hlé. Nú er ekki lengur til set- unnar boðið. Menn skyldu trúa því mátulega, að Jón sé að leggja upp laupana hálfátt- ræður. Hann getur ekki staðið í því til eilífðarnóns að svara fóT’wtnum blaðamanni. Einu sinni kvað hann um viðureign kollega síns við blaðmenn: Drýpur kauða dreyra sjóður, dáta sölna tár. Grípur blauða geira óður gráta — fölna brár. Jón hefur í svo mörgu að standa. Áður en hann stóð .síðast upp frá setjaravél- inni tók hann að sér starf, sem ýkjulaust má telja fágætt nú til dags. Hann hefur verið pöntunarfélagsstjóri starfsfólks ins í Edduhúsinu. Ekki með ó- tal undirtyllum, aðstoðarliði og sendiherrum, því þetta hef- ur hann allt verið sjálfur. Enn þann dag í dag er maðurinn frá árdegi til sólarlags ýmist á hlaupum út um allan bæ að útvega vistir handa hálfu hundraði manns, og vel það. annast innkaup, afgreiðslu. bókhald og halda öllu í röð og reglu. Hvert verzlunarfyrir- tæki mætti hrósa happi að hafa slíkan mann, þótt ekki væri nema til að annast eina hlið, vinna eins manns verk, en á þessu sviði vinnur hann margra manna verk enn þann dag í dag. Samt gefur hann sér tima til að sinna áhugamál- unum, eins og að vinna allt það gagn, er hann má útgáf unni á Ættum Austfirðinga með því að útvega því merka starfi styrktarfélaga. Og fé- lagslyndur maður sem Jón er hefur hann unnið Hinu ís- lenzka prentarafélagi mikið gagn, sem félagar hans hafa launað með því að gera hann að heiðursfélaga. En fyrir ut- an fádæma samvizkusemi og alvöru starfsins, sem ræður striki hans, væri það efni í sér- þátt, þegar hann gefur sér tíma til að tylla sér og snússa sig og taka upp léttara hjal, því það er grunnt á húmornum í karli. G.B.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.