Morgunblaðið - 16.01.1983, Qupperneq 4
48
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1983
„LusiUnia“ sekkur. Skipið varð fyrir aðeins einu tundurskeyti. Skipið sökk á aðeins 18 mínútum. 1198 manns voru um borð, 761 var bjargað.
Lusítaníu-ráðgátan
virðist vera leyst
Deiiur hafa staðið um það í mörg ár hvort enska farþegaskipið „Lusitania“ hafi verið
með skotfæri innanborðs þegar þýzkur kafbátur sökkti því við strönd írlands 1915
með þeim afleiðingum að upp reis mikil hreyfing fyrir því í Bandaríkjunum að stjórn
Woodrow Wilsons forseta léti af hlutleysisstefnu sinni í fyrri heimsstyrjöldinni og
gengi í lið með Bandamönnum. Nú virðist fjögurra mánaða rannsókn, sem hefur
verið gerð á flakinu á þessu ári, hafa leitt í Ijós að kenningin um að skipið hafi flutt
skotfæri hafi við rök að styðjast.
„Lusitania" var eign Cunard-
skipaféiagsins eins og „Titanic",
sem sökk eftir siglingu á ísjaka
1912, og var 34.000,lestir. Afdrif
beggja þessara skipa voru mikið
reiðarslag. Afdrif „Lusitaniu"
komu mönnum að vísu ekki eins
mikið á óvart og þegar „Titanic"
sökk, en missir „Lusitaniu" hafði
mjög afdrifaríkar, pólitískar af-
leiðingar.
Árásin á skipið olli gífurlegri
reiði í Bandaríkjunum og magnaði
upp mikið hatur á Þjóðverjum og
kafbátahernaði þeirra. Því hefur
verið haldið fram að enginn annar
atburður hafi haft eins mikil áhrif
í þá átt að Wilson ákvað að segja
skilið við hlutleysisstefnuna og
ganga til liðs við Bandamenn.
„Lusitania" sökk 7.maí 1915 við
höfðann Old Head við Kinsale á
suðurströnd írlands þegar tund-
urskeyti frá þýzkum kafbáti hæfði
það. Yfirmaður þýzka kafbátsins
hafði varað við því að ráðizt yrði á
skipið. Alls voru 1959 manns um
borð í skipinu og 1198 fórust, þar
af 124 bandarískir ríkisborgarar.
„Lusitania" var hraðskreiðasta
farþegaskipið, sem þá var í förum
milli Englands og Norður-Amer-
íku, og mjög íburðarmikið. I skip-
inu voru t.d. baðherbergi með inn-
réttingum úr kjörviði, í því voru
fyrstu lyftur, sem notaðar voru
um borð í skipum, og símar voru í
farþegaklefunum. Meðal farþeg-
anna voru auðkýfingurinn Vand-
erbilt og kampavínskóngurinn
Kessler, sem snæddu alltaf sam-
an.
ÁRÓÐURSSTRÍÐ
Gífurlegt áróðursstríð fylgdi í
kjölfar atburðarins. Wilson for-
seti bar Þjóðverja þungum sökum,
krafðist þess að þeir hættu kaf-
bátahernaði sínum og var ómyrk-
ur í máli. Brezka stjórnin for-
dæmdi einnig tundurskeytaárás-
ina og kallaði hana „tilefnislausa
stríðsaðgerð gegn varnarlausu
skipi."
Yfirstjórn þýzka sjóhersins með
von Tirpitz í broddi fylkingar
benti á að um þremur mánuðum
áður hefði því verið lýst yfir að
brezkar siglingaleiðir væru
stríðssvæði. Þjóðverjar töldu auk
þess að „Lusitania" flytti að stað-
aldri „mikið magn skotfæra" til
Englendinga og árásin á skipið
hefði því verið réttlætanleg sam-
kvæmt alþjóðalögum.
Hvorki Tirpitz né seinni tíma
sagnfræðingar Þjóðverja gátu
sannað að skipið hefði verið notai^,
til að flytja skotfæri. í endanlegri
farmskrá „Lusitaniu* stóð að í
skipinu væru „1250 kassar með að
því er virðist óvirkum sprengikúl-
um“, en þeir hurfu í djúpið ásamt
þúsundum rifflaskothylkja. Flota-
málaráðuneytið í London neyddist
til að viðurkenna að skipið hefði
flutt þennan farm.
Nú, um tveimur mannsöldrum
síðar, hafa hergagnasérfræðingar
og þrír kafarar sagt að þeir hafi
að miklu leyti leyst „Lusitaniu“-
gátuna með rannsókn þeirri á
flakinu, sem nú er nýlokið. Við
rannsóknina hafa þeir notað skip-
ið „Archimedes", sem er sérstak-
lega útbúið til að stunda athugan-
ir af þessu tagi.
KVEIKJUR
Aftarlega í skipinu fundu þeir
hergögn, sem ekki var minnzt á
einu orði í 24 blaðsíðna farmskrá
„Lusitaniu". Hér var um að ræða
kveikjur fyrir sprengikúlur. Kass-
arnir með kveikjunum lágu eins
og hráviði á hafsbotninum að sögn
eins kafaranna.
Þessi fundur var aðeins ein
vísbendingin af mörgum um að
brezka flotamálaráðuneytið hefði
farið með rangt mál. Yfirmaður
þýzka kafbátsins, Walter Schwi-
eger, virðist þar með hafa verið
hreinsaður af sök og sama máli
virðist gegna meö yfirstjórn þýzka
sjóhersins í Berlín.
Brezkur blaðamaður, Colin
Simpson, lýsti fyrir rúmum ára-
tug grunsemdum sínum um að
skotfæri hefðu verið uhi borð í
„Lusitaniu" og telur að nú hafi
grunsemdirnar verið staðfestar.
Simpson hafði haft upp á gömlu
farmskránni og sakaði Winston
Churchill, sem var flotamálaráð-
herra þegar atburðurinn gerðist,
um að hafa vísvitandi stofnað
„Lusitaniu" í hættu til þess að fá
Bandaríkin í stríðið.
Milljónir sjónvarpsáhorfenda í
Bretlandi hafa fylgzt með loka-
kafla aðgerða „Archimedesar".
BBC hefur tekið þátt í aðgerðun-
um og fól fréttamanni sínum, Pet-
er Hobday, að taka þátt í leiðangr-
inum. Kafararnir festu á filmu
starfið fyrir utan skipið og inni í
sjálfu flakinu og það voru áhrifa-
ríkustu atriðin, sem sýnd voru í
sjónvarpinu.