Morgunblaðið - 16.01.1983, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 16.01.1983, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1983 49 97 KIUHKiS-tíMiÁL Oueenstown jf' if£ v^Kmsate England Stefna kaf- bátsins 'ASTNfn 17. maí 1915. kl. 15.10: U-20 sökkvlri .Lusitanlu' UJSHM*'* 0 Kítometsr Kveikjur á hafsbotni Þannig lá „Lusitania" á hafsbotni FJÁRSJÓÐUR Kostnaðurinn við aðgerðirnar hefur numið um 70 millj. ísl. kr. til þessa og bandaríska fyrirtækið Oceaneering International, sem fæst við nýtingu olíu, hefur staðið straum af honum. Bandaríkja- mennirnir töldu að auk skotfær- anna leyndist fjársjóður um borð í flaki „Lusitaniu". Hann átti að vera í peningaskáp skipstjórans. Kafararnir notuðu sprengiefni til þess að gera gat á skipshliðina og fóru inn í fjársjóðsklefa „Lusi- taniu". En í stað þess að finna gull og demanta að verðmæti rúmlega 300 millj.'ísl. kr. fundu þeir ekk- ert, a.m.k. ekki í þessari atrennu. Kafararnir telja að peninga- skápurinn, sem er úr þungu stáli, hafi þeytzt í gegnum skipshliðina þegar skipið rakst á hafsbotninn og síðan sokkið til botns í eins metra þykkri leðju. Þar verður hans leitað næsta vor. Leiðangursmennirnir hafa haft lítið upp úr krafsinu til þessa. Kafararnir, sem vinna á átta tíma vöktum neðansjávar, hafa bjargað koparstöngum og fimm eða sex öskjum með armbandsúrum. í fjórum öðrum kössum fundust silfurhylki með myndum af stríðshetjunni Kitchener lávarði. í kvikmyndasalnum fannst fágætt eintak af kvikmyndinni „Fljúg- andi teppið frá Bagdad." Skips- skrúfan, sem var gerð úr 22 lest- um af þungu bronzi, seldist fyrir rúmar 20 millj. ísl. kr. MIKIL SPRENGING „Lusitania" hvílir á 104 metra dýpi á stjórnborðshliðinni. Það var þar sem tundurskeytið mynd- aði gat á skipssíðuna. Sprengiefn- asérfræðingar Oceaneering Int- ernational, Alf Lyden og Douglas Brand, telja að gífurleg sprenging hafi orðið inni í skipinu, því að bakborðsmegin er 14 metra stórt gat. Sérfræðingarnir telja að tund- urskeyti, sem hæfði skipshliðina hinum megin, hefði ekki getað valdið svona miklu tjóni. Að vísu segir í skýrslu ensku rannsóknar- nefndarinnar að „mikil sprenging hafi orðið" um borð í „Lusitaniu". Menn töldu að katlarnir hefðu sprungið í loft upp. Kafbátsforinginn, Walter Schwieger, heyrði aftur á móti að- eins veikan óm frá sprengingu þegar hann hafði skotið tundur- skeytinu. „Næstum því aðeins brak.“ Fyrstu sekúndurnar á eftir fannst gífurlegur titringur. „Óvenjulega kröftug sprenging," sagði Schwieger við vakthafandi liðsforingja. Átján mínútum síðar sökk „Lusitania", eða óvenjufljótt. Voru það i raun og veru aðeins katlarn- ir, sem höfðu sprungið í loft upp, eða var orsökin eitthvað annað og miklu hættulegra? Samkvæmt farmskránni voru undir fram- dekki 1250 kassar með „að því er virðist óvirkum" sprengikúlum. Nokkrar þeirra sprungu þegar tundurskeytið hæfði skipið að sögn „Lusitaniu“-sérfræðinganna. Brezka landvarnaráðuneytið hefur ennþá áhyggjur af „Lusi- taniu“-málinu. Þegar köfunarst- arfið hófst í júlí varaði ráðuneytið bandaríska fyrirtækið við hættu, sem í raun og veru átti ekki að vera fyrir hendi ef trúa átti opin- berum skýringum. í bréfi til fyrirtækisins frá brezka landvarnaráðuneytinu sagði: „Landvarnaráðuneytið veit að- eins að um borð eru 500 kassar með skotfærum fyrir handvopn. En þar sem það virðist tilgangur leiðangursins að finna önnur sprengiefni og ef til vill að bjarga þeim, ef það reynist unnt, væri óviturlegt af okkur að benda ekki á þá hættu, sem fylgir sprengiefn- um. Þar sem svo ólíklega gæti vilj- að til að slík efni fyndust leggjum við eindregið til að verkinu verði hætt án tafar og að menn íhugi ástandið rækilega. Annars eru mannslíf í hættu.“ Kafararnir fundu raunverulega engar sprengikúlur í skipsflakinu. Mennirnir á „Archimedes" telja að svo framarlega sem sprengikúl- urnar hafi ekki sprungið 1915, þá hafi þær heldur ekki sokkið í leðj- una á hafsbotni. VERKSUMMERKI FJARLÆGÐ „Einhver hefur farið þangað á undan okkur til þess að fjarlægja öll verksummerki," segir blaða- maðurinn Colin Simpson. Grunsamlegt er að „Lusitania" er nafnlaust flak. Áletranirnar með nafni skipsins eru horfnar af brúnni og hvalbaknum. Og engu er líkara en fremsta lestarhólfið hafi verið „ryksugað", svo rækilega hafa öll verksummerki verið fjar- lægð. „Það er ekkert þarna inni — nákvæmlega ekkert eftir. Einhver hefur komið hingað á undan okkur,“ segir skozki björgunarsér-v fræðingurinn Jim Highlands. Ekki nóg með það. Frammi í skipinu var komið fyrir hreyfan- legum skotpalli fyrir 15-cm fall- byssu 1913. Hægt átti að vera að breyta „Lusitaníu" í hjálparbeiti- skip eins og flestum öðrum skip- um Cunard-skipafélagsins. Nú blasir við stærðar gat, fimm metrar í þvermál, miðja vegu milli kinnungsins og brúarinnar, þar sem skotpallurinn átti að standa. Highlands telur að hann hafi ver- ið fjarlægður með krana, verks- ummerki bendi til þess. Raunar hafa björgunarskip tví- vegis áður legið fyrir akkerum þar sem „Lusitania“ sökk úti fyrir Old Head við Kinsale. Það voru her- skipið „Reclaim" 1946 og skipið „Recovery”, sem brezka flotamála- ráðuneytið tók á leigu, 1954. Hver byrjaði á svona löngu og kostnaðarsömu verki til þess eins að eyða öllum verksummerkjum? Og hvernig stóð á allri þessari miklu fyrirhöfn, úr því að ekkert grunsamlegt átti að vera um borð? spyr blaðamaðurinn Colin Simp- son. THOMSON THOMSON THOMSON Þvottavélar Framhlaðnar Topphlaönar Hagkvæmni + afköst Hverjir eru kostirnir við topphlaðnar þvottavélar: • FYRIRFERÐALITLAR: Vélin er aöeins 45 cm breiö og kemst vel fyrir í eldhúsi eða á baði. • GÓO VINNUAÐSTAÐA: Ekki er nauösynlegt aö beygja sig þegar veriö er aö hlaða eða af- hlaöa vélina. Þaö er hægt að opna vélina, þó hún sé full af vatni. (Það er gagnlegt þegar ýmis gerfiefni eru þvegin). • MEIRI ENDING: Þvottabelgurinn er á legum báöu megin, sem stóreykur endinguna og minnkar titring. TH0MS0N er stærsti framleiöandi þvottavéla í Evrópu. TH0MS0N þvottavélarnar fara nú sigurföj; um ísland og hljóta bestu meömæli. Viö bjóðum: 5 kg topphlaðna vél meö mjög fullkomnu þvottakerfi og auk þess þurrkara sem notar nýjustu tækni og þarf ekkert útblástursrör, þar sem vélin breytir gufunni í vatn, sem er síðan dælt út á sama hátt og annaö vatn. Þessi nýja tækni er margfalt öruggari, þar sem þessi tækni krefst ekki flókins blástursbúnaðar. Verö: 16.995.- Útborgun: frá 4.000. Eftirstöövar: Allt aö 6 mán. Fáðu þér Thomson tryllitæki. Sendum hvert á land sem er. Skipholti 19. Sími 29800.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.