Morgunblaðið - 16.01.1983, Side 6

Morgunblaðið - 16.01.1983, Side 6
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1983 i Af áletruninni á pjátursskildin- um á leiði Anne Hathaway í Þrenn- ingarkirkjunni má ráða að hún hef- ur verið 67 ára er hún lést árið 1623, þannig að hún hlýtur að hafa verið um það bil 26 ára þegar hún giftist árið 1582. Margar kynslóðir af ■ lærdómsmönnum, sem sjálfir hafa ýmist verið „sannfærðir piparsvein- ar“ eða áhugalitlir eiginmenn, hafa greint í þessum aldursmuni hjón- anna, þær aðstæður, að þarna hafi kerlingargribba hrifsað til sín skegglausan yngissvein (líkan nem- endum þeirra sjálfra) og þannig hefur sú saga komist á kreik að Shakespeare hafi verið ófús að ger- ast heimilisfaðir og að hann hafi alla sína tíð lifað aö mestu fjarri „roskinni" konu sinni. Miðað við giftingarsiði og venjur á þessum tíma var Shakespeare óvanalega ungur brúðgumi, sú stað- reynd að hann var enn ekki lögráða, var ein af ástæðunum fyrir því að sótt var um sérstakt leyfi fyrir gift- ingunni. Þegar umsóknin barst var aðventan skammt undan, en þá mátti ekki lýsa með hjónum, því var enginn tími til að tilkynna um vígsluna eins og tíðkanlegt var. Ástæðuna fyrir þessum flýti má sjá í kirkjubók Þrenningarkirkjunnar. Þar er skráð skírn Súsönnu, fyrsta barns þeirra Williams og Önnu, þann 26. maí 1583, eða sex mánuð- um síðar. Það reginhneyksli, að brúðurin var ófrísk, sannfærði viktóríanska fræðimenn um að Anne Hathaway hefði verið hið mesta skaðræðis- kvendi og skáldið orðið táli hennar að bráð, enda þótt slíkar skoðanir samræmist hvorki staðreyndum né almennri skynsemi. William Shake- speare var ekki mjög eftirsóknar- vert mannsefni 1582. Ólæs faðir hans, John Shakespeare, hafði giftst dóttur þess manns er átti húsnæði það er faðir hans hafði bú- ið í og auðgast þannig og orðið einn af virtustu borgurum í Stratford. Hann missti lánstraust þegar árið 1578 og átta árum síðar var nafn hans máð út af lista yfir bæjar- ráðsmenn. Anne Hathaway var hins vegar búin að missa föður sinn og sam- kvæmt því gat vel verið, að hún hefði erft eitthvað og væri eftir- sóknarverður kvenkostur fyrir óríka menn af þeim sökum og er því allt eins hægt að hugsa sér, að Shakespeare hafi sigrað hjarta hennar með þeim töfrum máls og framsetningar sem hann síðar varð svo frægur fyrir. Annan febrúar 1585, voru annað og þriðja barn Williams og Önnu, skírð, tvíburarnir Hamnet og Judith. Saklausir lærdómsmenn gætu dregið þá ályktun af tímanum sem leið milli þessara fyrstu fæð- inga, að samband hjónanna hafi verið miður ástríðuþrungið. En jafnauðveldlega ættu þeir að geta dregið af því þá ályktun, að hjóna- kornin hafi, líkt og margir samtímamenn þeirra, verið býsna vel að sér hvað varðar getnaðar- varnir og sú ályktun gæti varpað nýju og áhugaverðu ljósi á hina ótímabæru þungun 1582. Það væri og ekki alveg úr vegi að líta á leikrit það sem Shakespeare skrifaði um hjónaband ævintýramannsins og stórerfingjans, „Kaupmaðurinn í Feneyjum", en það var eitt fárra leikrita hans, sem hann byggði al- gerlega á eigin hugmynd. Aldrei hefur nokkur fræðimaður reynt að hagga þeirri fullyrðingu skáldsins, að hann hefði skapað sterkustu og áhugaverðustu kven- persónur í enskri leiklist, en þó virðist enginn þeirra hafa gefið þeirri hugmynd gaum, að Shakespe- are hafi í raun tekið hjónabandið mjög alvarlega og að hjúskapur hans sjálfs hafi haft þessi áhrif á skriftir hans. Shakespeare vakti fyrst athygli í William Shakespeare og Anne Hathaway voru gefin saman fyrir rúmum fjögur hundruð árum. í þessari grein andmælir Germaine Greer þeirri viðteknu skoðun að hjónaband þeirra hafi verið óhamingjusamt. Hinn 27. nóvember árið 1582 færði skrifari nokkur það í em- bættisbókina í Worcester, að sótt hefði verið um sérstakt leyfi til hjónavígslu „inter Willelmum Shaxpere et Annam Whateley de Temple Grafton". Hvers vegna hann rangfærði nafn hennar á þennan hátt og hvers vegna hann sagði parið koma frá Temple Graf- ton, hefur aldrei verið skýrt. Leyfið, sem sett var í póst daginn eftir, er gefið út á nöfnin William Shag- spere, brúðguma, og brúðina Ann Hathway, frá Stratford. Við lít- um svo á að þessi William Shakespeare sé hinn sami og sa sem var skírður 26. apríl 1564, „Gulielmus filius Johannes Shake- speare" í kirkju heil- agrar þrenningar í Stratford og að hér sé um að ræða skáldið fræga. Telja verður eðlilegt að álykta sem svo, enda þótt nýjar og óyggjandi sannanir um hið gagnstæða myndu vissu- lega kollvarpa kenningunni, ef þær fyndust. En eftir tveggja alda nákvæma eftirgrennslan, er nú orðið fremur ósennilegt að slíkar sannanir komi fram og því höfum við þá trú, sem sennilega er rétt, að William Shakespeare hafi aðeins verið nítján ára gamall þegar hann kvæntist. Samtímamynd af skáldinu. London árið 1592 og árin sem liðu frá skírn tvíburanna og fram að því, eru oft nefnd „týndu árin“. Við vitum með vissu, að Anne Hath- away og börnin fylgdu William ekki til London. Við vitum ekki hvort Shakespeare var í Stratford þegar einkasonur hans, Hamnet, var jarð- sunginn þar árið 1596. Þar eð leik- húsin í London voru vanalega lokuð um miðsumarsbil, er ekki ósenni- legt, að Shakespeare hafi á sumrum dvalið í Stratford. Vitað er, að verk hans, „Venus og Adonis," var gefið út af Stratfordbúa 1593 og að faðir hans var heiðraður árið 1596, vafal- ítið fyrir orð hins vinsæla leiksk- álds. Þá vitum við líka að árið eftir keypti Shakespeare húseignina New Place, hina næst stærstu í Stratford, þar hefur Anne stýrt búi og tekist það vel, því skömmu áður en Shakespeare lést var enn bætt við eigrina húsi og landi. Til þess að standa mætti straum af kostnaðinum við búreksturinn í Stratford lifði leikskáldið eins og flakkari í stórborginni, leigði herbergiskytrur hér og hvar í öngstrætum. Önnur leikskáld á þessum tíma bjuggu jafnan ásamt fjölskyldum sínum í Lundúnum og algengasta ágiskunin um ástæðuna fyrir flökkulífi Shakespeares hefur verið sú að hann hafi viljað forðast Önnu, konu sína. En sú ágiskun er fremur byggð á ákveðnum vilja fræðimanna til að gæða skáldið óeirnum og einrænum huga, en al- mennri skynsemi. Ef hann var fráhverfur fjöl- skyldu sinni í Stratford, er örðugt að skýra, bæöi hvers vegna hann yfirgaf London á hápunkti ferils síns, 48 ára að aldri, til að lifa í faðmi hennar það sem eftir var, án þess að nágrannana þar grunaði á hverju auður hans byggðist, að því er best verður séð, og einnig, hvers vegna þetta heimahérað hans skýt- ur svo oft upp kollinum í myndmáli hans. Ekki lifði skáldið nema fjögur ár þar til að því kom að hann gerði erfðaskrá sína. Það, hve lítið hann nefnir konu sína á nafn í þessari erfðaskrá hefur orðið mikið vatn á myllu kvenhatursfræðimennskunn- ar. í viðbót sem rituð hefur verið aftan við erfðaskrána eftir á er þessi frægu orð að finna: „Item skal kona mín hljóta næst bestu hvílu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.