Morgunblaðið - 16.01.1983, Page 18

Morgunblaðið - 16.01.1983, Page 18
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1983 Leiguhúsnæði Til leigu er húsnæöi á einum besta staö í austurborg- inni í verslunarmiöstöðinni Nóatúni 17, (áöur Spari- sjóöur vélstjóra og Sparisjóöurinn Pundiö). Húsnæöiö er innréttað og laust nú þegar. Góö og mikil bíla- stæöi. Upplýsingar í símum 18955 og 35968. Tilkynning um flutning Endurskoðunarmiðstöðin hf. N. Manscher hefur flutt starfsemi sína í Höföabakka 9, 5. hæö. Nýtt síma- númer 85455. Viðskiptamönnum er bent á rúmgott bílastæði norö- an viö húsiö, á milli Höföabakka 9 og Prentsmiöjunn- ar Odda hf. Nýir félagar Um síöustu áramót bættust 3 löggiltir endurskoö- endur á hóp eigenda skrifstofunnar, þeir Reynir Vign- ir og Símon Á. Gunnarsson í Reykjavík og Björn St. Haraldsson á Húsavík. Endurskoóunar- mióstöóin hf. N.Manscher Höfðabakki 9 Pósthólf 5256 125 REYKJAVlK Sími 85455 ALLTAF A ÞRIÐJUDOGUM —tHm— Rætt við Rafn Hjaltalín knattspyrnudómara Markvörðurinn Toni Schumacher átti ekki sjö dagana sæla eftir HM-keppn- ina á Spáni Hver er rétti maðurinn til þess að vera í treyju númer 9 í enska landsliðinu? Knattspyrnuúrslit frá Englandi, Spáni, ítalíu, Hollandi og Skotlandi og margt fleira. Itarlegar og spennandi íþróttafréttir SVIPMYND A SUNNUDEGI MIGUEL DE LA MADRID STJÓRNMÁLAMENN í Mexíkó voru ekki allir á eitt sáttir er Miguel De La Madrid tók við for- setaembætti landsins fyrir nokkrum dögum. Mörgum þótti hinn rólyndi Harvard-lærði Madrid ekki vera spegilmynd þess manns sem margir telja að þurfi að sitja í sæti þessu í Mex- íkó, en þar hafa að öllu jöfnu staðið sig best miklir járnkarlar og stjórnir landsins hafa jafnan borið keim af því. Menn deildu um hvort De La Madrid væri nógu harðskeyttur til að ráða við verkefnið. En allar götur síðan flokkur De La Madrid útnefndi hann sem frambjóðanda sinn og þar til hann sór embættiseið hinn flugmælskir á enska tungu. Þá er De La Madrid fyrsti forseti landsins í marga áratugi, sem tilheyrir ekki frímúrararegl- unni. Leið De La Madrid á toppinn, hefur verið hæg og sígandi, raunar endurspeglað manngerð- ina. Hann fæddist inn í milli- stéttarfjölskyldu 12. desember 1934. Faðir hans var lögfræðing- ur og þegar De La Madrid var aðeins tveggja ára var faðir hans myrtur. Hann var þá verjandi smælingja sem voguðu sér að stefna voldugum landeigendum. De La Madrid fæddist í bænum Colima, en eftir fyrrgreinda at- burði flutti hann með móður sinni til Mexíkóborgar. Þar gekk La Madrid þeirri stöðu í stjórn Portillo. 1979 skipaði Portillo hann fjárlagaráðherra sinn. Staða hans var þar með orðin afar sterk, því fram að þessu var hann lítt kunnur af þjóð sinni, en aðallega kunnur af erlendum bankajöfrum. Nú var hann orð- inn áhrifamikill stjórnmálamað- ur og borgarstjórar, sýslumenn og aðrir stjórnmálamenn runnu til hans í stríðum straumum þar sem hann réði fjármagnsstreym- inu til þeirra. De La Madrid og forsetinn Portillo voru ávallt miklir og nánir samstarfsmenn og oft virtist mönnum sem forsetinn væri að búa yngri manninn und- ir að verða eftirmaður sinn. Það fyrsta þessa mánaðar, hefur ímynd hans breyst hreint ótrú- lega. Nú velta menn ekki lengur vöngum yfir því hvort hann reynist nógu mikill járnkarl, heldur hvort hann hreinlega verði ekki einum of harðhentur, ekki einungis hvað varðar að- gerðir gegn dalandi efnahagslífi landsins, heldur einnig tengslum við kosningaloforð um að upp- ræta spillingu í Mexíkó. Þessa breytingu þykjast menn hafa merkt á þeim 34 mánuðum sem kosningabaráttan stóð yfir, eða þegar De La Madrid var út- nefndur af flokki sínum. Hans nánustu eru ekki sömu skoðunar. Vinir hans segja hann í engu hafa breyst, því á bak við afslappaða og yfirvegaða fram- komu hans hafi alltaf leynst staðfastur og sjálfsöruggur mað- ur. Kona hans, Paloma Cordero De La Madrid, gat þess að þegar þau kynntust fyrst, hafi faðir hennar nær strax spáð því að þessi maður myndi ná langt, því hann liti mikilvæg málefni al- varlegum augum og hann væri gæddur feiknalegum viljastyrk. Hinn nýi forseti og hinn fráfar- andi, Jose Lopez Portille þykja vera eins og svart og hvítt; Port- ille skapmikill og flókinn per- sónuleiki, Madrid hins vegar rólegur á yfirborðinu og gæddur miklu sjálfstrausti. De La Mad- rid er einnig 15 árum yngri en Portille og það þykir boða breytta tima í Mexíkó, því flestir af nánustu samstarfsmönnum De La Madrid, eru á svipuðum aldri, menntaðir erlendis og Miguel De La Madrid, t.h. minniat vii fréfarandi for- setann og samstarfsmann sinn, Jose Luis Portillo, 1. desember síðastliöinn. hann í skóla og árið 1953 skráði hann sig í lögfræði við Háskól- ann þar í borg. Fjórum árum síð- ar útskrifaðist hann. 24 ára gamall gekk hann í það heilaga með núverandi eiginkonu sinni Palomu og eiga þau fimm börn á aldrinum 12—22 ára. Þá þegar var hann farinn að vinna í ríkis- banka sem lögfræðiráðunautur, en fljótlega lá leiðin til Mexíkó- bankans. Þar fékk hann með- mæli með umsókn sinni um skólavist í Harvard-háskólanum og 1965 útskrifaðist hann þaðan með MA-próf í stjórnsýslustörf- um. Leiðin lá aftur heim til Mexíkó og þar hélt hann áfram á frama- brautinni. Hann vann ýmis stjórnarstörf á efnahags- og fjármálasviðum uns hann var ráðinn fjármálastjóri Olíuversl- unar Mexíkó. Þaðan lá leiðin í fjármálaráðuneytið þar sem hann vann sem deildarstjóri og var þá í þrjú ár undirmaður hins fráfarandi forseta Portillo, en hann var þá fjármálaráðherra. Stjórnmálaframi De La Madrid var nú kominn á mikinn skrið og þegar Portillo bauð sig fram til forsetakjörs 1976, varð De La Madrid aðstoðarfjármálaráð- herra. Eftir kjör Portillo hélt De kom því fáum á óvart, er Portillo lýsti yfir ákvörðun sinni að gefa ekki kost á sér til endurkjörs á ársþingi Byltingarflokksins síð- astliðið sumar og tilnefndi De La Madrid sem eftirmann sinn. Það kom fáum á óvart, en var ekki öllum til sannrar gleði. Þeir sem fyrtust voru fyrst og fremst gamlir og skólaðir stjórnmála- menn, sem líta á forsetakjör De La Madrid sem enn einn sigur nýrrar og upprennandi kynslóð- ar stjórnmálamanna í landinu. Þrátt fyrir yfirburðasigur, þar sem De La Madrid fékk 76 pró- sent atkvæða og keppti við sex aðra frambjóðendur, stendur hann frammi fyrir miklum vanda að ná tökum á flokki sín- um og hrófla við hinni rótgrónu flokksvél og hinu pólitíska skrifræði. En takist honum það, gæti orðið gjörbylting á stjórn- arfari í Mexíkó. Það er mál margra að honum takist þetta. Hann er orðlagður fyrir heiðarleika og hans nán- ustu eru sannfærðir um að hann muni ekki misnota stöðu sina í eigin þágu eins og margir stjórn- málamenn í Mexíkó gera og hafa gert í gegnum árin. Einn af nán- ustu vinum hans segir: „Ég verð afar undrandi ef hann á einni krónu meira þegar hann lætur af embætti heldur en hann átti er hann tók við því.“ Þessi orð þykja lýsa manninum afar vel, það virðist vera hagur þjóðar- innar fyrst og fremst sem vakir fyrir honum og reynist það rétt, mega Mexíkanar sitja sáttir yfir nýja forsetanum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.