Morgunblaðið - 16.01.1983, Síða 23

Morgunblaðið - 16.01.1983, Síða 23
Vinnur I frystihúsi » á daginn - skrifar ljóð og skáldsögur á kvöldin Sófus Berthelsen, starfsmaður hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, tekinn tali „Mér hefur alltaf gengid erfió- lega að halda mig í takt við tím- ann. Þegar ég fór að fást við það að yrkja Ijóð sem unglingur kunni ég lítið fyrir mér í hefðbundinni Ijóðagerð og orti því í frjálslegu formi og skeytti lítt um stuðla og höfuðstafi. En í þann tíma var slík- ur kveðskapur forboðinn og þótti hið mesta leirhnoð. Núorðið yrki ég hins vegar allt bundið, en því miður er það víst komið úr tísku.“ Svo mælir Sófus Berthelsen, 68 ára gamall maður sm vinnur í frystihúsi Bæjarútgerðar Hafn- arfjarðar á daginn, en yrkir ljóð og skrifar skáldsögur á kvöldin og þegar frístund gefst. Sófus hefur átt annríkt lífshlaup, unn- ið ýmis störf til lands og sjávar og getið af sér átta börn. Það hefur því sjaldnast verið stund afgangs til ritstarfa, „kannski helst í æsku eða nú í seinni tíð eftir að börnin fóru að heiman," eins og Sófus orðaði það. Sófus hefur gefið út eina ljóðabók, Hugarflugur heitir hún og kom út í fyrravor. Ljóðið Gleraugun sem fylgir greininni er úr þeirri bók. En áfram með spjallið við Sófus: „Ég var ákaflega draumlyndur unglingur, hálfgerður einfari, og átti litla samleið með jafnöldr- um mínum. Og strax fyrir ferm- ingu var ég farinn að hnoða sam- an Ijóðum, þó kannski fremur af vilja en mætti. En ég fór samt með drög að ljóðabók til útgef- anda og sýndi honum, en hann taldi kveðskapinn ómögulegan og hvatti mig til að hætta þessu. Og reyndar hætti ég sjálfkrafa að yrkja þegar lífsbaráttan fór að harðna og ég hafði fyrir fjöl- skyldu að sjá. Og það eru ekki nema u.þ.b. 10 ár síðan ég fór að setja saman ljóð aftur." — Brauðstritið hefur staðið í vegi skáldgyðjunnar? „Brauðstritið já, í orðsins fyllstu merkingu. Ég hóf nefni- lega mína starfsævi sem bakari, ég er með bréf uppá bakaraiðn. En ég varð að hætta brauð- bakstri vegna ofnæmis fyrir hveiti. Ég fór þá að stunda sjó- inn, bæði á togurum og bátum. Níu trillur hef ég átt um ævina og á tímabili var ég einn stærsti trillukóngurinn í bænum. Ég hætti sjómennskunni samt, vildi breyta til, og fór að vinna hjá Póstinum og var þar í 15 ár. Kaupið var ekki upp á marga fiska þar, svo ég sagði upp og hóf störf hjá Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar og hef verið þar síðustu níu árin. Og nú er ég sem sagt farinn að yrkja aftur og skrifa skáldsögur." — Ætlarðu að reyna að koma skáldsögunum á þrykk? Sófus Berthelsen önnum kafinn við störf sin i frystihúsi Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar. Morgunbladið/ Kristján Einarsson. JC er félagsmálaskóli sem hefur það markmið að láta gott af sér leiða - segir Andrés Sigurðsson, sem tók við starfi fram- kvæmdavaraforseta JC International um árámótin Nú um áramótin tók Andrés Sig- urðsson viðskiptafræðingur við starfi framkvæmdavaraforseta JC International, með Bandaríkin og Karadíska hafið sem umráða- svæði. Andrés gegndi starfi alþjóð- legs varaforseta JC International á liðnu ári og var landsforseti JC á íslandi árið þar á undan. Andrés er fyrsti íslendingurinn sem gegnir starfi framkvæmdavaraforseta, en einn annar íslendingur hefur áður verið alþjóðavaraforseti, en það er Olafur Stephensen sem rekur sam- ncfnda auglýsingastofu. En hvað felst í því að vera framkvæmdavaraforseti JC International? Andrés lýsti því svo í stuttu rabbi við blaðamann Morgunblaðsins: „JC International er alþjóðleg hreyfing 77 landa sem lýtur al- þjóðastjórn. Stjórnin er kosin árlega og er skipuð, í fyrsta lagi heimsforseta, sem er æðsti mað- ur hreyfingarinnar, og í öðru lagi 5 framkvæmdavaraforset- um, sem hver um sig hefur ákveðið svæði til umráða. Ég er einn þeirra í ár og hef Norður- Ameríku sem umráðasvæði. Hin umráðasvæðin fjögur eru Evr- ópa, Asía, Suður-Ameríka og Afríka. Hlutverk okkar fram- kvæmdavaraforsetanna er að vera tengiliðir á milli alþjóða- stjórnarinnar og þeirra landa sem eru innan þess svæðis sem við höfum umsjón með. Okkur til aðstoðar eru síðan 16 alþjóðlegir varaforsetar, sem ferðast um að- ildarlöndin sem ráðgjafar, halda námskeið, safna upplýsingum o.fl. í fyrra gegndi ég slíku starfi í enskumælandi Afríku og var þá m.a. í 6 vikur á ferðalagi og heimsótti 7 lönd í Afríku. Al- þjóðastjórnin hittist svo fjórum sinnum á ári og tekur til með- ferðar ýmisleg málefni hreyf- ingarinnar, ræðir stefnu og starfsemi hreyfingarinnar, að- steðjandi vandamál, fjármál o.fl. Á hverju ári í nóvember kemur saman heimsþing JC Inter- national og þá er kosið í öll þessi embætti. Síðasta heimsþing var haldið í Seoul í Suður-Kóreu." — Hvers konar félagsskapur er Junior Chamber? „Það hefur nú gengið brösug- lega. Fyrir nokkrum árum fór ég með handrit að sögu í Mál og menningu en þeir voru ekki ánægðir með það, töldu að sagan væri allt of löng og vildu ekki taka hana. Þá talaði ég við þá hjá Iðunni og þeir voru bara ánægðir með söguna, hins vegar urðu þeir reiðir og hentu í mig handritinu þegar ég sagði að þetta væru engar kellingabók- menntir. Nú þá lá leið mín í Al- menna bókafélagið og þar tók Eiríkur Hreinn Finnbogason vel „Þetta er félagsskapur karla og kvenna á aldrinum 18—40 ára, sem hefur það tvíþætta hlutverk, annars vegar að þjálfa fólk í ýmiss konar félgsstörfum, en það er gert m.a. með nám- skeiðahaldi í fundarsköpum, ræðumennsku, stjórnun, setn- ingu markmiða o.fl. af því tagi; og hins vegar að standa að margvíslegri hjálpar- og góðgerðarstarfsemi. Vægi hvors þáttarins um sig er dálítið breytilegt eftir löndum og sums staðar er annar þátturinn ríkj- andi. Það má kannski í stuttu máli lýsa JC sem félagsmála- skóla sem hefur það markmið að láta gott af sér leiða. Hreyfingin var stofnuð í Bandaríkjunum árið 1915, en verður alþjóðleg 1944 og kemur til íslands 1960. Það eru um 500.000 manns félagar í JC Int- ernational, þar af 280.000 í Bandaríkjunum. Á Islandi eru 1.400 manns meðlimir í JC í 36 félögum, en það er eins og nærri má geta hæsta hlutfall í heimin- um miðað við höfðatölu." á móti mér, en taldi þó að það þyrfti að lagfæra ýmislegt, fella niður það sem höfundur segir frá eigin brjósti og stytta söguna verulega. Hann bauðst jafnvel til að gera þetta fyrir mig. Ég veit ekki hvað verður en vonandi tekst mér að koma sögunni út.“ — Um hvað fjallar þessi saga? „Hún er um dreng sem fer illa út úr æskunni, hann er lagður í einelti af jafnöldrum sínum og mikið strítt. Það má segja að sagan sé að sumu leyti byggð á Andrés Sigurðsson { skrifstofu sinni í Vörumarkaðinum. — Hver verða helstu verkefni JC International á þessu ári? „Heimssambandið velur sér árlega ákveðið áhersluverkefni, minni eigin reynslu, a.m.k. fór ég af stað með því hugarfari að skrifa eins konar bernskuminn- ingar! hins vegar tók penninn fljótlega af mér völdin og sagan fór að lúta sínum eigin lögmál- um. Ég er með aðra bók í smíðum sem ég hef verið að vinna að undanfarin ár, hún á að heita „Kreppuþý" og fjallar um lífs- máta fólks hér á íslandi á kreppuárunum 1930—’40. Ég er ekkert farinn að hugsa um út- gáfu á þeirri sögu ennþá." — En snúum okkur aftur að ljóðunum, Sófus, um hvað yrk- irðu helst? „Allt mögulegt. Ég sest ekki niður með blað og blýant ákveð- inn í því að yrkja ljóð. Það er frekar að maður detti ofan á ljóð annað veifið, það kemur eigin- lega alveg fyrirvaralaust, gjarn- an út frá einhverju spaugilegu atviki eða setningu sem ég heyri eða les. Og oft hef ég snúið frétt- um í dagblöðum yfir í bundið mál. En þótt yrkisefnin séu margbreytileg og spretti mest upp úr atburðum í daglegu lífi mínu, þá einkennast flest ljóð mín af spaugilegu ívafi, eru sem sagt flest hver hálfgerð gam- anljóð." Gamanljóð, segir Sófus, hér er eitt slíkt: Gleraugun Kg dundaði í vinnu við snúll og snall er snögglega gerftist undur, mér gliftnuftu fætur, á gólfinu datt og gleraugun hrukku í sundur. Vongóftur í skyndi á skrifstofu gekk, skyldi ég fá nokkrar bætur? Svona fór þaft, neikvætt svar ég fékk, sanngirnin komst ekki á fætur. í illu skapi ég stillti upp stút og stöftugt var nöldraft og hvinift, og heima um kvöldift ég sat meft sút og sá ekki fallega kynift. En kátur ég seinna aft sjálfum mér hló, þótt sjaldan af rúminu gorti, allt hafftist aft lokum meft þukli, og þó, þolinmæftina skorti. I»ótt hafi um stund vifthaft ragn og raus ög reynt aft vinna aft gagni, er margt sem gera má gleraugnalaus til gamans ef vifthöfft er lagni. þ.e.a.s. eitthvert hjálparverkefni sem JC-félög vítt og breitt um heiminn sameinast um að vinna að hvert með sínum hætti. Heimsverkefnið í ár heitir á ensku North South Cooperation. M.ö.o., JC-hreyfingin mun beita sér fyrir því að reyna að minnka bilið á milli ríkra og fátækra þjóða í heiminum, að stefna að því með einhverjum hætti að auka framlög frá ríkari aðildar- löndum til hinna fátækari. Slíkt heildarverkefni er auðvitað hólf- að niður í mörg smærri verkefni, sem einstök aðildarlönd eða fé- lög vinna sjálfstætt að. Ég get nefnt sem dæmi að Norðurlönd- in hafa sameinast um koma upp vantsbrunnum í Zimbabe, og Is- lendingar munu væntanlega leggja höfuðáherslu á að setja upp og endurreisa skóla fyrir fötluð börn í Kenýa." — Fer ekki mikill tími í að sinna starfi framkvæmdavara- forseta? „Ætli ég verði ekki í u.þ.b. 9 vikur erlendis á árinu vegna starfsins. Ég reikna með að fara 5 sinnum utan og er nú að fara í mína fyrstu ferð á stjórnarfund í höfuðstöðvum hreyfingarinnar í Coral Gables, auk þess sem ég mun sitja þing bandarísku hreyfingarinnar. Auðvitað er þetta talsverður tími sem ég verð frá störfum hér heima, en ég hefði ekki gefið kost á mér í þetta embætti ef ég væri ekki tilbúinn til að eyða í það þeim tíma sem þarf.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.