Morgunblaðið - 16.01.1983, Blaðsíða 30
74
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1983
A DROmNSWGI
■UMSJÓN:
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Gunnar Haukur Ingimundarson
Séra Ólafur Jóhannsson
„Leiklist er góð aðferð
til kristinnar boðunar"
- segir Kúnar Kcynisson
Hérlendis var til skamms tíma
enginn skóli fyrir kristna leik-
menn, sem vildu uppfræðslu í
kristinni trú og þjálfun i kristilegu
starfi. Meft stofnun leiðtogalínu
við Kkálholtsskóla stendur þetta
að vísu til bóta. I>ó eru enn dæmi
um íslendinga sem leita slíkrar
menntunar og þjálfunar i biblíu-
skólum erlendis. Einn þeirra er
Rúnar Reynisson, tvítugur Reyk-
víkingur, sem í vetur hefir gengið á
Kundgárdens-folkehögskole í
Helsingfors í Kvíþjóð. Nánar til-
tekið stundar Rúnar nám á þeirri
braut skólans sem ætlað er að
þjálfa kristna leikmenn til að
standa að leikrænni tjáningu í
kristilegu starfi. Okkur fannst við
hæfi að spyrja Rúnar fáeinna
spurninga meðan hann var staddur
hér heima í jólafríinu.
I*að virðist augljóst, að þú munir
að einhverju leyti eiga rætur í
kristilegu starfi, fyrst þú velur
þessa námsbraut?
Já, þær á ég. Meðan ég var
yngri, sótti ég fundi KFUM eins
og algengt er um stráka á viss-
um aldri. Eins og líka er algengt,
hætti ég í KFUM nálægt ferm-
ingaraldri og tók ekki þátt í
neinu kristilegu starfi um tíma.
En fáeinum árum síðar fór ég á
kristilegt skólamót í Vatnaskógi
fyrir tilstilli kunningja. Þar átti
ég afturhvarf til Krists og hef
lifað í samfélagi við hann síðan,
og þá auðvitað tekið þátt í kristi-
legu starfi. Mest hef ég starfað í
KSS og KFUM, en einnig í beinu
starfi Þjóðkirkjunnar.
Þú segist hafa átt afturhvarf.
Hvernig tóku vinir þínir og kunn-
ingjar því, er þú sagðist vilja vera
meira en nafnkristinn?
Flestir virðast hafa þá af-
stöðu, að trúin sé einkamál hvers
og eins, öðrum óviðkomandi. I
samræmi við það leyfa flestir
mér að hafa trú mína í friði, en
ætlast e.t.v. til þess, að ég leyfi
þeim að vera annarrar skoðunar
í friði.
Einhver aðdragandi hlýtur að
vera að utanferð þinni?
Þar sem ég hef tekið þátt í
kristilegu starfi, hefur notkun
leikrænnar tjáningar færst í
vöxt, í helgileikjum, leikrænni
útfærslu eða heimfærslu biblíu-
texta og öðrum leiknum þáttum,
þar sem sannindi kristindómsins
Tilraun til framsetningar á trúar-
játningunni á táknrænan hátt
Víð höldum þá áfram með trúarjátninguna framsetta á táknræn
an hátt. en rifjum jafnframt upp fyrstu grein hennar.
Ég trúi á
Guó, föður
almáttugan
skapara himins og jarðar.
Kg trúi á Jesúm
Krist,
hans einkason,
Drottin vorn, sem
getinn er af heilög-
um anda, fæddur af
Maríu mey,
píndur undir valdi
Pontíusar Pílatusar,
krossfestur, dáinn
og grafinn, steig
niður til heljar
reis á þriðja degi aft-
ur upp frá dauðum.
IC ’xc
A uu'
&
Hinn jafnarma,
svokallaði gríski
kross, þar sem í eru
upphafs- og loka-
stafirnir grísku í
Jesús (IC) og Krist-
ur (XC). Einnig eru
þar grísku bókstaf-
irnir alfa og omega,
sem tákna upphafið
og endinn, „hinn
fyrsta og hinn síð-
asta“. (Op. 22:13.)
Jatan og sexhyrnd
Betlehemsstjarnan.
Kristur (krossinn)
sigrar herskara
heljar, djöfulinn
(orminn). Haus-
kúpan táknar
manninn án sam-
vista við Guð. (1.
Pét. 3:19.)
Tóm gröfin og
krossmark í sigur-
fána.
eru dregin fram. Ég fékk
snemma tækifæri til þess að
taka þátt í þessu — fyrst sem
einn leikenda, en síðan var mér
falið að sjá um ýmsa slíka þætti
og ég fékk mikinn áhuga á að_
efla þennan þátt í kristilegu
starfi. A vegum Æskulýðsstarfs
Þjóðkirkjunnar komu sænsk
hjón hingað til lands og héldu
námskeið um efnið. Fyrir tilstilli
þeirra komst ég í samband við
þennan skóla, sem er rekinn af
sænskri heimatrúboðshreyfingu
innan kirkjunnar, — sú hreyfing
heitir EFS.
Hvaða námsgreinar eru á þess-
ari námsbraut?
Biblíufræði eru langfyrirferð-
armest á stundatöflunni. Til
þess að geta komið boðskap
Ritningarinnar til skila í leik-
rænni tjáningu, er nauðsynlegt
að hafa almenna og góða þekk-
ingu á honum. Þá erum við í fjöl-
miðlafræði, því nú* á tímum
hljóta kristnir menn að reyna að
hafa áhrif á blöð, útvarp og sjón-
varp og koma kristnum boðskap
til skila með þeim hætti. Ekki
má svo gleyma leiklistinni, en
við þessi 11 á leiklistarbrautinni
sjáum m.a. um kvöldbænir í öll-
um skólanum og leikum þá
gjarnan fyrir hina 150 nemendur
skólans, sem eru á öðrum
námsbrautum skólans og líta á
okkur sem sérstakan, kristinn
hóp.
Geturðu fært þér lærdóminn í
nyt þegar heim kemur?
Það er alveg öruggt. Ég geri
mér að vísu ekki vonir um að
hafa atvinnu af leiklist, en mun
reyna að styðja við leiklistar-
áhuga í kristilegu starfi heima,
einkum í KSS. Leiklist í kristi-
legu starfi hefur tvær hliðar.
Hún er góð aðferð til boðunar út
á við, því oft verður boðskapur-
inn skýr og lifandi í búningi leik-
ins þáttar. Ekki síður stuðlar
vinnan við undirbúning leiknu
þáttanna að betra samfélagi
þátttakenda og auknum skiln-
ingi þeirra á boðskap viðfangs-
efnisins.
Með það kveðjum við Rúnar,
óskum honum góðs í Kvíþjóð og
vonum, að starf hans að loknu
námi verði íslensku kristnilífi til
góðs.
■löFte
Sakkeus
2. sunnudagur eftir þrettánda. Lúkas 19. 1—10
Marinó kom til viðtals við mig um daginn og sagðist
vera hálf leiður á lífinu, vinnan væri tilbreytingarlaus
og grámugga yfir heimilislífinu. Svo yrði lítið um fé-
lagslíf í fannferginu. Okkur kom saman um að þessi
lífsleiði væri ekki af þeim toga spunninn, sem þykir
alvarlegastur og þungbærastur, samt væri óþarfi að
burðast með hann og láta hann skemma daga, sem ella
gætu verið góðir og friðsælir.
Marinó er trúaður maður, hann tekur þátt í lifandi
kirkjusamfélagi. Hann hefur sjálfur sagt frá því hvern-
ig líf hans breyttist þegar hann varð starfandi og ját-
andi á trú sinni á Jesúm. Samt koma tímabil í lífi hans
þegar þreyta og tilbreytingarleysi skyggir á gleðina í
trúnni. Við töluðum saman um Sakkeus, hann, sem
eignaðist nýtt og litríkara líf, dýpra og fyllra þegar
hann hitti Jesúm og opnaði heimili sitt fyrir honum.
Skyldi það ekki hafa gerzt í lífi Sakkeusar síðar að
þreytulegar tilfinningar hafi stundum yfirbugað fögn-
uð hinnar fyrstu trúargleði? Ég er viss um að það hefur
gerzt og það gerist í lífi allra. En svo rofar aftur til,
trúin yljar aftur um hjartarætur, hún varpar birtu og
yl yfir allt í lífinu, vinnuna, heimilið, starfið í kirkjunni
og samfélagið við aðra og sjálf okkur.
Sakkeus fékk að lifa kraftaverk í lífi sínu. Við, sem
höfum fengið að lifa sama kraftaverkið, megum treysta
því að Jesús endurlífgar trú okkar aftur og aftur. Við
getum þurft að hafa dálítið fyrir því að rækja samfé-
lagið við hann en við megum ekki láta það aftra okkur.
Ef Sakkeus hefði ekki klifrað upp í tréð hefði líf hans
líklega ekki breytzt. Ef við hættum að bera okkur eftir
uppörvun og festu í trú okkar hætta kraftaverk trúar-
innar að gerast í lífi okkar. En við skulum halda áfram
að vænta gleðinnar í trúnni.
Biblíulestur vikuna 16.—22. jan.
Sunnudagur 16. jan.: Jóh. 2:1—11.
Mánudagur 17. jan.: Matt 5:27—32.
Þriðjudagur 18. jan.: Matt. 5:33—37.
Miðvikudagur 19. jan.: Matt. 5:33—58.
Fimmtudagur 20. jan.: Matt. 6:1—5.
Föstudagur 21. jan.: Matt. 6:5—15.
Ijaugardagur 22. jan.: Matt. 6:16—23.
Jesús Krístur — líf heimsins
Alþjóólega bænavikan 17.—23. janúar 1983
Eftirfarandi bæn um einingu
milli manna er ættuð frá
Norður-írlandi.
Efni alþjóðlegu bænavikunn-
ar fyrir einingu kristinna
manna að þessu sinni er Jesús
Kristur — líf heimsins. Þetta
efni var valið með tilliti til
þess, að það verður meginefni
Sjötta heimsþings alheimsráðs
kirkna í Vancouver í Canada,
24. júlí til 10. ágúst í sumar.
Allir kristnir menn eru hvattir
til þess að minnast þessa þings
með kærleika Krists í huga og í
bænum sínum.
íhugunarefni alþjóðlegu
bænavikunnar nú er I. Jéh.
1:1—4. Jesús er orð lífsins og
það er í gegnum hann og í hon-
um, sem Guð miðlar lífi sínu til
heimsins, sbr. Jóh. 3:16.
Kirkjan, sem er líkami
Krists, er náðarmeðal samfé-
lags Guðs og manns og manna
á milli. í hvers konar neyð og
ranglæti í heiminum glata orð
gildi sínu. Heimurinn þarfnast
orðs lífsins. í slíkum kringum-
stæðum er aðkallandi eining
kirkjunnar s.s. í þjónustu,
réttlæti, friði og trúboði, í
stuttu máli fyrir lífi heimsins.
1. dagur. Orð lífsins er frá
uphafi (v.l) 1. Mós. 1:1—2,
2:4b—7, Sálm. 33:1-12, Kol.
1:15-17, Jóh. 1:1-4.
2. dagur. Orð lífsins varð sýni-
legt (v.2) 5. Mós. 30:11 — 14,
19-20, Sálm. 98, Gal. 4:4-7,
Jóh. 1:9-18.
3. dagur. Líf er samfélag við
Guð (v.3b) Jer. 31:31—34, Sálm.
63:1-9, 1. Jóh. 4:13-16, Jóh.
15:1-5.
4. dagur. Líf er samfélag hver
við annan (v.3a) Esek.
37:15-22, Sálm. 133 (132),
Post. 2:42-47, Jóh. 13:33-35.
5. dagur. Lífí er ógnað af
myrkri (vv.5—7) Jes. 59:9b—15,
20, Sálm. 37:1-13, 1. Jóh.
1:5-7, Lúk. 23:44-49.
6. dagur. Líf er boðað heimin-
um (w.2—3) Jes. 61:1—4, Sálm.
34 (33):1—10, 2. Kor. 4:7-15,
Matt. 28:16—20.
7. dagur. Eilíft líf (v.2)
Harmlj. 3:17-26, Sálm.
16:5-11, Kol. 3:1-4, 11-15,
Jóh. 5:24-27.
8. dagur. Fögnuður lífains í
samfélaginu (v.4) Jer. 31:10—13,
Sálm. 149, Fil. 4:4-9, Jóh.
15:10-15.
Faðir vor, vér erum börn vorra tíma, tengd kringumstæðum
vorum. Allt í kringum oss eru merki og tákn ótta, haturs og
dauða.
Faðir, vér höfum leitað leiða til friðar og sátta, en ávallt of
lítið og of seint, og alltaf hafa vonir vorar brostið. Vér erum
ringluð og reið, jafnvel vonlaus. Vér viljum ekki hafa nein
afskipti af þessu, heldur þvo hendur vorar og koma oss burt
frá þessu.
En í hvert sinn, sem vér snúum oss undan til að fara, þá er
vegur vor lokaður með vegtálma úr krossi, krossi Krists.
Gjör þú oss Drottinn að fólki vonarinnar. Frelsaðu oss frá
kaldhæðni og örvæntingu. Gefðu oss von, sem byggir á sigri
þínum yfir illsku, yfir hatri, jafnvel dauðanum sjálfum. Og
þessi von á upprisulíf þitt brýzt þá inn í myrkvað líf sem ljós,
er skín í niðamyrkri, sem sæði, er grær, jafnvel í eyðimörk.
Faðir vor, vér erum börn vorra tíma. Allt í kringum oss eru
tákn haturs, ótta og dauða, samt vonum vér á tákn táknanna,
— þinn auða kross, vegna þess að þú lifir að eilífu og vegna
þess að börn þín eru fangar, fangar vónarinnar.
Guði séu þakkir. Amen.