Morgunblaðið - 16.01.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1983
75
Bridge
Arnór Ragnarsson
Bridgesamband
íslands
Á fundi 11. janúar ákvað
stjórn Bridgesambandsins að
fjöldi þátttökusveita frá hverju
svæði í undankeppni íslands-
mótsins í sveitakeppni yrði
reiknaður út í beinu hlutfalli við
árgjaldsgreiðslur félaga svæð-
anna frá 1. janúar til 1. júní
1982. Alls taka 24 sveitir þátt í
undankeppni Islandsmótsins,
þar af er 8 sætum úthlutað mið-
að við úrslit síðasta árs, en hin-
um 16 sveitunum er úthlutað
með hlutfallsreikningi. Þátt-
'tökuréttur svæðanna á ís-
landsmóti 1983 er þá þessi:
Sræói Sveitir
Kcvkjavík 6+5=11
Reykjanes 2 =2
Vesturland 1+1=2
Vestdrðir 1 =1
Noróurland vestra 2 =2
NorAurland eystra 1+1=2
Austurland 1 =1
Suðurland 2 =2
íslandsmeistarar f. árs 1=1
Samtals 24
íslandsmótið í sveitakeppni
verður haldið dagana 18.—20.
mars, undankeppnin, og 31. mars
— 3. apríl, úrslit.
Islandsmótið í tvímenningi
verður haldið 28. apríl — 1. maí
og þar er öllum félögum Bridge-
sambandsins heimil þátttaka.
Dagana 4.-6. febrúar verða
haldin íslandsmót kvenna og
spilara 25 ára og yngri í sveita-
keppni. öllum sem uppfylla
þessi skilyrði er heimil þátttaka
í mótunum. Þátttökufrestur er
til 31. janúar og fyrirliðar eru
beðnir að skrá sveitir sínar hjá
Bridgesambandinu í síma 18350
eða í síma 24371 (Guðmundur
Hermannsson). Keppnisgjald
verður haft í lágmarki. Bridge-
sambandið mun reyna að mynda
sveitir ef einhver pör óska þess.
Á fundinum lágu fyrir um-
sóknir frá 4 bridgefélögum um
inngöngu í Bridgesambandið:
Bridgefélagi Blönduóss, Hvera-
gerðis, Hvolsvallar og Þor-
lákshafnar. Umsóknirnar voru
allar samþykktar.
Einnig var ákveðið að breyta
bronsstigaskráningu félaganna.
I stað bronsstigablokkanna
munu félögin nú senda skýrslu
til Bridgesambandsins tvisvar á
ári með nöfnum og stigafjölda
þeirra spilara sem hafa unnið til
brosstiga hjá félaginu.
Bridgedeild
Breiðfirðinga-
félagsins
Enda þótt einni umferð sé
ólokið í aðalsveitakeppni deild-
arinnar hefir sveit Hans Nielsen
þegar tryggt sér sigur í mótinu.
Með Hans eru í sveitinni: Ágúst
Helgason, Hannes Jónsson, Lár-
us Hermannsson, Ólafur Lárus-
son og Hermann Lárusson.
Röð sveitanna er nú þessi:
Hans Nielsen 292
Óskar Þór Þráinsson 245
Ingibjörg Halldórsdóttir 238
Kristín Þórðardóttir 223
Steingrímur Jónasson 214
Sigurjón Helgason 209
Elís R. Helgason 209
Magnús Halldórsson 208
Daníel Jónsson 206
Sigríður Pálsdóttir 194
27. janúar nk. hefst baromet-
ertvímenningur deildarinnar og
hafa þegar 42 pör tilkynnt þátt-
töku sem tilkynnist til Guð-
mundar Kr. Sigurðssonar í síma
21051.
Síðasta umferðin verður spil-
uð á fimmtudag í Hreyfilshúsinu
og hefst keppnin kl. 19.30.
Hreyfill —
Bæjarleiðir
Sjö umferðum af 11 er lokið í
sveitakeppninni og er staða efstu
sveita nú þessi:
Daníel Halldórsson 135
Anton Guðjónsson 106
Birgir Sigurðsson 95
Steingrímur Aðalsteinsson 87
Kristján Jóhannesson 76
Jón Sigurðsson 75
Næsta umferð verður spiluð á
mánudaginn í Hreyfilshúsinu og
hefst klukkan 20.
Bridgedeild
Húnvetninga-
félagsins
Sveit Valdimars Jóhannssonar
sigraði örugglega í hraðsveita-
keppni sem nýlega er lokið hjá
deildinni. Hlaut sveitin 2.905
stig. Með Valdimar eru í sveit-
inni: Þórarinn Árnason, Jón
Ólafsson og Ólafur Ingvarsson.
Sveit Guðlaugs Sigurgeirssonar
varð önnur með 2.728 stig og
sveit Halldóru Kolka þriðja með
2.712 stig.
Næsta keppni verður aðal-
sveitakeppni deildarinnar og
hefst á miðvikudaginn kemur.
Spilað er í félagsheimili Hún-
vetningafélagsins við Laufásveg
og hefst keppnin kl. 19.30.
Bridgedeild
Skagfirðinga
Þriðjudaginn 11. janúar var
spilaður eins kvölds tvímenning-
ur. Spilað var í tveim 10 para
riðlum. Úrslit urðu sem hér seg-
ir:
A-riðill:
Magnús — Baldur 137
Högni — Steingrímur 123
Ragnar — Bjarni 116
B-riðill:
Karólína — Hildur 130
Kristján — Georg 125
Bergsveinn — Ragnar 120
Aðalsveitakeppni félagsins
hefst þriðjudaginn 18. janúar.
Félagar hvattir til að skrá sig.
Aðstoðað verður við að mynda
sveitir.
Skráning og upplýsingar í
síma 40605, Kristján Blöndal.
Bridgehátíð 1983
Nú er ljóst, að auk gesta frá
N-Ameríku og Danmörku kemur
sveit frá Bretlandi. Sveitina
skipa Tony Sowter, Steve Lodge,
Tony Forrester og Raymond
Brock. Allir þessir spilarar hafa
spilað með breska landsliðinu og
voru Lodge og Sowter í breska
landsliðinu I heimsmeistara-
keppninni í New York 1981. Er
mikill fengur að þessum
mönnum, sem þykja einkar
skemmtilegir spilarar.
Islenskir spilarar, sem hyggja
á þátttöku í bridgehátíðinni, eru
minntir á að skrá sig í síðasta
lagi sunnudaginn 16. janúar.
Tekið er við þátttökutilkynning-
um í síma 72876 (Sigmundur) og
síma 24371 (Guðmundur). Þátt-
taka í tvímenningnum takmark-
ast við 44 pör, en þátttaka í
sveitakeppninni er ótakmörkuð.
Bridgefélag
Reykjavíkur
Keppnisdagskrá félagsins til
vors hefur verið ákveðin og verð-
ur byrjað 26. janúrar með aðal-"
tvímenningskeppninni, sem
verður með barometersniði eins
og undanfarin ár. Gert er ráð
fyrir, að keppnin standi í 6
kvöld. Að henni lokinni verður
Board a match-keppni í þrjú
kvöld. Fjögur síðustu kvöldin
verður butler-keppni. Fyrst
verður undankeppni í þrjú kvöld,
en fjórða kvöldið verður spilað
til úrslita og samhliða þeirri
keppni verður einmennings-
keppni félagsins.
Þeir sem ætla að vera með í
aðaltvímenningskeppninni, en
hafa ekki ennþá skráð sig, eru
minntir á að gera það í síðasta
lagi sunnudaginn 23. janúar hjá
formanni sími 72876 eða öðrum
stjórnarmanni. Skráningalisti
liggur einnig frammi á Reykja-
víkurmótinu í sveitakeppni.