Alþýðublaðið - 14.09.1920, Page 4

Alþýðublaðið - 14.09.1920, Page 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Aðvörun til innflytjenda á vörum. Hér með auglýsist þeim til aðvörunar, sem hlut eiga að máli, að Viðskiftanefndin mun hér eftir án undantekningar kæra alla þá til sekta samkvæmt 3. gr. reglugerðar um innflutning á vörum frá 12. marz þ. á., er flytja vörur hingað til landsins án þess að hafa áður fengið leyfi þar til frá nefndinni. Enn fremur eru allir ámintir um að tryggja sér innflutningsleyfi áður en þeir panta vörur sínar, því að hér eftir mun nefndin alls ekkert tillit taka til yfirlýsinga hlutaðeigenda um, að þeir hafi þegar, fyrir löngu eða skömmu, gert ráðstafanir til að útvega vörurnar eða pantað þær. Reykjavík 13. september 1920. Viðskiftanefndin L. Kaaber. Oddur Hermannsson. Jes Zimsen, H. Kristinsson. Umsóknir um styrk úr Ellistyrktarsjóði Rvíkur árið 1920 eiga að vera komnar til mín fyrir lok þ. m. Eyðublöð undir um- sóknirnar fást hjá fátækrafulltrúunum og prestunum og hér á skrifstofunni. Borgarstjórinn í Reykjavík 10. sept. 1920. K. Zimsen. Koii konangnr. Eftir Upton Sinclair. Fjórða bók: Ertðaskrá Kola konunqs. (Frh.). Matmálstfrninn kom, og hin falska trú Zamboni hökti út á götuna. Þegar hún kom inn í borðsalinn í matsöluhúsinu, litu menn til hennar, en enginn vék sér að henni. Það var um það feyti, sem ailir voru með hugann við það eitt, að viða að sér því bezta, áður en sessunauturinn náði því. Svattklædda veran gekk inst inn í salinn, þar sem var auður stóll. Hún dróg hann undan borð- inu og klöngraðist upp á hann. Og skyndilega hvað við í saln- um: „Félagar, félagar!" Menn litu upp og gláptu. Þeir sáu slæðu ekkjunnar svift til hlið- ar og hetjan þeirra, hann Joe Smith, horfði á þá og kallaði: .Félagar 1 Eg er kominn til ykk- ar með boð frá sambandinu!" Hávaðinn ætlaði alt um koll að keyra. Menn stukku á fætur, stólar ultu um koll, og allir æptu. Skyndilega varð svo hljótt, að faeyra hefði mátt flugu anda. „Félagar, eg kem írá Pedro og faefí talað við sendimenn verklýðs- sambandsins. Eg vissi, að verk- stjórarnir mundu ekki hleypa mér inn, svo eg gerði á mér smá- breytingar, og hér er eg kominnl" Nú fyrst skildu þeir, hvers vegna hann var í þessum fötum, og þeir tóku til að hlægja og æpa og öskra af gleði. En þegar Hallur rétti upp hendina til merkis um þögn, datt alt í dúnalogn. „Hlustið á mig. Verkstjórarnir ieyfa mér vafalaust ekki að tala lengi, en eg hefi þýðingarmikið mál að segja ykkur. Foringjar sambandsins segja okkur, að við getum ekki unnið verkfallið núna“. Skelfingin skein úr andlitunum, sem litu upp á hann, og von- brigðis- og óánægjuóp kváðu við. „Við erum að eins eitt hérað“, faélt Hallur áfram, „og verkstjór- arnir mundu bara reka okkur út, safna saman verkfallsbrjótum og reka námuna án okkar. Það, sem okkur vantar, er verkfall í öllum héruðunum í einu — þá geta þeir ekki fengið fólk, og þá neyðast, þeir til að láta undan. Að þessu vinnur hver einasti maður í hér- aðinu — öflugu verklýðsfélagi og alsherjarverkfallil Ef við byrjuð- um einir mundu verkstjórarnir núa lófana ánægðir, því þeir sigr- uðu okkur. En við skulum gabba þá — við köllum aftur verkfallið og heijum vinnuna. Við höldum stöðum vorum — en við höldum félagsskap vorum líkal Nú eruð þið allir félagar verkmannafélags- ins, hver einasti ykkar, þið hald- ið viðstöðulaust áfram að vinna fyrir félagið, fá menn tii að ganga í það og halda voninni lifandi í brjóstum þeirra, uuz stóra verk- fallið kemur. Húrra fyrir verk- Iýðsfélagi Norðurdalsins!" Sli<>l>tiöin í Kirkjustræti 2 (Herkastalanum) selur mjög vandaðan skófatnað svo sem: Karlmanna- og Verkamannastíg- vél, Barnastígvél af ýmsum stærð- um og sérstaklega vandað kven- skótau; há og lá stígvél af ýms- um gerðum. Allar viðgerðir leyst- ar fljótt og vel af hendi. Komið og reyniðl Virðingarfylst Ól. Th.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.