Morgunblaðið - 02.02.1983, Side 3

Morgunblaðið - 02.02.1983, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1983 35 Kvennajasshljóm- sveit til íslands SÆNSKA kvennajasshljóms- eitin Salamöndrurnar er væntanleg til íslands og mun hljómsveitin halda tvenna tónleika á vegum Jassvakn- ingar. Veróa þeir í Félags- stofnun stúdenta fóstu- dagskvöldið 4. og laug- ardsgskvöldið 5. febrúar. Salamöndrurnar byrjuðu að leika saman í Gautaborg ha- ustið 1979 en urðu fyrst þekkt- ar árið 1981, en þá léku þær m.a. á fjórðu alþjóðlegu jassh- átíðinni í Kansas City og á Norðursjávarjasshátíðinni í Hollandi. Efnisskrá Sala- mandranna er blanda af frum- sömdum verkum og sænskum þjóðlögum. Stíll þeirra minnir í mörgu á kvartett John Coltr- anes á árunum eftir 1960 svo og tónlist sem McCoy Tyner leikur nú, auk þess semja þær tangóa og fleira slíkt eins og Carla Bley. Salamöndrurnar eru ein örfárra kvennajasshljómsveita sem starfandi eru í heiminum. Salamöndrurnar ásamt bassaleikaranum Peter Janson, sem leikur með þeim um þessar mundir. 18,5% hjúkr- imarfræðinga ekki í starfi I' FRÉTTATILKYNNINGU scm Morg unblaðinu hcfur borist frá lljúkrunarfó- lagi fslands er m.a. sagt frá því að 18,5% hjúkrunarfræðinga, séu ekki starfandi í faginu miðað við áramótin 1981 og 1982 og er bent á að í frétt í sjónvarpinu sl. laugardag um þessi mál hafi prósentu- tölur ekki komið rétt fram en þar var talað um 37%. Hjúkrunarfélag fslands bendir á að margar ástæður séu fyrir þessu, m.a. lág laun og mikið álag í starfi. Þá kemur fram í fréttatilkynningunni að sjúkrahúsin í Reykjavík hafa á und- anförnum árum haft endurhæfingar- námskeið fyrir hjúkrunarfræðinga sem ekki hafi verið starfandi og einn- ig hefur Hjúkrunarfélag íslands haft endurhæfingar- og fræðslunámskeið fyrir félaga sina. Kaupendur notaðra bíla! Við bjóðum ÍT13SD3 öryggi Því fylgir jafnan nokkur áhætta að kaupa notaða bíla. Astand þeirra er mjög mismunandi og í þeim geta leynst gallar, sem ekki koma í ljós fyrr en vikum, eða jafnvel mánuðum eftir kaup, og þá getur oft verið erfitt að fá skaðann bættan. En þegar þú kaupir notaðan MAZDA bíl hjá okkur, þá átt þú þetta ekki á hættu, því að allir notaðir MAZDA bílar, sem við seljum eru yfirfarnir gaumgæfilega á verkstæði okkar og allar lagfæringar gerðar, sem þörf er á. Þú getur því verið fullviss um að bíllinn er í fullkomnu lagi. Bílnum fylgir síðan ábyrgð í 6 mánuði og færð þú í hendur ábyrgðarskírteini því til staðfestingar. Því miður hafa of margir verið óheppnir í kaupum á notuðum bíl. Firrtu þig því óþarfa áhættu — kauptu notaðan MAZDA með 6 mánaða ábyrgð. ÖRYGGI í STAÐ ÁHÆTTU! mazoa BÍLA BORG HF Smiöshöföa 23 sími 812 99

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.