Morgunblaðið - 02.02.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1983
51
Esóterísk frædi
eftir Geir Ágústsson
í tilefni af útkomu bókarinnar
Stefnumót við aiheiminn — eftir
Sigvalda Hjálmarsson.
Útgefandi er Bókaútgáfan Hlið-
skjálf.
Fyrir liðlega tíu árum kom fyrir
sjónir manna lítið kver sem bar
heitið „Einskonar þögn — Leið-
beiningar í hugrækt" eftir Sig-
valda Hjálmarsson. Segja má að
þetta sé eitt af því örfáa sem út
hefur komið um hugrækt, skrifað
af fagmanni í þeirri grein þar sem
allir eru víst alltaf að byrja — en
enda hvergi.
Nú um þessar mundir er enn að
koma frá Sigvalda bók um þessi
mál. Ber hún heitið „Stefnumót
við alheiminn — leiðbeiningar um
esóteríska iðkun". Er hún fram-
hald af „Einskonar þögn“.
Hvað er esóterísk iðkun?
Sagt er að esóterísk iðkun taki
við af því sem almenningur þekkir
undir nöfnunum yoga, mystík og
hugrækt. Því ef þetta er það að
hafa vald yfir hinum vanalega
huga og koma á því sem Sigvaldi
kallar hljóðan huga (dhyana),
mannlegt ástand án mannlegra
truflana, þá er esóterísk iðkun til
þess að gera grundvallarbreytingu
á allri hinni mannlegu verund eins
og hún leggur sig. A þessu er reg-
inmunur.
Hljóður hugur er ekki aðeins
hljóður hugur, mannlegt ástand
án mannlegra truflana. Með hljóð-
um huga afhjúpast einnig nýir
möguleikar. Það má því gjarnan
kallast mannlegt ástand með
mannlegum möguleikum. Þetta er
nálægt því sem kallast mystísk
reynsla — þegar móki hinnar
vanalegu tilveru hefur verið aflétt
að nokkru.
Það er hér sem esóterísk fræði
hefjast og þær aldeilis sérstöku
iðkanir sem þeim tilheyra.
Ef einhverjum finnst svona tal
fjarlægt og framandi, þá stafar
það mest af því hversu óvön við
erum að velta fyrir okkur hugar-
starfi og vitundarlífi. En þetta er
einmitt vandi þeirra sem fjalla um
hugrækt og esóterisma: Vegna
þess hve fólk hugsar lítið og talar
lítið um þetta mál er tungumálið
að sama skapi fátækt af orðum og
hugtökum þar um. Svona hefur
þetta þó ekki alla tíð verið. Á sum-
um menningarskeiðum hafa þessi
mál verið ofarlega á baugi og þá
hafa viðkomandi tungumál og
bókmenntir auðgast af hugtökum
um vitundarlífið. Þessi hugtök eru
reynslu-hugtök, ekki fræði-hug-
tök, en nauðsynlegt reynist að
gera skýra grein fyrir muninum á
þessu þegar fjallað er um esóter-
ísk fræði. Og það er sumpart
Sigvaldi Hjálmarsson
„Esóterísk iökun hefur
ekkert að gera með dul-
rænar gáfur, skyggni eða
andlegar lækningar, að sjá
aðra heima eða gera
kraftaverk. Frá hinu
esóteríska sjónarmiði er
þetta aðeins að skipta um
„vana“, eða í þá áttina.“
vegna þessara gömlu rita, aðallega
frá Indlandi, en þó einkum fyrir
eina reynslu og tilraunir að fært
er að setja saman bækur á borð
við „Einskonar þögn“ og „Stefnu-
mót við alheiminn".
Fyrir muninum á hugrækt og
esóterískri iðkun reynist nauð-
synlegt að gera nánari grein því
að óreyndu gera menn sér varla
grein fyrir honum. Ég vitna í Sig-
valda þar sem hann skrifar um
vitundarástand mannsins á síðu 8
í „Stefnumót við alheiminn":
„Vitundarástand mannsins er
eins og það er af einberum „vana“.
Þetta dylst fyrir mönnum. Hvern-
ig er hægt að ætlast til þess að
„vaninn" uppgötvi það fyrirhafn-
arlítið að hann er ekkert merki-
legra en einungis „vani“?“ Og síð-
ar: „Vitundarástandi má breyta
með því að skipta um „vana“. Þá
hrekkur viðkomandi yfir í allt-
annað mót, reynist skyndilega
.kominn með einhverja gerólíka
innri stýringu sem flagar framhjá
viðteknu sálarástandi fólks, og
kallast þá líklega vanheill á
geðsmunum — eða fer algerlega
útí aðra heimsútsýn þannig að
hann hverfur einsog gufa eða
reykur.
Vitundarástandi má einnig
breyta með því að afnema „vana“,
komast upp á lag með að vera án
skilyrða.
Það er vegur hugljómunarinn-
ar.“
Með þessu er gefið til kynna í
hverju munurinn liggur.
Esóterísk iðkun er til þess að
afnema „vana“. Hugrækt, mystík
eða yoga er aðeins upphafið á því.
(Því erður að skjóta hér inn til
áréttingar að með orðinu „vani“ er
hér átt við miklu dýpri eigindir
eða frumtök í vitund mannsins en
vanalega er meint með þessu orði í
daglegu tali.)
Esóterísk iðkun felst í sérstakri
„hugtæknilegri aðferð".
Slík aðferð auðveldar það sem
ella mundi taka lengri tíma, vera
vandasamara án hennar og kosta
andlegar þjáningar sem kristnir
mystíkerar á miðöldum kölluðu
„svartnætti sálarinnar". Þá skorti
trúlega nógu góða andlega tækni,
mundu esóteristar segja.
Mikilvægi þessa fer e.t.v. fram-
hjá mönnum og það af augljósum
ástæðum. Því hvernig er hægt að
ætlast til þess að „vaninn" upp-
götvi það fyrirhafnarlítið að hann
er ekkert merkilegra en einungis
„vani“?
Frá venjulegu sjónarmiði er
þetta að reyna hið ómögulega.
Þá verður að benda á að esóter-
ísk iðkun hefur ekkert að gera
með dulrænar gáfur, skyggni eða
andlegar lækningar, að sjá aðra
heima eða gera kraftaverk. Frá
hinu esóteríska sjónarmiði er
þetta aðeins að skipta um „vana“,
eða í þá áttina. Samt er esóterismi
ekki andstæður slíku. Gagnsemi
þeirra hluta er e.t.v. að það fólk
tekur þá yfirleitt í mál að til séu
einhverjir aðrir möguleikar um
„vana“. Og er það ekki upphafið á
því að athuga þann möguleika að
afnema „vana“ yfirleitt?
Hin hugtæknilega aðferð felst í
því sem Sigvaldi kallar „stór
formúla" og „stilla saman ein-
staklinginn og alheiminn".
„Vegna þeirrar skammsýni eða
misskilnings sem þjakar dauðlega
menn og oftas nefnist fávísi: að
einstaklingurinn lifi í alheimi og
sé greindur frá honum, þarf að
gera sérstakar ráðstafanir við-
víkjandi því hvernig þú upplifir
sjálfan þig sem sérstætt fyrirbæri
í tilverunni. Staðhæft er að allir
séu eitt, en engir tveir samt eins
— að maðurinn og alheimurinn
séu eitt í upplifuðum veruleika. Til
þess að finna hvað býr á bakvið
slíkar staðhæfingar þarf að lærast
að stilla hvern sérstakan punkt í
manninum inná tilsvarandi atriði
í alheiminum." (s.: 34.)
Stór formúla í hugtæknilegri
mynd er hugrænt fyrirbæri sem
ekki er háð hugrænum takmörk-
unum og er stefnt útfyrir það sem
hugsun og skynjuð upplifun ná.
(Suddha vikalpa.)
Þetta .tvennt: „stóra formúlan"
og „að stilla saman einstaklinginn
og alheiminn" eru meginþættir es-
óterískrar iðkunar, þó sérstaklega
„stóra formúlan". Enn fremur
leggur höfundur fyrir það sem
hann kallar „hið sexfalda dagfar".
Það er beint framhald af þeim iðk-
unum sem áttu að koma á hljóðum
huga.
En bókin er í heild leiðbeiningar
fyrir þá sem eru að gera þá tilraun
með sjálfa sig að nota esóteríska
iðkun. í bókinni er einnig að finna
ýmis hugleiðingarverkefni sem
búa riemann undir að taka upp
þessa iðkun.
Til þess að gefa hugmynd um
eðli esóterískra fræða, verður að
koma inn dálitlu menningarsögu-
legu spjalli.
Eins og fyrr segir hefur á ýms-
um menningarskeiðum mótast
umfjöllun um esóteríska leið, en
staðreyndin er samt sú að flest af
því er nú týnt sem máli skiptir og
enginn finnst sem kann að nota
aðferðirnar. Hér má nefna Kabb-
ala, fræði rósarkrossa, frímúrara,
alkemista, Forn-Egypta og fræði
gnostanna, sem nú eru að líta
dagsins ljós eftir langa hvíld í
sandi í Miðausturlöndum (sbr.
greinar Sr. Rögnvaldar Finnboga-
sonar í Ganglera 1982).
Og menn spyrja: Er ekki nóg að
kynna sér þessi rit og fara eftir
þeim? Svarið er bæði já og nei.
Það má vera að hafa megi fullt
gagn af þeim sem mystískum
fræðum, um þann vanda að ráða
við mannshugann. Slíkar leiðbein-
ingar liggja alls staðar á lausu og
það er lítið annað en þær sem fólk
á Vesturlöndum hefur verið að
kynna sér fram til þessa frá lokum
síðustu aldar og kallast mystík,
yoga og hugrækt.
En hinar esóterísku aðferðir er
ekki hægt að finna á prenti og hef-
ur aldrei verið. Þær er aðeins að
finna hjá mönnum sem kunna
slíkar aðferðir. Þeir kallast
esóteristar. Og það var af þessum
ástæðum að þekktir Áustur-
landa-fræðimenn um sðustu alda-
mót, t.d. Max Muller, neituðu því
alfarið að til væru nokkrar leynd-
ar iðkanir, sem ekki væru gefnar
upp í venjulegum ritum. En eftir
að Mme. Alexandra David Neel,
Sir John Woodroffe o.fl. höfðu birt
rannsóknir sínar, þá hefur enginn
efast lengur.
Þar af leiðir að í bókinni Stefnu-
mót við alheiminn er sjálfa hina
esóterísku iðkun ekki að finna,
gagnstætt því að í bókinni „Eins-
konar þögn“ eru sjálfar iðkanirn-
ar lagðar á borðið.
Á þennan mun þarf að benda.
Þetta á einnig við um rit þeirra
gömlu skóla sem nefndir voru. Það
sem týnt er úr fræðum þeirra eru
einmitt hinir svokölluðu esóter-
ísku lyklar og það gerir afganginn
illskiljanlegan sem esóterísk
fræði. Þessir lyklar eru týndir
vegna þess að enginn kann þá.
Þeir eru hin munnlega geymd á
öllum tímum, en án þeirra nýtast
fræðin illa sem esóterísk iðkun og
í rauninni alls ekki. Mikilvægi
þessa hefur jafnan farið framhjá
mönnum. t
„Stefnumót við alheiminn"
fjallar um líf þess sem notar
esóteríska iðkun, hvernig hann
upplifir það að vera til, hvað sé
'heppileg afstaða hans í lífinu,
gagnvart iðkuninni og áhrifum
hennar á hann.
En ég endurtek: Esóterískar að-
ferðir eru á öllum tímum faldar í
munnlegri geymd og ganga aðeins
manna í milli sem algert trúnað-
armál.
Ég nefndi Indland.
Það er nú komið í ljós að hin
esóteríska hefð Indlands er enn til
í heilu lagi, og það er enn hægt að
finna þar menn sem kunna hina
munnlegu geymd, hina indversku
esóterista.
Stóru formúluna og aðferðina
til að stilla saman einstaklinginn
og alheiminn er t.d. að finna í
Markandeya- og Brahmanda-Púr-
ana. Þar eru þær í míþológísku
formi, sem ekki er hægt að skilja
nema með aðstoð manna sem
kunna að skýra hin guðfræðilegu
tákn og leggja fyrir sem mótaða
iðkun. Um það fjalla mörg hin
tantrísku rit, en einnig þau þarf
að skýra fyrir ókunnugum. Einnig
má í þessu sambandi nefna „Síva-
Sútru" (Kashmir-Síva-stefnan),
„Saundarya-Lahari“ og „Tripur-
arahasyam" (suður-indversk),
Hjarta-Sútru (mahayana búddh-
ismi) og hina tíbesku Maha-
Múdrastefnu. Þessi rit hafa öll
verið þýdd og skýrð á vestræn mál
á undanförnum áratugum, nú síð-
ast “Síva-Sútra“ 1979, en hún
reynist eitt allra skýrasta yfirlit
um indverskt yoga yfirleitt. Þessi
rit eiga uppruna á tímabilinu 500
f.Kr. til 1000 e.Kr. Þau eru bók-
menntalegar hliðstæður og heim-
ildir fyrir því að „Stefnumót við
alheiminn" er ekki hugarburður
eða skáldskapur áhugamanna um
andleg mál hér úti á kjálka ver-
aldar.
„Stefnumót við alheiminn" er
einasta ritið sem fjallar um
esóteríska iðkun samið út frá nú-
tímahugsunarhætti og það eina
sem komið hefur á prenti hérlend-
is. Iðkanir af þessu tagi eru ann-
ars með öllu óþekktar hér. Jafnvel
utan Indlands. Hinir indversku
esóteristar geyma sín fræði vel og
Vesturlandamenn kunna ekki að
leita að réttum hlutum þar.
En fáeinir menn hafa riðið á
vaðið.
Hvað getur maður svo sagt um
bókina sjálfa.
Þegar ég fyrst las hana í hand-
riti fyrir um ári fannst mér höf-
undurinn vera eins og einmana
sundmaður á sundi langt utan al-
faraleiða og því ekki á færi nokk-
urs að gera athugasemdir við sund
hans.
Esóterískar bækur verða aðeins
skrifaðar eða um þær fjallað af
esóteristum sjálfum.
Þetta litla kver markar tíma-
mót í sögu esóterískra fræða. Það
gera reyndar þýðingar og útgáfur
annarra esóterískra texta einnig,
sem nú skjóta upp kollinum hér og
hvar. Er það vel. En hvort það
tekst að gera úr þessu nýja esóter-
íska hefð, er undir framtíðinni
komið. Og hún ræðst nú mest af
því hvort við verðum svo lánsöm
að vera ekki búin að sprengja
okkur í loft upp af þessari jörð,
svo það verði engin framtíð.
Skáklíf blómstrar eystra
StöAvarfirAi, 28. janúar.
í IIAUST sem leið var stofnuð
skákdeild innan Umf. Súlunnar,
Stöðvarfirði, og eru skákæfíngar
einu sinni í viku. Voru þær fyrst
haldnar á sunnudögum en eftir
áramót voru þær fíuttar yfir á
fímmtudagskvöld.
Að sögn Valdimars Axels-
sonar, formanns skákdeildar
er áhugi á skáklistinni all mik-
ill. Myndirnar eru teknar á
fyrsta skákmóti sem deildin
stóð fyrir, en þá var teflt gegn
Fáskrúðsfirðingum sem sigr-
uðu með 8‘á vinningi gegn 7'á.
Fyrir nokkrum árum var
sameiginlegt taflfélag á Stöðv-
arfirði og Fáskrúðsfirði og
nefndist það taflfélag Suður-
fjarða, nokkuð er síðan það
lagðist niður. Fyrirhugað er að
Umf. Súlan efni til fleiri
skákmóta við Austfirðinga á
næstunni.
— Steinar.
MorpibUM/S.U.
Frá viðureign Stöðfirðinga við skákmenn frá Fáskrúðsfirði.
Er
nokkuit
vti...
í aö vera aö troðast
inn á vini og
kunningja þegar
skroppiö er
í bæinn?
Er ekki nær aö láta
dekra viö sig á
þægilegu hóteli,
á besta staö
í bænum?
RAUÐARARSTIGUR18
SÍMI28866