Morgunblaðið - 02.02.1983, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1983
37
S OIS 1D CABO l __________ i BanKaulo
$ ! sehretart
L..
með VISA og Eurocard hér á landi
og sjá um greiðslur til innlendra
fyrirtækja og þjónustuaðila eftir
ákveðnum reglum, sem ég fer ekki
nánar út í hér. Sem aðilar að al-
þjóðlegum kreditkortasamtökum
er þóknun skipt á milli bankanna,
Landsbankans vegna VISA og Út-
vegsbankans vegna Eurocard, og
hinna alþjóðlegu fyrirtækja. Mér
er ekki kunnugt um hvort þjón-
usta þessi stendur rekstrarlega
undir sér enn sem komið er, en ég
dreg það stórlega í efa. Ég hygg að
fyrst og fremst hafi verið litið á
þjónustu bankanna við viðskipta-
vinina í þessu tilliti en með það í
huga að hefja viðskipti á innlend-
um vettvangi og mun ég víkja að
þeim þætti nokkrum orðum.
b) Kreditkort til notkunar innan-
lands
Kreditkort s/f er eini aðilinn
hér á landi sem rekur kreditkorta-
starfsemi á innlendum vettvangi.
Fyrirtækið stendur fyrir samning-
um við verslunar- og þjónustufyr-
irtæki, sér þeim fyrir nauðsynleg-
um búnaði vegna færslna, stendur
fyrir innheimtu, sendir skilagrein-
ar og fer í einu og öllu eftir því
sem almennt tíðkast um útgefend-
ur kreditkorta. Á hinn bóginn fer
mat á umsóknum um kreditkortið
fram hjá aðildarbönkunum, þ.e.
Úí og VI, eins og ég hef áður getið
um.
Innlenda kortið kostar það
sama og kort til notkunar erlendis
eða kr. 300 stofngjald og kr. 300
árgjald. Samið er um hámark út-
tektar, sem er mismunandi, en
getur verið allt að einum mánað-
arlaunum umsækjanda. Úttekt-
artímabilið er frá 21. degi mánað-
ar til 20. dags þess næsta. Reikn-
ingar eru sendir út ásamt gíró-
seðli 25. hvers mánaðar og
greiðslu krafist á allri fjárhæðinni
fyrir þann 5. næsta mánaðar. Eng-
ir vextir eru reiknaðir á tímabil-
inu en sé greiðsla ekki innt af
hendi á gjalddaga, reiknast drátt-
arvextir. Korthafi getur þannig
fengið vaxtalaust lán í allt að 45
daga, en meðallánstími er 30 dag-
ar.
Seljendur vöru og þjónustu lúta
sömu skilmálum og ég lýsti hér á
undan og gilda almennt í þríhliða
kreditkortaviðskiptum. Þeir eru
skuldbundnir til að skoða greiðsl-
una sem staðgreiðslu. Reikningar
vegna úttekta í úttektarmánuði
eru-sendir Kreditkortum s/f fyrir
21.—23. dag mánaðar. Skilagrein
ásamt greiðslu er síðan gerð 5. dag
næsta mánaðar. Frá heild-
arfjárhæð sölunnar er dregin
4—5% þóknun, sem rennur óskipt
til Kreditkorta s/f. Kreditkort s/f
ábyrgjast fulla greiðslu án tillits
til greiðslugetu korthafa. Tekjur
Kreditkorta s/f eru einkum áð-
urgreind þóknun 4—5%, árgjald
og vextir (dráttarvextir).
Eftir þeim upplýsingum sem ég
hefi aflað mér, og ég tel mig geta
skýrt frá, þá munu útgefin kort
hjá Kreditkortum s/f vera á 3ja
þúsund til notkunar innanlands og
erlendis og gerðir hafa verið
samningar við u.þ.b. 400 innlend
verzlunar- og þjónustufyrirtæki
um að taka við greiðslum með
kreditkortum.
Starfsemi Kreditkorta s/f hefur
einungis varað í 5 mánuði í núver-
andi formi. Að sögn forráða-
manna þess hefur starfseminni
verið vel tekið og rekstur þess lof-
ar góðu. Vanskil vegna kortanna
munu ekki vera umtalsverð enn
sem komið er a.m.k.
Fyrir útgefandann er aðalatrið-
ið að halda kostnaðinum niðri
gagnvart korthafanum þannig að
sem flestir sjái sér hag í að nota
þau. Því fleiri sem nota kort, þeim
mun meiri vilji er hjá verzlunar-
og þjónustuaðilum að taka við
kortum sem greiðslu og þeim mun
hærri þóknunar getur útgefand-
inn krafist. Há þóknun af seljend-
um samfara mikilli notkun korta
hækkar almennt verð á vöru og
þjónustu. Þar sem sama útsölu-
verð gildir til þeirra, sem nota
kort og til þeirra sem ekki nota
þau, er hætta á að hluta af kostn-
aðinum við að starfrækja kredit-
kortafyrirtækið sé velt yfir á þá
neytendur, sem ekki greiða með
kortum.
Það kostar notendur Eurocard
hér á landi ekki mikið að hafa
kortið. Kr. 300 á ári og vaxtalaust
lán í allt að 45 daga. Það eru selj-
endur vöru og þjónustu eða þeir
u.þ.b. 400 aðilar sem nú taka við
kortum sem greiðslu, sem standa
undir rekstri Kreditkorta s/f með
4—5% þóknun af sölu út á kortin.
Auk þess verða þessir aðilar að
veita allt að 45 daga gjaldfrest á
sinni vöru og þjónustu. Að ein-
hverju leyti kemur þetta fyrir-
komulag í stað hefðbundinna
reikningsviðskipta. Að hinu leyt-
inu verður að ætla að verulegur
hluti kortaviðskipta komi í stað
staðgreiðsluviðskipta. Að því
marki verða verzlanir að fjár-
magna sinn lager af eigin fé eða
með lántökum. Þar sem starfsemi
þessi er tiltölulega ný af nálinni
hér á landi er of snemmt að segja
til um það hvaða áhrif hún hefur
haft á almennt vöruverð eða þjón-
ustu. Ætla verður þó að tilhneig-
ing verði í þá átt að ná inn kostn-
aðinum með hækkun á vöruverð
eða þjónustu. Reynslan verður að
skera úr um það. Það er ljóst, að
margar verzlanir sjá sér hag í því
að taka við kreditkortum þrátt
fyrir þóknunina. Dæmi eru um
það að sala hefur aukizt verulega
og einkum eru það nýir viðskipta-
vinir sem hafa bætzt í hópinn. Þar
sem kreditkort eru ekki almennt
tekin sem greiðsla, kunna þeir
sem nú hafa gert samning við
Kreditkort s/f, að sjá sér hag í
þeim viðskiptum þar sem korthaf-
ar beina að sjálfsögðu viðskiptum
til þeirra, en hinir, sem ekki taka
við kortum, missa að einhverju
marki viðskiptavini. Ætla verður
að jafnvægi skapist með tímanum
en því hefur þó verið haldið fram,
að sumar verzlanir og tilteknar
þjónustugreinar hafi fremur lít-
inn áhuga á hinum nýju verzlun-
arháttum vegna lágrar álagn-
ingar.
Almenn sjónarmið
Frá sjónarmiði korthafa hefur
plastkortið hagræðingu í för með
sér. Það er öruggara en seðlar eða
ávísanir því ef það glatast, þá
nægir að tilkynna kortfyrirtæk-
inu, þar með er korthafi laus úr
ábyrgð, nema um grófa vanrækslu
sé að ræða af hans hálfu. Sam-
kvæmt athugunum, sem gerðar
hafa verið meðal almennings, m.a.
í Svíþjóð og Bandaríkjunum, telja
flestir sem plastkort hafa að hag-
ræði af notkun þeirra sé einkum
fólgið í, að geta verzlað án reiðu-
fjár og fengið vöruna strax og
greitt síðar. Gallarnir, sem oftast
eru nefndir, eru meiri eyðsla en
ella, vextir og kostnaður væru of
miklir, og fólk eyddi um efni fram.
í nýlegri grein í TIME (31. maí
1982) er gerð grein fyrir ýmsum
vandamálum samfara notkun
kreditkorta í Bandaríkjunum og
þeim óheppilegu afleiðingum sem
of mikil skuldasöfnun vegna notk-
unar þeirra getur haft í för með
sér enda er þar rækilega auglýst
„kaupið strax, greiðið seinna".
Kreditkortafyrirtækin sj álf “
leggja gjarnan áherzlu á að kortin
og mánaðarleg uppgjör þeirra
auðveldi korthöfum eftirlit með fé
sínu og ráðstöfun þess.
Frá sjónarmiði verzlunarinnar
eða viðskiptaaðilans, sem þiggur
kortið sem greiðslu, kann kortið
að hafa bæði jákvæðar og nei-
kvæðar afleiðingar. Að því leyti
sem plastkort koma í stað við-
skipta í reiðufé gera þau sennilega
greiðsluhættina dýrari en þeir
voru, en þar sem þau koma í stað
afborgunarskilmála kunna þau
a.m.k. að gera skiptin almennt ör-
uggari fyrir verzlunina. Hvort
kreditkort eru eða verða ódýrari
lánsform en hefðbundnir afborg-
unarsamningar (víxlar eða
skuldabréf) er erfitt að segja.
Kreditkortafyrirtækin halda
því gjarnan fram við söluaðila að
þátttaka í kortafyrirtæki auki söl-
una. Frá þjóðhagslegu sjónarmiði
verður sú fullyrðing að teljast
hæpin. Aukning sölu er fyrst og
fremst tilfærsla frá einum aðila
til annars. Að vísu er möguleiki á
að kort, og sérstaklega lánamögu-
leikar þeim tengdir, flýti fyrir
kaupum þar eð korthafar þurfa
ekki að spara til að kaupa, en
augljóst er að slíkt hlýtur að koma
niður á kaupgetu þeirra seinna
þegar skuld er endurgreidd. Einn-
ig er vafasamt, eða a.m.k. ekkert
hægt um það að segja, hvort lána-
kort raski neyzluhneigð korthafa.
Það er vert að gera sér grein
fyrir að endanleg jafnvægisstaða í
útbreiðslu plastkorta, ef þau hafa
tilfærslu í för með sér, hlýtur að
vera sú, að allflest fyrirtæki taki
við kortum og í slíkri stöðu hverf-
ur slíkur hagnaður.
Ef taka má mark á erlendum
athugunum eru kort nokkuð dýr
greiðslumiðill, t.d. mun dýrari en
reiðufé og ávísanir. Ennfremur
hefur verið bent á að líklegt sé að
kostnaðurinn falli ekki á rétta að-
ila. Sá er greiða ætti kostnaðinn
væri sá er notar kortið, en í flest-
um tilvikum færðist stór hluti af
kostnaði yfir á verzlunina og frá
henni, hugsanlega, yfir á aðra
viðskiptavini.
Kortafyrirtækin, ef rekin eru á
hagkvæmasta hátt, hafa ekki hag
af því að láta korthafa borga allan
kostnað af notkun kortanna, því
meginmáli skiptir að hafa sem
flesta korthafa, á því veltur vel-
gengni fyrirtækisins. Þess vegna
er kostnaði skipt milli korthafa og
verzlana, korthafar greiða ár-
gjald, en verzlunin veltugjald.
Helztu áhrif greiðslukorta eru á
peningaframboð og peningaeft-
irspurn. Sýnist mér að öll kort
hafi áhrif á peningaeftirspurn, en
aðeins kreditkort (lánakort) hafi
áhrif á peningaframboð. Kortin
hafa áhrif á peningaeftirspurn á
mismunandi hátt eftir því hvaða
skilgreining á peningamagni er
notuð.
Notkun korta leiðir til minni
notkunar og eftirspurnar eftir
reiðufé og ávísunum. Hins vegar
má gera ráð fyrir að vaxtaberandi
reikningar fái samsvarandi aukn-
ingu, eða því sem næst. Þessar
breytingar eru háðar því hversu
útbreiðsla kortanna er almenn.
Þar sem um raunverulegá lána-
myndun er að ræða, á sér stað
aukning á peningaframboði,
a.m.k. þar sem lánakort leysa ekki
af hólmi annars konar lán svo sem
afborgunarlán verzlana og
skammtíma víxla. Ekki hefur þó
verið gerð athugun á þessu hér á
landi enda starfsemin tiltölulega
nýlega komin til sögunnar.
Óvíst er því hversu þensluhvetj-
andi lánakort kunna að vera.
Niðurlag
Með tilkomu nýrra viðskipta-
hátta á þessu sviði hér á landi tel
ég nauðsynlegt að sett verði lög-
gjöf um starfsemi kreditkortafyr-
irtækja. Nauðsynlegt er, miðað við
núverandi aðstæður, að stjórnvöld
hafi heimildir til að setja þeim út-
lánamörk hvað varðar heildarút-
lán eða jafnvel hámarksúttekt á
kort. Ennfremur að hugað sé að
breytingum á kaupalögum eða sett
verði sjálfstæð löggjöf um afborg-
unarkaup. Mér er kunnugt um, að
af hálfu stjórnvalda er unnið að
þessum málum. Við erum á því
stigi, að kreditkortaviðskipti
munu fara vaxandi og þróunin í
þeim efnum mun væntanlega
verða svipuð og hjá öðrum þjóð-
um. Hin öra framþróun í tölvu-
tækni á einnig eftir að setja svip
sinn á þessi viðskipti. Ekki er
óhugsandi að kreditkort muni með
tímanum leysa af hólmi hin hefð-
bundnu afborgunarkaup og skapa
þannig breyttar aðstæður í þeim
efnum bæði hjá seljendum og eins
hjá lánastofnunum.
Prufu-hitamælar
+ 50 til + 1000 C
í einu tæki meö elektrón-
ísku verki og Digital sýn-
ingu.
SöiuiirCmcgjiuitr
VESTURGOTU 16 - SÍMAR 14630 - 21480
HITANIÆLAR
iLi,
Vesturgötu 16,
sími 13280.
VÉLA-TENGI
Allar geröir
Öxull — í — öxul.
Öxull — í — flans.
Flans — í — flans.
Tengið aldrei stál — í — stál,
hafið eitthvað mjúkt á milli,
ekki skekkju og titring milli
tækja.
Allar stærðir fastar og frá-
tengjanlegar
SötuiirOaiuigjiyii"
Jt <B®>'
Vesturgötu 16,
sími 13280.
^^skriftar-
síminn er 830 33