Morgunblaðið - 02.02.1983, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1983
39
Sovétríkin hafa aukið hernaðarmátt sinn á kostnað almennings, sem stynur undan þunga vaxandi hernaðarútgjalda. Skortur er á ýmsum
nauðsynjum, einkum matvælum. Mynd þessi sýnir biðröð fyrir utan verslun í Moskvu.
sína að undanförnu að talsverðu
leyti hershöfðingjunum að
þakka. Rétt eins og Brezhnev á
undanförnum árum, má Andro-
pov gera ráð fyrir því, að lagt
verði hart að honum af hálfu
hershöfðingjanna að leggja fram
enn meira fé til varnarmála,
þrátt fyrir hinar geysilegu byrð-
ar, sem hernaðarútgjöldin eru
nú þegar fyrir efnahag Sovét-
ríkjanna.
Yfirmenn sovézka hersins
hafa sennilega þótt setja ofan
með því, hve illa helztu vopn
þeirra reyndust gegn Israel í
Líbanon og Brezhnev varð að
heita þeim bæði endurbættum
og auknum vopnabúnaði.
Af öllum þeim vandamálum,
sem Andropov hefur hlotið í arf
frá Brezhnev, er ekkert alvar-
legra en hið hnignandi efna-
hagskerfi, en afleiðingar þess
birtast í versnandi lifskjörum og
víðtækum skorti á ýmsum vör-
um, einkum matvælum.
Sumir sérfræðingar telja, að
stjórnvöld í Moskvu taki á sig
mikla áhættu, ef þau halda
áfram að vanrækja þetta vanda-
mál. Hinn nýi aðalritari komm-
únistaflokksins á hins vegar eft-
ir að mæta margvíslegum hindr-
unum rétt eins og Brezhnev og
Krúsjoff á undan honum, ef
hann hyggst ráðast gegn
grundvallarorsökinni að efna-
hagsvandræðum Rússa, en hún
er hið miðstýrða kommúníska
stjórnunarkerfi.
Ef unnt á að vera að taka á
vandamálinu, er nauðsyn á um-
bótum, sem hlytu að vekja mót-
spyrnu hjá embættismönnum
kommúnistaflokksins með því að
draga úr valdi þeirra. Enginn
leiðtogi er líklegur til þess að
hætta á slíkt, á meðan hann er
enn að tryggja sig á veldisstóli.
Þannig er Andropov fastur,
líkt og í gildru, vegna þrýsti-
hópa, sem sækja að honum úr
öllum áttum. Neytendur kvarta
undan skorti á nauðsynjum,
hershöfðingjarnir heimta aukin
framlög til hermála og fulltrúar
skrifræðisins eru andvígir um-
bótum þeim sem nauðsynlegar
eru til þess að auka framleið-
nina. Þá er ótalinn sá kostnaður,
sem ævintýramennska í utanrík-
ismálum, t.d. í Afganistan, hefur
í för með sér og þær afleiðingar,
sem samdrátturinn á lánum frá
Vesturlöndum leiðir af sér. Fyrir
Andropov skiptir mestu máli,
með hvaða hætti liann getur
helzt komizt út úr þessum víta-
hring.
Brezhnev, sem þjáðist heilan
áratug af alls konar kvillum,
hirti ekki um, þótt vandamálin
mögnuðust og yrðu fleiri. Svo er
sagt, að um skeið hafi hann að-
eins haft nægilegan þrótt til
þess að vinna fáeina klukkutíma
á dag. Af þessum sökum skapað-
ist eins konar lömunarástand í
miðstöð valdsins í Kreml.
Valdabaráttan byrjuð
fyrir löngu
í reynd var baráttan um, hver
verða skyldi eftirmaður Brezhn-
evs, byrjuð löngu áður en hann
lézt, að minnsta kosti var hún
byrjuð fyrir sex mánuðum, er
Andropov lét af embætti sínu
sem yfirmaður KGB og tók aftur
við starfi hjá hinni voldugu
framkvæmdastjórn kommún-
istaflokksins. Þessi skipti sköp-
uðu honum stökkpall, sem hann
gat hagnýtt sér til þess að ná
forystunni í flokknum í sínar
hendur. En jafnframt losaði
hann sig við þau beinu tengsl við
leynilögregluna, sem hefðu getað
reynzt honum fjötur um fót í
baráttunni um völdin.
Brezhnev hefði helzt kosið
skjólstæðing sinn, Chernenko,
sem eftirmann sinn sem aðalrit-
ara kommúnistaflokksins.
Chernenko hefur hins vegar,
þrátt fyrir mikla reynslu í
flokksstörfum, aðallega getið sér
orðstír fyrir störf sín í þágu
Brezhnevs persónulega fremur
en eigin forystuhæfileika. En svo
fór, þegar á reyndi, að fyrrver-
andi yfirmaður leynilögreglunn-
ar var tekinn fram yfir hann. A
meðal erlendra stjórnmála-
fréttaritara í Moskvu er þetta
gjarnan túlkað á þann veg, að
þetta sé enn ein sönnunin um
ósk um sterkan leiðtoga.
Er valdabaráttunni lokið eða á
Andropov enn fyrir höndum
harða baráttu til þess að tryggja
völd sín? Þeirri spurningu verð-
ur ekki svarað að sinni með
neinni vissu, en benda má á, að
nú, þegar Chernenko hefur í allri
vinsemd lýst yfir samþykki sínu
með hinn nýja leiðtoga með því
að tilnefna hann sjálfur, er varla
nokkur annar meðlimur forsæt-
isnefndar flokksins fyrir hendi,
sem keppt getur við hann um
völdin.
Hvað Bandaríkin og önnur
Vesturlönd snertir, á enn eftir
að sjást, hvaða þýðingu þessi
mannaskipti í forystu Sovétríkj-
anna hafa endanlega. Stjórn-
málafréttaritarar eru almennt
sammála um, að á breytingatím-
um hafi forystumenn Sovét-
ríkjanna tilhneigingu til þess að
snúa sér að innanlandsvanda-
málum og það þeim mun frekar
nú, vegna þess hve alvarleg
vandamál steðja að Sovétríkjun-
um.
En hverjar svo sem breyt-
ingarnar verða, sem kunna að
vera framundan í Sovétríkjun-
um, þá eru flestir sérfræðingar
þeirrar skoðunar, að Bandaríkin
geti ekki vænzt neins hlés á
vígbúnaðarkapphlaupinu í bráð,
né heldur á samkeppni stórveld-
anna um áhrif í heiminum. Það,
sem stjórnendur á Vesturlönd-
um geta vænzt, er „stefna
Brezhnevs án Brezhnevs".
(Þýtt úr U.S. News
& World Report.)
áður á ítalíu og í Þýskalndi. Að
sjálfsögðu getur þetta gerst hér-
lendis. Islendingar eru hvorki
betri né verri en aðrar þjóðir,
kvislingar og einræðisseggir og
menn með kvalalosta eru til með
öllum þjóðum. Mér fannst þó að
ýmsu mætti bæta við lýsingu höf-
undar, fylla upp í eyður til þess að
tengja afleiðingu við orsök.
Hvernig getur lýðræðisríki orðið
við sæmilega friðsamlega þróun
að einræðis- og jafnvel alræðis-
ríki?
Við höfum tvö nýleg dæmi um
hættuna á slíkri þróun. Þau eru
frá Portúgal og Möltu. í Portúgal
létu sameignarsinanr mjög að sér
kveða fyrir nokkrum árum og not-
uðu vald sitt yfir verkalýðsfélög-
um til þess að takmarka málfrelsi
andstæðinga sinna. Prentarar
þeir, sem unnu við borgaraleg
blöð, stöðvuðu vinnu, ef eitthvað
var birt, sem þeim líkaði ekki.
Gerður var aðsúgur á almanna-
færi að fólki, sem barðist gegn
sameignarskipulagi, og ekki síður
að fjölskyldum þess. Þessi þróun
snerist að vísu við, en ekki fyrr en
eftir mikta mæðu. Á Möltu vofir
hættan enn yfir. Þar ríkir Dom
Mintoff og Verkamannaflokkur
hans, sem nýtur fylgis tæps helm-
ings kjósenda, en hefur rúman
helming þingsæta. Mintoff beitir
mjög hljóðvarpi og sjónvarpi
Möltu, sem er hvort tveggja ríkis-
rekið. Andstæðingar hans á Möltu
komu því upp sjónvarpsstöð frá
Sikiley, en Mintoff hótaði, að ríkið
hætti öllum viðskiptum við þau
fyrirtæki, sem auglýstu þar, og
hann fékk einnig ítalska ríkið til
að torvelda rekstur sjónvarps-
stöðvarinnar. Hann notar og hag-
vald ríkisins til að hygla fylgis-
mönnum sínum, þeir fá samninga
við ríkið, embætti og bitlinga.
Hvað gæti gerst, ef Alþýðu-
bandalagið fengi meirihluta þing-
sæta í konsingum á íslandi? Sá er
Frá fundi í Alþýðubandalaginu.
munurinn á Islnadi og þeim ríkj-
um, sem nefnd hafa verið, að hér
er sterk mannréttindahefð. Á
hana hlytu sameignarsinnar að
rekast. En Friedrich Hayek hefur
lýst því á snilldarlegan hátt í Leið-
inni til ánauöar, hvað getur gerst,
ef ríkisafskipti aukast úr hófi. Ég
held, að af bók hans og reynslu
þeirra þjóða, sem nefndar hafa
verið, megi draga ýmsar ályktan-
ir.
Sameignarsinnar gætu í fyrsta
lagi reynt að ná valdi yfir hljóð-
varpi og sjónvarpi og nota þessi
tæki í sínum tilgangi. Það ætti að
vera auðvelt, enda er ekki nauð-
synlegt að breyta miklu í þessum
stofnunum.
Þeir gætu í öðru lagi reynt að ná
valdi yfir Morgunblaðinu og I)ag-
blaðinu og Vísi. Þetta gætu þeir
gert með því að nota verkalýðsfé-
lögin til að ritskoða blöðin eða
með því að sverfa að þeim með
hagvaldi ríkisins, setja sérstakan
skatt á auglýsingar, banna þeim
að hækka áskriftargjald og annað
slíkt.
Þeir gætu í þriðja lagi reynt að
þjóðnýta ýmis fyrirtæki, sem ella
gætu verið stjórnarandstæðingum
skjól. Álverið í Straumsvík og
stærstu útgerðar- og iðnaðrfyrir-
tækin væru í þeim hópi. Það hag-
vald, sem þeir fengju, gætu þeir
síðan notað til að hygla sínum
mönnum.
Þeir gætu í fjórða lagi reynt að
hræða dómstólana til hlýðni. Það
ætti að vera jafnauðvelt og að ná
valdi yfir ríkisfjölmiðlunum.
Reynslan hefur því miður sýnt, að
dómarar telja sig margir fremur
þjóna ríkisins en verði einstakl-
inganna og að þeir eru sumir held-
ur miklir friðkaupsmenn.
Þeir gætu í fimmta lagi sigað
skattalögreglunni og rannsóknar-
lögreglunni á andstæðinga sína,
fóðrað fjölmiðlana á hneykslis-
málum. Þeir eru fáir, sem þola
það, að öll þeirra mál séu dregin
fram í dagsbirtuna. Allir höfum
við einhverjar syndir á samvisk-
unni, ef grannt er skoðað.
Þeir gætu í sjötta lagi rofið
viðskiptatengsl okkar við vestræn-
ar þjóðir og treyst tengslin við
Ráðstjórnarríkin, svo að Islend-
ingar yrðu háðir Kremlverjum um
alla aðdrætti eins og þeir voru
háðir Noregskonungi á þrettándu
öld.
Allt þetta gætu þeir gert án
þess að beita teljandi ofbeldi.
Smám saman gætu þeir þrengt
svo að andstæðingum sínum, að
þeir flyttu úr landi eða þögnuðu.
Og þeir gætu fengið meiri hluta
atkvæða í kosningum.ef þeir hög-
uðu þessu hyggilega, enda hefðu
þeir nægilegt hagvald til þess að
kaupa öflugan hóp áróðursmanna,
vald yfir fjölmiðlunum og þannig
vald til að móta skoðanir almenn-
ings.
Annað mál er það, hvort þeir
hlytu að gera það, sem þeir gætu
gert. Ég held, að fáir menn í Al-
þýðubandalaginu láti sig dreyma
um flokksríki, þótt þeir Hjörleifur
Guttormsson og Svavar Gestsson
hafi að vísu hlotið menntun sína í
Austur-Þýskalandi og Lúðvík Jós-
epsson hafi alltaf harðneitað að
lýsa yfir samúð með andófs-
mönnum í austri. En sennilega er
spurningin ekki um ætlun manna,
heldur um afleiðingar gerða
þeirra. Menn geta hleypt af stað
þróun, sem lýkur með öðrum hætti
og ólíkum en þeir ætluðu sér.
Hayek leggur áherslu að það í
Leiöinni til ánauðar, að sameign-
arsinnarnir festist í vefnum, sem
þeir hafa spunnið, þeir neyðast til
að auka ríkisafskiptin til þess að
ráða við þau vandræði, sem hlut-
ust af ríkisafskiptunum, þeir
lenda í vítahring, sem þeir komast
ekki úr.
Að skynja og að skilja
Þeir Ólafur Ormsson og Ronald
Símonarson hafa báðir skynjað
það, að sumt í viðhorfi og vinnu-
brögðum Alþýðubandalagsmanna
er hættulegt. En ég er ekki viss
um, að þeir hafi skilið að fullu,
hvers vegna það er hættulegt. Ég
vona þó, að þeir haldi áfram að
skrifa um þetta, og þeir sýna meiri
hugrekki en flestir aðrir íslenskir
rithöfundar.