Morgunblaðið - 02.02.1983, Qupperneq 8
40
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1983
Þörf á að standa í
vestrænu bandalagi
eftir dr. Björn
Sigfússon
Nú er að lifa af
mannsaldur hinna
„takmörkuðu stríða“
Áhrif og bein völd bandalaga,
sem ísland er í, skarast inn á full-
veldissvið þess. Sú sjálfstæðis-
skerðing hefur ekki enn bitnað
þyngra á okkur en gerist um mörg
hin smáríkin, sem þannig bindast.
Spara má þessi smágrein þau orð,
sem ella þyrfti til að verjast áróðri
um að við seljum sjálfstæði (úrelt-
ur áróður).
Þrenn eru þau svið þar sem með
þeirri milliríkjaskörun er veitt
vald: efnabandalög, varnarbandalög
og slík viðurkennd kúltureining,
sem Norðurlandaráð tengir og ber
nú vaxandi ábyrgð á. Aftur á móti
ber að afstýra því einarðlega og
láta binda hið sjálfráða þjóðríki
sitt til aðildar í hugmyndafræði-
legum skotgröfum „hins samvirka
sósíalisma" Austurs eða Frjálsa
heimsins, sem líka er kannski upp-
nefndur blökkin Vestrið, eða í
þeim einangrunarhug, sem sumt
fólk leggur í ljúft kjörorð: „ísland
fyrir íslendinga."
Engin misklíð, en einhver
stigmunur skoðana, er meðal Is-
lendinga um brýna nýting mark-
aðs, binding vora við EFTA og EC
og aukning á gagnkvæmni viðskipta
á mörkuðum, sem vestar en þau
liggja. Þetta eykur svo áherslu
okkar á nauðsynina að viðhalda
samgöngum þó ófriður ýrði.
Þótt ég óski kúlturtengsla vill
kapítuli, sem beinist að því að lifa
nútímann af, enga þrætu um hvort
til okkar streymi frá glæsiborgum
Dana og Svía mest sú amerísk-
kynjaða tiskan, sem við erum
slakari í þann og þann áratuginn,
ellegar okkur berist fágaðri
listsmekkur þeirra. Og sumir for-
taka ekki að andlegt góðgæti
ræktað í „fríríkinu Kristjaníu" í
Höfn sé nauðsynlegt hingað á
reykvíska markaðinn.
Úr því að þeirri umræðu er
sleppt fellur nú líka burt úr um-
ræðu hliðstætt hróss- og ádeilu-
efni, sem tengt er ameríska flæðinu
hérlendis. En margt þarfara, sem
við sæjum árlega til Evrópu og
sérlega til frændþjóða, er mót-
vægið, sem við þurfum ásamt
dómgreind til að halda fullum ís-
lenskum hlut andspænis þeirri am-
erískun, sem við fáum og gæta þarf
sín við frá fleiri sjónarmiðum en
því hvort gildi hennar séu góð eða
í eðli sínu óheppileg. Og misjafnt
er hver einstaklingur á heldur.
Á Natósvæði hnattar hafa ekki
orðið ríkjastríð aldarþriðjunginn
síðan Atlantsbandalagið (NATO)
var stofnað og Alþingi ákvað
þátttöku vora. Að sjálfsögðu gerð-
ist það með sérskilyrðum og
nokkrum ugg, sem var þó út-
breiddari utan þinghúss og utan
Reykjavíkur, sem hafði vanist
dátum. Friðurinn hvíldi á öðrum
stoðum en þeirri að hafa hér vopn-
að lið. Margir okkar, sem fórum að
skilja það á árabilinu 1955—67 að
hvorki þá né við 20 ára Natóaf-
mæli 1969 yrði íslandi betra að
hverfa úr því bandalagi en vera þar
eitthvað áfram, héldu uppi kröf-
unni um vopnlaust ísland. Komm-
úníska aðalkrafan var hins vegar
og er enn að ganga úr Atlants-
bandalaginu, jafnvel þó af því hlyt-
ist að innlendir og erlendir kraftar
andstæðir þeim valkosti byggju þá
til mótvægis miklu rammbyggi-
legar um herstöð hér en Nató
hafði þörf fyrir eða gerði.
Marxísk „díalektík" afsakaði
þessa og aðra áhættu við að fara
úr Nató ekki með sömu hótunum
um að tortíma oss, sem Moskvu-
höfundar útbreiða, heldur með því
að væn amerísk herstöð í lögleysu
hér væri miklu betri en umsamda
vopnlitla Miðnesheiðarstöðin því
öll aukning amerískrar ágengni
hlyti að auka oss gremju og fjölga
atkvæðum handa Alþýðubanda-
Dr. Björn Sigfússon
lagi, sem fékk það nafn seint á
þessu milliskeiði. Kjósendur þess
hafa nú fengið á þessu breytilegri
skoðun. Ekki er ofmælt að viðhorf
í ársbyrjun 1983 þurfi gerbreytta
yfirsýn um heiminn. Enginn má
búast við öðru en úreltar séu nú
málsfærslur með eða gegn þeim
framkvæmdum Natós, sem um var
þrefað 30 árin næstu áður en
Reagan forseti tók fyrir tveim ár-
um völd.
Risaveldi leiksins eru sem áður
tvö og af allri stríðsáhættu ætla
þau örugglega síst að hætta á það
að ráðast beint hvort á annað, en
þau tryggi þó hvort í streitu við
annað aukin áhrif sín á alla heims-
byggðina. Bæði mega vera Nató
þakklát fyrir hið staðlaða ástand.
Því krefst allur heimur slökunar-
árangurs af samningstilraun í Genf
1983 milli risaveldanna um skæð-
ar vopnategundir og stæði víst eft-
„Marxísk díalektík“ af-
sakaði þessa og aðra
áhættu við að fara úr Nató
ekki með sömu hótunum
um að tortíma oss, sem
Moskvuhöfundar út-
breiða, heldur með því að
væn amerísk herstöð í
lögleysu hér væri miklu
betri en umsamda vopn-
litla Miðnesheiðarstöðin
því öll aukning amerískrar
ágengni hlyti að auka oss
gremju og fjölga atkvæð-
um handa Alþýðubanda-
lagi...“
ir það ekki á evrópskum kjarna-
vopnaeigendum að hætta á til-
svarandi vopnafækkun til slökun-
ar. En ræður leiðtoga í liði beggja
hafa fryst málin yfir jól og lengur.
Ekki þarf að segja af annarri víg-
væðingu fyrr en í greinarlok né
segja í fleiri orðum þá sögu, er
mótaði oss valkosti 1983.
Því var Ronald Reagan hér
nafngreindur að hann átti einurð
til þess í fyrra að gefa í skyn verð-
andi hlédræga stöðu Ameríku til
hinna „takmörkuðu stríða", sem
maður getur nú í aldarlokin ekki
hugsað sér án þess að einhver aðili
að þeim grípi e.t.v. til kjarna-
vopna. Moskva svarar og kveðst
ekki skulu grípa sjálf til þeirra að
fyrra bragði. Sama fyrirheit
kynnu öll 5 fastaríki í Öryggisráði
SÞ að gera þó USA muni vilja
binda það öðrum afvopnunarskil-
yrðum í Genf. En um og eftir 1990
verða kjarnavopnaríkin orðin
miklu fleiri en þessi og að lokum
munu jafnvel hryðjuverkasamtök
komast yfir slík vopn.
Nú mega heita 4 tylftir ára frá
hruni nasistastórveldis á útmán-
uðum og vori 1945. Evrópa verður
enn í hléi stríða fram eftir 9. ára-
tugnum eða lengur. En 12 tylftir
„takmarkaðra stríða" hafa í þessu
„hléi“ þjáð lönd fjær okkur. Það
var hastarlegt og gat skiiist sem
krafa um efndir á MAD, skamm-
sýnu Natóloforði, að nokkrir þjóð-
leiðtogar í evrópskum hluta
bandalagsins gripu Reagan-
ummælin á lofti og spurðu óþægi-
legra spurninga, svo sem hvort
kjarnorku ætti þá að beita á tiltekn-
um Evrópuvigstöðvum en Ameríka
að vera „stikkfrí" á meðan.
Þeirri spurn virðist fylgt fast
eftir í þeim skilningi að friðtryggð
Ameríka sé (vegna deterrence
sinnar) varin í hléi stríðs, þó það
geisi um öll (EC-ríkin og öll hin)
vesturslavnesku. Þá væru aftur,
líkt og 1941, Skandinaviuskagi, ís-
land, Grænland og Vínlandsleið
hin forna í sjó og lofti í herja
höndum. Þetta er þó ekki nema
ein sviðsetningin af mörgum, sem
gera Vestur-Evrópu órótt í hug,
magna friðarhreyfingar en einnig
vígbúnaðarviljann því hver er
sjálfum sér næstur. Ótti um að
mest verði vígbúist undir hafs-
borði fer vaxandi.
Það sem eftir er greinar snýst
um sérgreinda ábyrgð okkar í
varnabúnaði og eftirliti tveggja
álfna. Mjög skortir hér á vörn
fyrir áhlaupum pólitískra svipti-
vinda á utanríkismálin; e.t.v.
mætti íhuga þar finnska reynslu.
Þó miðstýring Nató-varna sé
nauðsynleg er ekki allt undir
reynslu fáeinna herforingja komið
og getspeki þeirra. Aðlögun þeirra
að tölvureiknuðum eða skóla-
bundnum valkostum, svo og hvað
af ákvörðunum leiðir, má ekki
vera áfram bók lokuð réttum
stjórnvöldum íslands. Menn heimta
að sjá hvar oss sé niðurskipað í
blindraleik, það yki hér kjark
manna.
I'rýstast ríkin í
takmarkaöri varnar-
hópa, háöa USA?
Hvert það ár sem verulegar
misklíðir birtast í Nató milji EC-
ríkjaheildar og USA þarf ísland
að gæta þess vel að gera engan
óleik, sem geri öðrum hvorum illt
verra. Þetta heitir að standa í
bandalagi, standa í verki, en
*
Islandsdeild Amnesty International:
Fangar mánaðarins í janúar 1983
USSR
— Mart Niklus
Mart Niklus er 48 ára líffræð-
ingur frá Estoniu. Hann afplán-
ar nú 15 ára fangelsisdóm sem
hann hlaut í janúar 1981, fyrir
and-sovéskan áróður.
Niklus var einn af 45 mönnum
frá Estoniu, Litháen og Latvian
sem undirrituðu beiðni til sov-
éskra yfirvalda þess efnis, að
Griðasáttmálinn milli USSR og
Þýskalands nasista frá 1939 yrði
ógiltur. Undirskrift þessi átti sér
stað þann 23. ágúst 1979, er 40 ár
voru liðin frá því að þessi sátt-
máli var gerður. Griðasáttmáli
þessi leiddi m.a. til þess að Est-
onia varð hluti af Sovétríkjun-
um.
Mart Niklus var síðan hand-
tekinn í apríl 1980 í Tartu, Est-
oniu, og var í gæsluvarðhaldi
þangað til að mál hans kom fyrir
rétt í janúar 1981. Það sem hann
var m.a. ákærður fyrir var að
hann hafi hlustað á útvarps-
sendingar frá „Rödd Ameríku"
(„Voice of America"), að hafa
haft í frammi and-sovéskan
áróður í símtölum til Svíþjóðar,
og fyrir að hafa undirritað „sam-
izdat“-bréf (bréf gefin út leyni-
lega, sem yfirvöld hafa ekki lagt
blessun sína yfir). Hann var síð-
an dæmdur til 10 ára fangelsis-
vistar, sem „sérstaklega hættu-
legur afbrotamaður" og í fram-
haldi af henni til 5 ára útlegðar í
landinu.
Árið 1958 var hann dæmdur
fyrir að „starfa í þágu alþjóð-
legra borgarastétta“ eins og sagt
var, og var dómurinn byggður á
því að hann hefði afhent 15
finnskum námsmönnum ljós-
myndir af bágbornu ástandi
fólks í Sovétríkjunum. Dómur-
inn þá hljóðaði uppá 10 ára vist í
vinnubúðum, nk. betrunarbúð-
um. (Meðan hann afplánaði þann
dóm, þá þýddi hann verk eftir
Charles Darwin yfir á estonísku,
og var það fyrsta estoníska þýð-
ingin á verkum hans.)
Mál Niklus var síðar tekið til
endurskoðunar, og var hann lát-
inn laus í frh. af því árið 1966.
Hann fékk þó ekki leyfi til þess
að taka til starfa á ný sem líf-
fræðingur, og þegar hann var
handtekinn 1980, þá starfaði
hann sem tungumálakennari við
kvöldskóla.
Honum er haldið á sérstakri
deild í Perm-vinnubúðum nr. 36.
Þeir fangar sem þar eru eyða 24
klst. sólarhringsins nær ein-
göngu inní klefum sínum, því
þeir eru látnir vinna þar líka, en
klefarnir eru ekki stærri en það
að hverjum fanga eru einungis
ætlaðir um 2 mz.
Vinsamlegast sendið kurteis-
lega orðað bréf, og biðjið um að
Mart Niklus verði íátinn laus.
Skrifið til: Mr. Karl Kimmel
Procurator of
the Estonian SSR
Prokuratura
Estonskoy SSR
Mitshurini 7
200001 g. Tallin
Estonskaya SSR
USSR.
SÝRLAND
— 7 meðlimir hins
kúrdíska samfélags
Þeir eru allir meðlimir Kúrd-
íska lýðræðisflokksins (the
Kurdish Democratic Party), og
hafa verið í haldi í níu ár, án
þess að mál þeirra hafi komið
fyrri rétt og/ eða þeir hlotið
neinn dóm.
Þessir 7 menn voru í hópi 12
sýrlenskra Kúrda sem voru
handteknir i júlí og ágúst 1973.
Handtakan átti sér stað eftir að
þeir sendu Hafiz al-Assad mót-
mælaskjal vegna áætlunarinnar
um araSíska svæðið („Arab Belt
Plan“). Opinberlega var sagt að
áætlun þessi fæli í sér að sett
yrðu á stofn ríkisrekin býli, en
þýddi í reynd brottflutning
þeirra Kúrda sem bjuggu í norð-
urhluta Sýrlands og aðflutning
araba í þeirra stað.
Arið 1977 höfðu þannig 12.000
Kúrdar í Jazira-héraði verið
reknir í útlegð. Á árunum 1974
og ’78 tók AI að sér mál þessara
12 Kúrda, og voru þeir þá meðal
samviskufanga samtakanna. Ár-
ið 1980 var vitað um að 5 þeirra
höfðu verið látnir lausir. Þeir 7
sem enn eru í haldi heita:
Abdullah Mulla Ali; Hassan
Osman Ibrahim; Muhammad
Mulla Fakhri og Muhammad
Khalid Abdul Rahman Sharaf, en
þeir eru allir frá bænum Qam-
ishli; Ahmad Haj Saee’d al-Arbu
frá Malak; Amin Gulin frá Akr-
im, og Hussan Ahmad Musa frá
Ali Furu.
Frá því 1973, er þeir voru
handteknir, hafa þeir verið flutt-
ir margsinnis milli fangelsa í
Damaskus og Aleppo, og þeir
dvelja ekki saman.
Þrátt fyrir ítrekaðar fyrir-
spurnir AI samtakanna til sýr-
lenskra yfirvalda um líðan þess-
ara manna, þá hafa engin svör
fengist.
Vinsamlegast sendið kurteis-
lega orðað bréf og biðjið um að
þeir verði látnir lausir úr haldi,
og að gefið verði upp hvar þeir
eru niðurkomnir, og hvernig líð-
an þeirra er.
Skrifið til: President
llafiz al-Assad
Presidential Palace
Damascus
Syrian Arab Republic.
og: