Morgunblaðið - 02.02.1983, Side 11

Morgunblaðið - 02.02.1983, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1983 43 Rangar, rangtúlkaðar og vafasamar fréttir sókna á veiðarfærum og gefst því þarna mjög gott tækifæri til að finna hvaða breytingar á veiðar- færum gefa möguleika til olíu- sparnaðar. Annar möguleiki á notkun tanksins er við hönnun mannvirkja, sem standa eiga í straumvatni, þannig að þau stand- ist áhrif straumsins sem bezt. Hins vegar er ekki þarna aðstaða til prófunar á skipslíkönum svip- uðum þeim, sem tíðkast, þegar endanlegt lag skipa er ákveðið áð- ur en smíði þeirra hefst. Möguleiki á prófun öryggisútbúnaðar I tengslum við veiðarfæratank- inn verður byggð upp aðstaða til raunverulegra prófana á þeim búnaði, sem er um borð í fiskiskip- um. Má þar nefna spil, krana, færibönd og öryggisbúnað. Það er von þeirra, sem að uppbyggingu rannsóknastöðvarinnar standa, að þessi þáttur starfseminnar geti orðið tvíþættur, það er að segja bæði á sviði öryggisbúnaðar og tæknilegra prófana einstakra tækja, sem Danir framleiða í þágu sjávarútvegs og fiskiðnaðar. Sem dæmi um þörf fyrir rannsóknir af því tagi, sem þarna munu fram fara, bentu danskir á að í dönsk- um sjávarútvegi teldu menn sig eyða 0,8 lítrum af olíu fyrir hvert kíló af veiddum fiski þegar veitt væri í troll, en aðeins 0,065 lítrum þegar veitt er í hringnót. Þá má einnig benda á að 7 sinnum meira magn fisks á mann um borð fæst við veiðar í hringnót en þegar veitt er í troll. Eins bentu þeir á, að í þeirri samvinnu, sem tekizt hefur með Dönum, Norðmönnum, Færeyingum og íslendingum um leiðir til olíusparnaðar við fisk- veiðar, er tankurinn mjög líklegur til þess að gefa möguleika til að meta þær hugmyndir, sem fram koma. 100 tnilljónir fengnar að láni frá EBE Af framansögðu má sjá, að Danir eru stórhuga í þessum efn- um þótt á móti blási í augnablik- inu hvað sjávarútveg varðar. Það má svo til gaman geta þess, að það, sem skipt hefur sköpum við byggingu og byggingaráform tengd þessu verkefni, er það, að sjóðir Efnahagsbandalagsins hafa staðið Dönum opnir og þegar hafa fengizt þar um 100 milljónir króna að láni. Páll Til þess að koma þjóðinni útúr því svartamyrkri sem í lífi efna- hags- og stjórnmála ríkir hér á landi, duga ekki annað en úrræði félagshyggju sem byggð eru á stefnu og skoðunum jafnaðar- manna. Því þarf að skapa skilyrði til að öflug hreyfing sósíaldemó- krata geti gert sig gildandi. Það er nokkuð ljóst af áratuga- baráttu forystumanna Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags við að rífa augun hvorir úr öðrum og að koma hinum á kné, að það muni ekki takast. Báðir virðast dæmdir til að verða smáflokkar og hafa samtals þetta 20—35% atkvæða. En það sameiginlega atkvæðafylgi dugar ekki, því að flokkarnir virð- ast ekki að jafnaði geta unnið saman. Og þó að svo ólíklega tæk- ist til, að annarhvor þessara flokka þurrkaðist út í kosningum, er næsta ólíklegt að það yrði til aukins kjörfylgis hins að því skapi. Er þannig ekki líklegt að annar geti fyllt rúm hins á þann hátt. Á þeim sviðum sem flokksmenn þessara flokka hafa haft náin samskipti, er ekki annað að sjá en að þeir eigi skoðanalega samleið. Og ef menn ræddu af hreinskilni um þau tvö stóru mál sem grund- vallarágreiningurinn hefur verið um — og nefnd voru hér að fram- an — virðist svo sem að ekki ætti að vera margt í vegi fyrir því að samstarf gæti tekist um flesta þætti þjóðmálanna. Því er spurt: Er ekki kominn tími til að tala saman? Sauðárkróki, á gamlársdag, Jón Karlsson. eftir Ragnar M. Magnússon Andrés Björnsson útvarpsstjóri flutti okkur Islendingum nýárs- boðskap og lagði sérstaka áherslu á hugtakið réiði og merkingarinn- tak þess. Ekki á ég öllu betri ósk í byrjun þessa árs til útvarpsstjóra og sumra af starfsmönnum hans en að þeir taki sig nú til og leggi ríka áherslu á réttlátan og óhlutdræg- an fréttaflutning af því sem er að gerast dag hvern úti í hinum stóra heimi. Útvarpsstjóri hlýtur að gera sér grein fyrir því, að rangur, mistúlkaður og áróðurskenndur fréttaflutningur kallar á reiði þeirra hlustenda sem vita betur og þeim fer ört fjölgandi, þar sem ís- lendingar ferðast svo mikið og víða. Útvarpsstjóri hlýtur einnig að gera sér grein fyrir því, að allir landsmenn eru eigendur ríkis- fjölmiðlanna og að vissar reglur hafa verið settar af Alþingi ís- lendinga um hvernig útvarpsstjóri og aðrir starfsmenn þessara stofnana skuli starfa. Alþingi er ábyrgt gagnvart landsmönnum öllum um að ríkis- fjölmiðlarnir starfi hlutlaust að fréttaflutningi. Útvarpsráð sem skipað er af Alþingi er ábyrgt gagnvart þingi og þjóð að starfað sé á hlutlausan hátt að fréttaöflun og fréttaflutningi. Útvarpsstjóri og starfslið hans allt ber sömu ábyrgð. Hjá ríkisfjölmiðlunum starfar margt ágætra manna og sumir eru afburða menn á sínu sviði. Það er því skammarlegt að útvarpsráð og útvarpsstjóri skuli halda hlífi- skildi yfir þeim sárafáu starfs- mönnum, sem meta persónulegar pólitískar skoðanir sínar meira en þær reglur, sem þeim ber að starfa eftir. Það er líka skammar- legt að það skuli vera starfandi fólk hjá ríkisfjölmiðlunum, sem metur pólitískar skoðanir sínar svo mikils, að það kjósi að vera með áróður í fréttaflutningi og varpa með því skugga á starfsemi þessara stofnana. Og ég er hissa á, að samstarfsfólk þessara fáu ein- staklinga skuli líða það, að þeir hagi sér svo ósæmilega í starfi. Það er alvarlegt mál, ef starfs- maður gerir sig sekan um það æ ofan í æ að fara með rangar, rang- túlkaðar og vafasamar fréttir, og jafnvel fréttir sem eru ósannar með öllu. Það vekur réttláta reiði hjá hluthöfum þessara fjölmiðla, þegar einstöku manni líðst að flytja fréttir á þann hátt að þjóna persónulegum pólitískum skoðun- um sínum. Til þess brestur heim- ild, og ósvífni og frekja, sem birt- ist í slíkri hegðun, hlýtur að enda með skelfingu fyrir viðkomandi, því að það er að verða útilokað að starfsmaður sem lætur þetta henda sig haldi starfi sínu hjá þeim fjölmiðlum sem allir lands- menn eiga. Eg veit um dæmi þess að komið hafi frétt í útvarpinu, sem var röng og margir aðilar hafi hringt inn strax og fréttin kom; fengið loforð um leiðréttingu, sem svo aldrei skilaði sér. Svona fram- koma vekur reiði þeirra sem fyrir verða og varpar skugga á þá sem vinna störf sín hjá stofnuninni á samviskusamlegan hátt. Ég spurði í þessu tilfelli, af hverju þetta hefði ekki verið kært. Svarið var, að of seint væri að leiðrétta fréttina. Það hlýtur að vera réttlát krafa okkar íslendinga að Alþingi, út- varpsráð og útvarpsstjóri sjái bet- ur fyrir þessum málum en verið hefur. Þeim ber lagaleg og siðferðileg skylda til þess. Sá fréttaflutningur, sem ég er hér að gagnrýna, kom glöggt fram „Því meira sem ég hugsa um þessi mál þvi meira skamm- ast ég mín fyrir að vera eign- araðili að stofnun, sem ekki stendur betur vörð um það sem kallast geti óhlutdræg fréttamennska.“ um þessi áramót. Það var langur kafli í sjónvarpinu frá Líbanon og ísrael og mjög langur kafli frá búðum PLO-manna í Líbanon. Sagt var frá morðunum í búðum PLO. Það hafa aldrei verið fluttar fréttir í útvarpi eðá sjónvarpi af þeim voðaverkum, sem PLO-menn hafa framið á fjölskyldum þeirra manna, sem unnu þessi ódæði í búðum PLO. Það hefur ekki verið sagt frá því, að þarna voru á ferð einstaklingar sem misst höfðu skyldmenni eða jafnvel alla fjöl- skyldu sína af völdum morðsveita PLO. Stundum koma fréttir ríkis- fjölmiðlanna mér þannig fyrir sjónir, að mér þykir einsýnt, að þar starfi fréttamenn, sem dragi taum sérstakra pólitískra hópa í hinum ýmsu löndum. Ég skora á alla íslendinga að fylgjast vel með erlendum fréttum í útvarpi og sjónvarpi og skrifa niður hjá sér, þegar ljóst er, að viðkomandi starfsmaður þessara stofnana er uppvís að því að vera hlutdrægur í starfi. Síðan skora ég á viðkom- andi hlustanda að skrifa þing- manni sínum og mótmæla harð- lega með beiðni um að viðkomandi fréttamanni verði tafarlaust vikið úr starfi. Það er kominn tími til að taka þessi mál föstum tökum. Ég hitti erlendan lögfræðing á árinu sem var að líða. Hann spurði mig, hvort útvarpsstjóri væri kommi eða Gyðingahatari. Ég svaraði því til, að á íslandi væru kommar mjög fáir og ennþá færri svokallaðir Moskvu-kommar, sem svo oft hafa verið bendlaðir við Gyðingahatur. Ég sagði einnig að Islendingar væru ekki Gyðinga- hatarar og Gyðingar nytu bæði samúðar og virðingar á íslandi. Þá sagði lögfræðingurinn: Ég hef dvalið á íslandi og útvarp og sjónvarp eru svo til eingöngu með fréttir frá ísrael og Líbanon sem gera ísraela tortryggilega í augum Islendinga en sleppa þeim fréttum sem eru þeim hagstæðar. Þessu gat ég því miður ekki neitað, vegna þess að á ferðum mínum erlendis hefi ég oft séð fréttir mjög hagstæðar ísraelum, en sömu fréttir hefi ég því miður ekki séð hér heima. Hann kvaðst ætla að kynna sér þetta betur, enda tilheyrði það starfi hans. Svo bætti hann við: Ykkar erlendu fréttir eru þó nokk- uð brenglaðar og ekki alltaf réttar og er ég hissa á því, að þjóð, sem státar af góðum bókmenntum, skuli ekki leggja meira upp úr góðum fréttaflutningi. Ef til vill eruð þið með pólitíska fréttamenn. Ég sagðist nú ekki geta fullyrt neitt um það, en kvaðst persónu- lega vera óánægður með erlendar fréttir bæði í útvarpi og sjónvarpi og bætti við: En af hverju segir þú þetta? Og hann svaraði: Ég segi þetta af því að ég hefi fréttir af því, að þegar Bandaríkjamenn voru í Víetnam, þá dundu á lands- mönnum fréttir af þessu stríði dag hvern, í fjölmiðlum ykkar, og allt- af var fréttum hagað Bandaríkj- unum í óhag. Og ekki man ég eftir að frá því hafi verið sagt í þessum sömu fjölmiðlum, að bæði rússn- eskir og kínverskir hermenn berð- ust með Norður-Víetnömum til að leggja Suður-Víetnam undir sig. Bæði útvarp og sjónvarp lögðu sig fram um að afla frétta sem gerðu Bandaríkjamenn tortryggilega í augum íslendinga, en stuðnings- menn Norður-Víetnama voru af- sakaðir á alla lund, þrátt fyrir þátttöku þeirra í stríðinu. Þetta endurtekur sig nú með frétta- flutningi þessara sömu fjölmiðla frá Líbanon og fleiri stöðum. Allt miðast við að gera ísraela tor- tryggilega í augum íslensku þjóð- arinnar og ala þar með á Gyðinga- hatri meðal landsmanna. Ég svaraði því til, að hann mætti ekki kenna mér eða íslend- ingum almennt um það, að ríkis- fjölmiðlar létu undir höfuð leggj- ast að halda í heiðri óhlutdræga fréttamennsku. Þú verður að skrifa þessar alvarlegu sakir að mestu leyti á þann mann, sem fulltrúar okkar íslendinga hafa falið að gæta þessara stofnana, sagði ég, — þ.e. útvarpsstjóra. Hann sagði, að nú væru liðin þrjú ár frá því að hernaðaríhlutun Sovétmanna hófst í Afganistan: Og ekki virðast ríkisfjölmiðlar ykkar leggja ýkja mikla áherslu á að sýna eða segja frá þeim hildar- leik. Þó er þetta stríð að mestu á milli vel þjálfaðra og vel vopnum búinna sovéskra hermanna, sem njóta stuðnings skriðdreka og flugvéla, og lítt vopnaðra Afgana. Á hinn bóginn var stríðið í Víet- nam á milli öflugra herja. En jafnvel þótt verið sé að fremja þjóðarmorð í Afganistan, láta fjölmiðlar ykkar sig það litlu skipta og eru jafnvel með sovéskar fréttir frá Kabúl af þessum ójafna leik. Að síðustu sagði þessi erlendi lögfræðingur: Ykkur íslendingum væri nær að gefa út færri bækur og leggja því meiri áherslu á að þurfa ekki að skammast ykkar fyrir ríkisfjölmiðla ykkar, er þeir flytja ykkur fréttir utan úr heimi. Þvi meira sem ég hugsa um þessi mál, því meira skammast ég mín fyrir að vera eignaraðili að stofnun sem ekki stendur betur vörð um það sem kallast geti óhlutdræg fréttamennska. Mér er sagt að áróðurskenndur frétta- flutningur í norsku ríkisfjölmið- lunum af atburðunum í Líbanon sé nú að skila sér í Gyðingahatri í Noregi. Norðmenn hafa gripið til þess ráðs að veita tugum aðila leyfi til útvarpsrekstrar. Það mætti e.t.v. flokka það und- ir skemmdarstarfsemi að standa þannig að fréttaflutningi í ís- lenskum ríkisfjölmiðlum, að Al- þingi íslendinga sæi sér ekki ann- að fært en fara að dæmi Norð- manna og gefa útvarps- og sjón- varpsrekstur að mestu leyti frjáls- an. Væri það ekki kaldhæðnislegt, ef kæruíeysi útvarpsráðs og út- varpsstjóra yrði þess valdandi, fyrst og fremst, að stíga yrði þetta skref. Að lokum fer ég fram á það við Morgunblaðið, að birt verði lög og starfsreglur sem settar hafa verið fyrir útvarpsráð og útvarpsstjóra og starfslið hans. Fylgja mættu upplýsingar um hverjir sitja í út- varpsráði árið 1983. Vinsamlegast.“ CITROÉNA I ófærðinni fer CITR0EN það sem aðrir fólksbílar komast ekki En hvað segir eigandi CITROÉN GSA PALLAS Hafsteinn Þorsteinsson, Símstjórinn í Reykjavík. „Aö óreyndu heföi ég aldrei trúaö því hvaö hægt er aö komast á Cirtoén í ófærö.“ G/obusi LAGMULI 5. SIMIBIS^S é m .ínnpini m £ Askriftarsimitm er 83033

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.