Morgunblaðið - 02.02.1983, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1983
45
steinn og Birgir hafa notað hefur
verið rétt um 160 hestöfl, þannig
að 100 hross bætast við bílinn með
vélinni. „Drif og girkassi eru ekki
gerð fyrir minni kraft en 200—240
hestöfl, þannig að vélin á sl. ári
virkaði ekki nægilega vel fyrir bíl-
inn,“ sagði Hafsteinn. „Það veitir
ekkert af kraftinum, því meðal-
hraðinn í Bretlandi er 20% meiri
en hér heima. Líklegur meðalhraði
í t.d. Mintex-rallinu er um
110—120 km á klukkustund," sagði
Birgir. „Bíllinn er í mjög góðu
formi núna, nema hvað skipt verð-
ur um vél.“
Nú þarf Hafsteinn að slást við 240
hestöfl við stjórn bílsins. Hvernig
undirbúið þið ykkur líkamlega?
„Við stundum líkamsrækt tvisv-
ar í viku og reynum að lifa eins
heilbrigðu lífi og kostur er.“
Reykið þið eða drekkiö?
Hafsteinn kvaðst grípa í vindil
af og til. Hins vegar væri áfeng-
isneysla í lágmarki hjá þeim fé-
lögum. „Enda fer áfengi og tóbak
ekki saman við neina íþrótt,"
bætti Birgir snarlega við.
Hvernig hefur samstarfið hjá ykk-
ur gengið í keppni og utan?
„Vel, við teljum okkur hafa
gengið í gegnum fyrstu hundrað
árin í hjónabandi," sagði Birgir í
gamansömum tón.
Hvað eruð þið gamlir og hvert er
starf ykkar?
„Biggi er hundgamall, en ég er
ágætur," sagði Hafsteinn. „Við er-
um samtals 61, ég er 34 ára, en
Haffi 27,“ sagði Birgir.
Hafið þið einhver sérstök áhuga-
mál?
„Snjóíþróttir og badminton,"
svaraði Hafsteinn, átti hann við
vélsleðaakstur og hló kátt að
nafngiftinni. Birgir kvað sín
áhugamál utan rallaksturs vera
golf og skíði. Bætti þá Hafsteinn
við, að hann hefði einnig áhuga á
skíðum, en með mótor á milli.
Hyggist þið verða atvinnu-rallöku-
menn í framtíðinni?
„Nei, við rekum þrjú fyrirtæki,
með okkar fjölskyldum, Góðborg-
arann, Líkamsræktina og Apolló
og söluturninn Topp. Það er okkar
lifibrauð. í fjarveru okkar mun
starfsfólk okkar og fjölskyldur sjá
um reksturinn.
„Gaman að fara
ótroðnar slóðir“
Hvernig er tilfinningin að verða
fyrstir fslendinga til að takast á við
toppökumenn heimsins í erfiðum
röllum af fullri alvöru?
Birgir svaraði: „Það er alltaf
gaman að fara ótroðnar slóðir og
reyna eitthvað nýtt. Þá má segja
að það hafi alltaf verið draumur
okkar að keppa erlendis, en hingað
til hefur sá draumur verið fjar-
lægur. Þetta verður sjálfsagt mik-
il upplifun, Englendingar hafa
verið mjög opnir fyrir okkur,“
sögðu Birgir og Hafsteinn.
Að lokum, er hugsanlegt að ein
ástæðan fyrir utanförinni sé draum-
urinn um að verða „súperstjarna" í
rallakstri?
„Mig dreymir um það á nótt-
unni,“ svaraði Hafsteinn brosandi,
„sá draumur er hins vegar afar
fjarlægur, þannig að við höldum
okkur við jörðina. Þetta er eins og
í öllum íþróttum, undir niðri lang-
ar alla að ná einhverjum frama,
fyrst er að setja sér markmið, síð-
an að keppa að því, árangurinn
verður tíminn að leiða í ljós. Við
setjumst niður í lok ársins og met-
um stöðu okkar, sjáum hvort við
eigum eitthvert erindi í keppni
erlendis. Við myndum ekki fara út
í svona mikið ef við teldum okkur
ekki eiga möguleika á sæmilegum
árangri," sagði Hafsteinn, en
Birgir sagði: „Það er ekkert gam-
an að skrölta bara með í ralli, þá
er eins gott að sitja heima."
Að lokum má geta þess að Haf-
steinn og Birgir hafa hug á að
kaupa nýjan keppnisbíl á næsta
ári, sem yrði Ford Escort RS 1700
Turbo. Er það nýhannaður rallbíll
Ford-verksmiðjanna. Það er þó að
sjálfsögðu mikið undir árangri
þessa árs komið, en þeir félagar
vonast til að geta klárað 60% af
röllum þeim er þeir aka í á þessu
keppnistímabili. G.R.
Prófkjörin — vandræðabörn
Svar við kveðju frá Jens í Kaldalóni
eftir Svein Ólafsson,
Silfurtúni
Ég vildi byrja á að þakka orð-
sendingu þína til mín í blaðinu
hinn 8. janúar sl. um ofangreint
efni, í tilefni af greinarkorni mínu
um útreiðina, sem þátttakendur í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
„slysuðust" á að gefa mikilsvirtum
formanni sínum, Geir Hallgríms-
syni. Mér finnst ástæða til að
gleðjast yfir að „einhver" hefir
taiið það þess virði að drepa niður
penna í sambandi við „vandræða-
börnin", prófkjörin, því mín skrif
um þau, bæði nú og fyrr, stefndu
að því að vekja um þessi mál um-
ræðu. Og það er sannast að segja
hlálegt að enginn sem nær er en
þú, landfræðilega séð, skuli hafa
fundið ástæðu til slíks. Þess vegna
er þitt innlegg lofsvert, og ættu
fleiri að taka mið af því og leiða
hugann að þessu fyrirbæri, sem
svo snertir útkomuna á lýðræðinu
hjá okkur hér, en kosningar eru
þar jú höfuðatriði. Þá væri hugs-
anlegt að eitthvað af „vitleysunni"
í þeim, sem ýmsum gengur illa að
átta sig á, kæmi fram í dagsljósið.
Ég sé það, að þótt við séum sam-
mála um ýmis atriði, þá hefir þú
að sjálfsögðu þínar skoðanir á öðr-
um, og margt sem þú segir er þess
eðlis að ástæða er til að velta því
vandlega fyrir sér. Þú kemur fram
með sterkar spurningar, sem ég
hef kannski ástæðu til að gefa
svör við, sumum en ekki öllum. Að
því er Geir Hallgrímsson áhrærir
vil ég segja, að ég sný ekki til baka
með það að hann var hreinlega, ég
vil ekki segja verra en það, af
„slysni" vanvirtur af kosninga-
glöðum prófkjörsþátttakendum.
Eg held að þeir hafi í ofurkappinu
við að hjálpa sínum uppáhalds-
mönnum að „troðast til vegsauka"
gleymt því hreinlega að það þurfti
líka að styðja við bakið á for-
manni flokksins. Allir reiknað
með að „hann væri öruggur", því
slíkt hefir hent áður. Hvort ég hefi
misreiknað persónu Geirs? Þér er
ekki láandi þótt þú spyrjir. En
sannast að segja reiknaði ég aldrei
með að menn myndu ljá því eyra,
sem hrópandi úr hópi almúgans,
eins og ég, segði. Mér fannst samt
við hæfi að segja þetta og vekja
athygli á því hver vandamál
„vandræðabörnin" geta orsakað,
ef ekki er vel að gætt. Það er
nefnilega orðið „móðins“ að hrópa
prófkjör, prófkjör, þegar taka þarf
ákvörðun um framboð. Allir vilja
ráða, en skoða lítið hvað slíkt felur
í sér. Og eins og þú segir, og tekur
þar með undir mín orð, því að þú
„gætir vel bent á annað form
betra og mannlegra", en það er
einmitt það sem mér sýnist að
þurfi að skoða vel og yfirvega, ekki
bara að bruna beint í „prófkjör"
eins og blindingjar, eins og mér
sýnist vera gert.
Það er eðlilegt, og ég vil segja
afdráttarlaust heppilegt, að „kjós-
endur“, hvort sem það eru
flokksmenn eða almennir áhang-
endur eða kjósendur flokks, geti
fengið tækifæri til að benda á
heppilegt fólk til að verða mál-
svarar og baráttumenn flokks. En
þar þarf samt forsjá, því það eru
ekki allir færir um að gegna slík-
um skyldum svo velferð málefnis,
þ.e. stefnu og flokks, sé séð far-
borða með tryggum hætti, og þar
er allt of mikið í húfi til að kylfa
megi ráða þar kasti. Þar þarf til
mat og forsjá, mannvit, ef ég má
aftur nota það auðskilda orð.
Hvort „prófkjörið hefði orðið
eitthvað vit- eða vizkumeira" þótt
„þessi maðurinn", ég reikna með
að þú eigir við formanninn, hefði
farið í fyrsta sæti, vil ég aðeins
vara af fullri hreinskilni, að á
meðan „landsfundur" Sjálfstæðis-
flokksins hefir treyst formannin-
um til að vera höfuðmálsvari
flokksins, þá hefði, eins og einn
góður maður benti mér á í samtali
að væri venja víða, jafnvel átt að
halda efsta sætinu lausu fyrir
hann á þeim lista, sem hann hlaut
að bjóða sig fram á, þótt kosið væri
um öll hin, því flokksins vegna
væri annað óframbærilegt og
hann þegar verið settur til for-
ystu, enda málstaður flokksins og
staða formanns veikt svo með öð-
ru, að það væri hrein „rassskell-
ing“ á flokkinn sjálfan að láta
annað henda. Ef menn vildu losna
við formanninn, sem alltaf gæti
hent, þá á bara að gera það á
„landsfundi", en ekki með því að
koma aftan að siðunum, eins og ég
tel að gert hafi verið með þeim
eindæma klaufaskap, sem „próf-
kjörið" fól í sér.
Þegar þú minnist á mannvit
Geirs Hallgrímssonar, þá vil ég
ekki láta hjá líða að leggja á það
áherslu, að hann stóð andspænis
„Ég vil taka fram að ég er
sammála um, að niður-
stöður löglegra „kosn-
inga“ ber að virða skilyrð-
islaust. En ég skil á milli
þeirra og þessara bless-
aðra „prófkjöra“. Kosn-
ingar eru þjóðfélagslegt
og lögskipað form til vals
á fulltrúum, sem boðnir
eru fram til starfa af mis-
munandi flokkum með
mismunandi stefnumið.
— „Prófkjör“ er hins veg-
ar allt annað.“
og að verzla með eða hagræða ein-
hverjum persónum til að komast í
rétt sæti og telur það óviður-
kvæmilegt með hliðsjón af ákvörð-
unarrétti kjósenda, þá finnst mér
því miður að blandað sé saman
ýmsu með vafasömum hætti.
Ég vil taka fram að ég er sam-
mála um, að niðurstöður löglegra
„kosninga" ber að virða skilyrðis-
laust. En ég skil á milli þeirra og
þessara blessaðra „prófkjöra".
Kosningar eru þjóðfélagslegt og
lögskipað form til vals á full-
trúum, sem boðnir eru fram til
starfa af mismunandi flokkum
með mismunandi stefnumið.
„Prófkjör" er hinsvegar allt ann-
að. Það er eitt form af mörgum,
sem til greina koma, til að sam-
stilla menn í ákveðnum flokki um
menn til framboðs á lista til
opinberra kosninga. Ég segi „eitt
forrn". Þú hefir sjálfur sagt að þau
Prófkjörið og
vandræðabörn
Nokkur orð til Sveins Ólafssonar, Silfurtúni
Eftir Jens i Kaldatóni
Það er nokkurs um vert að grina
aðeina ■ smágrein þina i Morgun
blaðinu 5 dea »1. þar aem þú telur
raunar mnngallaðasta atriðið I
prófkjðri vera að i það vanti
„mannvitið* En ekki get ég nú
fram hji þvi gengift, að í fleiri
reglum en um prófkjor gilda, —
ma-ttí vitið vera nokkru meira. og
aýniat *vo á stundum að ekki aé úr
í djúpum vizkubrunni auaið, þá
hinir frægu kappar reglugerða-
smiða oft á tíðum láta á þrykk út
ganga það sem hinn almenni borg-
skal eftir breyta í boðum og
honnum.
Eg get verið þér alveg aammála
þvi, hvilik vandræðaborn próf-
kjorin i morgum tilfellum eru En
fyrat þau eru nú svona mikil vand-
ræðahorn. verður jafnt yfir alla að
Kanga Kn aaican er heldur ekki Oll
sogð með þti, heldur miklu frekar
hinu. hvernig þeir „mannvits*-
fromuðir aem yfir þessum tólum
ilja ráða geta meðhondlað þetta
mannaverk á margan hátt. sér og
oðrum til vansæmdar og ama En
kjarninn i orðum þinum er þessi
|>ar sem þú lýsir hinu mikla
mannviti Ceirs Hallgrimasonar að
U'tgja hofuð sitt og taka niður
stoðu „vitleyaunnar*. Já, þaðer nú
|>að. að taka niðurstoðum vitleya-
mnar En hafðir þú sjálfur ekki
neira traust á Geir Hallgrimsayni
■n það að hann hefði ekki það
að hera. að ekki v«ri
hann maður til að taka örlogum
sinum Það fá ekki allir. ætið allt
sem þeir vilja. það þekkjum við
hrst kotungarnir á þessari jorð. og
hvað sem mannviti okkar liður
verðum við oftaat að bera það
mótlæti sem á okkur lagt er Að
dæma kjósandann „vitleysunni*
ofuraeldan fyrir það eitt að hann
hefur frjálat val um það hverjum
hann greiðir atkvæði aitt, er nokk-
uð atórt uppi aig tekið. eða er þá
kannski einræðið auðveldasta
lauanin E* held ekki
Heföi prófkjorið orðið eitthvað
vit eða vizkumeira þótt þesai
maðurinn hafi hlntið fyrsta eða
annað sætið i prófkjórinu eða hinn
— hefði þá ekki vantað í það
mannvitið* Sko, nú er ég ekki
neitt að amast við Geir útaf fyrir
sig. Iler er ekki spurning um nofn
eða persónu heldur spurning um
það, hvort allir formenn stjórn-
malaflokkana eigi persónulega
oskiptan einhuga og aiðferðilegan
rétt á þvi að verða i fyrstu tolu
þeirra er framboðaliatann skipa
hverju sinni. Ef svo væri. virtist
ekki þurfa að kjóaa neitt um þá.
þeir væru þá sjálfkjornir Eða
hver er þá rettur hina frjálaborna
kjosanda. ef það er talin skylda
hana — ef mannviti skal halda. að
kjosa hvað sem tautar og raular.
formann flokksins i 1 aæti til
fratrhoðs, án vilja hans og sann-
En rusinan i pylsuenda grein-
arkorna þins er otvirætt þar sem
þú tolur að þeir sem efatu sætin
skipa á liatanum og „hinn glataði
w
v
sonur* færist þar upp og ofar, og
telur það mikla reisn að hagræða
rétt kjornum monnum eftir eigin
geðþótta. svo einhver ákveðin
persóna komist i Oruggt sæti Nú
grunar mig. að ajálfur Geir Hall-
grimsson aé miklu atærri persona
i sniðum ollum en avo. að hann
myndi þiggja slikt brask með rétt
þinn eða „minn*. þ.e. þeirra aem
valdið hefur, kjósandana Og ef að
það mannvit á avo ofaná allt ann-
að að vanta i prófkjorið, að hægt
sé að vertla með frambjóðendur.
bækka þá og lækka eftir geðþótta
hvers og eina, þá er |*tta allt sam-
an orðin sú grallaralegaata for-
smánartuska að á alla-kanta vinda
má sér og hinum til hagræðia og
fer þá reisnin yfir frjálaum kosn-
ingarétti svona heldur að fella
laufbloðin á þvi mikla aldintré
Eða getur þú. góði maður, skrifað
nafn þitt undir orðið reian i athæfi
Ellerts Srhram þegar hann arf-
leiddi Pétur Sigurðsson að per
sonu sinni i siðustu kosningum*
Eannst þér það einhver dyrðar
reisn við kjosendur Ellerts. þó eft-
ir kenningu þinni að mannvitið
hafi svo vantað i ussa kjósendur
að þeir tóku F.llert framyfir Pétur
Nei sko. góði maður. meira virð-
ingarleysi og forsmán er ekki
ha-gi að sýna stuðningsmonnum
sinum og kjó*endum og það er Ell-
ert R. Srhram lungu búinn að sjá,
en ég veit ekki um Pétur En neðar
finnst mér enginn geta lagst,
hreint út sagt. en að láta sig henda
það uð taka við slikum náðargjóf-
um til þess eins að fá aðgang inn-
fyrir alþingisdyrnar Mér er ná-
Jeas í Kaldalóni
kvæmlega sama hvort maðurinn
heitir Pétur eða Geir. Jón eða Sig-
urður og hvað góður og gegn sem
hann kann að vera. hann verður
bara að sæu þvi, að ef fólkið vill
ckki veita honum brautargengi til
þessa eða hins. þá verður við það
Oll hrossakaup af þeasu tagi eru
svo langt fyrir neðan allt mann-
legt siðgæði. að ekki ætti til álita
að koma, hvað þa heldur að kenna
það við reisn og miklu heiðarlegra
að falla með sæmd en troðast til
vegsauka a slikum kjorum Kjós-
andinn á sinn helgasta rétt i þessu
efm hvar sem hann er. hans boði
verður ekki áfrýjað. En um
prófkjonð að oðru leyti. sem þó
allra meina bót verða atti er það
innleitt. var má segja að sé eitt hið
skelfilegasta sullum hull. svo sem
ótal margt i okkar pólitik. en verð-
ur þó jafnt að gilda alls staðar
meðan eftir þvi skal lifa Gæti ég
þó vel bent á annað form betra,
eða mannlegra. en þó sjálfsagt
myndi einhvern mannvitsneistann
vanla i þá sálma. ekki síður en það
sem nu heíur revnslunni rikara
orðið
mörgum valkostum eftir úrslit
„prófkjörsins". Að mínu mati og
án þess að rýra í nokkru persónu
hans var honum mikill vandi á
höndum um ákvörðun, og ég tel
það síður en svo skort á trausti til
hans, þótt ég hafi sagt að hann
hefði sýnt mikið mannvit við sína
ákvörðun. Og ég vil undirstrika, að
hann gerði það sannarlega, því ef
hann hefði viljað þjóna eigin geði
og þykkjast við, þá hefði það
hreinlega getað sprengt sterkasta
lýðræðisaflið, sem við eigum hér í
þessu landi. Hann mat meira að
láta „slysið", eða „vitleysuna", eins
og ég kalla það, ekki raska stefnu-
festu sinni, en virkjaði hana eins
jákvætt og verða mátti, til að
reyna að þjappa mönnum saman
um málstað flokksins, og um leið
sig sjálfan, í komandi kosninga-
slag.
Þegar þú talar um hrossakaup
geti verið fleiri, og það sem ég hefi
við „prófkjörin" að athuga, eins og
þau hafa verið viðhöfð, er að þau
þjóna ekki markmiðum þeirra sem
vilja færa sér þau í nyt, eins og
skyldi. Þar vantar að formið sé
sniðið að markmiðinu og gallarnir
meitlaðir af. Þegar ég kalla þau
„vitleysu" þá er það af því, að þau
eru tekin og útfærð í flaustri og að
verulegu leyti óyfirvegað, og það
kalla ég aó vit vanti. Ég er ekkert
að segja það, að sé hægt að búa til
kerfi, þar sem ekki „myndi ein-
hvern mannvitsneistann vanta í
þá sálma", en ég segi, að það verdi
að taka ákveðin sjónarmið til greina
við að gera slíkt kerfi úr garði. Þá
þarf að vita hvað er hvað, en þar
virðist mikið vanta á hjá
mörgum manninum, sem hrópar
hæst um að koma í gang „próf-
kjörum" í tíma og ótíma. Ég lagði
á mig það erfiði vegna slæmrar
reynslu af þessum málum að kafa
ofan í þau, og hugsaði mikið um
hvaða sjónarmið og viðhorf koma
inn í þessa mynd. Útkoman varð
svo blaðagrein, sem ég ritaði
snemma á sl. ári, með heitinu
„Prófkjörin og skynsemin". Þar
sem þú nefnir, að þér þyki ég taka
stórt uppí mig útaf því, sem ég
kalla „vitleysu" og færir það uppá,
að ég sé að tala óvirðuglega um
kjósendur almennt, og lætur þar
fylgja heldur slæmt skeyti um að
ég telji „kannski einræðið auð-
veldustu lausnina", ef ég skil þig
rétt, þá langar mig að biðja þig að
gera það fyrir mig að lesa þessa
grein (aftur ef þú hefir gert það
áður), því mig grunar að þú munir
skilja betur, hví ég segi þetta svo
afdráttarlaust, því ég tel mig hafa
fært rök fyrir staðhæfingunni um
„vitleysuna" í þeirri grein, og þar
með hafa rétttil að taka svo djúpt
í árinni. Ef þú hefir ekki séð
greinina, þá vil ég bjóða þér að
senda þér hana, svo þú getir þar
séð mína úttekt á þeim málum. Að
sjálfsögðu reikna ég með, að þú
hafir eitthvað við það að athuga,
en engu að síður er ég viss um að
gagnlegt væri, ef þú kynntist því,
sem ég reyni þar að brjóta til
mergjar. Ef þú vilt þiggja þetta,
þá gætirðu sent mér línu um það
og skal ég þá senda greinina til
þín.
Að því er varðar siðferði í sam-
bandi við stjórnmál og almennt
framferði, þá held ég að við séum
ekki fjarlægir hver öðrum. Og með
þetta, ef fólk vill ekki menn til
pólitískra starfa, þá sýnist mér að
of fáir geri sér grein fyrir þar
hvað hæfi, og sumir bruna bara
fram hvað sem slíku líður, til að
þjóna eigin sjálfsmetnaði. Og því
miður er reynslan af þessum
„prófkjörum" mjög oft sú, þótt það
sé nú samt ekki alltaf, sem betur
fer, að þar eiga slíkir menn auð-
veldan leik; og svo þegar þeir sjá
að stjórnmál eru vinna og aftur
vinna, og hún ekki þrautalaus, þar
sem menn verða að fórna miklum
tíma og erfiði, þá oft missa þeir
allan áhuga og fara, og ekki
ósjaldan skiljandi eftir hala af
vandamálum sem á eftir fylgja,
þau eru bara skilin eftir fyrir aðra
að leysa.
Um það hvort Ellert Schram
hefir séð eftir því að gefa sitt sæti
eftir fyrir Pétri Sigurðssyni get ég
ekkert sagt, en ég var samt einn af
mörgum, sem reiknuðu það fyrir
drengskaparbragð af hálfu Ell-
erts, þó þar komi að sjálfsögðu
mörg önnur viðhorf til greina, en
ég held nú samt að þar hafi líka
komið til fórn af hálfu Ellerts
fyrir sjónarmið sem hann þá mat
meira vert en eigin frama, þó ég
geti ekkert vitað um hans innstu
hugsanir í því efni. Slíkt er samt
til enn hjá sumum og mér sýndist
þetta vera það, sem fyrir honum
vakti og mat hann mann meiri
fyrir vikið, og geri enn.
Það eru að vísu mörg fleiri at-
riði, sem þú nefnir, sem gaman
væri að ræða nánar, en þar sem
þau skipta ekki höfuðmáli læt ég
þau liggja á milli hluta hér, til að
lengja ekki um of þetta mál. En
hugsanlega væri gaman, ef tæki-
færi gæfist síðar að kynnast þér
persónulega, að taka þau til með-
ferðar í persónulegum viðræðum,
því þar gætum við eflaust báðir
lagt hinum nokkuð til.
Ég vil að lyktum þakka þér til-
skrifin um leið og ég endurtek að
mér sýnist vera fullt tilefni til að
þessi mál, svo viðurhlutamikil sem
þau í raun eru fyrir stjórnmála-
lega velferð í landinu, verði íhuguð
af fleirum og hugsanlega meira
um þau ritað til að komast að
happasælli niðurstöðu um farsælli
lausnir á framboðslistum en
„prófkjörin" í þeirri mynd sem
þau hafa birzt hingað til.
Bið þig svo heilan að lifa um leið
og ég kveð þig,
með vinsemd og virðingu.