Morgunblaðið - 02.02.1983, Síða 14

Morgunblaðið - 02.02.1983, Síða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRCAR 1983 Heimilið, horn- steinn þjóðfélagsins — eftir Sigurö Pétursson gerlafrœóing Villukenningar um mannlegt eðli og samanburð á karli og konu hef ég ekki áður vitað fluttar af svo miklum stríðsæsingi sem í áð- urnefndri grein í vikuritinu Stern. Þarna er konan tekin langt fram yfir karlinn, sem eiginlega sé óhæfur til alls, nema veita kon- unni þann munað að geta með henni börn. „Til viðhalds mann- kynsins þyrfti ekki marga menn“ stendur þar. Ádeilurnar og orð- bragðið er svipað því sem „rauð- sokkurnar" nota, þegar þær eru í æsingi, en gengur mun lengra. Venjulega eru það konur, sem fylla flokk rauðsokkanna, þó að einn og einn karlmaður slæðist með í hópinn. Aðalinntak áróðurs- ins er umturnun þjóðfélagsins og þá fyrst og fremst heimilisins, í sama anda og kommúnistar, enda hafa rauðsokkurnar kennt sig við rauðliða og fylgja jafnan þeirra flokkum, þegar á reynir. Áður en lengra er haldið að ræða stríðsástandið, sem hér virð- ist vera í uppsiglingu, skal hér fyrst vikið að stöðu heimilisins í þjóðfélaginu, eins og hún hefur verið á íslandi fram til síðustu aldamóta. (Eftir að grein þessi var skrifuð, birtist í Lesbók Morgunblaðsins (22/1) grein eftir Tryggva V. Lín- dal: Undirstaða karlveldisins, og verður hennar getið síðar.) íslenska heimilið Meginhluti íslensku þjóðarinnar er kominn af bændafólki, og sterkasti þátturinn í fari hennar kemur óslitinn frá sjálfstæðum og frjálsum bændum og bændakon- um. Annar þáttur, nú orðinn miklu grennri, en þó oft nokkuð áberandi, er kominn frá víkingum, en þeir sigldu víða um höf, gerðu strandhögg, rændu fé og hnepptu fólk í þrældóm. Á siglingum sín- um fundu víkingarnir þetta fjar- læga land, ísland, sem þá var „skógi vaxið milli fjalls og fjöru". Þeir námu hér land, „reistu sér byggðir og bú“ og settu sér sín eigin lög. En vegna nálægðar við kuldabeltið þoldi landið illa rán- yrkjuna og reyndist harðbýlt, þeg- ar fram í sótti. Undir áhrifum og vernd hinnar voldugu kaþólsku kirkju, lærði þjóðin lestur og skrift og iðkun fagurra lista. Hún ræktaði jörðina eftir mætti og reri til fiskjar, og fiskimiðin reyndust gjöful. Lífs- baráttan varð síðar harðari: Glöt- un sjálfstæðis, erlend verzlunar- einokun, drepsóttir, eldgos og fell- isár. Harkalegt úrval náttúrunnar mótaði þannig þjóðina og gerði hana sterka og þrautseiga. Hún treysti lítt á kóng og klerk, las samt guðsorð, en aðalstoðin var heimilið. íslenska heimilið var um aldir nær eini vinnustaður þjóðarinnar, og þá gerður greinarmunur á því að vinna innanhúss eða utan. Störfin innanhúss voru að mestum hluta i höndum kvenna, aðallega gæzla barna, matreiðsla, þrif, þjónustubrögð, saumaskapur og tóvinna. Störf utanhúss voru aftur á móti að mestum hluta í höndum karla, aðallega hirðing búfjár, jarðrækt, byggingarvinna, veiði- skapur og aðdrættir. Að loknum vinnudegi, misjafnlega löngum, störfuðu karlar ásamt konunum innanhúss, og þróaðist þar hinn alkunni íslenski heimilisiðnaður. Hér bætist svo við iðkun bók- mennta og fagurra lista, en það er alkunn og merk saga, sem ekki verður sögð hér. Landbúnaðurinn, sem alla tíð hefur verið undurstöðuatvinnu- vegur þjóðarinnar, sem flestra annarra þjóða, hefur alltaf verið nátengdur heimilunum og störf við hann unnin bæði af körlum og konum. Þegar svo fiskveiðar tóku að aukast, fóru karlar að vinna lang- tímum fjarri heimilum sínum, og spratt þar af annar aðalatvinnu- vegur Islendinga, sjávarútvegur- inn. Karlar í krapinu l»á riðu hetjur um héruð, og skrautbúin skip fyrir landi flutu med fríAasla lið færandi varninginn heim. Svo kvað Jónas, og af þessum Ijóðlínum skáldsins hefur íslensk æska síðan gert sér hugmynd um „gullöld" Islendinga, og hafi hún staðið frá upphafi íslandsbyggðar og þar til að þjóðin gekk á hönd Noregkonungum. Jónas Hall- grímsson var einn Fjölnismanna, en þeir voru boðberar þeirrar rómantísku upplýsingastefnu, sem hafði hér í för með sér endurreisn Alþingis, eigin stjórnarskrá og fullveidi íslands. Ein er sú kvöð, sem fylgt hefur karlkyninu frá alda öðli, en ís- lendingar hafa sloppið við, en hún er sú, að láta lífið fyrir fósturjörð- ina á vígvöllum, þegar og þar sem nauðsyn krefur. Aftur á móti gerðist það hér oft á söguöld, að ættarhöfðingjar kvöddu landseta sína og frændur til liðs við sig, ef berja þurfti á andstæðingum. En nú er sú harða tíð löngu liðin, og framgjarnir menn safna atkvæð- um kjósenda, sem er áhættuminna fyrir báða aðila. Islenskir karlmenn hafa því einkum þurft að berjast við óblíða náttúru. Bændur og vinnumenn í illviðrum á vetrum, við hirðingu búfjár og ferðalög á landi, út- vegsbændur og fiskimenn við úf- inn sjó, storma og slrauma, og farmenn auk þess við hafvillur og misjafnar viðtökur á erlendri strönd. Hér við hefur svo bæst meðferð alls konar stórvirkra véla til þungavinnu og iðnaðar eða til flutninga á landi, á sjó eða í lofti. Til þessara starfa þarf tvímæla- laust karlmennsku, þ.e. krafta, kjark og ekki síst aflfræðilegt og verkfræðilegt skyn, en þeir eigin- leikar fylgja hinum mjög umtal- aða Y-litningi karlsins. Aftur á móti eru þessir eiginleikar sjald- gæfir hjá konum. Óneitanlega nýtur karlmaðurinn þess að finna mátt sinn og yfirburði á þessum sviðum og hljóta af aukinn hagnað og meira sjálfstæði. Til sveita hafa karlar um lang- an aldur lagt metnað sinn í að eiga góða hesta og ríða um héraðið, eins og hetjurnar forðum. Nú vilja karlar eiga góða bíla og sem glæsi- legasta, til þess að vekja eftirtekt í þéttbýlinu, og sem sterkasta, svo að komist verði um allar sveitir landsins. Að sjálfsögðu finnst þeim einnig mjög áhugavert að öðlast nokkur fjárráð og góða stöðu eða arðvænlegt starf, til þess að geta stofnað og haldið uppi eigin heimili. Sterkasta tilfinning karla mun því oftast vera sú, sem Stefán frá Hvitadal orðaði svo snilldarlega: „Hver dáð, sem mað- urinn drýgir, er draumur um konu ást.“ Fósturlandsins Freyja Kósiurlandsins Freyja, fajjra V anadís, módir, kona, meyja, meAtak lof og prís. Þessi lofsöngur séra Matthíasar til konunnar hefur verið á hvers manns vörum síðan skáldið gaf hann þjóðinni, og í lofkvæði af þessu tagi hefur ótalinn fjöldi skálda lagt sitt mesta andríki og sínar heitustu tilfinningar. „Ég er bara húsmóðir" heyrir maður núorðið af vörum margra kvenna, og það er einhver afsök- unartónn í röddinni. Til frekari kynningar er svo bætt við „Maður- inn minn er ... “ og þá kemur nafn mannsins og staða, sem verð- ur aðalatriðið, úr því að inngang- urinn var svona. íslenskar konur hafa alla tíð verið talsvert stórlátar að eðlis- fari og ekki haldið því sérstaklega á lofti, hverjum þær væru giftar, eins og það teldist til afreka. Við giftingu hafa þær yfirleitt ekki tekið upp þann sið, að bera nafn eiginmannsins í stað nafns föður síns. Er þetta eftirtektarvert sér- kenni islensku þjóðarinnar. Hingað til hafa íslenskar hús- mæður ekki þurft að kvarta, hvorki yfir skorti á verkefnum, né völdum innan heimilisins á borð við búsbændurna, enda gat verið reisn yfir þeim, engu síður en bændunum. Má hafa gengið á ýmsu, hvort hjónanna lét meira til sín taka út á við, eða hvort þeirra stóð meira að baki þeim ákvörðun- um, sem teknar voru. Daglegur rekstur heimilisins innanhúss mun þó oftast hafa verið algerlega í höndum húsmóðurinnar. Það hefur verið hlutverk konunnar að skapa fjölskyldunni þennan griðastað og gefa heimilinu þá hlýju, hreinleika og birtu, bæði i efnislegum og andlegum skilningi, sem öllum er svo mikils virði. „My home is my castle", segir Bretinn af sinni alkunnu festu. Heimilið má segja, að sé hinn eini fasti punktur í tilverunni, undirstaða öryggis og athafna og því nauð- synlegt hverjum manni. Að vera heimilislaus hefur alla tíð talist þau döprustu örlög, sem nokkur getur hlotið. Umönnun og uppeldi eigin barna á eigin heimili hlýtur alltaf að teljast mikilvægasta hlutverk konunnar í þjóðfélaginu, sem tæp- ast nokkur fóstra né faðir getur tekið að sér. Þessi frummótun hugarfars og mannlegs viðmóts barnsins verður hvergi betur RAUÐARARSTIGUR 18 SÍMI28866 o nokkuit ••• í aö halda fundi í herbergiskytru úti í bæ? Er ekki nær aö halda fund í aölaöandi hóteli, þar sem öll aöstaöa er til fundahalds? Dr. Sigurður Pétursson „Þar sem hlutverk hús- móöurinnar í heild er þýð- ingarmeira fyrir þjóðfélag- ið en nokkurt annað á því stóra sviði, ber því sama þjóðfélagi að sjá til þess, að mæðurnar geti rækt þetta hlutverk með sóma án þess að vinna úti, svo lengi sem með þarf.“ framin en hjá móðurinni, sem um leið verður þess fyrsti sálusorgari og oft sá eini fram á fullorðinsár. Og svo er sagt „bara húsmóðir". Þvílík blinda! Blinda fyrir stað- reyndum mannlegs eðlis, fyrir þróun lífsins, fyrir velferð þjóðfé- lagsins. Rithöfundurinn J.J. Rousseau (1712—1778) skrifar í upphafi bókar sinnar, Emil, um uppeldi barna: „Byrjun uppeldisins er mikilvægust, og þetta fyrsta upp- eldi tilheyrir tvímælalaust konum. Hefði skaparinn ætlast til, að það heyrði undir karla, þá hefði hann gefið þeim mjólk í brjóstin, svo að þeir gætu nært börnin. Talið því alltaf til kvennanna, þegar þér leiðbeinið um uppeldi barna, því að þær eru hæfari til að gæta þeirra og hafa meiri áhrif á þau en karlarnir." Og ennfremur: „Lögin gefa mæðrunum aldrei nægilegt vald, þau fjalla mest um fjármál, en eru hirðulaus um mannkosti, því að þau miðast við friðinn, en ekki dyggðina." Rousseau leggur áherzlu á dyggðina. Flestir, bæði karlar og konur, munu í innstu fylgsnum sálarinnar geyma þær dyggðir, sannleika og siði, sem þeim voru innrættir á bernskuskeiði, og þá bæði af föður og móður, þegar fram í sótti og staðreyndir lífs- barítunnar fóru að koma í ljós. Útivinnandi húsmæður Því er ekki að neita, að húsmóð- urstörf eru stöðugt að verða létt- ari, bæði vegna þess að fjölskyldur eru orðnar fámennari og véltækni meiri á heimilunum. Alls konar aðkeypt þjónusta er auðfengin í þéttbýlinu, en þar býr núorðið meiri hluti þjóðarinnar og sömu- leiðis má fá þar meira og minna tilreiddan mat. Athafnasamar húsmæður leita þá út á vinnu- markaðinn, sem eðlilegt er, þegar börnin eru farin að sjá um sig sjálf. Geri þær það ekki, þá blygð- ast þær sín fyrir að vera taldar iðjulausar, sérstaklega af kyn- systrum sínum, og veldur það þeim afsökunartóni, er áður var getið. Þessi blygðun er þó alger- lega ástæðulaus, eins og þegar hefur verið sýnt hér fram á. Barnlausar konur, ungar sem eldri, geta að sjálfsögðu stundað alls konar vinnu á sama hátt og karlar og óháðar þeim, meðan þær eru ekki giftar. Það eru því aðeins þær konur, sem hafa fyrir börnum að sjá, hvort sem þær eru í hjóna- bandi, sambýli eða einstæðar, sem bundnar eru heimili vegna móð- urskyldu, en margar konur hafa líka ánægju af heimilsstörfum. Þar sem nú hlutverk húsmóður- innar í heild er þýðingarmeira fyrir þjóðfélagið en nokkurt annað á því stóra sviði, ber því sama þjóðfélagi að sjá til þess, að mæð- urnar geti rækt þetta hlutverk með sóma án þess að vinna úti, svo lengi og með þarf. Einnig, að þær geti að því loknu auðveldlega feng- ið annað starf við sitt hæfi, ef þær kæra sig um. Auk þess þarf ríkis- valdið auðvitað að sjá til þess, að barnsfeður leggi fram sinn lög- boðna hluta kostnaðar við stofnun og rekstur heimilisins og uppeldi barna. önnur afskipti þarf ríkis- valdið ekki að hafa af þessum mál- um. Allt annað er einkamál hvers og eins, karls og konu, sem öðrum koma ekki við. Aðalvandamál útivinnandi hús- mæðra er togstreitan á milli móð- urhlutverksins og atvinnu kon- unnar. Þegar bæði faðir og móðir stunda fulla vinnu utan heimilis- ins, er það næstum sama og þar væri engin húsmóðir, heldur að- eins tveir karlar fyrir utan börnin. Báðir vinna þeir úti allan daginn og ganga þar væntanlega upp í sínu starfi, báðir eru jafn þreyttir, þegar þeir koma heim að kvöldi og hvorugur er neitt upplagður til að vinna heimilisstörfin. Báðum get- ur þeim þótt ánægjulegt að um- gangast börnin, en þau fara oft snemma að sofa, svo að gagnkvæm kynni „foreldra" og barna verða ekki mikil, og fjarri því að vera nægileg. Én hvar hafa svo börnin verið allan daginn? Hjá dagmæðrum, á barnaheimilum, á leikvöllum, eða bara hingað og þangað í öðrum húsum eða beinlínis á götunni, með húslykilinn sinn um hálsinn? Þetta er alvarlegasta spurningin. Seinna tekur skólinn við, en þó ekki nema hluta dagsins. Barnið er blátt áfram heimilislaust, því að enginn hefur tíma til að skapa því heimiii. Það eiginlega heimili er ekki lengur til. Það er svo önnur hlið á þessu máli, að heimili geta líka verið mislukkuð, eins og önnur mann- anna verk, og þá verri dvalarstað- ur fyrir börnin er ríkisreknar upp- eldisstöðvar. Skáksveit Flugleiða sigraði í þriðja sinn — Skákmótið Swissair Cup í fréttatilkynningu frá Flugleiðum er sagt, að um síðustu helgi hafi sveit úr Skákklúbbi Flugleiða tekið þátt í skákmótinu Swissair Cup, sem fram fór í Ziirich. Sex flugfélög, sex bankar og stórfyrirtæki í Sviss sendu sveitir til keppninnar. Úrslit urðu þau að skáksveit Flugleiða sigraði, hlaut 31,5 vinninga af 44 mögulegum. í öðru sæti varð sveit Kantonen Bank, með 29,5 vinninga, og í þriðja sæti sveit Swissair, með 27,5 vinninga. Flugleiðir hafa sent sveit á þetta mót í fjögur skipti og borið sigur úr bítum í þrjú skipti. Skáksveit Flugleiða var skipuð þeim Herði Jónssyni, Hálfdáni Hermannssyni, Olafi Ingasyni og Trausta Tómassyni. Liðs- stjóri var Bragi Kristjánsson, en hann var jafnframt þjálfari skákklúbbs Flugleiða. Þess má geta, að Skáksveit Flugleiða er komin í lokaúrslit í Evrópu- skákkeppni flugfélaga og fer lokakeppni um titilinn fram í Hamborg 19. mars, þar sem Flugleiðamenn tefla við skák- sveit Lufthansa.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.