Morgunblaðið - 02.02.1983, Page 15

Morgunblaðið - 02.02.1983, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. FEBROAR 1983 47 Hftustdagar við Skjersjöen. Síðsumarkvöld við Heggeli-vatnið í „hjarta“ Merkurinnar. MORKIN Unaðsland Oslóborgar eftir Asbjörn HUdremyr llt-sýni frá Kobberhaugen. Þar voru koparnámur í gamla daga. Til hægri er bærinn Björnholt, en vatnið er Björnsjöen. Vetrardagur mið Midtre Lysedamm. Hér er ein af vinsælustu göngu- brautum „Birkibeina" frá Osló og nágrenni. „Með vaxandi áhuga á skíðaíþrótt og útivist yfirleitt sóttu æ fleiri Oslóbúar alltaf lengra og lengra inn í heillandi ævintýralandið, sem lá bak við dökkleitu skógarásana, sem byrgðu þeim útsýn til allra átta frá borginni.“ Oslóbúar geta verið ósáttir um margt — eins og gerist þar sem fólk þyrpist saman í þéttbýli og reyndar víðar. Eitt er þó sennilega óhætt að fullyrða að þeim komi algerlega saman um: Að Mörkin sé það dýrmætasta sem þeiri eigi. Og þeir eiga hana allir í hjarta sínu, þó að hún sé að mestu leyti eins manns eign, samkvæmt eignar- réttarlögunum. Harald Löv- enskiold gósseigandi á Mörkina. Og hvurjar sem skoðanir þeirra kunna annars að vera á því fyrir- bæri, að einn einstaklingur skuli eiga landsvæði á stærð við smá- konungsríki, eftir gömlum mæli- kvarða, kemur sennilega flestum saman um hitt: að í þessu tilfelli hefur það orðið mikið lán fyrir al- menning, ekki síst fyrir þá, sem hafa mætur á útivist í frjálsri og að mestu leyti óspilltri náttúru, að þannig hefur verið háttað um eignarréttinn á þessu víðáttu- mikla skógarsvæði, sem umlykur höfuðborg Noregs á alla vegu, nema beint til suðurs, þar sem fjörðurinn liggur. í daglegu tali minnast Oslóbúar bara á „Mörkina", eins og um að- eins eina væri að ræða. Þeir sem eru vel að sér í landafræði vita hins vegar, að það eru ekki færri en tíu aðskildar merkur í nágrenni borgarinnar og aðliggjandi héruð- um: Sörmarka, Östmarka, Vest- marka, Krokshagen — svo aðeins þær helstu séu nefndar. En það sem flestir hafa í huga er samt eflaust Nordmarka, sem er lang- stærst og langmest sótt af borg- arbúum, sumar jafnt sem vetur. Til þess að gefa einhvurja hugmynd um, hvað Nordmarka er víðáttumikil má nefna að frá Holmenkollen — heimsfrægt nafn vegna alþjóðaskíðakeppninnar, sem fer þar fram á hvurjum vetri — og norður að Roa, eru röskir 45 kílómetrar í beinni loftlínu breiddin frá vestri til austurs er frá 20 og allt að 60 kílómetrar. Samtals liggja innan við þessi ytri takmörk 430 ferkílómetrar af mis- hæðóttu skóglendi, að mestu vaxið þéttum greniskógi, en líka er þar aragrúi af stöðuvötnum, tjörnum og mýrum — samtals um 5 þúsund sem stráð hefur verið af gjaf- mildri skaparahendi út um Mörk- ina alla. Öldum saman hvíldi Mörkin eins og í værum svefni. Þeir sem áttu erindi þangað voru fáeinir veiðimenn, kolbrennarar og skóg- arhöggsmenn, sem unnu þar baki brotnu við að framleiða viðarkol til málmbræðsluofnanna og vatnsknúinna sögunarverksmiðja, sem spruttu upp við útjaðra Merk- urinnar. Þeir sem fyrstir tóku sér fastan bústað í Mörkinni voru hins vegar Skógar-Finnar, niðjar þeirra útflytjenda sem yfirgáfu heimahaga sína í Norður-Finn- landi vegna ófriðar og hungurs- neyðar þar um miðja 16. öld og þokuðust síðan hægt og hægt vest- ur á bóginn gegnum skógana miklu í Vármalandi, inn í Noreg og alla leið hingað. Þeir brutu sér land með því að brenna skóginn þar sem þótti bjargvænlegast, sáðu síðan rúgi í öskuna, en lifðu þar að auki á fiskveiðum og villi- bráð. Þetta var hörkuduglegt fólk, en ekki var alltaf friður milli þess og landslýðsins. Við og við voru gerðar tilraunir til að hrekja það á brott, og á þeim tímum voru Skógar-Finnar taldir réttdræpir hvurjum manni. En almenningi var Mörkin lokað land, vafið dularhjúpi þjóðsagna og hjátrúar. Að vísu lá gamli reið- vegurinn norður til Haðalands og Hringaríkis um eyðiskógana frá Marídalnum. A sínum tíma var það pílagrímsleið. Það er líka til nokkuð fræg ferðasaga eftir Jens Nielsönn biskup, sem fór þangað í kirkjuskoðunarferð á 16. öld og segir margt skemmtilegt og fróð- legt um staðhætti og það litla sem var af mannabyggðum, en einkum þó um alla þá erfiðleika, sem þetta ferðalag bar í skauti sér fyrir klerkinn og ferðafélaga hans. Á seinni hluta 19. aldar urðu miklar breytingar á þessu. Með vaxandi áhuga á skíðaíþrótt og útivist yfirleitt sóttu æ fleiri Oslóbúar alltaf lengra og lengra inn í heillandi ævintýralandið, sem lá bak við dökkleitu skógarás- ana, sem byrgðu þeim útsýn til allra átta frá borginni. Frásagnir forgöngumannanna um stórkost- lega og margbreytilega náttúru- fegurð Merkurinnar, sem birtust í blöðum og bókum, áttu drjúgan þátt í þeirri þróun, sem leiddi smám saman til þess að örnefni og staðhættir, að minnsta kosti í syðri hluta Nordmarka, urðu Osló- búum jafn kunnugir og í borginni sjálfri. Göngubrautir voru ruddar og merktar, félög til eflingar skíða- og ferðamennsku og nátt- úruverndar voru stofnuð og á okkar dögum býður Mörkin gest- um sínum upp á samtals 2.200 kílómetra af rauð- og blámerktum skíðabrautum og gönguslóðum sem liggja um hana þvera og endi- langa, auk fjölda svigbrauta og stökkbrauta. Á helgidögum, þegar veður og skíðafæri er gott, minna bílastæð- in við útjaðra Merkurinnar og brautirnar sem liggja út frá þeim helst á iðandi mauraslóðir nálægt þúfunni. Hér eru brautirnar breið- ar og sléttar eins og þjóðvegir, snjórinn troðinn saman með vél- sleðum og fjögur til sex skíðaspor lögð hlið við hlið, rist með egg- hvössum sköfujárnum í harð- þjappaðan snjóinn, svo djúp og jöfn, að skíðin fylgja þeim eins og lest fylgir brautarteinum. Gamlir skíðagarpar sem hafa vanist frumstæðari aðstæðum á yngri ár- um tala með fyrirlitningu um „traktorsspor" og halda því fram, að skíðaíþróttin sé ekki lengur sú list, sem hún var, þegar menn urðu að ryðja sér veg um torfærur villimerkurinnar upp á eigin spýt- ur. En þeir, sem nenna að ganga nógu langt, geta vissulega fundið „gamaldags" skíðaspor í fjarlæg- um hlutum Merkurinnar og notið skógarkyrrðarinnar og einmana- leikans eins og þá lystir. Mörkin býður upp á ótal möguleika og eitthvað við hvurs manns hæfi. En þó flestir hugsi um Nord- marka sem sælustað skíðamanna, væri það samt alger misskilningur að halda að Oslóbúar notfæri sér þetta dýrlega náttúrusvæði ein- göngu til skíðaiðkana. Að vísu er það ekki jafn iðandi af fólki á sumrin eins og á mestu útivistar- dögum vetrarins, en á seinni árum hefur það til dæmis orðið mjög vinsælt að ferðast á reiðhjólum eftir hinum mörgu bílvegum, sem eru annars ætlaðir til timbur- flutninga og bannaðir allri umferð á einkabílum. Og svo eru það þeir sem draga fram gönguskó, bak- poka og veiðistöng, tjald og svefn- poka og leggja af stað á föstu- dagskvöldum og láta ekki sjá sig aftur fyrr en verk rúmhelginnar kalla á ný. Allan ársins hring býður Mörk- in gestum sínum opinn faðminn og opinberar þeim leyndarmál sín og töfra. Það er svo sem ekki um að villast: á öllum vegum, sem liggja þangað inn út úr mannabyggðum, blasa við manni grænmáluð skilti, þar sem letrað er hvítum stöfum: „Velkomin til Nordmarka. Hér er þér heimilt að ferðast um allt eins og þér sýnist. Aðeins eitt biðjum við þig vinsamlegast að athuga, að fara gætilega með nýræktarsvæð- in, þar sem hundruð þúsunda greni- og furuteinunga eru gróð- ursett á hvurju ári. Lövenskiold — Vækerö.“ Þessum tilmælum jarðeigand- ans er að mestu leyti orðið við. Miðað við þann mannfjölda sem ferðast um Mörkina, er furðulega lítið um að framin séu náttúru- spjöll eða viðhafður sóðaskapur, eins og maður sér annars víða í skrúðgörðum borgarinnar og á al- mannafæri. Hin óspillta náttúra virðist hér hafa siðbætandi áhrif á þá sem ferðast um hana. Sérhvur árstíð í Mörkinni hefur sinn sjarma: vetrardaga þegar frostloftið rís eins og veggur kringum mann og máttvana geisl- ar skammdegissólarinnar sáldrast gegnum frostreykinn og breyta honum í silfurgljáandi könguló- arvef, og förin eftir héra, skóg- armús og ref segja orðlausa sögu um harmleik frá síðustu nótt. Eða vetrarkvöld í ævintýraheimi ljósbrautanna, sem hlykkjast eins og glitrandi risaormar inn milli snæviþakinna trjánna en utan við ljósadýrð rafmagnsluktanna kol- dimm nótt; vordagar þegar lífið er að vakna af vetrarsvefninum und- ir snjóbreiðunni, lækir ókyrrast og brjóta af sér ísbrynjuna og eftir- væntingarfullur þytur fer um loft- ið, skekur skeggskóf af limi aldur- hniginna grenitrölla og vekur hjá manni óljósa löngun til að þjóta eins og fleygur fugl út í bláinn, en jafnframt að setjast með hönd undir kinn og láta sig dreyma ljúfa drauma; sumarnætur við brakandi kaffibál og toppa greni- trjánna ber eins og svartar spírur við bleikrauðan himin, en neðar dökkur múr barrviðarins, sem stendur vörð um leyndarmál ævin- týraskógarins — og dauðakyrrð, nema hvað skær bjölluhljómur frá sauðfé kveður við í fjarska og ugla á næturveiðum góíar sitt lang- dregna „úhú-úhú“. Og nú er haust í Mörkinni. Lauftrén sem loguðu fyrir féinum vikum í gullinni og dreyrrauðri litadýrð teygja naktar greinar upp móti himni, dökkgrænn litur barrtrjánna einráður núna og set- ur alvörusvip á landslagið, en í fjarska slær bláum lit á hlíðarnar undir ásbrúnunum. Það er ekki þessi bleiki móðukenndi blámi, sem heyrir sumrinu til, því að nú er loftið kristalstært og svalt eftir næturfrostið. Skyggnið er nærri því kristalstært og eykur á fjarsk- ann, villir um fyrir auganu. Stundum heyrist ómur af æsing- legu gelti veiðihunda í eltingaleik við héra, en ekkert skothljóð. Veiðin virðist vera stopul. Vötnin eru þakin þunnu íshrúðri, en lækj- arfarvegirnir barmafullir af hraðstreymu flaumvatni, og mýr- arnar botnlaus fen eftir haust- rigningarnar. Veturinn virðist ekki vera að flýta komu sinni þrátt fyrir dálítið napran gust af norðri í morgunsárið. Það er enn notaleg hlýja í sólargeislunum, þegar líður fram að hádegi og norðangoluna iægir þangað til hún deyr algerlega út. Frá Oppkuven, sem er einn af hæstu ásunum í Mörkinni, og væri svo sem ekkert hneyksli að nefna hann fjall, þar sem hann rekur beran kollinn upp úr umhverfinu, blasir við stórkostlegt útsýni á haustdegi eins og þessum: haföldumyndaðir ásar Merkurinn- ar, eins og úfnir hryggir á ótal risaskepnum, sem hafa storknað hér í stein hlið við hlið, himin- speglar vatnanna og silfurbönd ánna í dalkvosum og skorningum. Langt í norðri sést hrikalegur snjóhvítur fjallgarður Jötun- heima, en til suðurs grillir í Osló- fjörðinn gegnum móðuna sem leggur upp frá borginni. En fyrst og síðast skógur, ómælislangt í all- ar áttir, að mestu þéttur og vöxtu- legur, hér og þar gisinn, þar sem jarðvegurinn er ófrjór — víða rjóður eftir skógarhögg og götur rafmagnslínanna eins og ógróin sár í ásjónu landsins. Víst er hún stórkostleg, Mörkin, og að mestu leyti óskemmd af mannahöndum, en hættumerkin liggja samt í augum uppi, þegar maður lítur út yfir hana frá útsýn- isstað eins og Oppkuven. Aðferðin sem tíðkast við skóg- rækt á okkar dögum gerir kröfur um marga og góða bílvegi, orkuver borgarinnar heimta aukna virkjun vatns, auðsh.vggjumenn hafa löng- um séð í Mörkinni hentugar bygg- ingarlóðir og þrengja sér inn í út- jaðra hennar. En náttúruverndarfélög og for- vígismenn íþrótta og útivistar heyja látlaust varnarstríð gegn sérhvurri tilraun til að sníða af eða skemma þetta dýrlega útivist- arsvæði, sem er svo einstakt, ekki síst vegna þess að allt að hálfri milljón manna hefur það svo að segja beint fyrir utan bæjárdyrn- ar. Á síðustu áratugum hefur and- staðan gegn frekari náttúruspjöll- um sífellt færst í aukana og al- menningsálitið á þessu sviði hefur smám saman gerst svo hávært, að stjórnvöld geta ekki lengur leyft sér að skella skollaeyrum við því. Vonandi verður með því móti hægt að bjarga Mörkinni og afhenda hana komandi kynslóðum. Dómur þeirra uni gerðir okkar verður varla vægur ef öðruvísi fer.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.