Morgunblaðið - 02.02.1983, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1983
57
fclk í
fréttum
Linn Ullmann skemmtir
sér að næturlagi
+ Linn Ullmann, 16 ára gömul dóttir þeirra Ingimars Bergmans og
Liv Ullman, er að verða ein vinsælasta stúlkan í New York. Um
daginn var hún á því fræga diskóteki Xenon og greinilega án leyfis
frá mömmu sinni því að þegar Ijósmyndari nokkur tók þessa mynd
af henni meö norska leikaranum Rolf Nielssen kl. 3 um nóttina
hrópaöi hún: „Þú mátt ekki taka mynd af mér á þessum tíma.“
Liv Ullmann hefur nefnilega fullan hug á því, aö dóttirin leggi
meiri stund á námiö en vafasöm diskótek í New York að næturlagi.
Elaine Paige
leikur Evitu
+ Elaine Paige, sem lék Evitu
Peron í samnefndum söng-
leik, hefur nú einnig verið val-
in til að fara með hlutverkið í
kvikmyndinni. Það voru eng-
ar smástjörnur sem kepptu
við hana um hnossið, Raquel
Welch og Liza Minelli, en
Elaine sló þeim báðum við. í
myndinni mun poppsöngvar-
inn David Essex leika Che
Guevara en leikstjóri hennar
er Richard Attenborough.
Hann hefur nú verið tilnefnd-
ur til Óskarsverðlauna fyrir
mynd sína um Gandhi.
COSPER
Eitrió
sigraði
ástina
+ Victoria Principal, sem leikur
Pamelu í Dallas, hefur nú skýrt
frá örvæntingarfullri baráttu
sinni viö aö bjarga fyrrverandi
unnusta sínum, Andy Gibb, úr
heljarklóm eiturlyfjanna. Þeirri
orrustu tapaði Víctoria.
Victoria Principal og Andy Gibb
meöan allt lék í lyndi.
„Hann varð að velja á milli mín
og kókaínsins og það kom í Ijós
að eiturnautnin mátti sín meira,"
segir Victoria sem nú er 33 ára
gömul. Hún sagði þá Andy upp,
aðeins hálfum mánuði áður en
þau ætluöu aö gifta sig.
„Ég var orðin örmagna, bæði
andlega og líkamlega, þegar
sambandi okkar lauk, en Andy
mun alltaf verða mér kær,“ sagði
Victoria, sem m.a. söng meö
Andy inn á metsöluplötuna „All I
have to is dream of you“. Andy
segir sjálfur aö eiturlyfin hafi gert
líf sitt að einni samfelldri martröö
en nú hafi hann lært að berjast
viö fíknina.
+ Fleksnes eða Rolv Wesen-
lund kemur víða viö og nú er
hann t.d. að gefa út stóra plötu
þar sem hann gerir óspart grín
að Svíum í söng og tali. Eins og
alkunna er geisar stórstyrjöld
milli grannþjóðanna, Svia og
Norðmanna, en vopnin sem
þær beita, eru brandarar og
háðsglósur. Um afvopnun er
ekki rætt og ekki einu sinni um
brandaralaust svæði meöfram
landamærunum.
feðfáallir
rétta útkomu með
OMIC
Omic reiknivélarnar okkar eru landsfrægar
fyrir gæði og frábæra endingu. Þær eru líka afburða
þægilegar og einfaldar í meðförum og leysa með sóma allar
reikningsþrautir, sem fyrir þær eru lagðar. Við eigum
ávallt fyrirliggjandi nokkrar gerðir af Omic.
Hringið eða skrifið og fáið upplýsinga-
bækling sendan. • Reiknaðu með Omic.
M
Skattaþjónustan og
Tölvuþjónustan
auglýsa:
r
Áratugareynsla í framtals-
gerö einstaklinga, jafnt laun-
þega sem rekstraraðila.
Tímapantanir í síma 82023
kl. 9—17 daglega.
Skattaþjónustan sf.,
Langholtsvegi 115,
Bergur Guönason hdl.
1. Önnumst uppgjör og
ársreikninga fyrir rekstr-
araöila.
2. Einnig bjóöum viö mán-
aöarlega tölvuvinnslu á
fjárhags-, viöskipta-
manna- og launabók-
haldi.
Tölvuþjónustan sf.,
bókhalds- og rekstrar-
aðstoð.Langholtsvegi 115,
sími 31520.