Morgunblaðið - 02.02.1983, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 02.02.1983, Qupperneq 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1983 flttA/Ulfl '9« Unimal frm „ig íoib c>k.únnaja. y-flrleitt cJcki Um hlut> t'iL Ldns, en m’cr Lizt qgehilega d. |pig " ást er... ... að njóta sælunnar sam- an. TM Reo U.S. Pit Off -1« rtohts rnrwl 61983 Lo» Angfltw Tknm SyrKNcate I»ví geturðu ekki falið andlit þitt á bak við dagblaðið eins og aðrir karlmenn gera? HÖGNI HREKKVÍSI Heilbrigðisþjónustan sá vett- vangur þar sem aukin menntun skilar sér beint í starfi Sigríður Halldórsdóttir, formaður Félags háskólamenntaðra hjúkr- unarfræðinga, skrifar 27. janúar: „Guðrún Guðmundsdóttir sjúkraliði beinir nokkrum fyrir- spurnum til formanna hjúkrunar- félaganna beggja, Hjúkrunarfé- lags íslands (HFÍ) og Félags há- skólamenntaðra hjúkrunarfræð- inga (FHH), í Velvakanda 26. janúar sl. Sjúkraliðanámið ætti tvímælalaust að lengja Guðrún spyr t.d. hvort aukin menntun sjúkraliða rýri gæði heilbrigðisþjónustunnar. Þessu er hægt að svara afdráttarlaust neit- andi. Heilbrigðisþjónustan er sá vettvangur þar sem aukin mennt- un skilar sér beint í starfi, að því tilskildu, að viðkomandi einstakl- ingur fái tækifæri og hafi per- sónueigindir til þess að nýta menntun sína í starfi. Því tel ég að i sjúkraliðanámið ætti tvímæla- laust að lengja, þannig að það yrði tveggja ára nám. Að standa gegn því að nám einhverrar stéttar sé aukið og bætt er engum í hag og síst af öllu þeim sem heilbrigðis- þjónustan er ætluð, þ.e. skjólstæð- ingum okkar, sjúklingunum. Læknar bera ábyrgð á læknismeðferð Það er aftur annað mál, hvert á að vera starfssvið hverrar stéttar fyrir sig innan heilbrigðisþjónust- unnar. Háskólamenntaðir hjúkr- unarfræðingar ljúka sínu námi á 4 árum (skemmstum tíma), en læknar sínu námi á 6 árum og þessar stéttir hafa ýmsa þætti sameiginlega eða svipaða í sínu námi. Það mun þó varla hvarfla að nokkrum háskólamenntuðum hjúkrunarfræðingi að standa að því að gera læknisfræðilega sjúk- dómsgreiningu og leggja drög að læknismeðferð. Nám okkar felur það einfaldlega ekki í sér og á þessu sviði eru læknar þeir aðilar sem veita heilbrigðisþjónustuþeg- um bestu þjónustuna. Hjúkrunarfræðingar bera ábyrgð á hjúkrun Á sama hátt tel ég að flestir sem til málanna þekkja geti verið sammála um að það séu hjúkrun- arfræðingar sem séu menntaðir í því að gera hjúkrunargreiningu, skipuleggja hjúkrunarmeðferð og meta árangur af veittri hjúkrun. En alveg eins og starf hjúkrunar- fræðinga felst m.a. í því að fram- fylgja fyrirmælum lækna varð- andi læknismeðferð (án þess að fara fram á starfsheitið aðstoðar- læknir), þannig framfylgja einnig sjúkraliðar fyrirmælum hjúkrun- arfræðinga varðandi hjúkrunar- meðferð. Sjúkraliðar gegna mjög mikilvægu starfi En sjúkraliðastarfið felur meira í sér en það að framfylgja fyrir- mælum hjúkrunarfræðinga. Eins og þetta fallega starfsheiti felur í sér er sjúkraliðinn sá sem kemur hinum sjúka til hjálpar, leggur honum lið og er oftast fyrsti tengi- liður sjúklingsins við þá, sem stjórna læknis- og hjúkrunarmeð- ferð hans. Það eru líka ófáir sjúkl- ingar sem bera hlýjan hug til sjúkraliða, en segjast lítið hafa kynnst læknum og hjúkrunar- fræðingum í sjúkralegu sinni. Hvað þetta varðar er ástæðan m.a. sú að alltaf er skortur á hjúkrun- arfræðingum og margar deildir þar að auki með leyfi fyrir færri stöðum en þörf krefur. Þessi hjúkrunarfræðingaekla hefur svo aftur leitt til þess m.a. að hjúkr- unarfræðingar hafa nauðugir vilj- ugir dregist að einhverju leyti frá rúmi sjúklingsins, sem ég held að megi segja að flestir hjúkrunar- fræðingar harmi. Sjúkraliöar þurfa á góðri menntun aö halda En til þess að sinna störfum sín- um þurfa sjúkraliðar á góðri menntun að halda og það að hindra slíkt tefur aðeins framfar- ir. Það er ekki í samræmi við markmið Félags háskólamennt- aðra hjúkrunarfræðinga. Það voru líka framfarasinnaðir einstakl- ingar (einkum hjúkrunarfræð- ingar og læknar) sem stóðu að stofnun námsbrautar í hjúkrunar- fræði við Háskóla íslands fyrir 10 árum og það væri óeðlilegt ef félag okkar bryti gegn hugsjónum þessa fólks sem vildi umfram allt að ís- Hvalir og menn Þorsteinn Guðjónsson skrifar: „Velvakandi. íslendingar ættu ekki að mót- mæla hvalveiðibanninu — vegna þess að það mundi á óæskilegasta hátt vekja athygli á landi og þjóð. En þjóðin á mjög mikið undir því að hafa gott álit með öðrum þjóð- um. Ávinningurinn af því að halda áfram hvaladrápi mundi ekki verða sá sem menn ímynda sér, heldur hið gagnstæða. Það eru ópersónulegir, blindir peninga- kraftar sem knýja á um þetta, sem enginn vill í raun og veru, að drepa þessar góðlyndu, til- finninganæmu skepnur á þann liátt, sem til lítillar sæmdar er manninum, drottnara jarðarinn- ar. Hvalirnir éta ekki frá honum fiskinn eða fæðu fisksins, heldur eru þeir réttur þátttakandi í líf- keðjunni og fæðukeðjunni. Það fóru engar sögur af offjölgun hvala hér áður fyrr. Menn þurfa að éta og þeir þurfa peninga, en hér hafa menn nóg af hvoru tveggja og eiga ekki að vera að þessu. Þórólfur E. Beck skrifaði ágæta grein um arfleifð Islendinga sem friðarþjóðar og hlutverk þeirra. En það væri að spilla þeirri arf- leifð að fara að senda þessi mót- mæli. íslendingar komast ekki undan því, að eftir orðum þeirra sé tekið á alþjóðavettvangi, meira en jafn- vel flestra annarra. Tunga þeirra er, rétt töluð, fullkomnari en önn- ur mál, og þess gætir jafnvel þeg- ar þeir tala önnur mál. Þegar ís- lendingur, Hörður Helgason, tók loks til máls um það að Leifur heppni hefði fundið sjóleiðina vestur um haf, fyrstur manna, þá skipuðust öll mál eftir ræðu hans, en stórveldi urðu að draga sig í hlé. Ég hef lítið séð á þetta minnzt í íslenzkum blöðum, en Árni Gunnarsson alþingismaður á þakkir skilið fyrir skilmerkilega grein um þetta í Dagblaðinu í þessari viku — því annars hefði verið líkast því að Hörður Helga- son hefði sagt þetta í óþökk allra íslendinga. En sigur Harðar á alþjóðaþing- inu er dálítil bending um hverju íslendingar mættu fá áorkað, ef þeir mætu annað meira en dráp, peninga og heimsku."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.