Morgunblaðið - 02.02.1983, Qupperneq 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1983
Strandferðaþjónusta við far-
þega, nýting fjárfestinga o.fl.
eftir Guöjón F.
Teitsson
Hinn 13. jan. sl. birti Tíminn
fréttagrein undir svohljóðandi
fjögurra dálka fyrirsögn: „Varð-
skipin flytja fólk af Vestfjörðum
- FLUTNINGARNIR ERU AL-
GER NEYÐ — Engin aðstaða um
borð, en brýnustu öryggiskröfum
sinnt".
Grein þessi var athyglisverð
m.a. vegna þess að hún birtist í
aðalmálgagni samgönguráðherra,
sem hefir látið það viðgangast, að
núverandi forráðamenn Skipaút-
gerðar ríkisins sýni hina mestu
lítilsvirðingu því hlutverki að láta
vöruflutningaskip útgerðarinnar í
ferðum kringum land bjóða upp á
nokkra úrlausn til farþegaflutninga
í viðlögum innan þeirra marka, sem
alþjóðareglur heimila án þess að
kröfur séu gerðar um búnað fyrir
skip, sem beinlínis nefnast „far-
þegaskip“.
Skal í þessu sambandi bent á, að
skömmu eftir að núverandi for-
stjóri Skipaútgerðarinnar tók við
því starfi, kom fram hjá honum sú
skoðun, að lítil þörf virtist að hafa
nokkurt teljandi fast farþegarými
í umræddum vöruflutningaskipum
útgerðarinnar. A.m.k. væri þess
næstum engin þörf að vetrinum,
þegar hagkvæmast væri að nýta
allt tiltækt rými fyrir vöruflutn-
ing, en að sumrinu, þegar minnst
væri um vörur, mætti leysa meiri
farþegaflutningaþörf með gámum,
og hlaut þá fyrst og fremst að vera
átt við lystiferðafarþega. Athygl-
isvert hugmyndaflug!!
Skip í smíöum
í smíðum er strandferðaskip
fyrir Skipaútgerð ríkisins úti í
Bretlandi, sem kosta mun yfir 100
millj. kr., og sýnist þar mjög óvitur-
lega á ýmsu haldið í fjárfestingu
miðað við skilyrði hér og líklega nýt-
ingu, en sami einstrengingsháttur
og lýst hefir verið virðist þó eiga
að ríkja varðandi búnað til far-
þegaflutnings.
Hekla bundin í höfn —
erlent skip með erlendri
áhöfn leigt í staðinn
I'á er það ámælisvert í meira lagi,
að forráðamcnn Skipaðutgerðarinn-
ar hafa látið 12 ára gamalt eigið skip
útgerðarinna (Heklu) í góðu standi
liggja bundið í höfn frá miðju sl.
sumri, vitanlega með ærnum kostn-
aði, og leigt í staðinn norskt skip
með norskri áhöfn.
Heyrði ég formann stjórnar-
nefndar Skipaútgerðarinnar í des.
sl. gefa þá aðalskýringu á þessu í
útvarpsviðtali, að hið norska
leiguskip væri hepplegra til gáma-
flutnings en Hekla, en auðvitað
forðaðist nefndarformaðurinn að
minnast á, að Hekla hefði notalegt
Guðjón F. Teitsson
farþegarými og frystilest umfram
norska skipið og myndi auk þess
halda betur áætlun i stórviðrum á
leiðum kringum land.
Nánar um gámamálið
Þegar undirbúin var smíði
Heklu og Esju 1967/68, var stefnt
að aukinni véltækni í upp- og út-
skipun og þar með að aukinni
stöðlun farmeininga, svo sem á
brettum og í gámum. Höfðu
norskir hagsýsluráðgjafar á veg-
um ríkisstjórnarinnar laust eftir
1960 lagt til, að staðlaðar flutn-
ingaeiningar í strandferðum hér
yrðu yfirleitt ekki þyngri en svo
sem 1000 kg., svo að þær mætti
færa til um borð í skipum og á
landi með handknúnum trillum,
en þetta taldi ég of smátt í snið-
um.
Komst ég að þeirri niðurstöðu
eftir víðtækar athuganir, að með
tilliti til fjárfestingar, einkum í
ökulyfturum um borð í skipum og
hjá afgreiðslum í landi, myndi
einna heppilegast, að mestur
fjöldi staðlaðra farmeininga
mætti vera allt að 2500—2700 kg.
að þyngd, og sýndist þá haganlegt
að hafa verulegan fjölda gáma til
hleðslu miðað við nefnd þunga-
takmörk.
Hittist svo á, að hið víðþekkta
skipafélag Sameinaða (DFDS) í
Danmörk hafði um nokkurra ára
skeið haft 2 eða 3 skip í siglingum
innan heimalands og notað mjög í
þeim 3ja rúmmmetra viðargáma
með járngrindum, sem hentuðu
vel til hleðslu innan nefndra
þyngdarmarka og voru mjög hag-
stæðir í verði. Einnig var viðgerð
oftast auðveld.
Lét ég Skipaútgerðina fyrst
kaupa nokkra gáma af nefndri
gerð frá Danmörk, en síðan smíða
hér heima að mig minnir 300 stk.
með mjög hagkvæmum kjörum og
nokkuð endurbætta að gerð. Kost-
uðu fyrstu 100 gámarnir ekki
nema rétt rúmlega 16 þús. kr.
(gamlar) stk., og smíðin þó ljóm-
andi vel af hendi leyst.
Þar sem Sameinaða hafði notað
umrædda tegund gáma í nærri 10
ár, áður en ég keypti hina fyrstu,
spurði ég hvort ekki mætti reikna
með því að nefnd gerð og stærð
gáma væri orðin úrelt, en fékk það
afdráttarlausa svar hjá félaginu,
að svo væri ekki. Gámarnir væru
jafngóðir og fullgildir í innan-
landsflutningum og í upphafi, þótt
stærri gámar væru yfirleitt notað-
ir í utanlandssiglingum milli
stórra hafna.
Ekki munu fleiri gámar nefndr-
ar tegundar hafa verið smíðaðir
fyrir Skipaútgerðina eftir mína
forstjóratíð, þar eð eftirmaður
minn virtist telja þá úrelta, eins
og skipin, er hann tók við, og
stefndi að notkun allt að 20—40
tonna gáma með hleðslu.
Nýting fjárfestinga
Er hér komið að því þýðingar-
mikla atriði í skipulags- og fjárfest-
ingarmálum, ekki sízt á vegum
skattborgara landsins, að kunna sér
hóf og sníða sér stakk eftir vexti og
ástæðum.
Það er t.d. ekki sjálfsagt, að skip
með hvers konar búnaði, sem sum-
part kunna að henta annars staðar,
svo sem í dönsku sundunum eða
Miðjarðarhafi, henti einnig í strand-
ferðum við ísland, eða að 20—40
tonna flutningaeiningar, sem henta
kunna fyrir sendingar frá verksmiðj-
um í miðríkjum Bandaríkjanna til
sendingar með skipum frá New
York til Kotterdam og þaðan inn til
Mið-Evrópu, henti yfirleitt í flutning-
um milli 30—40 hafna á íslandi.
Vöruflutningagámar, t.d. fyrir
18—36 tonna hleðslu, eru býsna
dýr tæki, og þeim er hætt við
skemmdum, ekki sízt ef tilfærsla
þeirra er ekki framkvæmd með
fullgildum tækjum, sem eru svo
dýr fyrir nefndar þyngdarein-
ingar, að þau þyrfti helzt að nýta
með vaktaskiptum nótt og dag. En
hvað halda menn að nýtingin yrði
að meðaltali margar klukkustund-
ir á ári á 30—40 viðkomuhöfnum
strandferðaskipanna hér á landi?
Vitnað til erlends
hagsýslu ráðgjafa
Markus Markussen skipstjóri,
sem var, síðast er ég frétti, deild-
arforstjóri í Industrikonsulenten
A/S í Osló, hefir um áratugaskeið
helgað sig rannsóknum á hag-
kvæmni í vöruflutningum. Hann
hefir stjórnað eða verið framsögu-
maður á ráðstefnum um þetta mál
víða um iönd, í öllum heimsálfum,
og verið vitnað til kenninga hans í
blöðum og tímaritum, auk þess
sem hann hefir skrifað fjölda
blaðagreina og gefið út fræðslurit
um málið. Má nefna The Unit
Load og Promotion of the Unit
Load Concept. — Var M.M. sér-
staklega heiðraður á fjölmennri
flutningamálaráðstefnu, sem
haldin var í Sandefjord í Noregi
haustið 1981.
í rannsóknum sínum hefir M.M.
komizt að þeirri niöurstöðu, að
þróunin hafi mjög víða leitt til mik-
illar oftrúar og ofnotkunar á vöru-
flutningagámum, t.d. miðaö við
flutning smærri og viðráðanlegri ein-
inga á pöllum, sem henti fyrir mik-
inn fjölda vörutegunda, þannig að
þetta hafi verulega aukið flutnings-
kostnað í stað hins gagnstæða, sem
til hafi verið ætlazt.
Til þess að flutningur í gámum
skili góðum árangri telur M.M.
þurfa að byggja á flutningi frá
framleiðanda, t.d. verksmiðju, til
neytenda eða miðstöðvar neyt-
enda, og svo helzt nytjun til flutn-
ings þaðan með svipuðum hætti.
— En byggist notkun gáma aðal-
lega á því, að skipafélag hlaði þá
sjálft eftir móttöku vara á útskip-
unarhöfn og losi þá á sama hátt
eftir uppskipun, eins og jafnvel al-
gengast sé, telur M.M., að slíkt
hafi næstum undantekningarlaust
reynzt kostnaðarlega neikvætt
miðað við önnur úrræði í flutn-
ingameðferð.
Ég er yfirleitt mjög sammála
kenningum M.M., en vil þó gefa þá
skýringu, að með gámaflutningi,
sem ég kom á í Skipaútg. — og
taldi rétt að auka, eftir því sem
fjárráð leyfðu — og þróun virtist
mæla með, sá ég það hagræði að
nýta vinnuafl milli gisinna skip-
aferða til þess að setja fyrst og
fremst viðkvæmar smávörur í
gáma, en á palla sem flestar vör-
ur, sem þannig hentaði að flytja.
Andmælti ég á sínum tíma
áleitni gosdrykkjaframleiðenda
um það, að Skipaútgerðin legði
þeim til gáma, þar eð slíkt væri
allt of dýrt. Ö1 og gosdrykki og
endursendar umbúðir væri réttast
að flytja á pöllum, undir loki, með
bindingu niður á pallana, og væri
eðlilegast að verksmiðjurnar ættu
sinn eigin búnað í þessu sambandi,
sniðinn fyrir hverja tegund um-
búða, eins og væri algild venja er-
lendis, t.d. í Danmörk.
Nýir siðir með
nýjum herrum
Ekki virtist eftirmaður minn í
Skipaútgerðinni hafa sömu skoð-
un og ég á síðast nefndu atriði,
fremur en mörgu öðru, og mun
hann t.d. telja til afreka að hafa
náð rnestöllum flutningum fyrir
Ölgerðina Egil Skallagrímsson
milli Rvíkur og Vestmannaeyja
undan ferjuskipi Vestmannaeyja
með því að leggja ölgerðinni til
gáma, sem sennilega hefðu verið
réttar nýttir fyrir annað og aðra.
— En fyrir ríkissjóð mun þetta
hafa haft litla þýðingu; án mats
gámakostnaðar, e.t.v. eitthvað
minni hallagreiðslur vegna Skipa-
útgerðarinnar, en þeim mun meira
fyrir Herjólf.
Samrýmist það hlutverki
Skipaútgerðarinnar að
blanda sér í stóriöjurekstur og
samkeppni millilandaskipa?
Með samningi sínum við Haf-
skip hf. um flutning kísilgúr frá
Húsavík til Rvíkur o.fl., virðist
Skipaútgerðin að þarflausu og
með mjög vafasömum hætti hafa
tekið að blands sér í stóriðjurekst-
ur og áður eðlilega samkeppni
skipafélaga, sem stunda milli-
landasiglingar.
Mun áframhaldandi leiga á hinu
Skagafjörður:
Mælifclli, 24. janúar.
í SL. VIKU var haldið organistanám-
skeið í Húsmæðraskóla kirkjunnar á
Löngumýri og var haukur Guölaugs-
son söngmálastjóri þjóðkirkjunnar
kennari þar. Námskeiðið sóttu all-
margir organistar, einkum héðan úr
Nkagafirði, en 1 kom frá Akureyri og
2 úr Austur-Húnavatnssýslu, því veð-
urútlit og slæm færð aftraði fieirum
þaöan að vestan þátttöku. Dvöldu
organistarnir mismunandi lengi á
Löngumýri og voru í einkatímum hjá
söngmálastjóra í orgelleik og söng-
stjórn, og æfðu sig þess á milli á hin
mörgu harmonium, sem Margrét
Jónsdóttir skólastjóri hafði útvegað í
skólann af þessu tilefni.
Námskeiðið mæltist mjög vel
fyrir hjá organistunum, bæði nú-
verandi og tilvonandi, og er enda
nauðsynlegt að þessum mikilvægu
starfsmönnum kirkjunnar sé
sýndur áhugi og veittur stuðning-
ur í vandasömu starfi.
Síðustu tvo daga námskeiðsins
norska skipi, Velu, og upplagning
Heklu að einhverju leyti eiga ræt-
ur að rekja til nefnds samnings
um kísilgúrflutninga, þótt fram-
kvæmdir séu fyrir óeðlilega lágt
gjald. Einnig mun það tengt áætl-
un um áframhald nefndra flutn-
inga og tilsvarandi flutninga
steinullar frá verksmiðju á Sauð-
árkróki, ef til kemur, sem forstjóri
Skipaútgerðarinnar hefir lagt
áherzlu á að fá til umráða 3 skip
þeirrar gerðar, sem í smíðum er í
Bretlandi.
En samkeppni milli skipaeig-
enda hér hlýtur að skapa óvissu
um áframhald umræddra flutn-
inga á vegum Skipaútgerðar ríkis-
ins, enda er augljóst, að verði fjár-
festing með eðlilegum hætti tekin til
greina, hafa nefnd óskaskip for-
stjóra Skipaútg., lítinn eða engan
möguleika að keppa við skip miklu
einfaldari og ódýrari að gerð, sem
fyrirvaralítið geta orðið tiltæk til
samkeppni um alla meginflutninga
fyrir hlutaðcigandi verksmiðjur o.fl.
Önnur viðbrögð erlendis
en hérlendis vegna óvitur-
legra fjárfestinga
Hér að framan var minnst á Det
Forenede Dampskibsselskab
(DFDS) í Danmörk, sem á sl. ári
átti 9 farþegaskip að meðaltali
rúmlega 10000 brúttótonna (br.
reg. t.) hvert og 14 önnur skip
samtals 175.000 burðartonna
(dvyt.)
Á miðju ári 1982 var opinber-
lega skýrt frá mjög góðri rekstrar-
afkomu hjá DFDS samfara veru-
legum nýjum fjárfestingum, eink-
um til farþegaflutninga við suð-
austurströnd Bandaríkjanna, en
þegar dró að árslokum, kom í Ijós,
að bullandi tap var orðið á rekstr-
inum. Var stjórn hluthafa kvödd
saman til fundar hinn 16. des. og
ákveðið að reka báða aðalfram-
kvæmdastjóra félagsins tafar-
laust (med öjeblikkelig virkning),
en í staðinn var til bráðabirgða
settur einn framkvæmdastjóri frá
Lauritzen-auðhringnum, sem
sjálfur hefir mikla og fjölbreytta
skipaútgerð og annan rekstur
(Aalborg Værft A/S, 6 olíubor-
pallar o.fl.)
Lauritzen-hringurinn átti m.a. á
sl. ári 10 frystiskip að meðaltali
10,000 burðartonna hvert, og var
talinn í 2. eða 3. sæti á þessu sviði
á heimsmarkaði. Salén-félagið
sænska í fyrsta sæti.
Er ekki annað vitað en að rekst-
ur frystiskipanna hjá báðum hin-
um nefndu félögum hafi fram til
þessa yfirleitt gefið góða útkomu,
og stjórnendur séu því ekki búnir
að fá inn í sína kolla þá kenningu,
sem nýlega hefir verið boðuð hér á
landi, að frystilestir í skipum séu
úreltar, þar eð hagkvæmara sé að
nota eingöngu frystigáma.
var söngfólk kirkjukóranna hér
um slóðir boðað til æfinga með
organistunum hjá Hauki Guð-
laugssyni og hrifust menn af frá-
bærri kórstjórn hans og höfðu
áreiðanlega gott gagn af, þótt ekki
væri um lengri tíma að ræða. Var
vel mætt, einkum á sunnudaginn,
en þá voru 80 kórfélagar úr 6
kirkjukórum saman komnir í Mið-
garði. Þar var æft af kappi og síð-
an endað á helgistund í umsjá síra
Gísla Gunnarssonar í Glaumbæ,
en síra Þórsteinn Ragnarsson á
Miklabæ predikaði. Var það
einkar minnileg stund og hátíð-
legt, er þessi stóri kór sameinaðist
í sálmasöngnum, en alls önnuðust
6 organistar undirleik og einleik
auk Hauks söngmálastjóra, þau
Sigfús Arnþórsson, Gerður Aðal-
björnsdóttir, Halldóra Jón-
mundsdóttir, Heiðmar Jónsson,
Helga Kristjánsdóttir og Edda
Jónsdóttir.
CiX. Ás([.
nokkurt
vil...
í aö rangla svangur
og kaffiþurfi um
allan bæ?
Er ekki nær að
setjast niöur og fá
sér aö boröa á
rólegum og
vistlegum staö,
sem er opinn allan
daginn?
Organistanám-
skeið á Löngumýri