Morgunblaðið - 11.02.1983, Síða 4

Morgunblaðið - 11.02.1983, Síða 4
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1983 Hvernig verda húsgögn framtídarinnar? Það er gaman að velta þessari spurningu fyrir sér einkum ef tekið er mið af því að frumlegar hugmyndir hafa komið fram á síðari árum frá hinum ýmsu löndum þá einkum Ítalíu, Bretlandi og Norðurlönd- unum. Nýlega birtist í tímaritinu House and Garden kynning á verkum nem- enda í húsgagnahönnun frá 7 skólum. Er gaman að íhuga hvaða hugmyndir liggja að baki þeim nýstárlegu húsgögn- um sem þarna eru sýnd og spurningunni hvort þetta sé framtíðin. Við fengum sérhæft fólk á þessu sviði, til að spá örlítið í það hvernig framtíðin muni líta út á húsgagnamarkaðinum en þau eru Þórdis Zoega og Pétur Lúthersson, sem bæði eru húsgagna- og innanhússarki- tektar, og Gunnar Snæland iðnhönnuður. Nýjar aðferðir og nýr efni- viður gefa hönnuðum frjálsari hendur Rætt við Gunnar Snæland iðnhönnuð „Ég geri ráð fyrir þv? að aðal- munurinn á húsgögnum framtíðarinnar og þeirra, sem við notum nú muni felast í gerð þeirra og efniviði. Ég tel að húsgagnahönnuöir og framleiðendur muni fyrst og fremst leggja áherslu á aö húsgögnin veröi hentugri, sterkari, þægilegri og í mörg- um tilvikum ódýrari en nú gerist á almennum markaöi. Ég hugsa líka að fjölbreytnin verði mikil í útliti þeirra og muni það stjórnast að ein- hverju leyti af notagildi þeirra. Því sérhæfing og sú skoðun að það þurfi að hlynna að líkamlegum og andlegum þörfum einstakl- ingsins á eftir að setja svip sinn á vinnuumhverfiö. Smekkur fólks mun þó eftir sem áður ráða mestu um val húsgagna á heimilum og á örugglega eftir að gæta mik- illar fjölbreytni hvað varðar smekk manna. Nýjar framleiðsluaöferöir og nýr efniviöur á eftir að gefa hönnuöum frjálsari hendur í út- færslu á hugmyndum sínum. Þetta kemur neytandanum til góöa, þar eö slíkar framfarir valda gjarnan auknum gæðum og hagkvæmara veröi og á þetta ekki hvaö síst viö um húsgögn. Auknar rannsóknir og bætt þekking á mannlegum þörfum hefur nú þegai naft áhrif á þróun húsgagnageröar. Aukin sérhæfing í störfum, sérstaklega hvaö varöar störf, sem eru lýjandi og krefjast mikillar einbeitingar hefur skapaö þörf fyrir húsgögn, sem líkaminn hvílist vel í og er sniöin aö þörfum hans, sem dæmi um þetta eru húsgögn, sem hægt er aö stilla eftir líkamsstærö fólks, vaxtarlagi eöa öörum þörfum þess. Menn gera sér líka orðiö meiri grein fyrir því aö velja gott efni í húsgögnin, og aö efnið sé áferö- arfagurt og aö litir og lýsing séu í samræmi. Aö þessari þróun standa sífellt fleiri starfsgreinar eins og sálfræöingar, vinnuheilsu- fræöingar (ergonom), þaö er aö segja þeir, sem hanna húsgögn meö tillit til þarfa líkamans, og ýmsar aðrar heilbrigöisstéttir. Opinberir aöilar eins og heil- brigöiseftirlit, og öryggiseftirlit hafa einnig veruleg áhrif á gerð húsgagna og innréttinga fyrir \ '

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.