Morgunblaðið - 11.02.1983, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1983
45
Rætt viö Þórdísi
Zoéga hús-
gagna og innan-
hússarkitekt
Þegar hugsað er um húsgögn
framtíöarinnar er fróðlegt aö
láta hugann reika aftur í tím-
ann til fyrstu húsgagnanna
og sjá hvernig þau hafa fylgt
mannkynssögunni í gerö
Meira lagt upp úr
notagildi og þægindum húsgagnanna
sinni. Egyptar uröu fyrstir
manna til að láta tignarmenn
sína sitja í stólum en almúg-
inn sat á gólfinu meö kross-
lagðar fætur. Á barokk-tím-
anum voru húsgögn aöallega
stööutákn og á rokkokó-
tímanum var hugsað meira
um þægindi og hlutföll hús-
gagnanna en áöur. Empire-
stíllinn einkenndist svo af
íburðarmiklum, handgeröum
1
Nýstárlegt og liatrænt
bord, hannad af Kasper
Heiberg.
2
Eiga skrifbord framtíö-
arinnar eftir að líta
svona út? Hönnudur:
Lars Liljequist.
3
Húsgagn til aö halla sór
að eöa til þess að
skoröa sig af? Hönnuö-
ur: Gunnar Aagaard
Andersen.
3
húsgögnum og meö vaxandi
iðnbyltingu komu fram hús-
gögn framleidd úr pappírs-
massa fyrir almenning. Jug-
end-stíllinn eöa „Art nou-
veau“ varð svo eins konar
uppreisn gegn vélvæöingu
iönbyltingarinnar. Á tímum
Bauhaus var svo endurreist
hið forna jafnvægi milli hand
verks og lista.
Eins og kemur fram í þessari
upptalningu, þá sveiflast
hönnum húsgagna eftir þörf-
um, efnahag og aöstæöum manna
á hverjum tíma.
Viö þekkjum okkar hraöskreiöu,
tölvuvæddu nútíö og einhverja
grein gerum viö okkur fyrir fram-
tíöinni. hvað viöVíkur húsgögnum,
þá væri ekki ösennilegt, aö reynt
yröi aö gefa húsgögnunum meira
verömætagildi og líf, sem oft vant-
ar í þá miklu framleiöslu af mis-
munandi tegundum húsgagna nú-
tíöarinnar. Því ekki er fjöldi eintaka
alltaf tákn um gæöi þeirra.
Haft er eftir erlendum hönnuöi,
aö húsgögn framtíöarinnar ættu
aö geta hlegiö, faömaö, grátiö,
huggaö og róaö, en án þessara
eiginleika væru þau viljalaus, þögul
og verðlaus.
Erfitt reynist ef til vill aö fá hús-
gagniö til aö uppfylla þessar kröf-
ur, þó þaö hafi tekist meö tréstrák-
inn Gosa, en viö meöalveginn er
þó hægt aö glíma.
„Nostalgi" — eöa löngun eftir
liönum tíma — virðist vera ofar-
lega á baugi víöa. En erum við þá
ekki aö víkja frá hraðskreiöri,
kuldalegri nútíö og framtíð inn í
sveitarómantíkina? Ekki dugar
samt alveg aö lifa i liönum tíma,
því lifnaöarhættir og annað hefur
breyst svo mikið. Hinsvegar geta
hönnuöir lært af ýmsum sérhlut-
um, sem notaöir voru hér áöur og
stílfært þá fyrir nútímalegar þarfir,
því oft má finna þar einfaldar
lausnir á flóknum atriöum.
Notagildi og gæöi húsgagna
mætti líka efla til muna, því hús-
gögn sem hafa ríkt notagildi eru
verömætari og þaö eykur framtíö-
argildi þeirra.
Húsgögn heimilisins ættu aö
geta þjónaö fleiru en einu tímabili í
þróun fjölskyldunnar og meira en
einu hlutverki. Börn ættu til dæmis
aö eiga stól og borö, sem „vaxa“
meö þeim (stillanleg húsgögn) frá
barnæsku til fulloröinsáranna. En
það er mikilvægt að barniö hafi
húsgögn sem er í réttum stærö-
arhlutföllum viö líkamann allan
vaxtartímann. Aö hugsa um nota-
gildi húsgagna getur átt viö á fleiri
sviöum. í skólasölum eöa í sam-
komuhúsum þar sem salirnir þjóna
fleiru en einu hlutverki, þá sparar
þaö bæöi rými, tíma og fjármagn
aö vera meö húsgögn sem fer lítið
fyrir og eru þægileg til flutninga.
Ekki er heldur ósennilegt aö i
framtíöinni komi fram fleiri hug-
myndir um hvernig hægt er aö
auka vellíöan fólks og koma í veg
fyrir ýmsa hryggjar- og vööva-
sjúkdóma meö því aö hanna hús-
gögn, sem falla vel aö líkamsbygg-
ingunni. Ef fólk notar líkamann
skynsamlega við setu, stööu, legu
eöa göngu er hægt aö koma í veg
fyrir ýmsa kvilla. Norskir hönnuöir
eru iðnir við aö útfæra hugmyndir í
þessa veru og mörg nytsamleg
húsgögn hafa komiö frá þeim.
Aö lokum má nefna eins konar
„fantasíu“-húsgögn, en þau eiga
heima í framtíöinni, ef til vill enn
meira nú en oft áöur. Þessi hús-
gögn, sem mörg lýsa miklu hug-
myndaflugi, geta veriö bæöi
spennandi og skemmtileg. Oftast
er þessi gerð húsgagna aöeins litill
hluti af heildarframleiöslu hús-
gagnaframleiöandanna, vegna
þess aö þeir eru hræddir um aö
sölumöguleikar séu litlir.
Hvaö viövíkur framtíö innlendrar
húsgagnahönnunar, þá álít ég aö
viö séum lögö af staö í gönguna aö
béiri höiiriun, srt pokkur spölur er
enn ófarinn.
skrauts en að hún hafi svo mikiö notagildi,
en hún virkar tremur sem „skúlptúr“. Hönnuöur Ettore Sottsass.
Þessir stótar eru kallaöir Epla-
trón og eru dæmigeröir tyrir hús-
gögn þar sem hugmyndaflugiö
hefur fengiö að ráöa, en ekki
þægindin. En Gunnar telur að
fólk muni gera auknar kröfur um
að húsgögnin falli vel aö líkaman-
um. Hönnuöur Eero Aarnio.
vinnustaöi og opinberar stofnanir,
meö reglugerðum sínum og stööl-
um.
Sú þróun, sem hér hefur veriö
lýst mun á ýmsan hátt skila sér til
heimilanna. Fólk mun gera auknar
kröfur til raunverulegra þæginda.
Húsgögnin veröa ekki bara stofu-
stáss heldur munu neytendur gera
ákveðnari kröfur til húsgagna
sinna. Hægindastóllinn, sem virö-
ist vera þægilegur án þess aö vera
þaö mun veröa æ sjaldgæfari og
þægindin sett í fyrirrúm.
Nu a dögum er gjarnan gerður
munur á „sjónvarps“-húsgögnum
og stofuhúsgögnum. Þessi hús-
gögn eru notuð á mismunandi hátt
og í mismunandi tilgangi. Hugsan-
lega veröur haldiö áfram á þéssari
bfSílJÍ fTíwO innreiö mvndhandanna
og tölvunnar á heimilin. Fólk mun
hafa meiri fritíma í framtíöinni og
heimilin bera keim af áhugamálum
heimilisfólksins. Heimiliö er og
veröur athvarf þeirra, sem þar búa
og þvi veröur áherslan á aö gera
umhverfiö manneskjulegt jafnþung
og áöur.
Nýr og betri efniviður mun gefa
hönnuöum frjálsari hendur og ýta
undir hugmyndaflugiö. Til dæmis
eiga nýjungar á þessu sviöi eftir aö
gera þaö tæknilega og fjárhags-
lega mögulegt að smíöa sérhönn-
uö húsgögn sem veröa hluti af inn-
réttingunni.
Form og lögun húsgagnanna
mun veröa æ fjölbreyttara og
hugsanlega munu blandast saman
ríkjandi listastefnur og sjálf hönn-
un húsgagnanna. Þegar er fariö aö
framleiöa húsgögn, sem brjóta
niður heföbundnar hugmyndir um
hvernig húsgögn eigi aö vera. Lífga
þessi húsgögn óneitanlega upp á
umhverfiö á þessari öld tækni og
stöölunar, sem viö lifum á.
Listaverk og náttúrutegtr httrtir
eins og blóm munu gegna mikil-
vægu hlutverki sem mótvægi við
umhverfi nútímans og framtíðar-
innar, því Stöölun í einhveriu formj
Verður óhjákvæmilegur og veiga-
mikill þáttur í því að gera almenn-
irtgi kleift aö njóta þeirra þæginda,
sem munu standa MC.PL'm til boöa í
framtíöinni. Notkun á ýmsurn
plastefnum, markvissri notkun lýs-
ingar og óheföbundinni notkun á
grófum, köldum efnum eins og
stálplötum, steinsteypu, gleri
o.s.frv. munu sennilega breyta
svipmóti heimila frá því sem nú er,
og virka sem mótvægi gegn fág-
uöu yfirbragði. Umfram allt veröur
meira úrval af betri húsgögnum en
nú eru á markaðnum og allir ættu
aö geta fengið eitthvaö viö sitt
I hæfi.