Alþýðublaðið - 20.08.1931, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 20.08.1931, Qupperneq 4
4 alþýðublaðið reita af pér hvern eyri sem peir geta, me'ðan pú ert að reyna að útvega öllum mönnum góða skó. Þú munt sjá að járnbrautin er einstaklingseign, þú munt sjá að skipið er einstaklingseign með einn eða fleiri eigendur, og að enginn af þessum mönnum lætur sér nægja að fá að eins hæfilegt endurgjald fyrir það, sem hann leggur fram. Ef þú færir að rann- saka imálið, myndir þú ef til vill komast að raun urn að hinir virkilegu eigendur járnbrautanna Dg skipanna væru hlutafélög og að arðurinn, sem pressaður er út úr skónum fátæka fólksins, rynni í vasa gamalla kvenna í New Yorik, slæpingja í París, velklæddra manna í klúbbunum í Lundúnum, alls mögulegs „lux- us“-fólks.“ Síðan lýsir Wells því, þegar til Englands væri komið og ætti að fara að setja upp verksmiðju. En alt af og alls staðar koma einstaklingarnir sem eiga og sem heirnta ard af eign sinni. Landa- og lóða-eigendur og húseigend- ur. Maturinn, sem verkamennirn- ir eta, fötin, sem þeir klæðast, alt verður það að færa eigendun- um arð. (Meira.) Bethlen fer — Bethlen sitnr. Budapest, 19. ágúst. U. P. FB. Bethlenstjórnin hefir beðist lausn- ar. Bethlen gerir tilraun til þ-ess að mynda stjórn af nýju. Síðar: Stjórnin sagði af sér vegna fjárhagsvandræða. Nýtt hnattflug. Detroit, 19. ágúst. U. P. FB. Flugmennirnir Preston og Col- lington lögðu af stað í gær í flugferðalag í rannsóknaskyni fyrir Transcontinental Airlines Oorporation. Fara þeir sömu leið og Cramer og Paquette. Þeir leggja enga áherzlu á að hraða fluginu. Síðar: Flugmennirnir komu til Sudbuy kl. 6,40 í gærkveldi. Dýrtíðarnppbótin. Lagaákvæðin um, a'ð starfs- mönnum ríkisins skuli greid d Idýrtíðaruppbót, falla úr gildi um næstu áramót, ef lögin verða ekki framlengd. Þar eð engin ný skip- un á launalögunum hefir verið gerð né mun verða gerð á þessa þingi, þá er sjálfsagt að dýrtíð- aruppbót verði gneidd áfram. Fyrir því flytur Jón Báldvins- son frumvarp á alþingi um, að dýrtíðaruppbótar-ákvæðin verði framlengd til ársloka 1933. Verkamannabústaðir. Frumvarpið urn endurbætur á verkamannabústaðalöigunum, eins og þa'ð var samþykt við 2. um- ræðu í neðri deild alþingis, er nú kornið til efri deildar. Við 3. umræðjui í n. d. fluttu fulltrúar Alþýðuflokksins þá viðbótartil- lögu við það, að Lán úr veðdeild Landsbankans til verkamannabú- .sotoa sjtv'rau ganga íyrir ððrum lánum úr veðdeildinni, án tillits jtil þess, í hvaða röð lánbeiðnirn- ar bærust bankanum. — Tillagan var feld. Greiddu íhaldsflokks- menn allir atkv. á móti henni og fleiri „Framsóknar“flokksmienn móiti henni en með. Tóbakseinkasalan, til ágóða fyrir byggingarsjóði verkamanna- bústaða og Byggingar- og land- náms-sjóð, hefir verið samþykt við 2. umræðu í neðri deild, og á hún þá ekki að eiga nema eina umræðu eftir til þess að verða lögtekin. Lög frá alþingi. I gær afgreiddi alþingi þessi lög: Um lendiiigarbœtur ú Egrar- bakka. Ríkið kosti þær að h'álfu og sé varið til þess alt að 80 þús. kr. úr ríkissjóöi þegar fé verður veitt þar til í fjárlög- um. Jafnframt er stjórninni heim- ilað að ábyrgjast lán fyrir Ár- nessýslu, er nemi jafnhárri upp- hæð, til þeirra framkvæmda. Til byrjunar á varnargarði, til þess að bægja sandburði úr Ölfusá inn á skipalieguna, er ríkisstjórn- inni heimilað að verja ait að 20 þús. kr. gegn jafnmiklu fram- lagi annars staðar að. — Mál þetta sætti nokkurri andstöðu bæði á síðasta þingi og á þessu þingi. Hafa fulltrúar Alþýðu- flokksins lagt sitt lið á báðum þingunum til aö greiðia götu málsins, þar eð nauðsyn mikil er á því, að umbæturnar verði gerð- ar áður en skipalegan' fyllist af sandburði úr ánni. Og nú er málið komið gegn um þdngið. Heimild fijrir veddeild Lands- bankans til ad gefa út nýjan ved- bréfaflokk, að upphæö 6 millj. kr. Heimild fyrir stjórnina til ao ábyrgjast rekstrarlán fyrir eitt ár í senn fyrir Útvegsbankann, alt að 150 þús. sterlingspundum eða tilsvarandi fjárhæð í annari erlendri rnynt. Um fasteignamat. (Viðbót við þau lög.) Stjórnin skipi þriggja rnanna yfirmatsnefnd fasteigna, til að endursko'ðia og samræma nýja matið. Að þeirri endurskoð- un liokinni láti stjórnin semja fasteignamatsbók fyrir alt land- ið. Giidi hið nýja mat frá 1. apríl n. k. Um gjald af jnnlendum toll- vöriitegundum. Samkvæmt þeirn lögum fær ölgeröin „Þór“ sönxu ívilnanir um gjaldið eins og „Eg- ill Skallagrímsson“ hefir nú. —• En þau ákvæði gilda til ársloka 1935. KJm d&fgimfi op vefgfrin<. ST. DRÖFN 55 og unglingast. Bylgja nr. 87 efna til berja- farar að Selfellsskála næst- ikomandi sunnudiag 23. þ. m. ef næg þátttaka verður og veð- ur leyfir. Farið verður af stað kl. 10 árd. frá Góðtemplara- húsinu í Bröttugötu. — Ætlast er til að börn og fullorðnir hafi með sér matarnesti, en mjólk, kaffi og gosdrykkir fást á staðnum. Farið verður í góð- um bílum. Meðlimir stúknanna, er vilja taka þátt í för þessari, verða að hafa gefið sig fram fyrir kl. 6 síðd. á föstudag, við Hjört Hansson, Austur- stræti 17, símar 1361 og 679, eða Sigríði Árnadóttur, Sokka- búðinni, sími 662. Félagar mega bjóða með sér vinum og v a n da m ö n n u m. Nefndirnar. Skólastjóri Flensborgar-skóians er settur Lárus Bjarnason kennari í Hafnarfirði. Árni Pálsson verður piófessor. Ákveðið er nú, að Árna Páls- syni verði veitt prófessorsemb- 'ættið í sögu. Er veitingin að eins ókomin. Pétur Jónsson óperusöngvari syngur í kvöld kl. 71/2 í Gamla Bíó, Þetta er síðasta tækifærið til að heyra þenna ágæta söngvara okkar, því að hann er á förum til útlanda. Jarðarför Jóhönnu M. Eyjólfsdóttur, konu Óskars Guðnasonar prentara, fer fram i dag kl. 3 og hefst frá heimili hennar, Tjarnargötu 47. Bæjarstjórnarfundur (er í d-ag. Jón Þorláksson var orðinn efnaður maður þeg- ar hann hætti að vera landsverk- fræðingur, og tók þó aldrei um- boðsiaun af vörum, sem lands- sjóður keypti. En hvernig stendur á því, að Jón Þorláksson vill ekki að öllam starfsmönnum hins op- inbera sé bannað a'ð taka um- boðslaun af viðskiftuim við ríkið? Heimsendir? Morgunblaðið kvartar í dag undan því, hvað „mannréttinda- og réttlætis-málin“ gangi treg- Jega fram á þinginu. L;)að er önn- ur öldin nú en þegar Moigun- blaðið varði Hnífsdalssvikin forð- um. íhaldsmenn bera sig mjög ilia undan því, að heildsalaágóðann af tóbaki eigi að taka handa verkamanna- bústöðum og Byggingar- og landnáms-sjóði. Kveina þeir og gnísta tönnum bæði á þingi og í »Mgbl.“ Bókmentaáhugi á Bretlandi. Á undan förnum árurn hefir mikið verið unnið að því að auka áhuga manna á Bretlandi fyrir því að nota bókasöfnin, sem nú •eru í hverjum bæ og hverju hér- aði landsins og mörg í sumurn. Góðu skipulagi hefir verið komið á starfsemi bókasafnannia. Geta menn fengið þar lánaðar bækur til fræði- og sikemti-lesturs: sér að kostnaðarlausu. Skýrslur um rekstur bókasafnanna koma út við og við, og af skýrslum þess>- um má fá ýmsar mikilvægar upp- lýsingar urn bókmentaáhuga al- þýðumanna, hvernig bókmenta- smekkurinn er 0. s, frv. í hinium ýmsu héruðum og borgum. Þann- ig er nýlega útkomin skýrsla um bókasafnið í Croydon, siem er ein af útja'ðraborgum Lund- úna. Bókaútlán þar gefa þvi góða hugmynd um bókmentahuga bnezkra borgarbúa, því Croydon- búar eru eins og gengur og gerist um íbúa annara brezkra borga. Croydonbúar lána árlega eina milljón bóka úr Alþýðubókasafn- inu og skýrslurnar sýna, a'ð fólk þar er að verða vandara í vali, er það iánar bækur til lesturs. Glæpa- og leynilögreglu-sögur eru í langtum minni eftirspurn en áður og eftirspurnin eftir „styrjaldar“-bókmentunum mink- ar einnig stöðugt. Hi'ns /vegar eykst eftirspurnin eftir verkum sígildu (klassisku) höfundanna. Einnig eru þær bækur mikið lesnar, sem fræða menn um vandamál þau, sem rnest er um deilt nú á tímum. Þar sem skýrslur annara bókasafna benda tótvírætt í söm.u átt, er talið víst, að bókaútgefendur taki til greina þær bendingar, sem i iskýrslunum felast, og leggi aðaláherzluna á útgáfu vandaðra bóka. Þá er þetta og mikils vert að því leyti, að ýmsir góðir höfundar njóta góðs af því á marga vegu, að verk þeirra eru meira metin en áður var, er ruslbókmentirnar vo.ru yfirgnæfandi. (Or blaðatilk. Bretastj.) Hvað er að frétta? Nœturlœknir er í nött Sveinn Gunnarsson, Óðinsgötu 1, sími 2263. Brœdrafélag Fríkirkjusafnaðar- ins hér í bænum fer í skemitiferð til Bessastaða á sunnudaginn kemur. Lagt verður af stað kl. 2 e. 'm. Ritstjóri og ábyrgðannaður: ÓLafur Friðriksson. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.