Morgunblaðið - 20.02.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983
3
Akureyri:
Lóðum úthlutað
sunnan
Akureyri, 18. febrúar.
BYGGINGARLÓÐIR sunnan Glerár
á Akureyri eru eftirsóttar. Nú er ad
mestu fullbyggt sunnan árinnar, en
undanfarið hafa þó nokkrar lódir
verið til úthlutunar og margir sótt
um. Fyrir skemmstu var veitt lóðin
vid Helgamagrastræti 10. Urðu
nokkur blaðaskrif um þá úthlutun,
Eiríkur til SSS og
nýr bæjarstjóri
til Grindavíkur
EIRÍKUR Alexandersson hefur ver-
ið ráðinn framkvæmdastjóri Sam-
bands sveitarfélaga á Suðumesjum
til bráðabirgða, en Jón Gunnar Stef-
ánsson tekur á næstunni við starfi
hans sem bæjarstjóri í Grindavík.
Eftir er að taka endanlega
ákvörðun um hvernig verður stað-
ið að ráðningu framkvæmdastjóra
SSS, en fyrsta kastið a.m.k. gegnir
Eiríkur Alexandersson starfinu.
Haraldur Gíslason var fram-
kvæmdastjóri SSS, en hann féll
frá fyrir skömmu. Jón Gunnar
Stefánsson starfaði áður hjá
Hjálmi á Flateyri, en tekur við
starfi bæjarstjóra af Eiríki í byrj-
un næsta mánaðar eða svo fljótt
sem auðið verður.
Glerár
en bygginganefnd hafði úthlutað lóð-
inni til Sigurðar K. Péturssonar, sem
nýfluttur er í bæinn og hefur tekið
við starfi svæfingarlæknis á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu. Bæjarstjórn
breytti ákvörðun bygginganefndar
og veitti Bjarna Reykjalín lóðina.
Á síðast fundi bæjarstjórnar
Akureyrar kom til afgreiðslu til-
laga bygginganefndar um veitingu
þriggja raðhúsalóða við Akurgerði
11. Alls höfðu 18 aðilar sótt um
lóðirnar, þar af 5 byggingafyrir-
tæki. Að þessu sinni breytti bæj-
arstjórn ekki úthlutun bygginga-
nefndar — og hlutu lóðirnar eftir-
taldir: Sigurður Jónsson, Smára-
hlíð lf, Arnór Þorgeirsson, Tjarn-
arlundi 18e, og Jón Gunnar Sig-
urðsson, Hjallalundi 9d.
Þá hefur bygginganefnd Akur-
eyrar veitt Byggi sf. og Trésmíða-
verkstæði Jóns Gíslasonar hf. lóð-
ir við Móasíðu 6 og 7 og Haraldi og
Guðlaugi sf. lóðirnar Stórholt 14
og 16. Enn veitti bygginganefnd
lóðina Borgarsíðu 41, Jóni Guð-
laugssyni, Brúarhvammi, Bisk-
upstungum í Árnessýslu. Fagverk
fékk lóðina Vestursíðu 5, Traust-
verk sf. lóðina Vestursíðu 6, Fjöln-
ir sf. lóðina Vestursíðu 1, Hamar
sf. lóðina Litluhlíð 5, og Aðalgeir
og Viðar hf. fékk fjölbýlishúsalóð-
irnar Melasíðu 1—3, 5—7 og
9-11. G.Berg
Morgunblaðiö/ KÖE
í ÁRBÆJARSAFNI er nú búið að setja á uppsteyptan kjallara húsið, sem áður var Laugaveg-
ur 62. Nanna Hermannsson safnvörður sagði í samtali við Mbl., að ætlunin væri að húsið yrði
framtíðarinngangur í safnið og miðasala og verzlun þá í kjallaranum, en á hæðinni yrði sett
upp vefstofa. Hús þetta var reist við Laugaveginn 1901 og flutt í Árbæjarsafn 1978. Öll þessi
ár var verzlunarstarfsemi í kjallara og íbúð á hæðinni.
mt
ug á
u
Það er sama hvernig þú reiknai
— ÚTSÝN býður hagstæðustu lausnina
beztu staðina
FERÐAURVALIÐ ER HJA UTSYN
6 vinsælustu staöirnir í sólarlöndum
TOPPFERÐ MEÐ TOPPAFSLÆTTI
Byggö á beztu samningum viö flugfélög og gististaöi meö völdum aðbúnaöi og
vandaöri þjónustu, sem fæst á lágmarksverði fyrir milligöngu ÚTSÝNAR.
Afsláttur þinn skiptir þúsundum króna og kemur beint fram í verölagningu á
toppferöum með toppafslæti.
FORFALLATRYGGING
Útsýn er fyrsta íslenzka feröaskrifstofan, sem býöur tryggingu fyrir fullri endur-
greiðslu, veröiröu aö afpanta ferö.
STAÐGREIOSLUAFSLÁTTUR
5% af pöntunum, sem berast fyrir 1. marz og eru greiddar á gjalddaga.
SOLARSJOÐUR
auðveldar þér
greiðslu fargjaldsins
með jöfnum afborgunum
og gengistryggingu.
FERÐAÁÆTLUN ÚTSÝNAR
RENNUR ÚT
— PANTANIR STREYMA
INN
lANDA
Feróaskrifstofan
ÚTSYN
Costa del Sol
— TORREMOLINOS/MARBELLA
Fjöisóttasta feröaparadfsin, sindr-
andi sólskin, fjörugt mannlíf, 25 ár í
leiguflugi — Verö frá kr. 11.700.-
Sikiley
— TAORMINA/NAXOS
Heimsfræg fegurö, saga, listir, róm-
antik. Fegursta eyja Miöjarðarhafs-
ins, fádæma vinsæl. — Verö frá kr.
11.900.-
Mallorca
— PALMA NOVA/MAGALUF
Sivinsæl, en þá gildir aö vera á réttu
ströndinni meö valdan gististaö. —
Verö frá kr. 11.700.-
Portúgal
— ALGARVE
Einn sólrikasti staöur Evrópu með
heillandi þjóölíf, hreinar, Ijósar
strendur og hagstætt verðlag.
Spennandi nýjung á markaönum. —
Verð frá kr. 12.400.
Lignano Sabbiadoro
— HIN GULLNA STRÖND ÍTALÍU
10 ár Útsýnar í sérhannaöri sumar-
paradís. — Verö frá kr. 12.900.-
Flug og bíll í
suðurlöndum
Verö frá kr. 8.630.-
Vikusigling með
M/S Vacationer
í sólríku Miöjaróarhafinu. —Verö frá
kr. 7.600.- meö fullu fæöi.
Sumar á Sjálandi
Ibúðir eöa sumarhus. — Verö frá kr.
9.660.-
Austurstræti 17,
Reykjavík, s: 26611.
Hafnarstræti 98,
Akureyri, s: 22911.
Umboðsmenn um allt land.
EINN LANGOOYRASTIOG BEZTI VALKOSTURINN I SUMARLEYFINU