Morgunblaðið - 20.02.1983, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983
Minning:
Ástbjört Oddleifs-
dóttir, Haukholtum
Fædd 28. júlí 1913
Dáin 11. febrúar 1983
1 gær, laugardaginn 19. febrúar,
fór útför hennar fram frá Hruna-
kirkju. Ásta í Haukholtum, en svo
munu flestir þekkja hana best, var
fædd að Langholtskoti í Hruna-
mannahreppi 28. júlí 1913.
Foreldrar hennar voru hjónin
Helga Skúladóttir og Oddleifur
Jónsson er þar bjuggu og var hún
yngst sjö systkina.
Þegar Ásta var tveggja ára, eða
25. desember 1915 missti hún móð-
ur sína, en ólst áfram upp hjá föð-
ur sínum og elstu systur sinni, El-
ínu, til tíu ára aldurs, en þá brá
faðir hennar búi og var henni
komið fyrir í Gröf í sömu sveit,
hjá vandalausu fólki. í Gröf líkaði
Ástu vel að vera og talaði hún oft
um það tímabil ævi sinnar. Þar
var hún í sex ár eða til ársins 1930,
en þá fór hún til Reykjavíkur, en
var heima í Gröf 1931—1932, en
hverfur þá aftur til Reykjavíkur
og stundar þar ýmsa vinnu til árs-
ins 1935, en 23 nóvember það ár
giftist hún eftirlifandi eiginmanni
sínum Þorsteini Loftssyni frá
Haukholtum í Hrunamannahreppi
og hófu þau búskap á ættjörð hans
í sambýli við bróður hans Magnús
Loftsson.
Ásta og Steini voru samhent
hjón og miðuðu líf sitt við að gera
sem mest og best úr öllu. Þau
eignuðust tvo syni Oddleif og Loft,
sem nú búa rausnar búi á ættar-
leifð sinni.
Árið 1959 tók Oddleifur við búi
á helmingi jarðarinnar af Magn-
úsi föðurbróður sínum, en nokkr-
um árum síðar tók Loftur við búi
af föður sínum.
Fyrir um það bil tveim áratug-
um kynntumst við Haukholta-
fjölskyldunum, sem við erum svo
lánsöm að eiga að vinum. f upp-
hafi fengum við leigðan veiðirétt
hjá þeim feðgum í Hvítá (ef leigu
skyldi kalla) og fórum þá um helg-
ar og tjölduðum í smá hvammi í
hallanum upp af ánni, en ávallt
komum við við í Haukholtum í
þessum ferðum okkar og treystust
vináttuböndin eftir því sem ferð-
um fjölgaði. Þá var Ásta enn með
fullu þreki og var unun að horfa á
þessa brosmildu og léttstígu konu
ganga um eidhús og búr, þjónandi
gestum og gangandi og var sem
hún hefði töfrahendur, því áður en
maður vissi af voru hlaðin borð,
ýmist með mat eða öðrum góð-
gerðum, sama hvort komið var að
nóttu eða degi. Ásta var greind
kona, glaðvær og hnyttin í tilsvör-
um og hafði unun af söng.
Marga nóttina gistum við fjór-
menningarnir í Haukholtum og
var það oftast að tilmælum Ástu.
Hún gat ekki hugsað sér að við
værum í tjaldi ef ekki viðraði sem
best, og var þá oft sungið af hjart-
ans lyst.
Það var Ásta sem átti hug-
myndina að því að við kæmum
okkur upp bústað, þó vel studd af
eiginmanni og sonum. Staðurinn
fyrir bústaðinn var valinn við
Brúarhlöð í landareign þeirra,
skammt frá niðandi læk, í einu
fegursta umhverfi sem hægt er að
hugsa sér og Álfabrekkan hinu
megin Hvítár beint á móti. Höfum
við átt þar margar unaðsstundir.
Þó hefði margt verið öðruvísi ef
við hefðum ekki notið hjálpsemi
bræðranna Oddleifs og Lofts, sem
ávallt voru tilbúnir til hjálpar,
hvort sem þörf var á verkfærum,
höndum eða góðum ráðum, enda
áttu þeir ekki langt að sækja
þessa eiginleika þar sem foreldr-
arnir Ásta og Steini voru.
Ásta var einstök kona með
bjargfasta trúarvissu og höfðaði
ávallt til þess góða í manninum,
enda má segja að hennar mottó
hafi verið „hinir fyrst, svo ég“.
Aldrei heyrði maður hana hall-
mæla neinum og ef hún heyrði
slíkt frá öðrum, var hún ávallt til-
búin að finna þeim sem um var
rætt eitthvað til góðs.
Margar stundir áttum við með
Ástu, ýmist öll saman eða sitt í
hvoru lagi og eftir þær stundir var
maður alltaf ríkari af góðum
hugsunum. Eftir að Ásta missti
heiisuna og þrekið þvarr, færðist
rausnin og höfðingsskapurinn yfir
á heimili sonanna og tengdadætra,
sem ásamt börnum sínum elskuðu
og virtu sína ástríku móður og
ömmu ásamt föður sínum og afa.
Voru þau öll ávallt tilbúin til að
létta sem mest það stríð sem veik-
indin ollu. Sama var hversu Ásta
var þjáð, er maður spurði um líðan
hennar, oftast fékk maður sama
svarið. „Mér líður vel. Hví skyldi
ég kvarta? Það er svo mörgum
sem líður mikið verr.“ En nú er
stríðinu lokið og hún komin til
þess er býr okkur öllum sem á
hana trúum bústað í ríki sínu. Þar
býr hún nú og við sem eftir lifum
hérna megin, eigum minninguna
um góðan vin sem miðlaði öðrum
öllu því besta sem í fari hennar
bjó.
Við biðjum góðan Guð að blessa
og styrkja Steina og báðar fjöl-
skyldurnar í Haukholtum og vott-
um þeim dýgstu samúð.
íbúarnir í Brúarlundi
Ó, láttu Drottinn þitt Ijós mér skína
og sendu frid inn í sálu mína.
Ó, vertu mér Drottinn í dauóa hlíf
éff bió ekki framar um bata og líf.
Stefán frá Hvítadal
Hún amma er dáin. Það er erfitt
að trúa því að við getum ekki leng-
ur leitað til hennar með vandamál
okkar og annað sem svo gott var
að tala um við hana.
Ástbjörg Oddleifsdóttir, eins og
hún hét fullu nafni, var fædd í
Langholtskoti í Hrunamanna-
hreppi 28. júlí 1913. Hún var yngst
af 7 systkinum. Þann 23. nóvem-
ber 1935 giftist hún Þorsteini
Loftssyni og fluttist þá að Hauk-
holtum. Þau hjón eignuðust tvo
syni, þá Oddleif og Loft. f Hauk-
holtum bjó amma alla sína bú-
skapartíð.
Hún var að okkar dómi einstök
amma sem ekki átti neinn sér llk-
an. Alltaf leysti hún öll okkar
vandamál eftir bestu getu og gerði
gott úr öllum hlutum. Ef vanda-
málin virtust óleysanleg gat hún
ætíð dreift huga okkar við eitt-
hvað annað svo allt varð gott á ný.
Það var alltaf árvisst að á jóla-
og nýársmorgun fórum við syst-
urnar á náttfötunum niður til
ömmu og drukkum morgunkaffi.
Þetta og svo mörg önnur hefð-
bundin atvik í sambandi við ömmu
eru dýrmætar minningarperlur
sem aldrei gleymast og verða
dýrmætari eftir því sem árin líða.
Heimilið hjá ömmu var oft stórt
og yfirleitt margt fólk í kring um
hana. Gestrisnin var henni í blóð
borin og gætti hún þess jafnan að
allir stæðu mettir upp frá borðum.
Amma mátti ekkert aumt sjá og
menn og dýr hændust að henni
með ótrúlegum krafti. Alltaf vildi
hún rétta hlut annarra, hvort sem
var í orði eða verki. Það var ein-
kennandi fyrir ömmu að hún setti
alla aðra fram fyrir sjálfa sig og
gerði fyrst allt sem hún gat fyrir
aðra áður en hún fór að hugsa um
sjálfa sig. Þrátt fyrir sín miklu
líkamlegu veikindi var það dýr-
mætt að amma hélt sinni andlegu
heilsu til síðasta dags. Alltaf gat
hún skilið okkar viðhorf til hlut-
anna þó að þau viðhorf samræmd-
ust ekki því sem hún var alin upp
við. Hún skildi vel að nýir siðir
koma með nýju fólki og margt
breytist í hraða nútímans.
Glaðlyndi og gott skap var mjög
ríkjandi í fari ömmu og aldrei
heyrði maður hana barma sér í
veikindum sínum þó margir aðrir
hafi séð fulla ástæðu til. En kátín-
an og brosið var alltaf fremst á
hennar vörum.
Árið 1976 gekk amma undir
mikinn uppskurð og var útlitið
dökkt um tíma. En öll él birtir upp
um síðir og eins var með þetta,
amma hresstist og kom heim. Þó
að hún þyrfti oft að dvelja lang-
tímum á sjúkrahúsum birti alltaf
upp á milli og hún gat komið heim.
Þær stundir sem hún gat verið
heima voru henni mjög dýrmætar
þó ekki væru þær alltaf mjög
langar.
Þegar við rifjum upp bernsku-
minningarnar kemur myndin af
ömmu inn í þær allar. Við áttum
því láni að fagna að alast upp við
hlið ömmu og er það mikilvægt og
gott fyrir okkur að hafa hennar
góðu hugsun og ráðleggingar að
leiðarljósi í framtíðinni.
„Nú legg ég augun aftur,
ó, (>uó, þinn náóarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ virzt mig ad þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.“
(S. Kgilsson)
Um leið og við kveðjum ömmu
viljum við þakka henni fyrir allt
sem hún var okkur og biðjum góð-
an guð að styrkja afa í framtíð-
inni.
Blessuð sé minning hennar.
Ásta og Ella
Ég ætla með nokkrum orðum að
minnast elskulegrar frænku
minnar, sem andaðist þann 11.
þ.m. Allt frá því ég man eftir mér,
er Ásta frænka tákn um allt það
góða. Hún var ekki nein venjuleg
frænka, heldur mikið meira.
Nú á kveðjustund rifjast upp
fyrir mér ótal minningar sem eru
mér ákaflega dýrmætar. Ásta var
mjög skemmtileg og jákvæð, gat
ávallt séð bjartari hiiðar á öllu.
Það var líka ákaflega gott að leita
til hennar með sín vandamál. Hún
átti alltaf einhver góð ráð og nóg
af hjartahlýju, svo það var sér-
staklega gott að vera í návist
hennar. Ég er ævinlega þakklát
fyrir að hafa átt svo yndislega
frænku.
Ásta átti við erfið veikindi að
stríða undanfarin ár, en í því eins
og öðru var hún sterk, gerði lítið
úr þeim. Aldrei heyrðist hún
kvarta, reyndi frekar að hug-
hreysta þá sem í kringum hana
voru, allt fram á síðasta dag.
Elsku Steini, megi góður guð
styrkja þig í sorg þinni. Öllum í
Haukholtum sendi ég og fjöl-
skylda mín innilegustu samúð-
arkveðjur. Megi góður guð hjálpa
okkur öllum að sætta okkur við
hið óumflýjanlega.
Blessuð sé minning elskulegrar
frænku minnar.
„Kar þú í friði,
friður guAs þig blessi,
hafAu þökk fyrir allt og allt.“
(V. Briem.)
Heiða
í gær var til moldar borin Ást-
björt Oddleifsdóttir frá Haukholt-
um, Hrunamannahreppi, f. 28.7.
1913, d. 11.2. 1983. Dugnaður,
gæði, ósérhlífni og hjálpsemi voru
einkenni þessarar góðu konu.
Sá sem þessar línur ritar varð
þeirrar gæfu aðnjótandi að kynn-
ast henni og hennar fjölskyldu á
því sómaheimili sem Haukholt er.
Ég, sem 9 ára drengur, átti að fá
að dveljast þar fyrir kunningsskap
vina og foreldra um hálfsmánaðar
skeið. Sá hálfi mánuður varð síðan
að 6 sumra dvöl meira og minna
j, ásamt tíðum heimsóknum í annan
tíma og ávallt síðan, því alltaf
leitar hugurinn þangað sem
manni hefur liðið vel, og þannig
leið mér vissulega undir hennar
verndarvæng og hennar góðu fjöl-
skyldu.
Það er margs að minnast frá
þessum árum sem ekki verður hér
upptalið, en oft var gestkvæmt og
glatt á hjalla I Haukholtum. Það
skipti engu ávallt var sama góða
og hlýja viðmótið að finna hjá
Ástu, þó að hún gengi ósjaldan
síðust til hvílu og fyrst á fætur.
Nú hin síðari ár er heilsu hennar
fór að hraka heyrðist aldrei æðru-
orð eða kvartanir, það var ekki
Ástu að skapi, heldur var alltaf
bjart í nánd í hennar huga.
Ég bið svo fyrir hönd foreldra
minna og fjölskyldu góðan guð að
styrkja þig, Steini minn og þína
fjölskyldu í sorgum ykkar.
Hörður Helgason
Síminn hringir eins og svo oft
áður, en nú veit ég með vissu að
þessi hringing boðar eitthvað illt
og óvægið. Það er Þorsteinn
frændi minn, sem tilkynnir mér
látið hennar Ástu, eins og hún var
iðulega kölluð. Við fylgjum honum
suður á Vífilsstaði, þangað sem
hún háði sína síðustu baráttu eftir
langvarandi og oft erfið veikindi.
Ekki hafði maður heyrt hana
kvarta yfir veikindum sínum,
henni leið jú misjafnlega vel, en
alltaf stóð þetta til bóta að hennar
sögn. Nú er hún látin þessi góða og
stillta kona og hjartað fyllist
söknuði.
Ásta var fædd í Langholtskoti í
Hrunamannahreppi þann 28. júlí
1913. Foreldrar hennar voru
Helga Skúladóttir og Oddleifur
Jónsson. Þegar hún var barn að
aldri missti hún móður sína, en
bjó þó áfram hjá föður sínum og
sex systkinum um nokkurra ára
skeið, en er þá komið fyrir í Gröf í
sömu sveit þegar faðir hennar
bregður búi. Sautján ára gömul
fer hún til Reykjavíkur og er bú-
sett þar í fimm ár. Árið 1935 gift-
ist hún Þorsteini Loftssyni frá
Haukholtum og bjuggu þau þar öll
sín búskaparár. Þau eignuðust tvo
syni. Þá Oddleif sem fæddur er
árið 1936 og Loft sem fæddur er
1942, og búa þeir nú með fjölskyld-
um sínum myndarbúi á Hauk-
holtajörðinni. Barnabörn þeirra
Ástu og Þorsteins eru nú fjögur.
Sem barn kom ég oft með for-
eldrum mínum á heimili þeirra
Ástu og Þorsteins föðurbróður
míns. Og auðvitað var ég aðeins
barn, þegar ég fékk. að fara þangað
sem snúningastrákur fyrst hluta
úr sumri, en alls urðu sumrin mín
sjö þar fyrir austan og veru minni
lauk síðan með vetrardvöl. Að
sjálfsögðu eru það mikil viðbrigði
fyrir ungan dreng að ætla sér að
vera fjarri foreldrum sínum yfir
lengri eða skemmri tíma, jafnvel
þó margt sé það til sveita sem veki
áhuga og forvitni kaupstaðar-
barnsins. Þá skiptir ekki minnstu
máli hvernig það fólk sem dvelja á
hjá tekur manni. Tæplega hefði
vera mín í Haukholtum orðið svo
löng sem raun ber vitni ef þar
hefðu einhverjir annmarkar verið
á.
Já, sannarlega leita á hugann
margar góðar minningar frá þess-
um tíma. Oft minnist ég þess þeg-
ar unnið var fjarri heimilinu og
sest var niður til að fá sér að
drekka, að þá sóttist ég eftir því
að setjast sem næst henni Ástu.
Ég man hversu gott mér þótti það
þegar hún strauk mér um hand-
arbakið, hnéð eða vangann, hvern-
ig þreytan, þegar hún var fyrir
hendi, leið í burtu og ljúf værð
færðist yfir barnssálina. Þá eru
mér ekki síður í fersku minni vetr-
arkvöldin, þegar hún sagði mér
einhverja af þejm mörgu sögum
sem hún kunni. Ásta var vel að sér
I sögu lands og þjóðar. Ekki hafði
hún þó ferðast mikið um ævina, en
lesið þeim mun meira, og fest það
í minni svo furðu sætti. Hún átti
auðvelt með að endursegja það
sem hún hafði móttekið og drága
upp glögga mynd af mannlífi og
staðháttum. Ég hygg að margur
minnist þeirra stunda þegar Ásta
sat á rúmstokknum sínum og
sagði frá því sem hún hafði lesið,
svo ógleymanlegar eru þær stund-
ir.
Ástu var annt um heimili sitt,
bú sitt, sveitina sína og landið.
Hún gekk að störfum sínum af
miklum röskleika og vandvirkni.
Allir sem kynntust henni hlutu að
meta hana og bera virðingu fyrir
henni. Hún gaf meira af sjálfri sér
en hún þáði af öðrum. Það var
hverjum manni hollt og mikil
Guðsgæfa að fá að kynnast Ástu.
Ég þakka Ástu minni samfylgd-
ina og allt sem hún gaf mér, hún
var mér sem móðir á viðkvæmum
aldri.
Kæru vinir í Haukholtum. Ég
sendi ykkur öllum mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Raggi
SVAR
MITT
eftir Billy Graham
Mig langar til að fá svar við eftirfarandi spurningu í dálkin-
um yðar: Er það helg athöfn að biðja í hljóði um handleiðslu
Guðs, þegar við erum í kjörklefanum og þurfum að ákveða,
hvern við eigum aö kjósa?
Eg get vart hugsað mér betri bænastað né æðra
bænarefni. Kosningarétturinn er einn æðsti réttur-
inn í frjálsum heimi, og með því að mörg og mis-
munandi lóð eru lögð á metaskálirnar, er vissulega
æskilegt, að við biðjum af öllu hjarta.
Biblían kennir, að Guð láti sér annt um hagi þjóð-
anna og líf og breytni þjóðarleiðtoganna. í Sálm. 75,
7—8 lesum við: „Hvorki frá austri né vestri, hvorki
frá eyðimörkinni né fjöllunum — heldur er Guð sá,
sem dæmir, hann niðurlægir annan og upphefur
hinn.“
Það er því í alla staði viðeigandi að við biðjum,
áður en við kjósum, meðan við kjósum og eftir að við
höfum kosið. Biblían segir: „Sæl er sú þjóð, sem á
Drottin að Guði.“
Vei þjóð okkar, ef við komumst einhvern tíma á
það stig, að við teljum okkur geta komizt af án þess
að Guð ráði og leiði. Þó að þjóð okkar hafi aldrei
getað kallast fullkomlega kristin, hefur hún alltaf
átt rætur sínar í grundvallarviðhorfum Biblíunnar.
Nú eru að verki öfl, sem vilja útrýma bæn, Biblí-
unni og fræðslu Guðs úr lífi þjóðar okkar. Stöndum
fast á móti þessu. Eg veit enga betri leið til andstöðu
en að biðja og að kjósa.