Morgunblaðið - 01.03.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.03.1983, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1983 ÚTSÝN ÚTSÝN MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1983 11 PORTUGAL ALBUFEIRA Vestan til á Pýreneaskaganum, á suövestur- horni Evrópu, er eitt mesta óskaland feröa- langs, sem þráir hvíld og sól í fögru umhverfi viö hafgolu og mjúka, Ijósa strönd. Portúgal vekur vellíöan. Tærar öldur Atlantshafsins leika um þessar sérkennilegu, myndrænu strendur, ein- hverjar þær hreinustu og fegurstu sem finnast í Evrópu. Margir íslendingar, sem kynnast Portúgal, taka ástfóstri við landiö. Það er eins og þeir finni til skyldleika og samkenndar, sem ekki viröist til staðar meö þeim og öðrum rómönskum þjóö- um. Líklega er þaö nálægð hafsins, sem tengir þjóðirnar vissum böndum þrátt fyrir fjarlægð og ólíkan uppruna. Þaö er sem gnýr hafsins og aldalangrar baráttu viö ægivald sjávarins ómi í sál þessa fólks líkt og íslendingum. Hinir vösku sægarpar, Vasco da Gama, Magell- an, Dias o.fl. fundu ný lönd og álfur og geröu Portúgal aö forysturíki á Vesturlöndum á 15. og 16. öld. Sjá má margar minjar fornrar frægöar og auðs í Portúgal. Hvert héraö er ööru ólíkt meö fjölda ævagamalla þorpa og bæja, sem búa yfir þokka og sérkennum Suöur-Evrópu, en með sínu eigin yfirbragöi og hefðum. Portúgalir eru elskulegt fólk, yfirlætislaust og gestrisið. Þeir taka gestum sínum opnum örm- um og hafa margt aö bjóöa þeim. Þótt landið sé ekki rismikiö ásýndum, býr þaö yfir fegurð og töfrum, sem eru þess eigin. Suðurströnd Portú- gals, ALGARVE, er einn sólríkasti staöur Evr- ópu, en loftslagið er þurrt og þægilegt, og golan frá Atlantshafinu svalar á heitum dögum. Þróun feröaiðnaðarins hefur verið hröö síöustu árin, svo aö góður, nýtízkulegur aðbúnaöur, hrein- læti og smekkvísi er til fyrirmyndar. Þessi nýj- ung með valdri aðstööu og beinu leiguflugi til Algarve verður vinsæl og kærkomin hjá íslenzk- um feröamönnum. ALGARVE ALGARVE-Veöurfar apr. maí júní júlí ág. sept.okt. 16 17 18 19 20 20 19 20 22 25 28 28 26 22 Meðalhiti sjávar á C° Meðalhiti lofts á C° Meðaltal sólskins- stunda á dag 9 10 12 12 12 10 8 HERBERGI CLUBE PRAIA DA OURA HOTEL VILA MAGNA Syösta og sólríkasta hérað Portúgals nefndu Arabar „Al Gharb“ eða „vestur", en frá árinu 711 fram til 13. aldar réöu þeir ríkjum á þessari nærfellt 200 km löngu strönd, sem þykir með þeim fegurri í Evrópu. Þessi arabiska arfleifð hefur markað djúp spor í sögu héraðsins sem sést bæði á byggingarstíl og mannlífi. Dökkt yfirbragð fólksins, hlýja þess, gestrisni og gjafmildi er nokkuð, sem ferðamaöur tekur eftir auk gamalla siöa og lífshátta, sem nú eru óöum aö hverfa. Margir hafa lýst óspilltri fegurö náttúrunnar á þessum slóðum og líkt Algarve viö aldingarð, því á vorin og snemma sumars er blómskrúð mikiö og fagurt. Sérkennilegir, gamlir bæir og þorp meöfram ströndinni setja svip sinn á landslagiö, en íbúar þeirra hafa um aldir sótt fisk i fang sjávar, á auöug miö Atlantshafsins. Þetta heillandi litróf mannlífs, menningar og náttúru er í senn ævintýri og upplifun, sem seint gleymist. Höfuðborg Algarve er FARO, samgöngumiöstöö meö alþjóölegan flugvöll, þar sem viö lendum eftir tæplega 4 stunda flug frá islandi. ALBUFEIRA Á miöri Algarve-ströndinni er heillandi þyrping drifhvítra húsa, sem horfa til hafs yfir sendna strönd. í flæðarmálinu situr fjöldi fiskibáta innan um feröamenn af mörgum þjóö- um og bíöa rökkurs, ftegar eigendur þeirra róa á miðin á ný. Og þá leita feröamenn á vit nýrra ævintýra i hlýju nætur- húminu og gleðjast viö kræsingar og Ijúfar veigar á fjöl- mörgum veitingastöðum innandyra eða undir tindrandi stjörnuhimni. Tónlistin dunar í diskótekum og næturklúbb- um, og sólbrúnir kroppar liöast aftur og fram í takt viö nýbylgju tímans, unz líður aö morgni. Þetta er Albufeira, „gullströnd” Algarve, og vinsælasti sólbaösstaöur og skemmtistaöur á suöurströnd Portúgals. Hér er einnig af- bragösaöstaöa til íþróttaiðkana, siglinga og köfunar og ein- hverjir beztu tennis- og golfvellir Evrópu á næsta leiti. KYNNISFERÐiR I ALBUFEIRA ★ Fróðleg dagsferö út á suðvesturhorn Evrópu, Cabo Sao Vincente, en þar í smábænum Sagres stofnaði Hinrik sæfari heimsins fyrsta sjómannaskóla. Á leið- inni verður komið við í nokkrum bæjum meöfram ströndinni. ★ Tveggja daga ferð til höfuðborgarínnar Lissabon, sem kölluð var „prinsessa alheimsins", þar sem gamli og nýi tíminn flóttast saman í margbrotinn vef fjölbreytts mannlífs og fagurra bygginga. Sannkallaður hápunktur hverrar Portúgalsheimsóknar. ★ Skemmtileg dagsferð um sveitir Algarve þar sem við kynnumst menningu og þjóðháttum íbúanna, lands- lagi, gróðurfari og byggingarstíl Mára, sem setur sterkan svip á bæi og þorp. ★ í spennandi siglíngu meðfram ströndinni verður boðið til fjöruveizlu með grilluðum sardínum, víni og fleira góðgæti. Gott tækifæri er til sól- og sjóbaða í þessari dagsferð. Boðiö er upp á kvöldverð og þjóðdansasýn- ingu í leikandi léttri kvöldferð á gamlan sveitabæ í nágrenninu. ★ Fyrir nátthrafna veröur haldið á vit glaums og gleði i einn af glæsilegri næturklúbbum Albufeira. er íbúöabygging, sem stendur viö samnefnda strönd um 4 km frá Albufeira. Byggingin umlykur fal- legan garö meö sundlaug og pnjög góöri sólbaösaöstööu. Stúdíó- íbúöir meö einu svefnherbergi og setustofu, eldhúskrók, baö- herbergi og svölum. Veitingabúö og bar. Stutt í verzlanir og mat- sölustaöi. ó' ''M 1 VS/f' vHi HOTEL MONTECHORO VILA MAGNA íbúöahóteliö, nýtízkuleg bygging meö hvers konar þægindum. Bjartar, rúmgóöar íbúöir með 1 eöa 2 svefnherbergjum, setustofu, eldhúskrók, baöherbergi og svöl- um eöa stúdíóíbúöir meö sömu þægindum. Sundlaug meö bar- þjónustu og leiksvæði barna. Kjör- búö, veitingabúö, verzlanir, kaffi- bar, diskótek, kvikmyndasalur, ölkrá og hárgreiöslustofa. Bowl- ing-brautir og veggtennis (squash). Þægilegur gististaöur fyrir fjölskyldur jafnt sem einstakl- inga. HOTEL MONTECHORO er glæsilegt 4ra stjörnu hótel, opnaö 1978, meö 362 vel búnum, loftkældum herbergjum meö öllum þægindum. Veitingastaöur sem býður „sælkera“-matseöil og „grill-room“ fagurlega búiö meö frábæru útsýni og mat. Glæsilegar vistarverur, setustofa, 4 barir og diskótek. Sundlaugar og tennis- vellir, gufubaö og leikfimisalur, verzlanir og hárgreiðslustofa. Hót- elbifreiö gengur á hálftíma fresti til Albufeira og Praia da Oura. Hótel, sem uppfyllir kröfur vandlátustu gesta. OLIVEIRAS OLIVEIRAS er ný ibúðabygging, örstutt frá Hotel Montechoro. Vel búnar íbúðir meö 1 eöa 2 svefnherbergj- um, eldhúsi, baöherbergi, setu- stofu og svölum. Stór sundlaug og sólbaösaðstaða góö. Veitingabúö við sundlaugina. Stutt er í verzlan- ir, matsölu- og veitingastaöi í Montechoro. Skrifstofa Útsýnar er í Vila Magna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.