Morgunblaðið - 16.03.1983, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1983
51
Þórir H. Óskarsson, formaður Ljósmyndarafélags íslands:
„Verðlagsstofnun svarað"
Nú hefur enn ein verðkönnunin
séð dagsns ljósog eru það ljós-
myndastofurnar, sem skulu opin-
beraðar.
Þetta er í sjálfu sér ágætt og
auglýsing fyrir fagið í heild sinni.
Hins vegar kemst ég ekki hjá því
fyrir hönd félags míns að gera
nokkrar athugasemdir við könnun
þessa.
Könnun þess er framkvæmd nú
eftir að Ljósmyndarafélag fslands
ákvað sl. haust að gefa verðið
frjálst m.a. til að binda ekki félags-
menn við fast verð á sama tíma og
utanfélagsmenn gátu haft það sem
þeim sýndist. Verðlagsstofnun taldi
ástæðu til að hafa uppi eftirlit með
verðskrá félagsins en utanfélags-
menn máttu vera f friði.
Útaf fyrir sig er ekkert við verð-
kannanir að athuga en þær þurfa
að vera heiðarlegar og þá sérstak-
lega hvað varðar þjónustu fyrir
ákveðið verð. Kannanir þessar hjá
Verðlagsstofnun hafa nær undan-
tekningalaust fengið á sig mótmæli
frá viðkomandi félögum eða ein-
stökum aðilum, sem telja sig hafa
orðið fyrir rangtúlkun.
Það hættulegasta við þessar
kannanir er það, að sumir fjölmiðl-
ar slá þessu upp á stóru letri og
vekja þá bara athygli á því hvar
verðið er hæst og hvar lægst en síð-
an er sagt dýrasti og ódýrasti.
Ég vil eindregið vekja athygli á
því, að ef fólk kynnir sér hvað hver
einstakur hefur upp á að bjóða
kann það að riðlast hver er dýrast-
ur eða ódýrastur.
Það fáránlegasta við þessa könn-
un er hinsvegar það, að upp er sleg-
ið myndatökum með inniföldum
stækkunum svo ekki sé talað um
postulínsplatta, en slíkt er fyrst og
fremst sértilboð hjá þeim sem á
annað borð vilja bjóða það, og er þá
ekki verið að tala um slíkt sem skil-
yrði?
Það hlýtur að teljast mjög hæpið
fyrir Verðlagsstofnun með sinn
fjölda starfsmanna, að vinna ekki
betur en svona eða ætlar Verð-
lagsstofnun sér þá dul að ákveða
hvaða þjónustu menn eiga yfirleitt
að bjóða og þá jafnvel í formi
þvingana?
Sumar ljósmyndastofur hafa ekki
einu sini boðið myndatökur með
inniföldum stækkunum en Verð-
lagsstofnun gefur sér þær forsend-
ur og ákveður verðið hjá þeim, sem
ekki vildu hafa þessa viðskiptapóli-
tík með því að bæta verði á um-
ræddum stækkunum ofan á venju-
legt myndatökuverð og sér þá hver
heilvita maður að slík verðkönnun
er bara „húmbúkk".
Sú myndataka, sem langalgeng-
ust er er aftur á móti látin liggja
milli hluta en það er myndataka
með 12 myndum án stækkana.
Þá er viðskiptavinurinn sjálfráð-
ur um það eftir á hve margar
stækkanir hann kaupir, ef hann þá
kaupir nokkrar, því að fyrst þarf að
koma í ljós hvort myndatakan er
þess virði. Ég vil eindregið skora á
allan almenning sem ekki hefur á
annað borð bundið traust sitt við
einhvern ákveðinn ljósmyndara að
fara og kynna sér þjónustuna, ann-
aðhvort með því að heimsækja
ljósmyndarann eða þá að líta á
myndir hans i útstillingu. Fyrir
fullorðið fólk t.d. sem gott þætti að
fara í myndatöku á 10—20 ára
fresti hlýtur fleira að skipta máli
en verðið.
F.h. Ljósmyndarafélags íslands,
Þórir H. Óskarsson, formaður.
I3S.HD
i jtji 3E3 ZES 331 63
M Ö Ö
ss
sm fy
B O S
LIFIÐER
SALTFISKUR!
og saltfiskvogin er Weigh-Tronix
WEIBHTROHIX er viðurkennd fyrir nákvæmni.
WEIGHTRONIX hefur varanlega verndarhlíf (vatnshelt og ryðfrítt stál).
WEIGH-TRONIX eyðir aðeins 15
wöttum.
WEIGHTRONIX er með 1,5 cm háa ljósastafi, afar bjarta og skýra.
WEIGH-TRONIX er á sérlega hagstæðu verði og góðum greiðsluskilmálum.
WEIGHTRONjX fylgir 2ja ára ábyrgð.
WEIGH-TRONIX hentar jafnframt einstaklega vel í skreið og í móttöku á
'”T!Ikassafiski.
WEIGH-TRONIX er notuð af á 3ja hundrað aðilum hérlendis.
Bilanatíðni er 0,0.
Leitið nánari upplýsinga og biðjið um bæklinga.
isvoi;
Laugavegi40 S: 26707 - 26065
ný_
fersR
aldinbragð
suðrœnna pálma