Morgunblaðið - 16.03.1983, Page 5

Morgunblaðið - 16.03.1983, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1983 53 sem útlendingar eru engir, ágreiningsmenn engir og allar bækur ritskoðaðar. Það eru ein- ungis erlendar útvarpsstöðvar, sem gætu hugsanlega veitt áróð- ri kommúnistanna einhverja keppni, en til þeirra heyrist nú illa. Almenningur á Vesturlöndum lætur sér fátt um finnast áróður einræðisríkja, en í Sóvíetríkjun- um er hann öflugur skapandi þáttur þess raunveruleika, sem fólkið trúir, að fyrir hendi sé. Sýnir reynzlan, að fréttir, sem heyrast stöku sinnum og ógreini- lega frá erlendum útvarpsstöðv- um duga skammt til varnar gegn tilbúningi af þessu tagi. Lítáen er eitt af fáum svæðum utan Moskvu og Leningrad, þar sem unnt er að fá áreiðanlegar fréttir. Menningarlíf er þar blómlegt og fréttaþjónusta í höndum neðanjarðarhreyfingar, samizdat, sem einnig annast um að koma óútgefnum bókmennt- um á framfæri. Hreyfingin er öflug og hefur tekizt að viðhalda sterkum tengslum við Vestur- lönd. Allmargir heimamenn geg- na herþjónustu í Afganistan, og það er einmitt frá Lítáen, sem frásagnir hafa borizt um raun- verulegt ástand í herbúðum' Sóvíetmanna í Afganistan. I landinu er gefið út dagblaðið Ausra, sem merkir dögun, og nokkur önnur samizdat-blöð eru þar einnig gefin út, svo sem blað kaþólsku kirkjunnar, sem hefur haldið áfram að koma út, þrátt fyrir að starfsmenn þess hafi iðulega verið fangelsaðir. I nýlegri grein í Ausra kemur fram ósamræmið milli þess, sem er að gerast í Afganistan, og þess, sem greint er frá opinber- lega í fréttum í Sóvíetríkjunum. Segir greinarhöfundur frá við- tölum, sem hann reyndi að eiga við tvo hermenn, sem sendir „ höfðu verið heim frá Afganistan. Var annar þeirra tuttugu og eins árs gamall en í útliti „grár, skjálfandi og gamall". Hann átti erfitt um mál og gat lítið sagt frá því, sem fyrir augu hans hafði borið. Hinn var öllu betur á sig kom- inn og sagði frá því, hvernig her- flokkur hans fór um þorp nokk- urt og lét skotin dynja í allar áttir. Sjálfur sagðist hann einnig hafa skotið, — hefði ella verið skotinn sjálfur. Minnist hann þess með hryllingi, að hann hefði hæft og drepið unga, fallega stúlku. Afgönsku uppreisnar- mennina sagði hann hafa verið skotna í hópum, 20—30 í hverj- um hóp, og stundum misþyrmt fyrir aftökurnar. Greinin í Ausra birtir einnig útdrætti úr bréfum frá tveimur litáískum hermönnum í Afgan- istan, og kemur þar fram, að Sóvíetmenn hafa jafnan látið sig litlu skipta líf afganskra borg- ara í styrjaldarrekstri sínum. Markaði Salang-slysið þannig enga stefnubreytingu að því leyti. Fyrra bréfið er dagsett 7. marz 1980 og gefur nokkra hugmynd um hið mikla mann- fall, sem Sóvíetherinn getur jafnan búizt við í viðureign sinni við skæruliða. „Ég ætla að segja þér frá einu atviki. Það var harð- ur bardagi, og féllu 150 menn úr herdeildinni frá Vitebsk. Ég veit ekki, hvað verður um okkur ...“ Hitt bréfið er dagsett 29. apríl 1980 og lýsir átökum á öðrum stað og nokkru nánar. „Við vor- um samfellt 18 daga í leiðangri, sultum og bárum lík.“ „Við skutum alla íbúana“ „Þú getur gert þér í hugar- lund, að það er ömurlegt að segja frá því, hve margir féllu úr her- deildinni okkar. Bezti vinur minn var skotinn til bana. Seinna leituðum við í húsunum og skutum til bana alla, sem við fundum, konur og börn. Ekki veit ég, hvað um mig verður, þegar ég sný heim aftur, taugar mínar eru gjörsamlega farnar. Og 3. maí verðum við að leggja af stað í nýjan leiðangur. Nú er barizt uppi í fjöllunum." Jafnframt því að í Sóvíetríkj- unum hefur verið svo til þagað um styrjöldina í Afganistan, hefur að sjálfsögðu verið reynt að leyna þar mannfalli af fremsta megni. Hafa særðir menn, lýttir og bæklaðir, fengið læknismeðferð á sjúkrahúsum í Austur-Þýzkalandi og heilsu- hælum við Svartahaf og hafa ekki mátt sjást á almannafæri. Þegar lík fallinna hermanna eru send heim, eru þau send í lokuð- um kistum og reynt að grafa þær með leynd. Stundum tekst það ekki. Vinir Vladas Cereska í Lítáen vissu, að von var á líkkistu hans og héldu vörð á járnbrautarstöð- inni í þrjá daga. Þegar hún loks kom, tókst þeim að hrifsa hana úr höndum hermanna og lög- reglu og stofna til líkfylgdar um bæinn með logandi kyndlum. (Byggt á grein í Wall Street Journal) Ný stjórn Framfara- félags Breiðholts III AÐALFUNDUR Framfarafélags Breiðholts III var haldinn 22. febrú- ar sl. í hinni nýju menningarmiðstöð við Gerðuberg og var þá kjörin ný stjórn. Stjórnina skipa 11 menn og 4 til vara. Formaður var kosinn Gísli Sváfnisson, Krummahólum 10. Aðrir í stjórn eru Valdimar Ólafsson, Viðar Ágústsson, Helga Magnúsdóttir, Lena M. Rist, Vilm- ar Pedersen, Ásta Björk Svein- björnsdótir, Halldóra Björnsdótt- ir, Pétur Ársælsson, Gísli Jónsson og Jóhann Arnfinnsson. Vara- menn eru Hlín Gunnarsdóttir, Inger Halldórsdóttir, Anna Gígja Guðbjartsdóttir og Guðmundur Björnsson. í frétt frá félaginu segir m.a. að á aðalfundinum hafi eftirfarandi ályktun verið samþykkt sam- hljóða: „Aðalfundur Framfarafé- lags Breiðholts III harmar að ekki hafi verið unnt að veita fé til inn- réttinga og bókakaupa til Borg- arbókasafns Reykjavíkur við Gerðuberg á yfirstandandi ári. Fundurinn skorar á borgaryfir- völd að endurskoða ákvörðun sína og leita allra leiða til fjáröflunar svo unnt verði að opna safnið á þessu ári.“ Gestir þessa fyrsta aðalfundar félagsins í menningarmiðstöðinni voru Markús Örn Antonsson, borgarfulltrúi og Elva Björk Gunnarsdóttir, borgarbókavörður. Frá aðalfundi Framfarafélags Breiðholts III í nýju menningarmiðstöðinni. Bæjarþing Reykjavíkur: Kjarnfóðurgjald bráðabirgðalag- anna ólöglegt FRAMLEIÐSLURÁÐ landbúnað- arins, landbúnaðarráðherra og fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkis- sjóðs voru fyrir skömmu dæmdir í bæjarþingi Reykjavíkur til að endurgreiða Árna Möller, bónda á Þórustöðum, 25.730 krónur vegna álagðs kjarnfóðurgjalds á tímabil- inu 8. júlí 1980 til 29. maí 1981. Árna voru dæmdar 9.907 krónur í vexti og stefndu greiða málskostn- að, 12.000 krónur. í júní 1980 voru sett bráða- birgðalög um breytingu á lögum um framleiðsluráð landbúnað- arins frá 1979 þess efnis, að heimilað var að sérstakt gjald á innflutt kjarnfóður mætti vera allt að 200% á innkaupsverð vörunnar. I lögunum frá 1979 var fyrir heimild til framleiðslu- ráðs landbúnaðarins að leggja gjald á innflutt kjarnfóður og ráðstöfun þess. Gjaldtaka sam- kvæmt þessu ákvæði kom þó ekki til framkvæmda fyrr en 1. júlí 1980 eftir að lögunum hafði verið breytt. Frá 24. júní til 30. september samþykkti stefndi að framleið- endur eggja, fuglakjöts og svínakjöts fengju afgreitt kjarnfóður með 50% álagi á cif- verð. Gjaldið var lækkað á ali- fugla- og svínafóðri í 40% frá og með 5. ágúst 1980 og frá 1. október 1980 hefur síðan verið innheimt 33,33% á fóður til allra búgreina. Bráðabirgðalögin voru af- greidd frá Alþingi 29. maí 1981, en með þeirri breytingu að land- búnaðarráðherra í stað fram- leiðsluráðs áður var veitt heim- ild til ákvörðunar á töku gjalds- ins og ráðstöfunar á því. Aðalkrafa Árna var að honum yrðu greiddar 49.536 krónur auk vaxta. Þessi krafa var byggð á því, að álagning gjaldsins hafi verið ólögmæt, þar sem framsal Alþingis á skatti samrýmist ekki ákvæðum í stjórnar- skránni. Til vara krafðist stefnandi að Harkan sex í Austurbæjarbíói „HARKAN SEX“ heitir ný amerísk kvikmynd, sem Austurbæjarbíó er að hefja sýningar á. Þetta er litmynd frá Warner Brothers, sem heitir á frummálinu: „Sharky’s Machine” og er myndin gerð eftir bók William Diehl. Aðalhlutverk leikur Burt Reyn- olds, Rachel Ward, Vittorio Gassman o.fl. í umsögn kvik- myndahússins segir, að myndin sé spennandi en hún segir frá störf- um lögreglumanns í fíkniefnadeild lögreglunnar i Atlanta, stærstu borg Georgiu-ríkis í Bandaríkjun- um. honum yrði endurgreitt kjarn- fóðurgjaldið á tímabilinu frá júlí 1980 til 29. maí, eða þar til bráðabirgðalögin voru afgreidd, “ alls krónur 25.730 auk vaxta. Varakrafan er byggð á því, að álagning skattsins hafi verið ólögmæt þar til lögin frá 29. maí 1981 hafi komið til fram- kvæmda. Óheimilt sé að fram- selja vald til álagningar skatta til framleiðsluráðs landbúnað- arins. I niðurstöðum dómsins er að- alkrafan ekki tekin til greina, þar sem löglega hafi verið staðið að framsali löggjafans á skatta- ákvörðunarvaldi til ráðherra, en í dómsniðurstöðum segir einnig: „Þegar litið er til þess, að und- antekningar þær frá meginregl- unni um að skattar skuli álagðir af löggjafanum hafa hingað til lotið að handhöfum fram- kvæmdavalds með ráðherra- ábyrgð skv. 14. gr. stjórnar- skrárinnar, sem bera stjórn- málalega ábyrgð og eru háðir eftirliti og reikningsskilum gagnvart Alþingi, verður að telja, að svo mikill munur sé á slíku framsali skattlagningar- valds og því, sem mál þetia fjallar um, að of langt hafi hér verið gengið. Því ber að fallast á með stefnanda, að framangreind bráðabirgðalög hafi falið I sér óheimilt framsal löggjafans á ákvörðun skatta og ráðstöfun þeirra, og gjaldtaka stefndu hafi því verið óheimil. Með lögum nr. 45, 29. maí 1981 var landbúnað- arráðherra í stað framleiðslu- ráðs áður veitt gjaldtökuheim- ildin, sem einnig var breytt að nokkru. Þar með verður að telja, að lagfærðir hafi verið þeir annmarkar, sem hér teljast hafa verið á fyrrgreindu fyrirkomu- lagi.“ Málið var höfðað með tilstyrk réttarverndarsjóðs Verzlunar- ráðs íslands. Pólland: Hundruðir í mót- mælaaðgerdum Varsjá, 14. mars. AP. MILLI 1.000 og 1.500 manns söfnuð- ust saman til friðsamlegra mótmæla vid minnisvarða fallinna verka- manna fyrir utan Lenin-skipasmíöa- stöövarnar í Gdansk í gær, annan daginn í röö, en á sunnudaginn voru einnig mótmælagöngur stuönings- manna Samstöðu í Varsjá, Wroclaw og Kaliszn. Aðgerðirnar fóru fram eftir að dreifibréf hvöttu fólk til þeirra í lok síðustu viku. Lögregluvörður og hermenn fylgdust vel með því sem fram fór og hvöttu fólk með gjallarhornum til að hafa sig á brott til síns heima. Því var jafn- an svarað með bauli, milli þess sem göngufólkið söng ættjarðar- söngva. Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, ætlaði að taka þátt í mótmælun- um í Gdansk á sunnudaginn, en lögreglan stöðvaði bifreið hans og vísaði honum á brott, að öðrum kosti myndi hann sæta varðhaldi. Walesa gerði síðan enga tilraun til að taka þátt í aðgerðunum í gær. Lögreglan handtók ótiltekinn fjölda ungmenna í gær, en öllum var sleppt eftir að aðgerðirnar höfðu fjarað út.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.