Morgunblaðið - 16.03.1983, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1983
63
Þekktur jazzleik-
ari í heimsókn
DAGANA 16. til 23. mars verður
staddur hér á landi saxófónleikarinn
og útsetjarinn Ernie Wilkins. Hann
kemur hingað á vegum Nordjazz og
mun leiðbeina Stórsveit FIH og
Stórsveit (bigbandi) Tónlistarskóla
FÍH og kenna í þeim skóla. Þá kem-
ur hann fram á jazzhljómleikum
þeim sem Jazzvakning mun efna til
22. mars í minningu Gunnars
Ormslevs. Þar mun hann stjórna
fyrrnefndum stórsveitum og leika
með hljómsveit Guðmundar Ing-
ólfssonar.
I fréttatilkynningu frá jazzdeild
FlH segir:
Ernie Wilkins á að baki langan
og fjölbreytilegan tónlistarferil. Á
fimmta áratugnum lék hann með
hljómsveitum George Hudson og
Earl „Fatha" Hines, 1951—55 lék
hann með hljómsveit Count Basies
og lék einnig á svipuðum tíma með
Dizzy Gillespie. Á sjötta áratugn-
um útsetti hann fyrir sveitir
Count Basie, Tommy Dorsey og
Harry James. Síðar starfaði hann
mikið með Clark Terry. Wilkins
hefur á ferli sínum útsett fyrir
fleiri tugi tónlistarmanna og
starfað með flestum þekktustu
jazzmönnum vorra tíma.
Fyrir nokkrum árum flutti
hann til Kaupmannahafnar og þar
hefur hann skrifað fyrir og stjórn-
að Radioens Big Band og einnig
verið með sína eigin hljómsveit,
Ernie Wilkins Almost Big Band.
Hún hefur leikið inn á 2 hljóm-
plötur sem báðar hafa fengið
drjúgt hrós, jafnt f bandarískum
tónlistarblöðum sem evrópskum.
Stjórn Múrara-
félags Reykja-
víkur sjálfkjörin
MIÐVIKUDAGINN 9. febrúar sl.
rann út frestur til að skila listum til
kjörs stjórnar- og trúnaðarmanna-
ráðs í Múrarafélagi Reykjavíkur
fyrir árið 1983.
Einn listi barst, listi stjórnar-
og trúnaðarmannaráðs og var
hann því sjálfkjörinn. Stjórn- og
trúnaðarmannaráð skipa eftir-
taldir menn: Formaður Helgi
Steinar Karlsson, varaformaður
Gísli Dagsson, ritari Rafn Gunn-
arsson, gjaldk. félagssj. Örn
Karlsson og gjaldk. styrktarsj. Óli
Kr. Jónsson. Varastjórn Eiríkur
Tryggvason, Jóhannes Æ. Hilm-
arsson og Hörður Runólfsson.
Trúnaðarmannaráð Gunnar M.
Hansen, Gisli Magnússon, Ólafur
Veturliðason, Jón G.S. Jónsson,
Gunnar Sigurgeirsson og Jónas
Garðarsson. Varamenn í trúnað-
armannaráði: Trausti L. Jónsson,
Sveinn Páll Jóhannesson og Guð-
mundur E. Hallsteinsson.
Hclgi Steinar Karlsson
Arnþór Helgason:
„Mér finnst æskilegra að
vinna með fólki en á móti“
ÁKVEÐIÐ hefur verið að ráða Arnþór Helgason sem deildarstjóra náms-
bóka Blindrabókasafnsins. Sem kunnugt er urðu miklar deilur er meiri-
hluti stjórnar Blindrabókasafnsins hafnaði umsókn hans á þeim forsend-
um að blindur maður gæti ekki sinnt þessu starfi. Sendi Arnþór máliö til
cndurskoðunar í menntamálaráðuneytið og varð úrskúrður þess sá að
Arnþór teldist hæfur í starfið og verður þvf ráðinn.
„Ég er feginn að þessu skuli
vera lokið," sagði Arnþór þeg-
ar Mbl. heimsótti hann. „Þetta
var prófmál fyrir fatlaða og er
mikill áfangasigur. Yfir fjór-
menningunum gæti ég þulið
heila skammarræðu, en ég
held að ég láti það ógert. Ég fæ
ekki skilið af hverju þau köll-
uðu umsækjendur ekki fyrir í
viðtal, því ég er þess fullviss að
hefði ég fengið að ræða við
stjórnina áður en þau höfnuðu
umsókn minni hefði ekki til
þessa máls komið. Ég hefði
getað útskýrt fyrir þeim í
hverju starfið væri fólgið, en
það ætti ég að vita manna
best, þar sem ég var með í að
búa til starfslýsingu fyrir
starfið. Þegar ég sótti um vissi
ég því fullkomlega hvaða kröf-
ur voru gerðar.
Ég hef starfað við safnið í
mörg ár. Frá því að hljóðbóka-
gerðin var stofnuð 1976 hef ég
verið þar með annan fótinn og
í föstu starfi frá 1980.
Ég vil þakka menntamála-
ráðherra og öllum þeim sem
stóðu eins og þéttur veggur
gagnvart fjórmenningunum og
sýndu meiri skilning en ég átti
von á, og Ingvars Gíslasonar
verður lengi minnst fyrir
þessa stöðuveitingu. Ekki
vegna þess að ég átti í hlut
heldur braut hann blað í sögu
fatlaðra.
Þetta mál hefur vakið mikla
athygli enda er það hluti af
jafnréttisbaráttu fatlaðra. Og
þó búið sé að setja lög um jafn-
réttið þá þýðir það ekki að
jafnréttisbaráttunni verði ekki
að halda áfram.
Nú ber að snúa sér að því að
tryggja hagsmuni þeirra
blindu nemenda sem eru að
hefja framhaldsnám, það er
menntaskólanám. Verður að
tryggja fjármagn til að hægt
sé að útbúa sómasamleg náms-
ögn fyrir þessa nemendur, en
starf mitt verður m.a. einmitt
fólgið í því að aðstoða fram-
„Ég er feginn þvf að þessu er lok-
ið.“
haldsnemendur, afla og láta
búa til námsögn fyrir sjón-
skerta.
Mér dettur svona í hug, að
eitt af því sem fjórmenn-
ingarnir höfðu á móti mér var
að ég ætti erfitt með að kom-
ast á milli staða. Nú er það
þannig að slíkt er ætíð talið
eftir þegar fatlaðir eiga í hlut.
Þú sem sjáandi blaðamaður
ert aftur á móti með leigubíla-
styrk og enginn sér neitt at-
hugavert við það. Taktu eftir
því.
En þrátt fyrir allt og allt þá
endurtek ég það sem ég sagði
einu sinni, þegar írskur blaða-
maður spurði mig hvernig er
að vera blindur á íslandi. Ég
svaraði: „It is very nice.“ Til-
veran er ekki neitt myrkur
fyrir blinda, það er mesti mis-
skilningur. Myrkur held ég að
sé aðallega sálræns eðlis.
Að endingu vil ég segja að
héðan í frá þegar ég sé að brot-
inn er réttur einstaklings sem
hægt er að rétta með sann-
girni, þá er ég tilbúinn að
demba mér út í baráttu, þó það
kosti hörkuátök. Um leið og
maður beitir sér fyrir rétti
annarra er maður að tryggja
eigin framgang. Ekki bara það
að maður veit aldrei hvenær
maður stendur í sömu sporum,
heldur finnst mér æskilegra að
vinna með fólki en á móti.“
m.e.
Baldvin Ottóson afhendir Baldvin Þ. Kristjánssyni skjal um heiðursfélaga-
nafnbótina. MorxunblaAid/ Krislján Einarsson.
Frá fulltrúafundi landssamtakanna. Baldvin Ottóson formaður samtakanna í
rædustól. MorgunbUðið Kristján Einarsson.
Baldvin Þ. Kristjánsson kosinn heiðurs-
félagi samtakanna Klúbbarnir öruggur akstur
NÍUNDI fulltrúafundur landssam-
taka Klúbbanna öruggur akstur var
nýverið haldinn í Reykjavík, en þar
voru flult mörg erindi um ýmislegt
er vegum og umferð viðkemur, og
einnig samþykktar margar ályktan-
ir. Fundinn setti Baldvin Ottósson
formaður samtakanna og við þaö
tækifæri afhenti hann Baldvin Þ.
Kristjánssyni fyrrverandi félags-
málafulltrúa hjá Samvinnutrygging-
um skjal til marks um það að sam-
tökin hefðu gert hann að fyrsta heið-
ursfélaga sínum.
Baldvin Þ. Kristjánsson var
frumkvöðull að stofnun Klúbb-
anna öruggur akstur um land allt,
en þeir eru nú 33 að tölu. Klúbb-
arnir voru stofnaðir að tilhlutan
Samvinnutrygginga og tilgangur
þeirra er að stuðla að öryggi í
akstri á hverjum stað.
Meðal þess sem fulltrúaráðs-
fundurinn ályktaði var áskorun á
stjórnvöld um að frumkennsla í
umferðarreglum fyrir bifreiða-
stjórapróf yrði færð inn í skóla-
kerfið, og að við endurnýjun öku-
skírteina yrðu ökumenn að gang-
ast undir hæfnispróf. Ennfremur
benti fundurinn á nauðsyn þess að
koma skipulagðri umferðar-
fræðslu inn á stundaskrár skól-
anna í landinu, og var aðstoð sam-
takanna boðin fram í þeim efnum.
Jafnframt að kennsla í meðferð
léttra bifhjóla yrði kennd í níunda
bekk grunnskóla sem valfag. Öku-
menn slíkra hjóla verði að sýna
lágmarkshæfni, sem könnuð verði
árlega. Einnig að reglum um
skráningu léttra bifhjóla verði
breytt, einkum í því tilliti að erfið-
ara verði að auka afl þeirra og
hraða eftir skráningu, og að létt
bifhjól, sem breytt hefur verið eft-
ir skráningu og gerð aflmeiri og
hraðskreiðari, verði skráð sem
bifhjól.
Ennfremur var skorað á um-
ráðamenn og eigendur dráttarvéla
og annarra vinnuvéla, að þeir sjái
svo um, að stjórntæki vélanna séu
ætíð í fullkomnu lagi. Skrán-
ingarspjöld séu vel læsileg og
lögboðnum tryggingum verði við
haldið. Einnig að engar dráttar-
vélar verði afhentar frá umboði til
eigenda nema þær væru skrásett-
ar og tryggðar.
Þá var skorað á dómsmálaráð-
herra að efla starfsemi Umferð-
arráðs svo það gæti betur sinnt
þeim verkefnum, sem gert væri
ráð fyrir í umferðarlögum. Jafn-
framt að leita bæri betur en gert
hefði verið orsaka tíðra umferð-
arslysa í dreifbýli og niðurstöður
rannsókna birtar öðrum til varn-
aðar.
Auk þessa fagnaði fundurinn
framkominni áætlun um lagningu
varanlegs slitlags á stofnbrautir
og skoraði á stjórnvöld að þær
yrðu gerðar að aðalbrautum.
Ennfremur að umferðaröryggi
barna verði tryggt sem best við og
í nágrenni skóla. Einnig að lögleg-
ur hámarkshraði yrði ætíð miðað-
ur við aðstæður hverju sinni, og að
viðkomandi yfirvöld nýti heimild
til að bre.vta hámarksökuhraða til
lækkunar fyrirvaralaust með til-
liti til aðstæðna hverju sinni.
Loks skoraði fundurinn á
stjórnvöld að hlutast til um að
heildarendurskoðun umferðarlaga
verði hraðað, því mikilsvert væri
að umferðarlög fylgdu tímans rás
hverju sinni. Einnig að haldið
verði á árinu námskeið í umferð-
arfræðslu fyrir kennara og leið-
beinendur, og að bætt verði úr
merkingum vega þar sem henni er
ábótavant, t.d. við mjóar brýr og
hættuleg ræsi.